Alþýðublaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. júlí 1943. fUþijðnblaMð Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu . við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Gylfi P, Gblason: Fíflin í leiknum. FORSPRAKKAR kommún- ista eru fíflin í þeim leik, sem nú er leikinn með sjálf- stæðismálið af Ólaíi Thors, Jónasi frá Hriflu og öðrum á- líka sjálfstæðishetjum. Forsprakkar kommúnista hafa gert samfylkingu við þessa höfuðpaura afturhaldsins hér á landi um að heimta „taf- arlaust sambandsslit“ við Dani og stofnun lýðveldis á íslandi ekki síðar en 17. juní 1944, þó að við hefðum þá enn amerískt setulið í landinu eins og í dag, og Danmörk væri enn undir oki þýzka nazismans þannig að við gætum ekki einu sinni' sýnt hinni gömlu sambandsþjóð okkar þá sjálfsögðu kurteisi þjóða á milli, hvað þá náinna frændþjóða í milli, að tala við hana áður en • gengið er frá formlegum sambandsslitum. Það er ekki svo að skilja, að öllum þessum aðilum sam- fylkingarinnar í sjálfstæðis- málinu liggi ekki sjálfstæði landsins raunverulega í léttu rúmi. Fyrir Ólaf Thors er kraf- an um „tafarlaus . sambands- slit,“ þvert ofan í samþykktir alþingis frá 17. maí 1941, ekk- ert annað en herbragð, sem hann ímyndar sér að geti orðið til þess, að hressa eitthvað upp á álit Sjálfstæðisflokksins með al þjóðarinnar og fleyta hon- um sjálfum upp í valdasessinn á ný. Og ýmsum af fylgismönn um hans í sjálfstæðismálinu er, eins og blaðaskrifin hafa leitt í ljós síðustu vikur og daga, ekki' umhugaðra um sjálfstæði landsins en svo, að þeir virðast þrá þá stund heitast, að við yrðum með öllu viðskila við frændþjóðir okkar á Norður- löndum og hyrfum inn í hinn enskumælandi heim. Þetta vita forsprakkar kom- múnista vel. En einlægni þeirra í sjálfstæðismálinu er engu meiri. Fyrir þéim hefir aldrei annað vakað, í sambandi við það mál, en að reyna að fjar- lægja okkur sem mest frænd- þjóðunum á Norðurlöndum í því skyni að auka áhrif Rússa hér. Þeir héldu bara, að þeir gætu leikið á Vesturheimsag- entana í samfylkingunni um sjálfstæðismálið og að það myndi að endingu verða hin rússnesku áhrif, sem ofan á yrðu, eftir að búið væri að spilla þannig sambúð okkar við frændþjóðirnar á Norðurlönd- um, eins og að er stefnt með á- róðrinum gegn þeim í sambandi við kröfuna um „tafarlaus sambandsslit“ við Dani án þess að tala við þá, eða taka nokk- urt tillit til norrænna- samúðar- venja yfirleitt við skilnaðinn. Þannig hafa. heilindin verið í samfylkingu Ólafs Thors, Jón- asar frá Hriflu og kommúnista í sjálfstæðismálinu. Enda hef- ir samkomulagið á yfirborðinu verið eftir því. Daglega hafa þeir sakað hverjir aðra um að sitja á svikráðum við sjálf- stæði landsins; þótt þeir hafi samtímis heimtað traust þjóð- Framtíð íslenzks pjóðernis og islenzkrar menningar. ¥ SAMiBANDI við sjálfstæð- ,ismálið hefir verið rætt nokk- uð um væntanlega stöðu okkar meðal þjóðanna í framtíðinni, um það. hvaða löndum og þjóð- um við eigum áð tengjast traustustum böndum. Það heyr- ast um það raddir, að okkur muni nú bezt að beina hugan- um.til Vesturheims. Það er tal- ið, að við höfum verið á vestur- leið, og