Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.07.1943, Blaðsíða 8
4 ALÞYÐUBL' OIÐ Fimmtudagur 29. júlí 1943. P efbr tudwixj Leuisohrv. ■TJARNARBIÓB Konai með grænu augun. (Green Eyed Woman) Ameríkskur gamanleikur. Bosalind Bussell Fred MacMurray Sýnd kl. 5 — 7 — 9. PRÓFESSORINN hafði sent konu sína í sveit og borðaði því á veitingahúsi. Hann kallaði á þjóninn og sagði kurteislega: „Afsakið, þjónn, mér finnst ég hafa beð- ið óratíma eftir steikinni. Ger- ið þér svo vel að segja mér, hvort þér hafið gleymt henni, hvort ég er búin að borða hana eða hvort ég hef ekki enn þá beðið um hana?“ * D AÐUR án áhættu er lé- ?g íþrótt. Priscilla Craven. UNGUR maður spurði einu sinni auðmanninn J. P. Morgan: „Hvernig á ég að græða fé?“ Morgan svaraði: „Finnið þér einhvern hlut, sem allir vilja eignast og vilja borga 10 aura fyrir. Svo skuluð þér framleiða hann fyrir 5 aura.“ £^ST1N er harðstjóri, sem iengum hlífir. Corneille. ¥ HJÓNABANDINU kynn- "■ ist konan löstum karl- mannsins en aldrei kostum hans. Ch. Fourier. ❖ ÞAÐ er ávallt hægt að hafa stjórn á augunum, en mað ur ræður ekki alltaf yfir vör- unum. W. J. Locke. , * ISTIN að þóknast öðrum I er sú að kunna að blekkja. Vauvenargues. vænt um þessa sönnun þeirrar fangavistar, sem hún hafði í hyggju að halda honum í. Það var engin furða, þótt hann væri fullur angistar, þegar svona var í pottinn búið. Honum þótti líka vænt um að fá að vera einn þessa þrjá klukkutíma, sepa ferðalagið varaði. Ef til vill myndi hann losna við óttann og geta lifað lífi veruleikans. . . Þegar hann kom til sumar- bústaðarins var í óða önn ver- ið að búa undir gestakomu. Lúella sagði, hávær og æst, að allar aðrar stúlkur fengju að bjóða til sín kunningjum og skémmta sér með piltum, en sér væri synjað um hvort- tveggja. Hann væri alltaf al- vörugefinn og súr á svipinn, og móðir sín alltaf veik. I kvöld ætlaði hún að bjóða til sín unga fólkinu meðal sumargest anna, og hún vonaði, að hann yrði svo góður að láta það af- skiptalaust. Aftur var hann gripinn óttatilfinningu, og hug- ur hans fylltist þoku, þegar hann sá froðuna í munnvikum Lúellu. Hann fann, að hönd var lögð létt á arma hans og sá að Eilen var að benda honum að koma með henni út á sval- irnar. — Ég er dauðhrædd, sagði ■ hún lágt. — Framkoma Lúellu er ekki eðlileg. Nákvæmlega svona byrjaði það í fyrra skipt ið. — Hefirðu gert móður þinni aðvart? — Já, það hefi ég reyndar gert, en þú veizt nú, hvernig mamma er. Hún trúir engu, sem hún vill ekki trúa. Hann kinkaði kolli. — Það er satt, hún blekkir sjálfa sig þangað til það er orðið henni um megn og sjálfs lygin vex henni yfir höfuð. — Að minnsta kosti, hélt Eilen áfram — er ég hrædd við að andmæla Lúellu. Ef illa fer skellir mamma skuldinni á mig. — Ég er þér sammála, sagði hann. — Ég er hræddur við það líka. — Ef þú vilt vera svo vænn að vera hjá Conradshjónunum í kvöld, skal ég sjá um, að hér verði allt í röðu og reglu í fyrramálið, sagði Eilen. — Hefirðu talað við Helmer? spurði Herbert og leit á hana. — Nei, sagði hún, og döprum svip brá fyrir á smágerðu, tærðu andliti