Alþýðublaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.07.1943, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLADIÐ Miðvikudagur 21. júií 1943. Beykjavik - Þingvellir eftirleiðis verða daglega [ferðtr tilnÞingvalla. Frá Reykjavík ki. 11 árdegis. Frá Þingvöllum kl. 5 síðdegis. BifreiðastSð Steindórs. ^______ Akureyrarfðr knatt- spyrnufélagsins Fram. Tvð 400 ára afmæli. Frh. af 5. sí&u. EINS og kunnugt er fór knattspyrnufélagjð Fram í knattspyrnuheimsókn til Ak- ureyrar í þessum mánuði, í boði Í.R.A. Lagt var af stað héðan frá Reykjavík 9. júlí s.l. og komið aftur heim 19. s. m. Staðið var við á Akureyri í 8 daga. Samkvæmt frásögn Ragnars Lárussonar, en hann var farar- stjóri Fram í leiðangri þessum, gekk för þessi mjög að óskum. Alls keppti Fram 4 kappleiki á Akureyri, 3 við úrvalslið og 1 við K.A. Sama kvöldið og Framarar komu norður sátu þeir boð Í.R.A. þar sem þeir voru boðn- ir velkomnir til Akureyrar. Gististaður var þeim fenginn í barnaskólanum, . en borðuðu í húsi Verzlunarmannafélagsins. Að kvöldi næsta dags fór svo fram fyrsti kappleikurinn og var hann við úrvalslið. Fóru 'svo leikar að jafntefli varð 1:1. Næsti leikur fór fram mánu- daginn 12. júlí og var milli K. A. og Fram og lauk honum með jafntefli 1:1 eins og þeim fyrsta. Að þeim leik loknum hélt K.A. samsæti fyrir Fram. Hinn 14. júlí var svo enn leikur við úrvalslið, sem lauk með sigri Fram 6:0. Skoraði Fram öll mörkin í seinni hálf- leik. Síðasti leikur Fram á Ak- ureyri var svo á föstudags- kvöldið 16. júlí og við úrvalslið á ný og lauk honum með sigri Fram 3:2. Milli þess sem kappleikirnir fóru fram, var tækifærið notað til þess að ferðast um nágrenni Akureyrar og víðar. Meðal annars var farið í boði I.R.A. í Vaglaskóg og að Mý- vatni og þótti sunnanmönnum mikið til koma um náttúrufeg- urð norður þar, enda allheppn- ir með veður. í Mývatnsförinni var hádeg- isverður snæddur að Reykja- hlíð og fóru þar fram ræðuhöld undir borðum. Það var við það tækifæri, sem Guðmundur Sig- urjónsson fyrrv. Olympíufari, en hann fór með flokki Fram sem nuddari, kvaddi sér nljóðs og afhenti form. ungm.fél. „Mývetningi“ veglegan farand- bikar, sem keppa skal um í ísl. glímu þar í sveitinni næstu 25 ár. í þessari för var og numið staðar við Arnarvatn, þar sem skáldið og bóndinn Sigurður Jónsson býr og sungið „Bless- uð sértu, sveitin mín“ og skáld- ið hyllt. Þá var og farið út að Möðru- völlum, þeim fornfræga mennta stað, og Hjalteyri og víðar um Eyjafjörð. Hinn 17. júlí var svo Fram haldið kveðjusamsæti, þar sem mættir voru allir knattspyrnu- menn Akureyrar og forustu- menn knattspynrumálanna norður þar. I samsæti þessu voru margar ræður haldnar og skipzt á gjöfum. Meðal annars afhentu knattspyrnumenn frá Akureyri, er þátt tóku í ís- landsmótinu í sumar, Fram forkunnarfagra litaða ljós- mynd f Akureyri, en þeir voru gestir Fram á íslandsmótinu. Þá gaf Í.R.A. hverjum norður- fara Fram pappírshníf úr hreindýrshorni og var grafið á þá Í.R.A. 1943 og nafn eiganda. Gripir þessir eru hin mesta gersemi. Þá afhenti Fram hvoru fé- laganna fyrir sig, K.A. og Þór, málverk af Þingvöllum og auk þess