Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. júlí 1943. Fasistaflokkurinn á Italiu bannaður. Konungurinn og krónprinsinn. Myndin er af Viktor Emanuel Ítalíukonungi og Umberto krónprinsi, syni hans. Ægilegasta loftárás styrj- aldarinnar gerð á Hamborg. ------».-. Fljúgándi virki ráðast á borgir í Mið^ Þýzkalandi. LONDON í gær. BRETAR gerðu 4. loftárás sína á rúmum fjórum sólarhring- um á Hamborg s. 1. nótt. Þetta er tvímælalaust mesta loft- árás, sem Bretar hafa gert í styrjöldinni til þessa. Árásin stóð yfir í 45 mínútur eða 5 mínútum skemur en síðasta loftárás Breta á borgina. Geysilegt tjón varð í loftárásinni, og er það fullkomlega wiðurkennt af Þjóðverjum, sem bera sig mjög illa yfir árásinni. í gær fóru ameríksk fljúgandi virki í lengstu árásarferð sína inn yfir Þýzkaland. Kosninparnar I S-Afrihn: Snits vinnur mik- ino sigur. Lanðiö verður áfram í styrjöldinni. LONDON í gærkvöldi. Talning ATKVÆÐA í þingkosningunum í Suð- ur-Afríku, sem fóru fram fyrir þremur vikum, er nú hafin, og eru öll atkvæði hermanna, sem dvelja á fjarlægum vígistöðv- um, komin heim. Þegar síðast fréttist í kvöld, hafði flokkur Smuts fengið 15 þingsæti, en andstæðingar hans aðeis 2. Það er því talið víst að Smuts hafi unnið glæsilegan sigur, þó enn sé ekki búið að telja öll atkvæðin. Sigur Smuts hefir það í för með sér, að Suður-Afríka heldur áfram þátttöku sinni í stríðinu, en andstæðingar hans börðust fyr ir því að Suður-Afríka kallaði her sinn heim. * Þegar brezku flugmennirn- ir komu til árásarinnar í nótt, loguðu enn eldar í sumum hverfum Hamborgar eftir síð- ustu loftárás Breta og Ameríku manna, sem hafa gert tvær loft árásir á þessum sama stað, sem Bretar gerðu loftárás sína á nú. Þjóðverjar höfðu mjög eflt loftvarnir sínar í Hamborg frá sfðustu loftárás Breta. Fjöldi orustuflugvéla var sendur gegn brezku flugvélunum. Bretar misstu 18 flugvélar. Það er talið mjög þýðingar- mikið hvað Bretar gátu losað sig við þetta mikla sprengju- magn á skömmum tíma. Fljúgandi virkin gerðu sínar árásir í gær á borgirnar Cassel og Magdeburg í Mið-Þýzka- landi. Þjóðverjar sendu fram margar orustuflugvélar og voru 60 þeirra skotnar niður. Orustuflugvélar Banda manna réðust á marga staði í Hollandi, Belgíu og Norður- Frakklandi. Boston flugvélar gerðu loftárásir á Amsterdam í Hollandi. Verkföll og kröfugöngur halda áfram víðsvegar í landinu. Félklö krefst, að frfður sé sam^ inn og mynduð lýðræðlsstjérn. LONDON í gær. TILKYNNT var á Ítalíu í d.ag, að stjórn Badoglio hafi á fyrsta fundi sínum ákveðið að leysa upp fasistaflokk- inn. Upplýsingamálaráðherra stjórnarinnar hefir einnig sent frá sér fyrstu tilkynningu, þar sem hann fer hörðum orðum um fasismann. Þrátt fyrir það, þó að í útvarpssendingum frá Ítalíu sé látið líta svo út sem allt sé með kyrrum kjörum í landinu, berast fregnir frá Sviss og víðar um að miklar kröfugöngur fari fram í mörgum borgum Ítalíu, og að verkföll breiðist óðfluga út. Fólkið krefst þess, að saminn verði friður og lýðræðisstjórn mynduð. í Torino, Milano og Triest hefir kveðið mest að kröfu- göngum og’ verkföllum, og í dag barst fregn um það, að yfirmaður hersins í Milano hafi skipað svo fyrir, að því yrði framfylgt, að skotið yrði á fólk á götunni, ef fleiri en þrír menn söfnuðust saman, og að fólki yrði refsað þung- lega fyrir alla óhlýðni. Víðtæk verkföll eru nú í Milano, og hefir herstjórnin tekið sporvagnana undir sína stjórn og skorað á verkamennina, sem vinna við þá, að hverfa aftur til vinnu sinnar. Komið hefir til árekstra milli mannfjöld- ans og lögreglunnar. ítalska útvarpið varar fólk stöðugt við að leggja trúnað við ýmsum flugufregnum, sem út eru fereiddar. Napoli og fleiri staðir á Suður-Ítalíu hafa verið lýstir hernaðarsvæði. Ekkert símasamband hefir að undanförnu verið á milli Róm og Berlínar og ekki heldur á milli Róm og Búdapest í Ungverjalandi. En þar hefir skapast nokkur órói vegna at- burðanna á Ítalíu. Almenningur í Þýzkalandi DÍður fullur