víst sé um það, að við séum á áhrifasvæði hinna eng- ilsaxnesku stórvelda. , Við Islendingar höfum verið EvrópWþjóð* Norðjjirlandaþjóð, það, sem af er æviskeiði okkar sem þjóðar. Við erum af nor- rænu bergi brotnir, náskyldir þjóðum þeim, sem byggja Dan- mörku, Færeyjar, Noreg og Svíþjóð, tölum enn tungu þá, sem eitt sinn var töluð um öll Norðurlönd, og höfum í bók- menntum okkar varðveitt þætti iár sameiginlegri sögu norrænna þjóða. Það í menningu okkar, sem ekki er fornt og alíslenzkt, er af evrópskum og norrænum toga spunnið. Það er auðsætt, að ef við snerum baki við norrænum þjóðum og hyggðumst þess í stað að gerast vestræn þjóð, ame- ríkskt lýðveldi, myndu hér verða mikil umskipti. Það er viðurkennt af öllum, að menn- ing og lífsskoðun Vesturheims er að ýmsu leyti frábrugðin menningu og lífsskoðun Norð- urlanda og Vestur-Evrópu- þjóða yfirleitt. í nánu sambandi og sambýli við svo stóra og volduga þjóð sem Bandaríkja- menn, yrðum við íslendingar vafalaust einungis þiggjendur, en ekki veitendur. Menning Vesturheims yrði hér ríkjandi, en menning okkar hefði þar engin áhrif. Og alveg án tillits til kosta og galla hvorrar menn-- ingarinnar um sig, verður því ekki neitað, að hér yrðu menn- ingarskipti. Þau verðmæti, sem við vörpuðum á glæ, myndi engin önnur þjóð hirða til varðveizlu, þau glötuðust. En áhrifasvæði menningar, sem þegar tekur til tuga milljóna, myndi ná til nokkurra tuga þúsunda í viðbót. Við slík um- skipti biði heimsmenningin tjón, sem skerfur okkar sem ein- YLFI Þ. GISLASON gerði meðal annars framtíð íslenzkrar menning- ar og samskiptis við umheim- inn að umtalsefni í erindi, sem hann flutti í útvarpið í fyrrakvöld. Hefir blaðið fengið leyfi hans til þess að birta þann kafla útvarpser- ; indisins í dáikum sínum. staklinga til þeirrar menningar, sem við tækjum að aðhyllast, fengi eflaus.t ekki bætt. Og með því að aðhyllast nýja menningu erum við að varpa á glæ verð- mætum, sem verið hafa okkur dýrmæf, þótt ekki væri að öðru en því, að við höfum átt þau ein. Slíkt er ef til vill eigingirni, en þó aðeins á þá lund, sem í allri þjóðrækni er nokkur þjóð- leg éigingirni. Við íslendingar erum smá- þjóð, og ég held, að ekki sé öruggt, að við fáum verndað menningu okkar og þjóðarein- kenni nema í samfélagi við smáþjóðir. Og þar getum við einnig verið veitendur, svo sem verið hefur, en ekki þiggjend- ur einvörðungu, og þar er okk- ur óhætt að vera þiggjendur án þess að þurfa að óttast að vera ofurliði bornir. Hagrænar staðreyndir mæla og gegn þvx, að við verðum Vesturálfuþjóð. Ef ekki verður einhver ófyrirsjáanleg ger- breyting á markaðsskilyrðum í Evrópu og Ameríku eða á flutningatækjum eru flest við- skipti mun hagfeldari við Norðurlönd, Bretland og Þýzka- land en við Vesturheim. Öll rök virðast þess vegna hníga að því, að við eigum hér eftir sem hingað til að skipa okkur í flokk Norðurlandaþjóð- anna, sem að styrjöldarlokum fá vonandi allar aftur fullt og óskorðað frelsi sitt, og við eig- um- að skipa okkur í flokk þeirra sem frjáls og fullvalda þjóð í óháðu lýðveldi, hvort svo sem það lýðveldi verður stofnað nú á næsta ári eða því verður