Í.R.A. fagran silfurbikar til knattspyrnukeppni í Norð- lendingafjórðungi, og fylgja þau rök grip þessum, að hann verður að vinnast 3 sinnum í röð eða 5 sinnum alls til þess að hljótast til fullrar eignar. — Að lokum, sagði farar- stjórinn, — vil ég svo leggja ríka áherzlu á hinar framúr- skarandi móttökur, sem« við Framarar urðum aðnjótandi og senda mínar beztu þakkir og félaga minna til allra hinna mörgu knattspyrnuvina okkar á Akureyri, bæði þeirra, sem kepptu við okkur og allra ann- arra forystumanna um þessi mál á Akureyri, sem allir lögð- ust á eitt um að gera okkur för þessa sem skemmtilegasta og bezta á allan hátt. Það er eng- um vafa undirorpið að slíkar ferðir sem þessar eru til hins mesta gagns fyrir íþróttina í heild og alla þátttakendur. Menn kynnast nýjum félögum og rifja upp gömul kynni, læra hverjir af öðrum og útkoman verður: aukin áhrif knatt- spyrnuíþróttarinnar og vin- sældir meðal áhorfendanna og að því viljum við einmitt vinna. Ebé. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? (Frh. af 4. síðu.) að þekkja sína bandamenn sjálfstæðismálinu. En segja kommúnistar ekki með sama rétti eins og Vísir, sem talar um að austrænn roði leiki um bláan lit íslenzka fánans, sem kommúnistar tjalda, að vest- rænn roði sé á íslenzka fánan- um, sem Vísir tjaldar? Þannig ganga klögumálin á víxl meðal sjálfstæðishetjanna í samfylk- ingunni! Rottn- og mAsagildrur fyrirliggjandl HéðiBshðfðl h.f. Aðal8træti 6 B. Sími 4958. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu. sólinni að nema staðar, og eftir skipun hans fór jörðin að snú- ast.“ Hann færði sönnur á, að sólin væri hinn sanni miðdepill sólkerfisins og að jörðin væri reikistjarna, sem snerist kring- um hana. Þó að heimsskoðun Kcpernicusar -væri miklu ein- faldari en heimsskoðun Ptole- maiusar, þá var hún samt full- flókin. Til dæmis áleit Koperni- cus, að farbrautir himintungl- anna væru réttir hringar. Og af því að hann vissi af athugunum, að reikistjörnurnar fóru ekki eftir þessum hringbrautum kringum sólina, þá varð hann að halda sér við hugmyndirnar um aukahringana. En hann fækkaði þeim að verulegum mun. Kopernicus hratt af stað bylt- ingu í hugsun samtíðar sinnar. Heimkynni mannsins, jörðin, var ekki lengur miðdepiíl sól- kerfisins. Og fyrst jörðin var byggð lifandi verum, hvers vegna gætu þá ekki aðrar reiki- stjörnur verið það líka? Menn voru ekki fljótir að geri sér grein fyrir, hvílíku stórvirki Kopernicus hafði áorkað. Það starf beið Galileos, Tycho Bra- he, Keplers og Newtons, að halda því áfram að leiða í ljós hina dásamlegu leyndardóma sólkerfisins. Vissulega er það kaldhæðni örlaganna, að bók Kopernicus- ar, sem tileinkuð var Páli III. páfa, skyldi vera bannfærð af páfavöldunum í meira en tvö hundruð ár. Bannið var sett á hana árið 16ll6, eftir að Golileo hafði sýnt fram á, að ályktanir höfundarins væru réttar. En það er ekki síður kaldhæðni örlag- anna, að Kopernicusi auðnaðist aldrei að sjá bók sína, eftir að hún var prentuð. Hann var æ- tíð tregur til þess að koma nið- urstöðum sínum á framfæri, og dróst það því, að bókin yrði gefin út. Og það var eingÖngu