eftirvæntingar jftir fréttum af því, sem ger- st á Ítalíu og er þetta viður- tennt í þýzka útvarpinu. En aýzka útvarpið segir, að ■áðamenn í Þýzkalandi ;keyti ekkert um hina póli- íísku viðburði, sem séu að ^erast á Ítalíu, heldur aðeins já, sem gætu komið til þess ið hafa áhrif á hernaðinn. Italskir verkantenn hverfa heim frá Þýzka- landi. ítalskir verkamenn 1 Þýzka- landi krefjast þess að fá að fara heim og er sagt, að þýzku yfirvöldin hafi ekki talið heppi legt að standa á móti kröfum þeirra, og séu nú aukalestir sendar frá Þýzkalandi með ít- alska verkamenn til Ítalíu. Skorað hefir verið á Pólverja að hjálpa ítölskum hermönn- um, sem í Póllandi eru, til þess að strjúka, því fjöldi þeirra hefir fullan hug á að ‘gerast liðhlaupar. Yfirmaðnr Ovra myrtnr. London í gærkveldi. I fréttum frá Bern, sem nýl. hafa borizt hingað, er skýrt frá því, að yfirmaður Ovra, en svo nefnist ítalska leynilögreglan, sem verið hefir undir stjórn fasista, hafi verið myrtur fyrir fá- einum dögum. Allsherjaverkfall London í gærkveldi. Allsherjarverkfall hefir brotizt út enn á ný í Hellas í Grikklandi. Hefir komið til átaka á milli verk- fallsmanna og Þjóðverja í A- þenu. Horfurnarf í Grikklandi verða stöðugt ískyggilegri fyrir Þjóðverja og er búizt við, að viðburðirnir á Ítalíu muni hafa mikil áhrif á almenning í Grikklandi. Bandamenn hafa gert loftá- rásir á flugvelli á Suður-Ítalíu og einnig á Reggio, sem stend- ur Italíumegin við Messinasund 25 flugvélar voru skotnar nið- ur fyrir ' möndulveldunum í gær. ttalir og Djóðverjar berjast! \ 1 LONDON í gærkveldi SAMKOMULAGBE) á milli þýzku og ítölsku herjanna í Grikklandi hefir aldrei verið gott, en eftir að Mussolini var steypt af stóli á Ítalíu hefir soðið upp úr og hefir komið til bardaga á milli ítalskra og þýzkra her- manna í tveimur borgum í Grikklandi. Wallaee talar am friðiBi. DETROIT. — Henry A. Wallace varaforseti Banda ríkjanna hélt ræðu á sunnu- daginn var á fundi sam- bands verkamanna. Bar margt á góma hjá honum. Hér á eftir eru nokkur atriði úr ræðu hans: ÞEGAR VIÐ, að unnum sigri, leggjum niður vopnin eftir þessa baráttu gegn undirok- un andans, munum við hefja baráttu gegn sulti, atvinnu- leysi og fjárglæfrapólitík ein_j stakra þjóða. VIÐ LEITUM FRIÐAR, sem ekki fæðir strax af sér annað stríð. Okkur nægir ekki frið- ur, serh mun leiða okkur frá fangabúðum og hópmorðum fasista inn í alþjóðaríki glæpastjórna, sem stjórnað væri að tjaldabakí af valda- sjúkum og peningagírugum heimsveldissinnum. KYNSLÓÐ OKKAR verður að auka lífsgleði mannanna og sjá um að stríð geti aldrei oftar átt sér stað. Við meg- um ekki koma af stað öðru blóðbaði, sem í farast börn okkar. í ÞEIM HEIMI, sem verður til að stríðinu loknu, mun á- stundum umburðarl. verða jafnmikilvæg eins og fram- leiðsla sjónvarps. Áætlanir * um það, hvernig hver fjöl- skylda getur fengið nægan, góðan mat, verða jafn mikil- vægar og áætlanir um bygg- ingu nýrra bíla, kæliskápa og þvottavéla. ALLIR ÍBÚAR HEIMSINS eru nágrannar. Við höfum kom- ist að raun um það, að hung- ursneyð í Kína og atvinnu- leysi í Indlandi, er af sömu rótum runnið og atvinnuleysi hér. EF STRÍÐIÐ SKAPAR skyldu — þá leggur friðurinn okkur ábyrgð á herðar. Mér skilst, að það séu þrír aðalábyrgð- arhlutar, sem friðurinn fær- ir okkur og þeir sáu: að upp- lýsa fjöldann, að sjá um að framleiðslan skapi öllum at- vinnu og að koma á álheims samstarfi. Maiski lætur af seudi herrastðrfnm I London. T VAN MAISKI, sem í fjölda- mörg ár hefir verið sendi- herra Rússa í London, hefir lát- ið af því embætti og verið gerð" ur að aðstoðar utanríkisráð- herra í Moskva. Maiski hefir notið persónu- legra vinsælda í Bretlandi og er talinn hlynntur Bretum. Maiski er nú staddur í Moskva. Ekki er vitað. hver verður eftirmaður Maiski í London, en orðrómur hefir geng ið um það, að gera ætti Litvin- ov, sem nú er sendiherra Rússa í Washington, að sendi- herra þeirra í London.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.