Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júlí 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ s Á verði við Aleuteyjar. Bandaríkjamenn hafa nú náð aftur öllum Aleuteyjum af Japönum nema Kiska. Eyjar þsssar, sem liggja nyrzt i Kyrra- hafi ekki alllangt frá Alaska, hafa mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Bandaríkjamenn og eru þeir þegar byrjaðir að gera S loftárásir þaðan á eyjar í Kyrrahafi, sem Japanir hafa á valdi sínu, Myndin hér að ofan er af amerísku strandvarn- S arskipi, sem er á verði við hinar snævi þöktu Aleuteyjar. J YFIRMAÐUR sprengjuflug- vélahernaðarins, Sir Art- hur Harris flugmarskálkur, fer afar dult með fyrirætlanir sín- ar um það, á hvern hátt hann ætli að ráða niðurlögum Þjóð- verja. En hann er sífellt með áætlanir í huga og brýtur um þær heilahn dag og nótt. Hann ann sér minni svefns en nokk- ur hefir búizt við að hæ^t væri að komast af með. Ef þýðing- armikil árás er á döfinni, kem- ur honum ekki dúr á auga fyrri en árásin er afstaðin. Þær næt- ur, sem mikið er um að vera og mörg hundruð sprengju- flugvélar hafa verið sendar yf- ir til Þýzkalands, hringir hann á klukkutíma fresti til fram- kvæmdadeildar yfirstjórnar sprengjuárásanna til þess að fá fréttir. Og á nóttum, sem jafn- vel ekkert er um að vera, er kannske allt í einu hringt til sömu framkvæmdadeildar kl. 3, 4 eða 5 á morgnana og beðið um nákvæmar upplýsingar um einhvern stað á Þýzkalandi, sem marskálkurinn hefir í hyggj u að heiðra með sprengju- flugvélaheimsókn. Það er ekki hin sterka á- byrgðartilfinning Sir Arthur Harris, sem heldur fyrir honum vöku. Og ekki standa áhyggjurn ar honum fyrir svefni. Hann segir sjálfur, að það sé áhug- inn. Um leið og flugvélárnar eru lagðar af stað í eina árás- ina, byrjar hann að semja á- ætlun um næstu árás. Á þennan hátt beinist allur þróttur hans, líkamlegur sem andlegur, að þessu eina viðfangsefni. Hann segir sjálfur, að hann smokki fram af sér svo miklu starfi sem hann geti. Og hann gerir það á þann hátt að velja menn til starfanna. Hlutverk hans er að stjórna loftsókninni í höfuð- dráttum. Hinar deildu greinar starfsins lætur hann öðrum eft- ir að vinna, enda þótt hann líti oft eftir því, hvernig það sé gert. Hann verður því einnig að sjá um að hann hafi starfs- lið á að skipa^ sem geti á sem stytztum tíma útvegað honum þær upplýsingar, sem hann þarfnast . Hann velur sér aðstoðarmenn samkvæmt starfsreynslu þeirra. Hann hefir enga trú á að fara eftir því, hvernig honum geðj- ast að manninum við fyrstu sýn, og lætur aldrei útlit manns ins eða framkomu hafa áhrif á sig. Ef maður, sem gott orð fer af vegna hæfileika sinna bregzt honum, getur ekkert bjargað Maðurlnn, sem stjórnar loft- árásuna Breta á meginlaiBdið. Eftirfarandi grein, sem upphaflega birtist í The Sunday Express í London, en er þýdd hér úr World Digest, fjallar um manninn, sem stjórnar loft- árásum Breta á meginlandið, Sir Arthur Harris flugmar- skálk. honum. Þó "gefur hann mönnum annað tækifæri, ef mistök þau, sem þeim hafa orðið á, eru skiljanleg og þar af leiðandi af- sakanleg — og hann reynir jafnan svo lengi sem unnt er að skilja og fyrirgefa mistökin. En sé það með engu móti unnt, álítur hann tilgangslaust að gefa annað tækifæri. „ — Ég hefi tekið verstu óvini mína í þjónustu mína og rekið beztu vini mína, segir hann. Það er eitt hið erfiðasta hlut- verk hvers herstjórnanda í nú- tíma hernaði, að velja þá sér- fræðinga, sem hann verður að treysta. Aug|jó(st er, að her- stjórnandinn sjálfur getur ekki