Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudaginn 12. ágúst 1943» Ekkert athngavert viö and- legt heilsufar Gottfredsens. .— -----♦--------- Hann hefir verið látinn laus eftir 4 mánaða dvöl hjá geðveikralækni. ---------4------— ANDREAS GOTTFREDSEN hefur verið í rannsókn hjá dr. Helga Tómassyni geðveikralækni undanfarna mánuði. Var Gottfredsen úrskurðaður til slíkrar rannsóknar meðan hann var í gæsluvarðhaldi lögreglunnar, en dvöl hans hjá geðveikralækninum var ekki annað en framhald af gæsluvarðhaldinu. Gottfredsen fór til þessarar rannsóknar í marzmánuði síðasliðnum, en var látinn laus 4. þessa mánaðar. Var hann því undir rannsókn hjá geðveikralækninum í 4 mánuði. Dr. Helgi Tómasson mun hafa gefið lögregluyfirvöldun- um skýrslu um andlegt heilsufar Gottfredsen og er skýrsla þessi nú hjá dómsmálaráðuneytinu. Mun geðveikralækirinn hafa látið upp það álit að ekki væri hægt að telja Gottfredsen geggjaðan. Áður hafði verið ákveðið að höfða sakamál gegn And- reas Gottfredsen, en vottorð um andlegt heilsufar lians þótti sjálfsagt að fá til þess að taka tillit til við málafærsl- una gegn honum. . Lárus Féldsted hæstaréttamálafærslumaður hefur ver- ið skipaður verjandi Gottfredsens — og hefur hann mál- skjölin til athugunar. Steindör og Þingveliir: Gkkert sérleyfi á Þiigvalla leiðinniJjnmdSgmn. Óþolandi ástand, sem ekki er hægt að kippa í lag, nema með lagabreytingum Araogur af kröfum, sem ekki fyigja neinar skyldur ASTANDIÐ með farþegaflutninga milli Þingvalla og Reykjavíkur á sunnudögum er orðið gjörsamlega óþol- andi. Er nú svo komið að fólk þorir ekki að fara til Þing- valla um helgar, nema í einkabifreiðum, en þær eru svo dýr- ar, að slíkan munað geta ekki aðrir leyft sér en þeir, sem eiga slíkar bifreiðar. Til skamms tíma hefur ekki verið erfitt að fá farköst til þess að flytja sig til Þingvalla og hefur sérleyfishafinn, Bifreiðastöð Steindórs annast þann flutning. En það hefur gengið erfiðar að komast heim. Hundruð manna, jafnvel konur og börn, hafa stað- ið á bifreiðatorginu við Valhöll og allir hafa staðið í hörðu með að fá far heim itl Reykjavíkur á sunnudagskvöldum, en fullyrt er að bifreiðastöðin hugsi minna um það að koma fólkinu heim en að koma því austur. Hvernig sem það er, þá er það víst, að á engri sérleyfis- leið ríkir annað eins óþolandi öngþveiti og á Þingvallaleið- inni. Er það vansæmandi, ekki fyrst og fremst fyrir þann, sem hefir sérleyfi til flutninga þarna austur, heldur fyrir þjóðina alla, því að samkvæmt metnaði okkar ætti leiðin til Þingvalla að vera bezt skipu- lögð. Á sunnudögum í allt sumar hefir verið slegizt á bifreiða- torginu við Valhöll. Þar hefir hnefarétturinn ríkt í algleym- ingi. Og segja þeir, sem hafa lent í þessum ófögnuði, að þar hafi oft verið l.jótt um að lit- ast. Alþýðublaðið snéri sér að gefnu tilefni í gær til póst- og símamálastj óra og spurði hann, hvort ekki væri hægt að koma betra skipulagi á þessar sunnu- dagsférðir til Þingvalla. Póst- og símamálastjóri svar- aði: „Það er ekkert sérleyfi til og frá Þingvöllum á sunnudögum. Þetta er samkvæmt lögum. Þegar sérleyfisfrumvarpið var rætt á alþingi reis bifreiða- stjórafélagið Hreyfill upp og fór fram á það, að vissar leiðir yrðu ekki teknar inn í sérleyf- islögin. Meðal þessara leiða var Þingvallaleiðin um helgar. Bif- reiðastjórafélagið fékk þessu framgengt. Samkvæmt lögum er því ekkert sérleyfi á Þing- vallaleiðinni á sunnudögum og stjórnarvöldin geta því ekkert gert í málinu, nema að lögun- um sé fyrst breytt.