Alþýðublaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. júlí 1943.
AL1*YÐUBLA©SÐ
AÞESSU ári eru jjögur
hundruð ár liðin síðan
út komu tvær bækur, sem
mörkuðu tímampt í náttúruvís-
indunum. Önnur fjallar um
sólkerfið. Hún var rituð af
pólskum munki, Nicolas Ko-
pernicus, og nefndist De revo-
lutionibus orbium coelestium
(Um gang himintungla). Hin
fjallar um mannslíkamann. Tit-
ill hennar er De corporis h'u-
mani fabrica (Um byggingu
mannslíkamans). Höfundur
hennar var belgiskur læknir,
Andreas Vesalius. Báðar voru
bækurnar ritaðar á latínu, sem
þá var alheimsmál lærðra
manna.
Til þess að geta metið hina
miklu þýðingu þessara tveggja
bóka, skulum við renna hugan-
um um stund aftur í tímann og
gera okkur ljóst þekkingar-
ástand Evrópuþjóða um 1500.
í vísindum var heimsmynd Ar-
istotelesar drottnandi um
margra alda skeið. Og kirkjan
hafði lagt blessun sína yfir
heimspeki Aristotelesar. Ungir
menn, sem menntunar urðu að-
njótandi, voru aldir upp í
þeirri trú, meðan kirkjan hafði
töglin og. hagldirnar í fræðslu-
málum, að það væri „óðs
manns æði að halda því fram,
að Aristoteles hefði rangt fyrir
sér.“ Það var með öllu óleyfi-
legt að læra af tilraunum og
bjóða með því hefðbundnum
kenningum byrginn. Það var
sama og að boða villukenningar,
og kirkjan hafði ráð undir
hverju rifi til þess að refsa
mönnum fyrir slíkt ódæði.
Nokkrir einbeittir menn
veigruðu sér þó ekki við að
tefla á tvær hættur. Til dæmis
gerðist Oxfordmunkurinn Ro-
ger Bacon, sem var uppi fullum
tveim öldum á undan Koperni-
■ cusi og Vesaliusi, svo djarfur
að setja fram heimspekikenn-
ingar, sem brulu algerlega í
bág við venjuhelgaðar skoðanir
þeirra tíma. En fyrir bragðið
varð hann að sitja tvívegis í
fangelsi. En svo kom til sög-'
unnar í Evrópu andleg hreyf-
ing, sem kennd hefir verið við
endurreisn. Endurreisnin átti
mikið því að þakka, að menn
tóku aftur að leggja stund á
gríska tungu í Vestur-Evrópu.
En það var hins vegar mikið að
þakka aröbskum og júðskum
lærdómsmönnum, sem voru vel
að sér um hina miklu grísku
snillinga, því að þeir höfðu les-
ið rit þeirra í aröbskum og he-
brezkum þýðingum. Þessir
menn störfuðu við skóla á
Spáni og Suður-ítalíu. Stefna
þessi átti og mikið upp að inna
uppgötvun prentlistarinnar, sem
bar þekkinguna fljótar og víðar
en nokkurn tíma hafði áður
þekzt og vahti forvitni manna
um leyndardóma náttúrunnar.
Menn skilja bezt og læra
að meta endurreisnartíma-
bilið, ef litið er á það
sem tíma skynsamlegra rann-
sókna. Hver ný uppfinning
örvaði rannsóknarandann. Menn
S
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
c
Kvöld. á hafinu.
Enda þótt þessi mynd sé friðsamíeg, eru mennirnir á bátnum að þjálfa sig í sjómennsku
til hernaðar. Myndin er tekin við Atiantshafsströnd Bandaríkjanna.
G’
REIN sú, er hér fer á
eftir iim tvo brautryðj-
endur í náttúruvísindunum,
pólska stjörnufræðinginn
Kopernicus og þelgiska lækn-
inn Vesalius, sem báðir gáfu
út höfuðrit í greinum sínum
árið 1543 — eða fyrir fjórum
öldum — er eftir Bretann i
John D. Griffith Davies.
Greinin er hér þýdd eftir.
brezka útvarpstímaritinu
The Listener.
fóru að spyrja að orsök fyrir-
brigðanna. Hægt og bítandi
gróf þessi afstaða manna grund-
völlinn undan gömlu kenning-
unum. En því miðaði seint. En
forvígismenn kirkjunnar börð-
ust eins cg ljón á móti þessum
villuanda, sem þeir nefndu svo.
Þetta skal látið nægja um þann
heim. sem Kopernicus og Vesa-
lius lifðu í. Nú er bezt að líta á
æviferil þeirra og afrek.
Kopernicus er fæddur í borg-
inni Torn í Vestur-Póllandi 14.
febrúar 1473. Foreldrar hans
voru Pólverjar í góðum efnum.