verið eins vel að sér í hinum einstöku sérgreinum og sér- fræðingarnir sjálfir. Hann verð- ur aðeins að meta þá og dæmá, fyrst samkvæmt fyrri verkum, og því næst eftir starfsárangri. Sir Arthur reynir alltaf að hafa hugann opinn fyrir nýjumi hug- myndum. Fyrir getur komið, að hann skilji ekki öll hin flóknu brögð og brellur nútíma vís- inda, en það hvarflar ekki að honum að dæma þau óalandi og óferjandi fyrir því. — Ég botna ekkert í þessu, segir.hann. — Ef maðurinn er sérfræðingur, lofið honum að reyna. Og oft hefir hann orðið undrandi á nyt- semi ýmissa þessara furðulegu vélabragða vísindanna. Hann hefir aldrei lagt hindrun í veg fyrir þá, sem reynt hafa að koma nýjum leynivopnum á framfæri. Að hans áliti er það eitt af verkum herstjórnar- manna að velja sérfræðinga sér til aðstoðar. 0 ALÖNGUM TÍMA hefir Sir Arthur tekizt að ná því stigi að geta eingöngu beint huganum að sprengjuárásum og hernaðartækni. Faðir hans, sem var embættismaður í Ind- landsþjónustunni, vildi að son- urinn gengi í herinn. Líkt og oft vill verða um menn, sem vilja vera sjálfstæðir í skoðun- um, var hann reiðubúinn að takast á hendur nærri því hvað sem væri, nema það, sem faðir hans stakk upp á. Þó átti hann aðeins um tvennt að velja: ganga í herinn eða verða sendur ilil nýldndnanna. IHann kaus,, eins og hann sagði sjálfur, svörtustu myrkviði Afríku. Hann fór til Rhodesíu og fyrsta starf hans þar var gullgröftur. Því næst varð hann póstekill. Fyrst var pósturinn fluttur í hestvögnum, en hestarnir dóu úr hitaveiki, og þá varð að nota bíla. Þannig vildi það til, að Sir Harris ók einum fyrsta bíjnum, sem kom til Rhodesíu, og upp frá því hefir hann alltar vilj- að reyna nýjar ibílategundiri, sem komið hafa á markaðinn. Hann skaut villidýr bæði sér til skemmtunar og ágóða. Loks gerðizt hann starfsmaður á tó- baksekru. Syrjöld hófst, en Harris hafði ekki hugmynd um það fyrr en í lok ágústmánaðar 1914. Hann var á reiki inni í skógar- þykkninu í iþrjár vikur. Þegar fréttirnar bárust honum til eyrna, reyndi hann að komast í Rhodesíuherdeildina, en hún var fullskipuð. Hann gekk á milli herskráningarskrifstof- anna, og loks komst hann að því, að enn vantaði tvo menn vélbyssuskyttu og hornablásara. Hann gat ekki sannfært liðs- foringjann, sem hann átti tal við, um að hann kynni að hand- leika vélbyssu, en hins vegar hafði hann stöku sinnum gripið í horn, þegar hann var í skóla á Englandi, og á því flaut hann. Hann fékk hornablásarastarfið. Er herför þessari var lokið með góðum árangri, var Rhodesíu- herdeildin leyst upp, og Harris kom heim til Englands, ákveð- inn í því, að því er hann segir, að leita að einhverju til að sitja á. Honum datt í hug að reyna að læra að fljúga. Hann gekk í flugherinn og var gerður að undirliðsforingja. En í maímánuði 1918 var hann orðinn majór. Hann skipulagði og stjórnaði fyrstu næturflugs- deild heimavarnanna, sem skaut niður fyrsta Zeppelinloftfarið. í Frakklandi stjórnaði hann deild orustuflugvéla. Hann setti sig aldrei úr færi að fá að fljúga stórum flugvélum, og honum geðjaðist vel að fyrstu tveggja hreyfla sprengjuvflugvélunum, sem komu á markaðinn. Því næst fór hann til Indlands með flugsveit, sem átti að hafa samvinnu við landherinn. Hug- myndin var að 'halda landamær- unum, og brátt kom í ljós, að það var auðvelt með aðstoð flugvéla. En feginn varð Iiarris, þegar hann var leystur frá þessu starfi og fékk hlutverk, ,sem meári ‘tilbreyting var í. Honum var falin yfirstjórn sveitar herflutningafiugvéla, sem honum datt í