hennar. — Ég vildi hlífa honum við því. Þú veizt, að hann er fremur ein- fafdur, en hann er samt að minnsta kosti heilbrigður og náttúrlegur, góður og ærlegur. Herbert skildi allt í einu makaval Eilenar. Hún hafði beinlínis flúið frá fjölskyldu sinni. Hún kaus heldur góða og heiðarlega meðalmennsku en mikla metorðgirnd samfara and legri smæð og siðferðilegri rotn un. Hann lagði höndina á öxl hennar. —Þú ett gæðastúlka, Eilen, taktu þetta bara ekki of nærri þér. Ég bjarga mér einhvern veginn. Conradshjónin voru himinlif- andi yfir komu hans. Óttinn vék frá honum í fáeina klukku tíma, en kom aftur um nóttina í kyrrlátu og hljóðu sumarhúsinu og varð enn þá meiri, þegar Anna kom daginn eftir. Af til- viljun heyrði hann samtal í hálf um hljóðum milli Önnu og Eil enar, strax eftir að Anna kom. — Þú gerir svo vel og heldur saman á þér déskotans þverrif- unni, Eilen! Lúella er alheil- brigð, Það er augljóst að hana langar til að giftast, og ég skil ekki, hvernig á því stendur, að svona falleg stúlka skuli ekki finna hinn rétta maka. — Ef til vill verða piltarnir þess varir, að hún er ekki með öllum mjalla, sagði Eilen hugs andi. Herbert heyrði, að Anna rauk upp og málrómur hennar varð stálharður. — Farðu út, og láttu mig aldrei heyra þetta framar! Lú- ella er ekki síður með öllum mjalla en kunningjar okkar og stendur þeim ekki að baki að gáfum. En auðvitað öfundarðu hana af fegurð hennar. Anna barðist gegn örlögun- um, jafnt í þessu efni, sem öðr- um,' með lygum. Og Herbert lagði þá spurningu fyrir sjálfan sig, hvenær örlögunum þókn- aðist að afhjúpa hana. Hann skreið inn í skel sína. Til voru götur og stígar, þar sem hann gat verið einn. Það var nú til dæmis grýtta strönd in við víkina, þar sem hann gat setið tímunum saman og hlust að á ölduniðinn. Aðeins á slík- um stundum gat hann losnað við óttann. En óttinn kom aftur og vofuskuggarnir hófu hinn vit- firringslega dans sinn í undir- vitund hans um leið og hann sá framan í Önnu eða heyrði mál- róm hennar. Hann horfði á hana þvert yfir borðið á matmálstím um. Hann gat aldrei vanizt henni, hversu hart sem hann lagði að sér. í stað þess að harðna urðu táugar hans sí- fellt viðkvæmri og æstari. Nef hennar, kjálkar og skolmórautt hár, önuglyndi hennar og vonzka, þokukennndar hug: myndir hennar um liðna tím- ann, ögrandi þrjózka h’ennar og sjálfselska, málæði hennar og þvæld vígorð, allt, allt þetta þjáði hann eins og stunga eitr- aðs skordýrs. í augum hans var hún óþolandi ljót og óskiljan- leg. Hann vissi, að mat hans var ekki fullkomlega í samræmi BS NÝJA BfÓ “ 1 ! OI GAMLA BfÓ SS Leynil&greglDmaðurlDO Michael Shayne Unga Rynslóðin (Michael Shayne Privat (We Who Are Young) Detective) Spennandi lögreglumynd. LANA TUBNEB Lloyd Nolan JOHN SHELTON Marjorie Weaver Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. við raunveruleikann, en sú Anna, sem hann sá í ljósi sárr- ar þjáningar margra og langra ára, var ekki hin sama og ó- kunnir sáu. í augum hans hafði hin siðferðilega vernd hennar mótað útlit hennar eftir sjálfri sér. Það, sem nú bar við, var hörmulegt, og þó