Alþýðublaðið - 20.07.1943, Page 8
8
ALÞYÐUBL' TMÐ
Þriðjudagur 20. júlí 1943.
STJARMARBfÓ
lOrnstan nm Stalin
grad.
Rússneek mynd.
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
j A Vt 4 Hey frto 131+ fm
Geðveikralæknirinn
var að ganga á milli
sjúklinga sinna. Meðal þeirra
var einn, s em gekk með þá
grillu, að hann væri konungur.
Þegar læknirinn kemur að
klefa hans, kallar „hans há-
tign“ til læknisins:
„Ég veit ég er konungur!
Satan sagði ég væri það'!“
„Þú lýgur því!“ kvað við úr
næsta klefa. „Ég hefi ekki sagt
orð um það.“
VERSU illt, sem einhver
karlmaður kann að hugsa
um konur, er þó ekki til nein
kona, sem ekki hugsar verra
um karlmennina.
Chamford.
EKKERT er viðbjóðslegra
en karlmaðúr, sem græt-
ur. H. K. Laxness (Jófríður í
Vefarinn mikli).
"C* G ég fann, að konan er bitr
ari en dauðinn, því að hv.n
er net og hjarta hennar snara,
hendur hennar fjötrar. Sá, sem
guði þóknast, kemst undai%
henni, en syndarinn verður
fanginn af henni. Sjá, þetta
hefi ég fundið, segir prédikar-
inn, með því að leggja eitt við
annað til þess að komast að
hyggindum. Það, sem ég hefi
stöðugt leitað að, en ekki fund-
ið, það er þetta: Einn mann af
þúsundi hefi ég fundið, en konu
á meðal allra þessara hefi ég
ekki fundið.
Prédikarinn.
mJmd
og konst hmm '
tfbr iudwtú Lejjisohxo.
þá held ég varla að það taki
því að gera mín smávægilegu
útgjöld að umtalsefni.
— Jæja, þér finnst það, sagði
Anna. Og þetxa heldur þú, að
ég láti bjóða mér. Þú og þessi
hættulega kona eruð á allra
vörum. Og það heldurðu að ég
ætli að láta afskiptalaust!
Herbert lagði frá sér dag-
blaðið, sem hann hafði verið
að reyna að lesa.
— Ég geri ráð fyrir, að þú
gerir eitthvað þér sjálfri til
skammar og reynir að skaða
mig og skaprauna mér. En eitt
ætla ég að segja þér. Ef þú
reynir að eyðileggja kunnings-
skap minn og Halliwellshjón-
anna, þá skal það verða verst
fyrir þig sjálfa.
— Ekki óttast ég það. Og
minni aðstöðu í þessu máli er
ekki þannig háttað, að þú getir
sett þig á háan hest og hótað
mér, herra Crump.
Daginn eftir hitti Herbert
Halliwells hjónin ein heima.
Hann sagði þeim þessa leiðinda-
sögu. En hún kom þeim ekki á
óvart. Um morguninn hafði
einnig Stephen fengið nafn-
laust bréf, þar sem honum var
ráðið til að gefa gætur að konu
sinni. Síðasta fórnarlamb henn-
ar væri Herbert Crump, og
væri framferði hennar hvort-
tveggja í senn, hættulegt og
blygðunarlaust.
Gloria tók sér nærri þetta
lævíslega óþokkabragð. Stephen
var einnig þungt í huga, en
brátt létti yfir honum.
— Þið þurfið ekki að taka
ykkur þetta nærri, sagði hann.
Að minni hyggju er það Anna
sjálf, sem hefir skrifað bæði
ibréfin.
— Jafnvel Anna gerir sig
ekki seka um svona þorpara-
brögð, sagði Herbert.
— Hún er til alls vís eins og
þú veizt, sagði Stephen og leit á
hann.
— Vel má svo vera, en hana
skortir klókindi. Eða hvar hefði
hún átt að fá upplýsingar?
Stephen virtist ekki vera
þetta ljúft umtalsefni.
— Einhvern tíma kemstu
kannske að því. En ég vildi ráða
ykkur Gloríu til að ræða nú
saman hér heima um hríð.