vegna tilmæla Rheticusar, nem- anda síns-, að hann sendi hand- rit sitt í prentsmiðju. Þegar hann lá lamaður á banabeði sín- um, var honum fengin bókin í hendur, nokkrum klukkustund- um áður en hann andaðist, 24. maí 1543. ♦ ' Þá komum við að öðrum brautryðjanda náttúruvísind- anna, Vesaliusi. Hann er fædd- ur í Briissel síðasta dag ársins 1514. Faðir hans var lyfjafræð- ingur Karls V., eins mesta þjóð- höfðingja í Evrópu á 16. öld. Móðir hans, sem í jómfrúdómi sínum hét Crabbe, mun hafa verið af enskum ættum. Bæði sem skóladrengur og stúdent í Louvain hafði Vesalius mikinn áhuga á byggingu líkama dýra og manna. Hann stalst til að kryfja þau dýr. sem hann náði til. Arið 1533 fór hann til París- ar til þess að nema læknisfræaði undir handleiðslu Jakobs Syl- vius og Johanns Guinterius, sem þá voru frægustu lækna- kennarar í Vestur-Evrópu. Báð- ir þessir menn aðhylltust kenn- ingar Galens. Þessi Galen var samtímamað- ur Ptoimaiusar. Skoðanir hans höfðu verið í heiðri hafðar í læknaskólum Evrópu um fjórt- án aldir. Gaen átti Hippocrates, einum merkasta manni í sögu læknavísindanna, mikið upp að inna. En sjálfur gerði hann skarplegar athuganir og merk- ar tilraunir. Hann þokaði lækn- isfræðilegri þekkingu talsvert áleiðis. En andi tímanna var honum og skoðanabræðrum hans móthverfur. Kirkjan kenndi, að mannslíkaminn væri heilagur og lagði blátt bann við krufningu. Því var þekking Galens á líffærum aðallega fengin með rannsókn á líköm- um svína og apa. Leonardo da Vinci fékkst við að kryfja mannalíkami og gerði furðu- 3ega nákvæma uppdrætti af liffærum. En hann vav á andan samtið sinni. Og það féll i hlut Vesaliusai að hrafia við erfða- kenr.ingum Galens fylgi- fiska hans með útgáfu hinnar frægu bókar sinnar De corporis humani fabrica (Um byggingu mannslíkamans). Eftir að Vesalius hafði lokið námi sínu í París, lagði hann leið sína til Ítalíu. Hann stund- aði nám í Feneyjum. (Til gam- ans skal þess getið, að hann var þar skólabróðir Ignatius Loy- ola, þess, er stofnaði jesúíta- regluna.) og síðar í Padua. Árið 1537, tæplega tuttugu og fjögra ára að aldri, var hann skipaður prófessor í líffærafræði og skurðlæknisfræðí við síðar- nefndan háskóla. Frá öndverðu hafði hann stefnt að einu marki, að þekkja starfsemi mannslík- amans. Hann gekk þess ekki dulinn, að fyrst yrði hann að afla sér nákvæmrar þekkingar á byggingu hans. Hann varð sér úti um lík hjá böðlum borgar- innar. Stundum keypti hann þau hjá líkræningjum. Stú- dentunum til mikillar undrun- ar krufði hann þau sjálfur, en það höfðu prófessorar hingað til látið aðstoðarmenn, sem lítið skyn báru á, hvað þeir voru að gera, annast um. Stúdentarnir þyrptust að fyrirlestrum hans. Þeir voru heillaðir af nýjung- um þeim, sem hann flutti þeim. Árið 1543 gaf hann út ár- angur rannsókna sinna í bók- inni De corporis humani fab- rica. Hann gerði sér allt far um að gera bókina sem bezt úr garði og valdi fyrir hana bezta pappír og letur, sem völ var á. Og tréskurðarmyndirnar, sem dregnar voru af vini hans, van Calcar, voru fagrar og nákvæm ar. En Vesalius hafði gengið feti of langt, — eða svo er að sjá af því, hvernig