Alþýðublaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 21. júlí 1943»
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Dagsbrúnarsammngarnir:
\ Stjórn og trúnaðarráð á j
i!
N
s
*
Hversvegna var mállð ékkifoorið uBidlrfé
lágsmenn við allsherjaratkvseðagreiðslu
ý------------------
FÉLAGSFUNDUR í DAGSBRÚN, sem haldinn var í
fyrrakvöld neitaði að fallast á samþykkt félagsstjórn-
arinnar og trúnaðarráðs þess efnis, að samningum við at-
vinnurekendur skyldi ekki sagt upp, og vísaði samþykkt-
inni aftur til stjórnarinnar og trúnaðarráðsins með tilmæl-
um um að þau endurskoðuðu hana. Jafnframt veitti fundur-
inn stjórn og trúnaðarráði heimild til þess að segja upp
samningunum, ef rétt þætti.
Þessi afstaða félagsfundarins var tekin tii umræðu á
nýjum fundi stjórnarinnar og trúnaðarráðsins í gærkveldi
og var þar enn á ný samþykkt að samningum skyldi ekki
. ;
S sagt upp að svo stöddu, þrátt fyrir hinn augljósa vilja fé- ^
lagsfundar. ,
Má þessi málsmeðferð af hálfu Dagshrúnarstjórnarinn-
ar dæmalaus heita. Var það vitanlega alveg sjálfsagt, að
hún legði málið þegar í upphafi undir dóm félagsmaíipa við
allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að ótvíræður vilji meiri-
hlutans gæti komið í ljós og ráðið því, hvað gert yrði.
laðir drukfcnar af
færepko síldirskipi
á
ÞAÐ slys vildi til á Húna-
flóa 13. þ. m., að herpi-
nótabátar frá færeyiska síld-
veiðiskipinu „Mjóanes“ sukku.
Einn maður drukknaði.
iÞrír komust af á sundi yfir
í skipið, en níu menn af skips-
höfninni héldu sér á floti við
bátana.
Bar þá að mótorbátinn
„Gunnbjörn11 frá ísafirði og
tókst honum að bjarga þessum
níu mönnum.
Skipstjórinn á „Gunnbirni“
heitir Guðmundur Kr. Guð-
mundsson.
Fjórir Kfeir drepa-
ir im síðnstn iielgi.
UM síðustu helgi drápu
veiðimenn við Elliðaár
fjóra minka. Voru þrír minkar
lagðir að velli á laugardag
en einn á sunnudag.
Höfðu minkarnir látið fyrir
berast í garðbroti á milli ánna
neðan við brúna. Á laugardag-
inn sáu veiðimennirnir einn
þeirra fara út úr garðbrotinu
og niður að ánni. Náðu þeir
honum þar í holu og drápu
hann.
Fóru mennirnir því næst upp
í garðbrotið, sáu þar þrjá
minka og náðu tveim þeirra, en
á sunnudaginn drápu þeir einn
í viðbót á sama stað.
Dýralæknisembættið á Akureyri
var auglýst laust til umsóknar í
vor og var umsóknarfrestur út-
runninn 1. apríl 1943. Um emb-
ættið hafa sótt Bragi Stéingríms-
son dýralæknir á Austfjörðum og
Guðbrandur Hlíðar dýralækna-
nemi í Kaupmannahöfn.
SeðlaveítðH var 108
nilijöBÍr í árs-
lokJ942.
Q*AMKVÆMT hinni nýút-
komnu skýrslu Landsbank
ans jyrir árið 1942, hefir aðal-
upphæð efnahagsreiknings
seðlabankans síðastliðið ár
venð kr. 333 018 850,38. Seðla-
veltan var í árslok 108 millj-
ónir og hafði tvöfaldazt frá því
árið á undan.
Árið áður var aðalupphæðin kr.
195 014 990,60. Hefir hún því
hækkað um kr. 138 millj. kr.
eða 71%. - Aðalorsök þessarar
miklu útþenslu er talin kaup á
erlendum gjaldeyri, en skulda-
megin vegur á móti henni
hækkun á seðlum í umferð og
hlaupareikningslánum.
Inneign hjá erléndum bönk-
um, erlendir víxlar og ávísan-
Frh. á 7. síðu.