Þau létu talið falla. En það
var eins og nokkurn skugga
bæri á millý þeirra. Vinátta
þeirra hafði orðið fyrir lagi. —
Um nokkra hríð fóru þau
Gloria og Herbert að ráðum
Stephens. En um vorið þegar
trén fóru að laufgðast, ókyrrð-
ust þau inni. Og ef Stephen var
ekki heima, tóku þau sér langar
gönguferðir. Á göngunni
svengdi þau og varð þá niður-
staðan jafnan sú, að þau fóru
inn á einhvern veitingastað og
snæddu hádegisverð. Stöku
sinnum bauð Gloria Önnu
heim. En hún var stöðugt á
varðbergi og eins ókurteis og
hún framast þorði. Hiún talaði
ekki um annað en nafnlaus bréf,
sem sér bærust, og kynhungur
sitt, eins og hún komst sjálf að
orði.
— Góði vinur, sagði Gloria
einu sinni við Herbert. Ég er
hrædd um, að Önnu takist að
eyðileggja vináttu okkar.
Þetta var síðla dags. Herbert
hafði litið inn af hendingu.
Gloria hvíldi í legubekk, klædd
fögrum kvöldsloppi og inni-
skóm. Herbert settist á lágan
stól við hlið hennar. Stephen
hafði skýrt svo frá, að hann
mundi koma heim til tedrykkju
jafnskjótt og hann hefði lokið
við að lesa ritara sínum fyrir.
Herbert laut áfram og tók hönd
Gloriu eitt andartak í sína.
— Ef sú verður raunin, veit
ég ekki hvað ég tek til bragðs.
Ég verð ennþá meira einmana,
þegar ég veit hvað það er að
vera án vináttu ykkar.
Hurðinni var hrundið opinni.
Eitt andartak sást óttaslegið
andlit þjónustustúlkunnar'í dyr-
unum, en hvarf þaðan jafn-
skjótt, líkt og henni hefði verið
stjakað þaðan allhastarlega.
Anna birtist í dyrunum. Hún
var eldrauð í andliti, nasirnar
voru flenntar. Hún rétti frá sér
handleggina. Sviti draup af
hverju hennar hári. Morðfýsn-
in logaði í augum hennar.
— Enn einu sinni lokuð -inni
með eiginmanni mínum — og
að þessu sinni hálfnakin, æpti
hún. Ég skal svei mér kenna
ykkur ....
Hún nálgaðist legubekkinn.
Gloria reis á fætur og tókst
að komast fram að dyrunum.
— Stephen! kallaði hún. En
hann hafði þegar heyrt, að eitt-
hvað óvenjulegt var á seiði, og
kom nú til móts við hana.
— Stephen, þú verður víst
að vísa þessari hræðilegu konu
á dyr, sagði hún og sneri sér
síðan að Herbert.
— Kæri Herbert, sagði hún.
Mig tekur sárt til þín. Vertu
sæll.
Að svo mæltu gekk hún brott.
Stephen sneri sér að Önnu.
— Framkoma yðar hefir
aldrei verið lýtalaus, frú Crump.
Við getum ekki framar veitt
yður aðgang að heimili okkar.
Og ef þér haldið uppteknum
hætti um að rita nafnlaus bréf.
mun ég sjá til þess, að þér verð-
ið dregnar til ábyrgðar. Ég þarf
væntanlega ekki að, taka fram,
að vinátta okkar í þinn garð er
algerlega óbreytt, sagði hann og
sneri sér að Herbert.
— Ja-há; þarna stendur þú,
Herbert Crump, og hefst ekki
að, þó að mér sé kastað út úr
þessu fordæmda húsi, hreytti
Anna út úr sér.
— Neyðist ég til að kalla á
HS NÝJA BIO
Æfíntýrl I Mexico
(Dawn Mexico Way)
Gene Autuy
Smiley Burnette.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn yngri en 12 ára fá ekki|
aðgang.
EESl GAMLA BÍO BE
Stolt og hleypidómar
Pride and prejudice)
Metro Goldwyn-Mayer kvik-
mynd af skáldsögu Jane
Austen.
Greer Garson.
Laurence Oliver.
Sýnd kl. 7 og 9.
MMM1I^MIimi|i|llllliMlllllllili"l lllliliilll II iU
þjónana? spurði Stephen.