arinnar til þess að ráða sjálf- stæðismálinu sameiginlega til lykta. * En nú er allt í einu eins og farnar séu að renna tvær grím- ur á forsprakka kommúnista. Þeir virðast loksins vera farnir að sjá, hvert leiðin myndi liggja, ef við yrðum viðskila við frændþjóðir okkar á Norð- urlöndum; að hún myndi ekki liggja í austurátt, heldur í vesturátt, — að það hafi með öðrum orðum verið þeir, sem voru girlaingarfíflin í þeim leik, sem nú er leikinn með sjálfstæðismálið, en ekki Ólaf- ur Thors og Jónas frá Hriflu. Og nú venda þeir allt í einu sínu kvæði í kross og þykjast vera orðnir hinir mestu Norð- urlandavinir hér á landi. Þann- ig skrifaði Þjóðviljinn á sunnu daginn hina harðorðustu grein um „lygar Vesturheimsagent- anna um Norðurlönd,“ rétt eins og forsprakkar kommúnista hefðu hvergi komið nærri því moldvörpustarfi, sem hér hefir verið rekið árum saman gegn norrænni samvinnu, þó um þvert bak keyri að vísu fyrst nú, síðan opinberlega er farið að tala um tengslin við Norð- urlönd sem ,,kúgunarbönd,“ sem þurfi að slíta, — eins og Jónas frá Hriflu kemst að orði, — til þess að við' getum haldið áfram á ,,vesturleið,“ — eins og Vísir heimtar! Það er að sjálfsögðu ekki nema gott og blessað, ef for- sprakkar kommúnista eru farn- ir að skilja, að þeir eru fíflín í þessum leik. En hve lengi ætla þeir þrátt fyrir það, að dingla aftan í Ólafi Thórs og Jónasi frá Hriflu í sjálfstæðis- málinu? VIKUR IIOLSTEINN EINANGRUNAJR- PLÖTUR Fyrirliggjandi. PÉTD8 PÉTD8SS8I Glerslipnn & speglaoerð Sími 1219. Hafnarstræti 7. frestað enn um sinn vegna þess sérstaka ástands, sem við og sambandsþjóð okkar eigum báðar við að búa .Það eru nú engin kúgunarbönd, sem tengja okkur við Norðurlönd, heldur bönd ætternis, sögu, tungu og menningar, og þá er illa komið íslendingum, ef þeir vanmeta slík bönd. Engri þjóð er sýnd með því óvild, þótt íslendingar vilji vera það áfram, sem þeir hafa verið. Allir íslendingar óska vafalaust vinsamlegra sam- skipta við hin engilsaxnesku stórveldi og kunna vel að meta, hvers virði vinátta svo vold- ugra ríkja er. En þeir vilja auðvita ráða landi sínu sjálfir og málum sínum öllum. íslend- ingar vilja vera frjáls og full- valda þjóð, og ég held, að flestir íslendingar vilja vera frjáls og fullvalda Norður- landaþjóð. Kvenvesti (prjónasilki)- fyrirliggjandi í möx’gum litum. Gólfklútar i Bergsíaðasíræti 61. Simi 4891. Mikil veiði í Elliðaánum. Síðastliðinn sunnudag veiddust 74 laxar á tvær stengur í Elliða- ánum. Veiddust 34 laxar á aðra stöngina seinni hluta dagsins,' og telja laxveiðimenn það einsdæmi. Er sögð mikil laxaganga í ánum um þessar mundir. NÝ ÚTKOMIÐ HEFTI af tímariti Alþýðusambands- ins „Vinnan“, birtir grein eftir Hermann Guðmundsson um baráttu verkalýðsfélaganna inn á við, fyrir stéttarlegri og fé- lagslegri þroskun og stælingu meðlima sinna. Þar segir meðal annars: „Þeir menn og konur, sém tek- ið hafa þátt í baráttu verkalýðs- hreyfirígai’innar á hinum erfiðu árum hennar, hafa orðið áð leggja mikið á sig, og oft og tíðum orðið að færa stórar fórnir. Þetta fólk hefir hlotið þá eld- skírn, sem framar öllu öðru skap- ar þroskaða og samstillta félaga. Á