Stjórn Alfiýðusambandsins boðar,:
i ■X'
A-t'd
Er Alpf SBSBEBBÍBandið aftiar al liwerfa af
fagsambámds og tak'a upp pélifíska sfefnu á uý ?
ÁgFcieiegiiF iíinan
bandsstjórnarinnar.
¥1 ðtal yS® Sæiuuia.d
s
TJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS boðar í á-
varpi, sem birtist í nýútkomnu hefti af tímariti þess,
„Vinnan“, að hún muni gangast fyrir ráðstefnu í Reykja-
vík í haust til þess að stofna það, sem hún kallar „banda-
lag hinna vinnandi stétta.“ Er ætlunin að bjóða á hana ýms-
um samtökum, ekki aðeins stéttarfélögum, heldur og sam-
vinnufélögum, ungmennafélögum, kvenfélögum og þremur
pólitískum flokkum — Alþýðuflokknum, Sósíalistaflokkn-
um og Framsólinarflokknum.
Boðskap þessum fylgir stefnuskrá í sjö liðum, sem
stjórn Alþýðusambandsins hefir þegar samið fyrir hið fyrir-
hugaða bandalag, og er þar ekki aðeins gert ráð fyrir því,
að það beiti sér fyrir fjárhagslegum og félagslegum hags-
munamálum þeirra stétta, sem að bandalaginu kynnu að
standa, heldur og að það setji sér pólitísk markmið, þar á
meðal meira að segja í utanríkismálum þjóðarinnar, sem
þátttakendur bandalagsins séu skuldbundnir til að vinna
að.
Það fer ekki hjá því, að það
hljóti að vekja nokkra undrun,
ekki sízt verkalýsfélaganna, að
stjórn Alþýðusámbandsins skuli
hefjast handa urn starfsemi og
samtök á svo víðtækum, meðal
annars pólitískum, grundvelli,
aðeins rúmum tveimur árum
eftir að Alþýðusambandinu var
breytt í hreint fagsamband
með það fyrir augum, að hefja
það yfir allar pólitískar deijur.
Alþýðublaðinu þótti því nauð-
synlegt, að afla sér - einhverra
nánari upplýsinga fyrir lesend-
ur sína um það, sem er að ger-
ast og sneri sér í því skyni í
■gær til Sæmundar Ólafssonar,
sem er einn þeirra Alþýðu-
flokksmanna, sem sæti eiga f
stjórn Alþýðusambandsins.
S j álf stæðisf lokkur í nn vill
ekki útvarpsumræður
um sjálísíæðismálið!
ESjarai Eeii^dlktssoHB skopaélst
mmúmm mm taka pátt i poiiis.
B
JARNI BENEDIKTSSON hefir skorazt undan því, að
taka, ásamt fulltrúum annarra flokka, þátt í útvarps-
umræðum um sjálfstæðismálið, sem útvarpsráð hafði í
hyggju að láta fara fram um miðjan ágúst. Stefán Jóh.
Stefánsson, sem átti að tala fyrir Alþýðuflokkinn, Hermann
Jónasson af hálfu Framsóknarflokksins og Einar Olgeirs-
son af hálfu Sósíalistaflokksins höfðu allir tjáð sig reiðu-
búna til þess að flytja hver sitt erindi í útvarpið um sjálf-
stæðismálið. En Bjarni Benediktsson, sem ætlað var að tala
af hálfu Sjálfstæðisflokksins ,neitaði að taka þátt í þessum
erindaflutningi, og er talið, að hann muni því farazt fyrir.
Bjarni mun enga skýringu hafa gefið á því, hvérsvegna
hann skoraðizt undan að taka þátt í þessum erindaflutningi.
— Hvernig ber að skilja
þennan boðgkap Alþýðusam-
bandsstjórnarinnar? spurði tíð-
indamaður blaðsins. Er Alþýðu
sambandið aftur að hverfa af
grundvelli fagsambands og
taka upp pólitíska stefnuskrá
og starfsemi á ný?