Faðir hans dó, þegar drengur-
Samkvæmt' kröfu bæjargjaldkerans í Reykja-
vík og að undangengnum úrskurði verða lögtök
til tryggingar ógoldnum fasteignagjöldum (húsa
skatti, lóðaskatti, vatnsskatti) og lóðaleigu til
bæjarsjóðs Reykjavíkur, hvorttveggja með
gjalddaga 2. janúar 1943 ásamt dráttarvöxtum
og kostnaði, framkvæmd að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar. Þá verða
einnig lögtög gerð fyrir erfðafestumgjöidum og
leigugjöldum ársins 1942 ásamt dráttarvöxtum
og kostnaði.
Lögmaðurinn í Reykjavík.
inn var tíu ára gamall, Haxm
i var alinn upp hjá frænda sín\
; um, sem var biskup í hinum
! pólska hluta Prússlands. Þessi
| frændi hans, sem var íremur
; stjórnmálamaður en klerkur,
; var ákafur andstæðingur þýzku
riddaranna — nazista þeirra
tírna. Hann var staðráðinn í
því að gera úr þessum unga
frænda sínum dyggan og nyt-
saman þjón hinnar pólsku
kirkju. í því skyni sendi hann
piltinn árið 1491 til háskólans í
Krakau. Fimm árum síðar lagði
Kopernicús land undir fót til
Italíu. Þar dvaldist hann við
nám í níu ár, fyrst í Bologna,
síðan í Padua og loks í Ferrara.
Á þeim árum veitti frændi hans
hcnum tigið kirkjulegt embætti,
svo að eftir.það gat hann helgað
sig námi sínu, án þess að hafa
áhyggjur um fiárhag sinn. Að
náminu loknu hvarf Koperni-
cus heim og fór aldrei út úr
Póllandi, sem hann ann mjög,
eftir það. Hann lifði kyrrlátu
]ífi í friðsælli dómkirkjuborg
meiri hluta þeirra fjörutíu ára,
sem eftir voru af ævi hans. En
hann lifði samt engan veginn
at.hafn2.lu.su lífi. Kann rækti
skyldur sínar við dómkirkjuna.
Hann hjúkraði sjúkum, því að
hann h'afði lagt stund á læknis-
fræði í Padua. Hann vann
sleitulaust að því að sporna við
vfirgangi þýzku r^ddaranna,
sem Pólverjum'lá þungt hugur
til. Hann skrifaði athyglisverða
ritgerð um peninga. í henni vék
hann nokkuð að því, sem
Gresham setti síðar fram í
lögmáli sínu um það, að vond
mynt bolaði góðri mynt úr um-
ferð. Hann málaði mynd af sjálf
um sér. Hann fékkst nokkuð við
skáldskap. En þó að hugur hans
dreifðist í svo margar áttir,
missti hann samt aldrei sjónar
á mesta hugðarefni sínu — en
það var að afhjúpa leyndar-
dóma sólkerfisins. í Krakau og
Bologr a hafði hann lagt horn-
steininn að þekkingu sinni í
stjörnufræði. Um aldamótin
1500 var orðsRr hans sem
stjörnufræðings orðinn svo mik-
ill, áð ráðamerrn í páfagarði
fengu hann til að flytja fyrir-
lestra um þau efni á fagnaðar-
hátíðinni aldamótaárið.
Það er gaman að vita það ná-
kvæmlega, hvenær Kopernicus
varð sannfærður um það, að
drottnandi hugmyndir um
stjörnufræði væru með öllu
rangar.
‘ Þessar hugmyndir eru nú
nefndar Ptolemaiusarkerfið. af
því að Ptoelmaius, stjörnufræð-
ingur, sem var uppi í Alexand-
ríu um 175 árum eftir Krists-
burð, mótaði þær. Þessi kenn-
ing Ptolemaiusar var einráð í
stjörnufræðinni um 1400 ára
skeið. í stórum dráttum var
heimsskoðun þessi á þá leið, að
jörðin væri fastur miðdepill
sólkerfisins. Utan um jörðina
var svo hver kristallshvelfing-
in utan um aðra. Og á þessar
hvelfingar var svo fest sól,
tungl, reikistjörnurnar og fasta-
stjörnurnar. Þessar hvelfingar
snerust svo í kringum jörðina.
En athuganir höfðu sýnt, að
reikistjörnurnar fóru ekki sömu
hringleiðirnar og hin himin-
tunglin. Þetta urðu stjörnu-
fræðingar, sem aðhylltust skoð
un Ptolemaiusar, að skýra.