“ Þetta sagði póst- og síma- málastjóri. (Frh. á 7. síðu.) Eitrunarmállð^ í Vestmannaeyjum: Niundi usaðurinn lézt í sjúkra- húsi Vestmannaeyja í fyrrinútt Alls veiktust 20 manns hastarlega. Eitraði vökvinn sendur hingað til rannsóknar. TÍUNDI MAÐURINN lézt í fyrrinótt í sjúkrahúsi Vestmanna- eyja af völdum hins eitraða áfengisvökva. Miklar vonir voru taldar um það seint í gærkveldi, að hinir, sem veikzt höfðu, myndu halda lífi, þó var einn þeirra mjög þungt haldinn. SetuliðsmenR hafa gert við loftnetin við Bergstaðastig. AÐ STÓÐ EKKI lengi á því, að gert væri við loft- netin, sem flugvélin sleit nið- ur við Bergstaðastræti og Laufásveg, eins og Alþýðublað- ið gat um í fyrradag. Strax daginn eftir að netin voru skemmd, komu margir viðgerða menn frá flugher Ameríku- manna hér og settu þeir hvert einasta net upp að nýju. Það mun ekki hafa verið af þvi, hvað flugvélin flaug lágt, sem netin slitnuðu, eins og fyrst var álitið. Vélin var með dráttarreypi niður úr sér, en það var það, sem olli skemmd-' unum. Það voru menn úr svokallaðri ,,Signal“ deild, sem komu á bílum sínum á Bergstaðastræti og á Laufásveg á þriðjudag og gerðu fljótlega við öll netin. Menn úr slíkum deildum ann- ast allar samgöngur og eru flestir rafvirkjar, útvarpsvirkj- ar, símamenn o. fl. Einn íbúi við Laufásveg sagði: „Rétt, þegar ég ætlaði að fara að fá gert við netið mitt, kom herbíll og hópur hermanna klifraði upp á þak á húsinu, mínu. iÞeir voru eftir nokkur augnablik búnir að gera við netið.“ Þessi ágætu málalok sýna, hvern árangur það ber, að kvarta við Alþýðublaðið. Hvað hafa Templarar gert — jð Jaðri? Bjóða í skógland sitt forráða- monnum bæjarins ásamt blaðamönnum Q KAMMT frá Elliðavatni, %..j við svonefnda Kirkju- hólmatjörn, hafa templarar í Reykjavík numið land, í þeim tilgangi að gera það að skemmti og sumardvalarstað fyrir Reglu félaga. Stað þennan hafa þeir nefnt að Jaðri og er hann í Heiðmörk, hinum væntanlega þjóðgarði Reykjavíkinga. Á laugardaginn kemur eru liðin 6 ár síðan templarar fengu Frh. á 7. sáðu. Níundi maðurinn, sem dó í fyrrinótt, hét Ólafur Davíðs- son, sjómaður, Brekastíg 4 í V estmannaey j um. I gær varð ekki vart við nein ný veikindatilfelli, og má því fyllilega gera ráð fyrir að allir, sem hafa drukkið hinn eitraða vökva og gátu veikzt, hafi veikzt og ekki muni koma fleiri tilfelli. Alls veiktust 20 manns í Vestmannaeyjum, eða það mörg tilfelli voru tilkynnt til héraðslæknisins — og flestir þessara manna voru fluttir í sjúkrahúsið. Hins vegar er talið víst, að einhverjir fleiri hafi orðið lasnir, þó að þau tilfelli hafi ekki verið tilkynnt til hér- aðslæknisins. Rannsókn þessa hörmulega máls stendur enn yfir í Vest- mannaeyjum — og er ekki nærri lokið. Settur bæjarfógeti hefir náð allmiklu af hinum eitraða vökva, en þeir, sem fundu hann á sjó úti, munu hafa farið laumulega með hann. Hefir vökvinn nú verið sendur hingð til Reykjavíkur til ná- kvæmrar rannsóknar. fivenfélag Áljiýðn- flekksiRs i Viðey. Ágæt skemmtiför og mikllt , fróðleikur. KVENFÉLAG Alþýðuflokks- ins efndi til skemmtifarar út í Viðey í fyrradag fyrir fé- lagskonur og gesti þeirra. Tóku um 100 konur þátt í förinni, og tókst hún í alla staði hið bezta. Lagt var af stað frá Gróf- arbryggju með „Magna“ kl. 1,30. Er út í Viðey kom, var farið um hana alla og hún skoðuð, en flestar kvennanna höfðu ekki komið þar áður. Sveinbjörn meistari Sigur- : jónsson var með í förinni og sagði hann sögu eyjarinnar og skýrði þá viðburði, sem þar höfðu íarið fram. Aðalræðu sína um eyjuna flutti Svein- björn í kirkjunni og urðu þátt- takendur í förinni margs fróð- ari um þessa frægu eyju við bæjardyr Reykjavíkur. Þá var þátttakendum og boðið í Við- eyjarstofu, hið fornfræga menn ingarsetur. Veður ■ var hið bezta og skemmtu þátttakendur sér mjög vel. Róma konurnar mjög hjálpfýsi og alla framkomu skipshafnarinnar á ,,Magna“, sem skilaði þeim heim til Reykjavíkur um kl. 7 um kvöldið. Hfðbæriao raf- magoslans. ]\T IÐBÆRINN var raf- magnslaus í margar klukkustundir um miðjan dag í gær og olli því bilun á leiðslum í miðbænum. Bilunin olli mjög miklum truflunum í verksmiðjum og vinnustofum í miðbænum, en rafmagnið komst í lag um klukkan 6. K. R. og Armann nnnn sitt hvorf boð- hlaupið. Boðhlaup meistara- MÓTSINS fóru fram í gær- kveldi í köldu og óhagstæðú veðri. í 4x100 m. boðhlaupi kepptu 7 sveitir, 4 a-sveitir og 3 b-sveit- ir. A-sveit K. R. bar sigur úr býtum á 47,4 sek., sem er frek- ar slæmur tími. Ármann var næst á 47,9 sek., 3. í. R. á 48,5, og 4. b-sveit K. R. á 48,8. í K. R. sveitinni kepptu Jóhann Bernhard, Hjálmar Kjartans- son, Sigurður Finnsson og Brynjólfur Ingólfsson. Búizt var við skemmtilegrí og spennandi keppni milli F. H. og K. R., en fyrsti maður F. H„ gleymdi að taka með sér boð- ið, og þar með var F. H. úr leik. — K. R. var einnig meist- ari í fyrra, þá á 46,4 sek. í 4x400 m. boðhlaupi kepptu 3 sveitir, ein frá hverju félag- anna: Ármanni, K.R. og Í.R. —- Ármann fékk þegar á fyrsta sprettinum svo mikið forskot, að hinum reyndist ógerningur að vinna það inn, þó að K. R. stytti það örlítið, og þar með fór mestur spenningurinn úr hlaupinu. Ármann sigraði á 3:44,0 mín. K. R. hafði 3:46,6. og í. R. 3:48,6. í sveit Ármanns hlupu Árni Kjartansson, Bald- ur Möller, Hörður Hafliðason og Sigurgeir Ársælsson. K. R. var meistari í fyrra á 3:37,8 mín., sem er íslenzkt met. K. R. hefir nú 9 meistara, Ármann 5 og F. H. 4. “ Nú eru aðeins tvær greinar eftir af meistaramótinu: 10 000 metra hlaup og tugþraut, og fara þær fram 25. og 26. ágúst n. k. „Hin almenna fjársöfnunarnefnd** Hallgrímskirkju biður þess get- ið, að gjöfum og áheitum til kirkjunnar sé veitt móttaka dag- lega frá kl. 2—6 e. h. í skrifstofu Hjartar Hánssonar, Bankástræti 11, miðhæð. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.