„Á 17. þingi Alþýðusam-
bandsins,“ svaraði Sæmundur,
var samþ. eftirfarandi tillaga,
sem Þóroddur Guðmundsson
var aðalflutningsmaður að, en
meðflytjendur nokkrir fulltrú-
ar úr röðum Sósíalistaflokksins
ásamt Hermanni Guðmunds-
syni úr Hafnarfirði:
„17. þing Alþýðusambands
íslands felur sambandsstjórn
að gangast fyrir því að koma á
bandalagi með öllum öðrum
samtökum alþýðunnar, hvort
sem um er að ræða almenn
liagsmunasamtök, stjórnmála-
samtök, verkalýðsfélög, menn-
ingarsamtök eða önnur til
verndar hagsmunum og rétt-
indum og samtakafrelsi verka-
lýðsins, til þess að vinna gegn
dýrtíðinni í samræmi við þá
stefnu, sem þingið hefir mark-
að, til þess að berjast fyrir
margháttuðum þjóðfélagslegum
umbótum og framförum og til
þess að hnekkja völdum aftur-
haldsins og gera áhrif alþýðu-
samtakanna gildandi á stjórn
landsins.
Áratuga reynsla verkalýðs-
hreyfingarinnar hefir sýnt, að
til þess að forða hinum vinn-
andi stéttum frá nýju atvinnu-
leysi og nýjum hörmungum fá-
tæktarinnar, til þess að forða
vinnandi stéttunum .frá rétt-
leysi og kúgun, þá verður
verkalýðsstéttin í gegnum sam-
tök sín að taka forystu þjóðar-
innar í sínar hendur í náinni
samvinnu við aðrar vinnandi
stéttir landsins.
Þar af leiðandi getur verka-
lýðurinn ekki sætt sig við smá-
vægilegar ívilnanir, heldur
verður hann ásamt annarri al-
(Frh. á 7. síðu.)
iVfsitaliD íjrrir jðlíj
245 stlg.
í 245 itio. I
\ — s
j |7 AUPLAGSNEFND og^
^ ll\ hagstofan hafa nú reikn-^
\að út vísitöluna 1. júlí ogV
jreyndist hún vera 245 stig. ^
^ Hefir hún því enn lækkað ^
\um eitt stig síðan 1. júníý
)enda aðeins verið um smá-V
• vægilegar verðbreytingar að^
(ræða.
v V
Skjrsla Laads-
banka ísiaods íyrir
ári 1942 er feon-
ii út.
Fróðlegt yfirlií yíir aívlnnu
mál og fjáriiag lanðsmsnna.
tS’ IN árlega slcýrsla Lands~
banka íslands fyrir ári&
1942 er nýkomin út og hefir
eins og áður inni að halda mik-
inn fróðleik um atvinnumál og
fjárhag landsmanna.
Er þar ýtarlegt yfirlit yfir
landbúnað, sjávarútveg, iðnaðj
verzlun og samgöngur, vérzlun
við útlönd, fjárhag hins opin-
bera, verðlag. og atvinnukjör,
verðbréfamarkaðinn, gjaldeyr^
ismarkaðinn, vaxtakjör, útláii
og innlán, seðlaútgáfuna o. fli
Loks er skýrsla um reikningá
bankans.
Hand ko attiel fes mót-
i í gterfevðldi
Handknattleiksmót-
IÐ hélt áfram í fyrra-
kvöld. Þá fóru fram tveir leikir.
í fyrri leiknum kepptu Ár-
mann og Fimleikafélag Hafnar-
fjarðar og sigraði hið fyrr-
nefnda glæsilega með 9:1. — I
síðari leiknum kepptu Þór og
íþróttaráð Vestfjarða. Þór sigr-
aði með 2:1.
í gærkvöldi fóru einnig fram
2 leikir. í þeim fyrri sigraði
Ármann í. R. V. með 3:0, en í
’þeirn síðari kepptu Haukar og
Þór, og unnu þeir fyrrnefndu
eftir mjög skemmtilegan leik
á 5:1.
K. A., sem búið var að keppa
3 leiki d mótinu, hefur hætt við
frekari þátttöku og haldið
heimleiðis.
Mótið heldur áfram í kvöld
kl. 8,30.
Só.
Prestskosning.
Síra Jón Kr. ísfeld hefir verið
kosinn prestur í Rafnseyrarpresta-
kalli.