Til þess settu þeir fram kenn-
inguna um aukahringana. Þeir
héldu því sem sé fram, að reiki-
stjörnurnar snerust marga, til-
tölulega” litla hringi og að mið-
depill þeirra snerist með hvelf-
ingunni, sem reikistjörnurnar
voru festar á. Kerfið var mjög
flókið, en menn sættu sig við
það, aðallega af því. að það var
í samræmi við það, sem augað
sá.
Löngu fyrir daga Ptoelmaius-
ar hafði því verið hreyft, að
jörðin snerist. Til dæmis hafði
Aristarchos haldið því fram.
Ptoelmaius svaraði þeirri til-
gátu með þeim óhrekjandi rök-
semdum, er svo virtust, að ef
jörðin snerist á hverjum sólar-
hring um möndul sinn, mundi
allt, sem á henni væri, þeytast
út í geiminn vegna loftsins,
sem mundi ásamt skýjunum,
hreyfast óðfluga í vesturátt.
Auk þess mundi jörðin, að því
er Ptoelmaius hélt fram, gliðna
í sundur. En þó að þessar rök-
semdir Ptoelmaiusar væru ekki
sem sterkastar, héldu skoðanir
hans samt velþ um fjórtán alda
skeið. Það var ekki fyrr en bók
Kopernicusar kom út, að heims-
skoðun Ptoelmaiusar var greitt
banahöggið. Það hefir verið sagt
um Kopernicus, að hann „bauð
Frh. á b. si&u
Kunningi minn leggur fyrir mig spurningu og ég svara
allt öSru vísi en hann bjóst við. — Svolítil getraun fyrir
ykkur að spreyta ykkur á. — Nokkur greinargerð frá
Dagsbrúnarmanni.
AÐ ÞAÐ ER veriff aff
Eg se,
rífast út úr sjálfstæffismálinu.
Kumiingi minn sagffi viff mig í
fyrradag: „Jæja, lagsi, viltu sjálf-
stæði strax eða seinna?“ Ég glápti
á liaim svolitla stund og sagffi
svo: „Ég skal segja þér hvað ég
vil. Ég vil, aff núna sé ekki hugs-
aff um annaff en að undirbúa okk-
ur til að taka á móti erfiðleikum
eftirstríðsáranna. Ég vil, aff núna
séu fundnar leiffir, til þess aff ekki
þurfi aff efna til atvinnubótavinnu
eftir stríff. Ég vil aff búiff sé þann-
ig í haginn, að állir hafi nóga at-
vinnu, aff tryggingarnar séu aukn-
ar og þar meff gert allt til aff skapa
fólkinu i landinu öryggi.“
„SVO VIL ÉG LÍKA, að útrýmt
sé siðleysinu úr íslenzku stjóm-
málalífi — og þá fyrst og fremst
áhrifum kommúnista. Þeir munu
aldrei geta tamið sér heilþrigða
eða heiðarlega stjórnmálabaráttu.
Hinum flokkunum treysti ég betur
til að geta lært það.“
„JÆJA, ÉG ER Á SAMA máli,“
svaraði kunningi minn. „En ég
spurði bara svona, af því þeir eru
alltaf að rífast út úr sjálfstæðis-
málinu og sumir segjast vilja
stofna lýðveldið strax, en aðrir
ekki fyrr en í stríðslok.V
ÞAÐ VAR BÚIÐ að samþykksja
að láta stofnun lýðveldisins ekki
koma til fullra framkvæmda, fyrr
en í stríðslok, eftir að við hefðum
getað talað við sambandsþjóðina,
án þess þó að í þeirri ákvörðun
fælist nokkur afsölun á óskoruð-
um réttindum okkar. Hvers vegna
ekki að standa við það?
HVERS VEGNA eru þessar
deilur vaktar nú allt í einu?
Hvers vegna eru allar þessar ofsa-
lega umræður? Hvaða málefni er
verið að reyna að fá fólkið til að
gleyma? Væri ekki viturlegra að
eyða orku okkar núna í það, að
undirbúa okkur til að taka á móti
eftirstríðsárunum með öllum sín-
um erfiðleikum?
FINNST YKKUR, að það myndi
vera sannmenntaður, heiðarlegur
maður, sem falsaði þýðingu á bók
til framdráttar ofstækisfullum
skoðunum sjálfs sín? Eg segi nei.
Það væri ómenntaður dóni, sem
aldrei væri hægt að treysta til
nokkurs verks, ekki einu sinni til
þess að sópa götur. Getið þið í-
myndað ykkur að nokkur af þeim
mönnum, sem vill láta telja sig
vel menntaðan og kemur oft opin-
berlega fram og heimtar að sé tek-
ið mark á sér, fremji slíka ó-
svinnu? Ef þetta væri nú tilfellið:
(Frh. á 6. síðu.)