Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. júlí 1943. ALJÞYÐUBLAÐIÐ 7 |Bærinn í dag.j Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. ÚTVARPIÐ: • 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.00 Fréttir. 20.20 Ólafsvaka Færeyingafélags- ins: a) Erindi. b) Færeyskir söngvar og danskvæði. c) Ávarp (frú Herborg á Heyg um Sigurðsson). 20.50 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21.10 Hlj ómplötur: a) Mefistovals eftir Liszt. b) Nótt á fjöll- um, eftir Moussorgsky. 21.30 „Landið okkar.“ Spurningar og svör (Pálmi Hannesson rektor). 21.50 Fréttir. — Dagskrárlok. Blóðgjafasveit Skáta biður meðlimi sína að mæta kl. 8 í kvöld í Rannsóknarstofu há- skólans til nánari blóðflokkunar. Er mjög áríðandi, að allir mæti, þar sem um nýja flokkun er að ræða. Gamla Bíó sýnir um þessar mundir mynd, sem heitir Unga kynslóðin. Aðal- hlutverkin leika Lana Turner og John Shelton. Framhaldsmyndin heitir Morðið í flugvélinni. Aðal- hlutverkið leikur Walter Pidgeon. Ódýrar kvenkápnr Kjölar. Lauoavegi Romnar altur: Stakar kveabBxnr ifog vandaðar — stór iúúmer. Flðkkalíf, sagan frá Mexikó, er tilvalin bók í sumarfríið. Fæst nú í öllum bókaverzl- unum. ÚTGEFANDI Kðflótt kápu oq frakkaefni Djrkomið. H.TOFT SkólavðrðnstíQ 5 Sími 1035 Gísii Gisnnar son slðkkviliðsstjóri í Hafoafirði í 30 jár. SKÖMMU eftir að Hafnar- fjörður fékk kaupstaðar- réttindi, 1908, var stofnað þar slökkvilið. Var það með allmik- ið öðrum hætti en nú tíðkast. Tækin voru handdælur, vatn borið í fötum og lúður þeyttur á götunum, þegar einhvers stað- ar kviknaði í. Þesu kalli voru allir verkfærir bæjarbúar skyldir að hlýða tafarlaust, undirbúningslítið og án þess að nokkur þóknun væri greidd fyrir. —■ Var það því ærið sundurleitur hópur, sem kom til slökkvistarfanna og reyndi mjög á hæfni og lægni forystu- mannsins, ef árangur átti að verða góður. Auk þess var starf- ið ónæðissamt með afbrigðum og erfitt, sérstaklega að fá menn, svo marga, saman til nauðsynlegra æfinga. Enda fór það svo, að fyrstu 5 árin urðu þrisvar mannaskipti í þessu starfi, en 29. júlí 1913 tók Gísli 'Gunnarsson við og hefir gegnt því með prýði síðan. Gísli hefir til að bera það, sem þurfti sér- staklega til að halda saman slíku l'iði, hann var vinsamlegur og fjörugur við fólkið, áhuga- samur og einbeittur við starfið og lét aldrei bilbug á sér finna, þó að ýmislegt blési á móti. Síðan þetta var hefir aðstað- an breytzt á ýmsa lund. Tækin hafa batnað. Liðið er fast og þjálf-að, og Gísli hefir vaxið með, enda hefir svo að segja öll þróun þessara mála orðið undir hans stjórn. Nú er þó ekki svo að skilja, að Gísli Gunnarsson hafi sinnt þessU starfi einu. Þvert á móti. Hann hefir lagt á margt annað gjörva hönd. Áður fyrr stundaði hann sjómennsku og var stýri- ir hann stundað jöfnum höndum maður á fiskiskipum. Síðan hef- búskap og kaupmennsku og hefir verið brautryðjandi og forsvarsmaður Kvorra tveggja þessara stétta í Hafnarfirði. Slökkviliðsstjórastarfið hefir því verið honum aúkastarf, en sem hann hefir þó rækt með þeirri prýði, sem áður er lýst. Gísli Gunnarsson vinnur sér störfin létt. Með glaðværð sinni og fjöri tekst honum að láta margar höndur vinna með sér að sameiginlegu marki, og þá sækist allt vel. Hafnfirðingar óska einskis frekar en að hon- um megi enn um stund auðnast að gegna hinu ábyrgðarmikla slökkviliðsstjórastarfi, því að gifta hefir fylgt honum í því, svo að brunatjón hafa orð ið minni í Hafnarfirði en á mörgum sambærilegum stöðum öðrum. Þökk fyrir störfin, Gísli Gunnarsson. Hafnfirðingur. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Bjarnadóttir, og Gunnar Vagnsson, stud. oec. Djóðhátiðardagur Fær- eyiuga. Frh. af 2. síðu í skólum fer mest fram á fær- eysku, en flestar skólabækur eru á dönsku. Færeyingar eiga sinn fána, þó að hann sé ekki viðurkennd ur. nema sem sigling'amerki síðan styrjöldin brauzt út. Saga hans er á þessa leið: Einu sinni sátu tveir færeyskir stúdentar í stofu sinni á Garði í Kaup- mannahöfn. Allt í einu sáu þeir fána koma út um glugga á her- bergi íslenzkra stúdenta. Það var 17. júní. Færeysku stúdent unum þótti súrt í broti að eiga ekki sinn fána — og bjuggu hann tik Hann er rauður og blár kross á hvítum grunni. — Færeyingar nota hann mjög oft. Simun av Skarði, lýðhá- skólastjórinn og skáldið orti þjóðsöng Færeyinga. Fyrsta er- indi hans er þannig: ,,Tú alfagra land mitt mín dýrasta ogn! Á vetri so randhvítt, á sumrj við logn, tú tekur mig at tær so tætt í dín. favn. Tit oyggar so mætar, guð signi tað navn, sum menn tykkum góvu tá teir tykkum sóu. Ja, guð signi Förojar, mitt land.” Færeyingar eiga mörg skáld og rithöfunda, miðað við fólks- fjölda og höfum við íslending- ar fengið að kynnast þeim nokkuð, en innan skamms koma út fleiri færeyskar bæk- ur. í fyrra hófst ný bókmennta- grein í Færeyjum, sögur byggða, og náðu miklum vin- sældum. í Færeyjum eru fjór- ir stj órnmálaflokkar: Al:þýðu flokkurinn, formaður hans er P. M. Dám bæjarstjóri á Þver- eyri, Vinnufloklturinn, formað- ur hans er Jóannes Patursson kóngsbóndi, Sajnþandsflokkur- inn, formaður Samuelsen, og Sjálfstæðisflokkurinn,, formað- ur hans er L. Zakariasen. Færeyingar eru góðir heim að sækja og heimilismenn ing þeirra mikil. Þeir eru gleði- menn miklir, en alvörumenn og einarðir í baráttunni fyrir þjóðlegu sjálfsta|í>i sínu. Akureparlör Lelkíé- Sagslns. Frh. af 2. síðu. hve góður sjónleikur, sem vel er útfærður, hefði mikið lista- uppeldis- og menningargildi. Ekkert væri þeim meir til uppörfunar, kenndi leikurum betur að bera lotningu fyrir listinni eða gæfi áhorfendum betra tækifæri til að meta gildi þess, sem vel er gert.“ - - Tveir mm deyja úr áfeapiseitrHn. TVEIR MENN DÓU - senni- lega af áfengiseitrun — á Hellissandi á Snæfellsnesi að- faranótt s. 1. þriðjudags. Höfðu þeir báðir verið á skemmtun á Hellissandi á sunnudagskvöld, en lögðust veikir næsta dag og voru þungt haldnir. Næstu nótt létust þeir svo báðir. Björgúlfur Ólafsson læknir kom á staðinn og taldi hann líklegast að mennirnir hafi drukkið eitrað áfengi. Munu þeir hafa verið nokkuð við öl á skemmtuninni. Mál þetta hefir þegar verið tekið til rannsóknar og er sýslu Þessar myndir eru úr kvikmynd af því, þegar