Alþýðublaðið - 20.07.1943, Side 2
j
2
Norðurför Ármanns.
Úrvalsflokkar Ármanns í norðurförinni. Myndin var tekin í lysti-
garðinum á Akureyri. Á myndinni sjást í öftustu röð frá vinstri:
Ingibjörg Árnadóttir, Katrín Ármann, Soffía Stefánsdóttir, Sigríður
Bjarnadóttir, Ragnhildur Elíasdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Sigriður
Valgeirsdóttir, Gerður Sigfúsdóttir, Ingunn Kristinsdóttir, Vilfríður
Guðnadóttir, Herdís Símonardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir. Önnur
röð frá vinstri: Stefán Kristjánsson, Borgþór Jónsson, Ingvar Ólafs-
son, Hörður Kristófersson, Sigurður G. Norðdahl, Óskar Halldórsson,
Guðmundur Samúelsson, Hjörleifur Baldvinsson, Jóhann Eyjólfsson.
Eremsta röð: Guðrún Nielsen, Inga Guðmundsdóttir, Þóra Stefáns-
dóttir, Jón Þorsteinsson, kennari flokksins, Rós Pétursdóttir, Sigríður
Bjarnadóttir, Unnur Jónasdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir.
Aineœningar konir n ”
leikafðrsInniniNorðar
Héldu níu sýningar á níu síöðum.
Norðurfarar ár-
MANNS, fyrsti flokkur
karla og kvenna í fimleikum,
komu heim í fyrrakvöld úr
sýningarför sinni um Norð-
urland, eftir hálfsmánaðar
útivist og níu sýningar á níu
stöðum víðsvegar um Norð-
urland.
Lögðu Ármenningarnir af
stað héðan 3. júlí og var haldið
til Hvammstanga og sýnt þar
um kvöldið klukkan '11. Fór
sýningin fram bæði úti og inni.
Um nóttina var haldið áfram
til Blöndóss og sýnt þar næsta
dag kl. 1,30. Þaðan var haldið
áfram og sýnt um kvöldið
klukkan 6 á vorhátíð Skagfirð-
inga í Varmahlíð. Um nóttina
var gist á Sauðárkróki.
Morguninn eftir var haldið
■ 1 ■ «
Dátífakeodur hanðknatí-
leSksmótsins i tooöum
00 skemiutlferöuei.
\NDKNATTLEIKSMÓT
ÍSLANDS stendur enn
yfir. Síðastliðig föstudagskvöld
bauð stjóm f. S. í. öllum þátt-
takendum og fararstjórum í
kaffisamsæti í Oddfellow.
Á laugardag buðu Ármenn-
ingar þátttakendum mótsins til
Hafnarfjarðar, og var Hellis-
gerði skoðað og nýju sundlaug-
arnar, en í fyrradag bauð bæj-
arstjórn Reykjavíkur flokkun-
nm frá ísafirði og Akureyri til
Þingvalla.
í fyrradag kepptu K. A. og
í. R. og unnu hinir fyrnefndu
með 7:3.
til Akureyrar og sýnt þar í sam-
komuhúsinu um kvöldið. Dag-
inn eftir bauð íþróttaráð Ak-
ureyrar flokkinum til kaffi-
drykkju í lystigarði Akureyrar.
en klukkan 6 um kvöldið var
haldið til Dalvíkur og sýnt þar,
kl. 9 um kvöldið. Að því loknu
var setin þar veizla í boði
íþróttanefndar Eyjafjarðar og
U. M. F. Svarfdæla. Frá Dal-
vík var haldið aftur til Akur-
eyrar og gist þar, en morguninn
eftir var farið til Siglufjarðar
og sýnt þar kl. 7 um kvöldið.
Að lokinni sýningu var farið til
Ólafsfjarðar og sýnt þar kl. hálf
eitt um nóttina. Þar var setið
bcð íþróttafélagsins Sameining
að lokinni sýningu og því næst
haldið til Akureyrar og komið
þangað kl. 6 um morguninn.
Daginn þar á eftir var haldið
til Mývatns og gist á Laugum
um nóttina. Næsta dag var
haldið til Húsavíkur, sýnt þar
um kvöldið og gist þar um
nóttina. Næsta dag var farið
í Ásbyrgi og að Dettifossi, en
að Laugum um kvöldið og sýnt
þar daginn eftir, og var það
síðasta sýningin. Dvöldu því
næst flokkarnir í viku á Laug-
um og hvíldu sig og skoðuðu
nágrennið. Var beim allsstaðar
tekið tveim höndum. Um mót-
tökurnar á Akureyri sá íþrótta-
féléagið Þór, á Húsavík íþrótta-
félagið Völsungar, en á Siglu-
firði Ketill Ólafsson, íormaður
skíðafélagsins Skjaldborg.