þessa meðlimi sína getur verkalýðshreyfingin treyst á hverju sem gengur, því að þeir hafa fundið hvað hvert skref fram á við hefir kostað. Skóli reynsl- unnar hefir kennt þeim að skilja þýðingu og gildi samtakanna. En meðlimirnir eru fleiri; hið unga fólk, sem nú er að alast upp í hreyfingunni, hefir yfirleitt lítið á sig lagt fyrir þær kjarabætur, áem verkalýðurinn hefir áunnið. Þessu fólkí hefir því skóli reynsl- unnar ekkert kennt. Þess vegna hættir því við að líta á þau kjör, sem það nú býr við, sem hvern annan sjálfsagðan hlut, sem komið hafi svona einhverrí /veginn af sjálfu sér, og er því ekki reiðubú- ið að verja þau af samö konar móð og hinir, sem tóku þátt í barátt- unni fyrir sköpun þeirra. Eðlilega er þessi hluti verka- lýðshreyfingarinnar veikur fyrir áróðri andstæðinganna. Það er hægara að sveigja hann inn á þær brautir, sem atvinnurekendur óska, að verkalýðsmálin fari eft- Það er vissulega golt og nauðsynlegt fyi'ir forustumenn verkalýðshryfingarinnar, að sjá þetta og skilja. En það er ekki samrýmanlegt slíkum orðum og slíkum skilningi, að verja kröft- um sínum til þess, að vera í stöðugu stríði við þann hóp, sem láti baráttu verkalýðs- hreifingarinnar á erfiðustu ár- unum, sem stærstu fórnir færði og verkalýðshreifingin getur alltaf tryst á hverju sem geng- ur. Það ajftti Hermann Guð<- mundsson að athuga vel með sjálfum sér. Það verður að vqra samræmi milli orða og gerða. * Hinar hatrömmu deilur og gagnkvæmu ásakanir halda stöðugt áfra minnan samfylk- ingarinnar svonefndu í sjálf- stæðismálinu. í fyrradag víkur Vísir bandamönnum sínum, kommúistum, eftirfarandi í að- alritst j ór n ar gr ein: „Kommúnistar hafa að undan- förnu, en þó aðallega frá því er „Komintei'n11 leið, gerzt dugandi. málsvarar algers sjálfstæðis ís- lenzku þjóðarinnar gagnvart Dön- um, og er ekki nema gott eitt una það að segja. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að kommanrir leika tveim skjöldum í þessu örlagaríka máli, enda er áróður þeirra að öðrum þræði algerlega óskyldur og ósamrímanlegur íslenzkum hagsmunum. Úlfseyrun eru söm við sig, þótt sauðargæru sé ætlað að hylja þau, og austrænn roði leikur um bláan lit íslenzka fán- ans, sem kommúnistar tjalda. Kommúnistar æskja þess ekki fyrst og fremst að ísland njóti al- gers sjálfstæðis, heldur að mon- gólskir öreigaheims hugarórar fái hér ríkari ítök, og að ráðstjórnar- ríkjunum verði boðin innganga um þær dyr, sem luktar eiga að vera fyrir Dönum. Þessir menn gera ekki ráð fyrir að ísland geti notið fulls sjálfstæðis á annan hátt en þann, að stórþjóðirnar haldi yfir landinu verndarhendi. Á al- þingi hafa kommúnistar hvað eft- ir annað krafizt þess, að leitað yrði verndar ráðstjórnarríkjanna, en þar fyrir utan hafa þeir leynt og ljóst róið að því öllum árum að tekið yrði upp beint stjórnmála- samband við ráðstjórnarríkin og þangað sendur íslenzkur kommún- istiskur erindreki. Enn hafa þeir ekki komið þessu áhugamáli sínu fram, hvað sem verða kann.“ Vissulega er kommúnistum ekki nema rétt lýst í þessum orðum Vísis. Enda ætti hann Framhald á 6. síðu. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.