samtíðar- menn hans tóku bókinni. Gamli kennarinn hans, Sylvius, kall- aði hann vitfirring. Allir fylgis- menn Galens urðu óðir og upp- vægir gegn honum. í reiðikasti fleygði Vesalius á eld óprent- uðum athugasemdum um Galen og nokkrum handritum öðrum. Og þegar honum var ljóst, að hann var úrkula vonar um að vinna bug á óvildinni, sem hann hafði bakað sér, lagði hann niður kennslustörf sín og gerð- ist heimilislæknir Karls V. Ævi hans varð ekki viðburða- rík eftir þetta. Þó að ungir læknar litu enn þá á hann sem foringja sinn, var hann hirð- læknir það, sem eftir var ævi hans. Hann dó úr hitasótt í Zante árið 1564 í pílagrímsför til Landsins helga. Það var sviplegur endir á vænlegum ferli manns. En hann var á góðri leið með að kollvarpa hleypidómunum, og kenningar hans, sem eftirmenn hans í Padua héldu á lofti, örvuðu til dáða Bretann William Har- vey, sem uppgötvaði hringrás blóðsins og olli með því alda- hvörfum í læknisfræðinni, byggðri á vísindalegum til- raunum. Við dáum Kopernicus og Ve- salius sem brautryðjendur nátt- úruvísindanna. Mörg sannindi voru þeim hulin. En menn fylltust kjarki af hinni hug- djörfu árás þeirra á hleypidóm- ana. Og þeir sóttu fram til nýrra sigra á vísindavelli stjörnufræðinnar og læknis- fræðinnar með fordæmi þeirra. sem hvatningu og þekkingu þeirra í veganesti. „Hrímfaxi“ Tökum á móti flutningi til eftirgreindra hafna í dag, miðvikudag: Norðurfjörður, Djúpavík, Hólmavík, Drangs nes, Óspakseyri, Borðeyri, Hvammstanga, Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós, Haganesvík, Húsa- vík Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn. SVinnuföt! \ $ J J Samfesíingar, s j Slöppar, \ \ Skyrtur. \ \ Veítliugar. J j Grettisgötu 57. Johnson’s Clo«Coat (sjálf- gljáandi), jvpmiwr HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. í hvaða flokki haldið þið að hann myndi vera? MÉR ÞÆXTI DÁLÍTIÐ GAM- AN að því að fá bréf frá ykkur um þetta með getgátum ykkar um það, í hvaða flokki slíkur maður væri að Öllum líkindum. Eg ætla svo að taka það saman og geyma hjá mér til þess að sjá hvað þið getið haft gott nef fyrir aðferðum flokkanna og félagsmanna þeirra í opinberri stjórnmálabaráttu. — Maður veit nefnilega aldrei hvað fyrir kann að koma. „DAGSBRÚNARMAÐUR“ rit- ar mér á þessa leið: „Mikið eigum við Dagsbrúnarmennirnir gott að vera komnir undir stjórn komm- únistanna. Það er ekki aldeilis að nú sé sofið á verðinum um hags- munamál okkar, að ég tali nú ekki um það, að við séum sviknir í bak og fyrir, eins og þegar Alþýðu- flokksmennirnir stjórnuðu félag- inu. Nú heyrist aldrei slíkt nefnt. Allt sem gerist, er vbg vbg vbgg? Allt, sem gert er, er alveg dásam- legt, líka það, sem alls ekki er gert.“ „MER ÞYKIR VÆNT um það, að samningunum var ekki sagt upp. Hvað á maður eiginlega að gera við betri bjlör? Kommúnist- arnir skilja vel kjör okkar. Það er alveg rétt hjá þeim: Ef við hefðum t. d. fengið einhverjar kjarabætur á þessum veltutímum, þá hefðum við bara orðið burgeisar og kann ske hætt að tylla undir kommana. Þeir eru naskir á smámunma, — skammirnar.“ Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.