Var allsstaðar húsfyllir á sýn
ingum og varð fólk sumsstaðar
frá að hverfa. Jón Þors'teinsson
íþróttakennari stjórnaði sýning
unum, en fararstjóri var Sig-
urður G. NorðdahÍ.
Telja Ármenningar að íþrótta
árangur hafi orðið mjög mikill
af förinni og láta hið bezta af
henni.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
.* "1 .........................
Alvarlegt biíreiðarslys á
Snðurlandsbrant i fyrrinótt
Stúika lærbrotnar og meiðíst á höfði,
sraður fótbrotnar og fleiri skrámast.
ALVARLEGT BIFREIÐARSLYS varð í fyrrinótt, er ís-
lenzk fólksbifreið og ameríksk herbifreið rákust á hér
innan við bæinn. í íslenzku bifreiðinni voru tvær stúlkur
og tveir karlmenn og meiddust þau öll, en alvarlegast þó
önnur stúlkan, sem var ekki
partinn í gær.
Slysið varð laust fyrir
klukkan eitt í fyrrinótt, á Suð-
urlandsbraut, rétt fyrir innan
Múla.
fslenzka bifreiðin, R. 2688,
eigandi Einar Nikulásson, var á
leið til bæjarins og var að
koma frá Stóra-Hrauni í
Hnáppadalssýslu.
I bifreiðinni voru tvær dæt-
ur Þórarins bónda á Stóra-
Hrauni, Kristín og Lára, auk
þess eigandi bifreiðarinnar,
Einar Nikulásson, og ungur
maður, frændi systranna, Árni
Pálsson að nafni. Kristín ók
bifreiðinni.
, íslenzka bifreiðin ók á réttri
vegarbrún. Ameríska herbif-
reiðin, sem kom á móti þeirri
íslenzku, ók einnig á réttri veg-
arbrún, en beygð skyndilega
yfir á vegarbrún íslenzku bif-
reiðarinnar og ætlaði þar út á
afleggjara, sem lá inn í herbúð-
ir, sem þar eru, en í sama bili
varð áreksturinn.
Islenzka bifreiðin klesstist
saman og er talin ónýt, en fór
ekki um koll og ekki út af veg-
inum.
Lára Þórarinsdóttir, sem
hlaut alvarlegnstu meiðslin,
lærbrotnaði og meiddist mikið
á höfði. Hafði hún ekki fengið
meðvitund seinni partinn í
gær.
Einar Nikulásson fótbrotnaði,
en Kristín og Árni skrámuðust
og.var Árni minnst meiddur.
Sjúkrabifreið frá hernum
kom þegar í stað á vettvang og
flutti hið slasaða fólk á herspít-
ala, en Árni fékk strax að fara
heim.
komin til meðvitundar seinni
Nýlt gistihús
á Stokkseyri.
Bætt úr hrýisni pörf ferða-
maona ftar eystra.
ÝTT GISTIHÚS tekur
■ ■ ^ um þetta leyti til starfa
á Stokkseyri og er þar með
bætt úr brýnni nauðsyn þar
eystra, því að ferðamanna-
straumur til Vestmannaeyja
er þar allmikill, en ferðafólk
befur ekkert afdrep getað
fengið í þorpjrnu ,þegar það
hefur orðið að bíða.
„Hótel Stokkseyri“, svo'heit-
ir hið nýja gistihús, er í nýrri,
snoturri hyggingu, sem hluta-
félag mfið sama nafni hefur
látið reisa fyrir það.
Alþýðublaðið hefur haft tal
af Pétri Daníelssyni, sem er
einn af stjórnarmeðlimum hins
nýja félags.
,,Feroir eru nú orðnar alltíð-
ar um Stokkseyri“ sagði Pétur;
„sérstaklega til Vestmannaeyja
og oft hefur það komið fyrir,
að ferðamenn verða að bíða
nokkurn tíma í þorpinu. Stokks
eyringar hafa oft ekki getað
sinnt þessum gestum vegna
anna og rúmleysis og haft leið-
(Frh. á 7. síðu.)
Las fréttirnar meðan sprengja var að
springa í húsinu í loftárás haustið 1940!
This is london
CALLING. Here is the
news and this is Bruce Bel-
frage reading it.
Við þessi orð kannast hinir
fjölmörgu hlustendur brezka
útvarpsins hér á landi vel,
því að undanfarin þrjú ár
hafa þeir heyrt þau hvað
eftir annað, sögð af karlmann
legri röddu, sem síðan hélt
áfram og las fréttir víðsveg-
ar að úr heiminum.