olli það Her- bert að vissu leyti hugarléttis. Dag nokurn kom Agnes Conrad til hans óttaslegin á svip jafn- framt með hluttekningu í hverj um an'dlitsdrætti. Hún sagði, að | blöðin, sem væru nýkomin frá New York, hefðu hörmuleg tíð indi að flytja. Það hafði kvikn | að í stóra vöruhúsinu, sem-stóð í sama hverfi og hús Herberts, af völdum sprengingar, og ann- ar eins eldsvoði hafði ekki sézt í manna minnum. Öll húsin við þessa götu voru í hættu. Hann tók blaðið og las greinina um eldsvoðann, og þar var hús hans sérstaklega nefnt. — En góða Agnes, húsið er vátryggt. Ég get ekkert aðhafzt, svo að ég held, að ég verði hér kyrr og sjái, ’hverju fram vind- ur. l' 1 huganum sá hann gular og rauðar eldtungur teygja sig í áttina til þessa húss. Hann sá það riða og hrynja í rúst, og KALI FRÆKNI var krikketkylfa. sem lá í hrúgunni af íþróttatækjunum. Kali sneri, eins og á stóð, baki að fjörulallanum. Illkvittnis- legum glampa brá fyrir í augum Samúels. Fjörulallinn kreppti höndina um kylfuna, hóf hana’ á loft og tók undi sig stökk. Kali snéri sér við — aðeins and- artaki of seint! Krasssss! Um leið og kylfan skall á höfði hans, sortnaði honum fyrir augum, og hann hneig meðvitundarlaus niður á gólfið án þess að heyrðist frá honum hósti eða stuna! ÞRIÐJI KAFLI Svaðilför Kala. Samúel kraup á kné og sópaði saman perlunum, sem lágu á víð og dreif um gólfið í kofanum, því að Kali hafði misst könnuna úr hendi sér við fallið. Fjörulallinn hafði hraðann á og tíndi þá alla upp í könn- una’ aftur og stakk henni svo undir skyrtu sína. Hann varð hálf vandræðalegur á svipinn, þegar hann virti fyrir sér Kala meðvitundarlausan. ,.Fíflið mitt litla!“ sagði hann „Hvað á ég að gera núna? Ef 'hinir drengimir sjá. að ég hef slegið Kala í rot-“ Bú-úmm! / Samúei hrökk við þegar hann heyrði hljóðið. Það kom frá sjónum. Hann hljóp út og horfði í áttina til sjávar. Hann fölnaði upp. Skip var að varpa akkerum út fyrir eyjunni og hafði o AP Features <&PCHI£, 5C0UTIMC THE NAZI P05T BEPORE DAWM, DI6COVEBE A HIDDEN PUAME,,,BAC< IM THE ATTIC WITH 6COCCHY AMD UU5YA THEY HEÁR TODT BOAETIMC TO HIS WIPE THAT HE HA5 HI6 PBEPACATIOMS MADE POS 5PEEDY EYIT IF THIMOE 5HOUUD <30 WBOMG,,, X HAVE A U0MS-KAM5E PUAME HIDDEM SAPEUY IN THE WOODS/ WE'UU DI5APPEAB TOSETHER. I DEAR. 5HOUUD THE RU55IAN6 , PfZOVE / UET IT BE r MY UITTUE 5ECRET, JU5T NOW,, r THEOE’E A MAZI POR YOU/ IT’S A OME-6EATER Wwtm puame : - YOU'D BETTER TEUU ' ME WHEBE IT'S HIDDEN RUDOUPH / IF ANYTHING 5HOUUD HAPPEM TO 1— -----1 YOU... r--^ í könnunarferð finnur Cott- ridge flugvél, sem vandlega er falin í skóginum. Þegar hann kemur aftur á loftið til Lusyu og Arnar kemst hann að því að Todt ætlar að nota þessa flug- vél til þess að flýja ef eitt- hvað óvænt kemur fyrir . . TODT: Ég hef langferðaflug- vél falda í skóginum. Við mun- um flýja saman, elskan mín, ef til þess kæmi að Rússarnir yrðu of sterkir. KONA TODT: Það væri betra fyrir þig að segja mér 'hvar hún er falin ef eitthvað kæmi fyrir þig... , TODT: Láttu mig geyma leyndarmálið......

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.