hug að breyta í sprengju- og herflutninga- flugsveit. Flugmennirnir urðu að breyta flugvélunum sjálfir, til þess að geta gert úr þeim sprengjuflugvélar. Flugsveitin bældi niður upp- reisn í mjög óróasömu héraði, nærri því að segja án nokk- urrar blóðsúthellingar. Það var Churehill, sem var upphafs- maður að þessari tilraun. Þetta var mjög illa þokkað starf, og sú hugmynd, að varpa sprengj- um á íbúa héraðsins, vakti megnustu andúð á Englandi. Nú er það viðurkennt, að ef íbúarnir, sem aldir höfðu verið upp við að skera hver annan á háls, hefðju verið brotnir til hlýðni með landher, hefði það kostað miklar blóðsúthellingar á báðar hliðar. (Frh. á 6. síðu.) Um skilnaðarmálið og skrifin um það. — Óheiðarleg framkoma. — Um göturnar moldarhaugana og vegaviðhaldið. HODESÍUHERDEILDIN var í bardögunum um hina þýzku Vestur-Afríku, og vegalengdin, sem hún gekk, er í annálum höfð í sögu brezka hersins. Hún lét eftir sig slíkar 'minningar í sálarfylgsnum Harris, að hann hefir ekki vilj- að ganga fet síðan, ef hægt var að útvega nokkurt farartæki. ÞAÐ ER MJÖG mikil viðleitni uppi í þá átt að deilur um opinber mál fari siðsamlega fram. Hér ráða stjórnartiálamennirnir og blöðin öllu um. Það er ákaflega mikilsvert, að andstæðingunum sé aldrei gerðar upp skoðanir, sem þeir hafa aldrei túlkað eða haldið fram, ef það er gert, er fjandinn kominn í spilin. ÉG ÆTLAST TIL einskis góðs í þessu efni af kommúnistum. Þeir eru gjörspilltir frá tá og upp í topp, kolbrandur spillingarinnar er í hjarta þeirra og heila. En af öðrum, siðuðum mönnum verður að ætlast til meira. í umræðunum um sjálfstæðismálið reyna einstak ir andstæðingar Alþýðuflokksins að láta líta svo út, sém blaðið haldi því fram, að ekki sé rétt að neyta réttar okkar og skilja að fullu og öllu við Dani — og stofna lýð- veldi. ÉG FULLYRÐI að hér er vísvit- andi logið. Það er ekki deilt um þetta. Alþýðubl. og fjölda margir menn, ekki bara Alþýðufl.menn, heldur og menn í öllum fl. eru aðeins á móti því að þetta sé gert meðan Danmörk er hernumin og ísland hertekið frá fjöru til fjalls. Þessir menn — og Alþýðublaðið' túlkar skoðanir þeirra, vilja bíða þar til stríðinu er lokið og þjóðirn ar lausar. FINNST MÖNNUM vel myndi fara á því, að skilnaðurinn færi fram að fullu á sama tima og Dan mörk væri blóðugur vígvöllur frá strönd Jótlands og til Kaupmanna hafnar? Vel getur verið að barizt verði í Danmörku í júní næsta sumar, enginn getur sagt um það nú, en margt plíklegra hefir skeð. Ég hygg að heimurinn myndi ekki skilja okkur íslendinga, ef við slitum formlega tengsxin meðan verið er að leggja danskar borg- ir og danska akra í rústir. VIÐ HÖFUM ákveðið að skilja að fullu og öllu við Danmörku og konung hennar — og við eigum að gera það, en ekki að nauðsynja- lausu fyrr en Danir eru aftur frjálsir og við lausir við erlent setulið úr landinu. „VELVAKANDI“ skrifar: „Ég talaði við þig um vatnsleysi Aust- urbæjarbúa aðallega í holtunum, og hvað sem veldur, hefir þetta stór breytst til batnaðar. Ef til vill ej nóg að nefna nafn þitt, ef lífið liggur við, eins og skessurnar sögðu“. „GÖTURNAR í BÆNUM eru eitt mesta áhyggjuefni bæjarbúa. — Því það er eins og sá fullorðni hafi umsnúið þeim með öfugum klónum. En þetta er blessuð hita- veitan, segja menn. Að vísu er þetta rétt, en er þörf á því að láta þær svo;na margar í senn standa vikum saman sundurtættar, og svo loks þegar skurðunum er lokað, að skilja eftir moldarfjöll á miðjum götunum vikum saman“. . Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.