Bruce Belfrage, einn hezti
þulur brezka útvarpsins, er nú
staddur hér á landi. Hann er
myndarlegur á velli, ekki ósvip-
aður því, sem menn mundu í-
myndu sér eftir röddinni, nú
klæddur hinum dökkhláa ein-
kennisbúningi flotans og með
tvær gylltar rendur á ermunum
— merki sjóliðsforingjans.
Belfrage er í raun og veru
leikari og vann frá 1936 við það
að ráða leikara í ýmis leikrit,
sem brezka útvarpið ákvað að
flytja. Það var ekki fyrr en
1940, að hann var gerður þulur,
en það er hjá brezka útvarpinu
hið ábyrgðarmesta starf.
Tíðindamaður blaðsips hitti
Belfrage að máli á sunnudag,
er hann var staddur hjá brezka
útvarpinu frá stöðinni hér, og
spurði hann um störf útvarps-
ins almennt.
,,Það er að mörgu leyti erfitt
að vera útvarpsþulur, t. d. við
fréttalestur .Hversu miklar eða
spennandi ,sem fréttirnar eru,
verður þulurinn að lesa þær
rólega og blátt áfram, án þess
að láta tilfinningar sínar fara
með röddina í gönur. Þetta er
oft erfitt að varast, ekki síður,
þgar lesturinn verður engu að
síður að vera lifandi. j
Þulurinn verður oftast að
(Frh. á 7. síðu.) •
Þriðjudagur 20. júlí 1943.
Níi menn dæmdir
fyrir að aka bíi nad
ir áhrifnm áíeneis.
_____
Tíu daga fangelsi hver og
sviftir ökuleyfi i 3 mánuði
C ÍÐASTLIÐNA tíu daga
hafa níu menn verið
dæmdir í lögreglurétti
Reykjavíkur fyrir að aka
bifreiðum undir áhrifum á-
fengis. i;
Hlaut hver um sig tíu daga
varðhald og voru þeir enn
fremur sviftir ökuleyfi í þrjá
mánuði.
Var þetta fyrsta brot hjá
þeim öllum og hlauzt ekkert
tjón af akstrinum. Brotin hafa
verið framin nýlega, og er svo
að sjá sem það sé að fara í vöxt,
að menn aki bifreið undir á-
hrifum áfengis. Meðal hinna
dómfelldu voru atvinnubíl-
stjórar.
D. M. F. Mpetainpr
gefinq glímnbikar.
Til minningar um Geirfinn
Porláksson frá Skútusiöðumo
VIÐ miðdegisverð þann, er
Í.R.A. bauð Framörum til S
Reykjahlíð s.l. þriðjudag og sagt
hefir verið frá hér í blaðinu,
kvaddi Guðmundur Sigurjónsson
fyrv. Olympiufari sér hljóðs og
afhenti formanni ungmennafélags-
ins „Mývetningur“, Árna Jónas-
syni að Grænavatni, veglégan far-
andbikar, sem keppa á um þar í
sveitinni í íslenzkri glímu næstu
25 ár.
Er bikarinn silfurbikar á tré-
fæti og eru á fótstallinum 25
reitir með silfurplötu hver, þar
sem grafa skal nafn glímukon-
ungs Mývatnssveitar á hverju
ári. Að 25 árum liðnum verður
bikarinn eign þess manns, sena
oftast hefir unnið hann á þess-
um árum. í snjallri ræðu, er
Guðmundur flutti við þetta'
tækifæri, lét hann þá ósk í ljós
að bikarinn bæri nafn Geir-
finns Þorlákssonar, glímu-
kappa Mývetninga, sem lézt af
slysförum fyrir skömmu, og
yrði nefndur Geirfinnsbikar-
inn, en skipulagsskrá fyrir bik-
arinn var ekki hægt að full-
géra fyrr en gengið væri frá
þessu atriði. Nú er það tryggt
að bikarinn hlýtur þetta nafn
og einnig það, að formaður
Í.S.Í. staðfestir skipulagsskrána
á næstunni.
Er hér um veglega gjöf að
ræða og mun hún verð til þess
að efla og viðhalda glímuí-
þróttinni í fæðingarsveit Guð-
mundar, sem hann ann mikið
eins og glímuíþróttinni sjálfri,
en Guðmundur er áhugasamur
um viðhald og veg íslenzku
glímunnar og annarra íþrótta,
og var á yngri árum með beztu
glímumönnum landsins.. Mý-
vatnssveit hefir líka langa tíð
mátt heita vagga íslenzku glím
unnar. Kemur því hin veglega
gjöf Guðmundar niður á verð-
ugum stað.
Lítlð rafmagn
um hádegið.
RAFMAGNIÐ hefir dofnaff
mjög undanfai-na daga um
hádegisbilið. Skeði það fyrst á
laugardaginn, svo á sunnudaginn
og loks í gær.
(Frh. á 7. síðu.)