Anna nálgaðist nú idyrnar
með hlægilegum tilburðum, sem
áttu að tákna það, að virðingu
hennar væri stórlega misboðið.
Herbert bjóst einnig til brott-
ferðar. Með grátstafinn í kverk-
unum greip hann hatt sinn af
snaga í anddyrinu og hraðaði
sér út á götuna. 'Eftir andartak
var Anna komin að hlið hans.
— Bertie, sagði hún biðjandi.
Hann dró andann djúpt og opn-
aði varirnar. Orð? Nei, orð voru
miðuð við skilning, hjörtu, sem
gátu fundið til — við mannleg-
ar verur. Hann gékk þögull
leiðar sinnar.
Framhaldss. kl. 3V2—QV2.
VETRARFAGNAÐUR.
(Winter Carnival).
Ann Sheridan.
Richard Carlson.
mnnfiinrnm ■iiiiiiiiiinii'ii'iii 1 iiiiiiiihh
IV.
Þegar hljómleikatímabilinu
var lokið, gaf Herbert sér góð-
an tíma til að hugsa ráð sitt..
Hann sá gerla, að blika var á
lofti. En hann þóttist ekki til
þess búinn að grípa til örþrifa-
ráða. Anna hafði í sjálfu sér
brotið miklu meira af sér gagn-
vart honum en það, að eyði-
leggja vináttu hans og Halli-
wellshjónanna. Breytni hennar
gagnvart föður hans virtist til
dæmis fullkomlega réttlæta
það, að hún hlyti refsingu í
öðru lífi. Kenning frumkristn-
innar: auga fyrir auga og tönn
fyrir tönn, þótti jafnan óað-
KALI FRÆKMI
Hann hló aftur glaðklakkalega, þegar honum varð
litið á perlurnar, sem lágu í lófa hans.
„Ég skal þjálfa þá af kappi,“ sagði hann við sjálfan
sig. „Ég skal ekki liggja á liði miru, svo að þeir kræki í
eins margar perlur og nokkur tök eru á. Hæ! Ég hefi svei
mér dottið í lukkupottinn í þetta sinn! Orðinn íþróttaþjálf-
ari heils skara af Kanakadrengjum — og fáe laun mín goldin
í perlum, sem eru þúsunda dala virði!“
ANNAR KAFLI
Svik fjörulallans.
NÚ er nóg komið í þetta sinn, drengir góðir! Svona á
að fara að því!!“
Á „íþróttavelli“ Kala, í rjóðri milli kofa Kala og næsta
þorps, hafði Samúel valið sér stað til þess að æfa íþróttir
með drengjunum. Hann var talsvert út undir sig. Honum
var það ljóst, að ef hann gerði ekkert annað en að láta dreng-
ina kafa sýknt og heilagt eftir perlum, myndi þá fara að
gruna margt og færu að velta því fyrir sér, hvers vegna hann
sækti það svo fast, að láta þá ná í þessa „ostrusteina“.
Hann gerði sér allt far um að koma sér í mjúkinn hjá
drengjunum. Hann var góður við þá og hrósaði þeim á hvert
reipi. Kali 'hafði farið á stúfana og safnað saman öllum
drengjunum til þess að láta þá njóta þjálfunar nýja kennar-
ans. Samúel skipti þeim í flokka og fékk þeim verkefni.
IVI Y N D A
SAGA
^ YOU’LL HAVE ABOUT ANJ
WOUK/ PINP CKJT WWECE
THEV'VE MOVEO THE PLANE.S
ÖAS AND AMMUNIITION
Lucya: Þú hefir eina klukku-
stund. Athugaðu. hvert þeir
hafa farið með flugvélarnar,
skotfærin og benzínið.
Cottridge: Þeir hafa bersýni-
lega flutt flugvélarnar. Ef ég
kemst inn í skóginn, get ég far-
ið kringum flugvöllinn.
Hálfri klukkustund síðar.
Cottridge: 'Flugbrautin er
austan við nýju benzíngeymsl-
una, tuttugu steypiflugvélar.
Cottridge tekur skyndilega
eftir þýzkum herflokki, sem
nálgast fyrir aftan hann.