þýzk flugvél var nýlega skotin niður. Margar orrustuflugvélar banda- manna hafa kvikmyndatökuvélar í vængjunum, og taka þær myndir, þegar hleypt er af byssum flugvélarinnar. maðurinn, Kristján Steingríms- son kominn til Hellissands. Annar maðurinn, sem lézt, var rúmlega þrítugur, en hinn innan við tvítugt. Nýlt slái og rit- bðiondur. Sigurður Magnússon prófessor fymierandi yfirlæknir. dags. 30. des 1942, milli aðilja máls þessa, skulu framkvæmd svo', að greiða ber unglingum 14 og 15 ára kr. 1,40 fyrir hverja klst., en þeim, sem náð hefir 16 ára aldri, ber kaup sem fullgildum verkamanni. Stefndur, Vinnuveitendafé- lag íslands f. h. H/f Djúpavík- ur., greiði stefnanda, Alþýðu- sambandi íslands f. h. Verklýðs- félags Árnesshrepps, kr. 150,00 í málskostnað innan 15 daga frá birtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum.“ Q IGURÐUR prófessor ^ Magnússon fyrrverandi yfirlæknir á Vífilstöðum sendir frá sér tvær bækur, sem ísafoldarprentsmiðja \ h. f. gefur út. Þetta eru fyrstu bækur Sig- urðar Magnússonar, og er hann þó kominn á efri ár. Hins vegar hefir hann skrifað mikið um berklaveiki og heilsufræði. Prófessorinn sagði í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að þess ar bækur myndu koma út í þessum mánuði. , Önnur heitir „Hreiðarr heimski“ og er saga Hreiðars sögð í Ijóðum, en þau orti pró- fessorinn s.l. sumar. ,,Eg hef aldrei fyrr ort, eða að minnsta kosti hefir kveðskapur minn aldrei birst opinberlega fyrr.“ Hin bókin heitir „Þættir um líf og leiðir“ — og er um það, sem nafnið bendir til. Er þess- ari bók skipt í kafla, og fjalla þeir um lífsskoðanir, heim- speki, trú og vísindi. Ljóðabókin um Hreiðarr heimska er 100 síður að stærð, en Þættir um líf og leiðir ,er um 140 blaðsíður. Mun margan fýsa að kynnast þessum fyrstu bókum Sigurðar Magnússonar, hins vinsæla læknis á Vífilsstöðum. æææ- ?,1 Félagsdómur rnn hanp unglinga. Frh. af 2. síðu. taka þá kröfu hans til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að stefndur greiði stefnanda kr. 150,00 í málskostnað. Því dæmist rétt vera: Ákvæði 3. gr. kjarasamnings BUið síytiist íiiilli ráss- neshn lierjaana við Orel LONDON í gærkveldi /tt TTA rússneskir herir sækja nú að Orel úr mörgum áttum, og styttist óðum bilið, sem er á milli herja Rússa, sem sótt hafa fram fyrir sunnan og norðan borgina. Rússar hafa enn tekið mörg þorp og bæi á þessum vígstöðv- um, þar á meðal járnbrautar- bæ, sem er aðeins 15 km. frá. Orel. Á Leningradvígstöðvunum á sér stað mikið stórskotaliðsein- vígi, segir í fréttum frá Moskva í kvöld. Á öðrum vígstöðvum hafa aðeins staðbundnir bar- dagar átt sér stað. Striðið á Sikileý. LONDON í gærkveldi KANADAMENN hafa sótt nokkuð fram að undan- förnu á Sikiley, þrátt fyrir harða mótspyrnu Þjóðverja og þó að yfir ógreiðfært landslag væri að fara, og eru þeir nú komnir fast að varnarlínu Þjóðverja á eynni. Bandamenn hafa frelsað úr fangelsum fasista á Sikiley yfir 300 pólitíska fanga. Almenn- ingur á Sikiley lætur óspart í ljós fögnuð sinn yfir falli Mussolinis og fasistanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.