Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 7
.Fimmtudaginn 12. ágúst 1942. ____________________________ALÞYÐUBLAÐIÐ Sfarfsemi Sjómamia- og gesfa heimiiis SiglufjarÓar Mikil aðsókn að heimilinu, enda var miki! þörf ffyrir það Innilegt pakklæti vottum við öllutn þeim. skyldum og vandalausum, sem sýndu okkur sámúð og hluttekn- tekningu við andlát og jarðarför okkar hjartkæru dóttur og systur JÓHÖNNU, og glöddu hana i veikindum hennar. Guð blessi ykkur öil Guðmunda Magnúsdóttir. Jón Péturssou. Kristjana Jónsdóttír. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. ÚTVARPIÐ 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvaxp. 19,25 Hljómplötur: Tataralög,. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Fréttir. 20,20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) Dansar úr óperunni ,,Faust“ eftír Gounod. b) Idylle eftir Gabriel-Ma- rie. e) Ungverskur mars eftir Liszt. 20.50 Minnisverð tíðindi (Axel Thorsteinsson). 21,10 Hljómplötur: a) Forleikur eftir LiszL b) Sorgarvals eftir Sibelius 21,30 „Landið okkar“. Spurningar og svör (Pálmi Hannesson rektor). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. TEMPLARAR ■ Frh. af 2. síðu. landsspildu þessa til umráða. 1 tilefni af því hefir stjórn Jaðars bfðið bæjarráðsmönnum Reykjavíkur ásamt blaðamönn- um og forystumönnum úr yfir- stjórn Reglunnar og hinna ein- stöku stúkna hér í bænum upp að Jaðri. til þess að gefa þeim kost á að sjá þær framkvæmd- ir sem þar hafa verið gerðar á þeim 5 árum sem liðin eru síðan templarar hófu þar starf- semi sína . Áður en lagt verður af stað up pað Jaðri verða sýndir kvik- myndaþættir frá störfunum þar, sem kvikmyndatökumað- ur Reglunnar hefir tekið á undanförnum árum. Sú sýning fer fram í Templ arahúsinu. Dm 60 þðsondir Str. til baraaspitalaos. Ágætur árangur af fjársofu- unarstarfi Hringsins GÆTUR ÁRANGUR varð af fjársöfnunarstarfi Hringsins fyrir væntanlegan barnaspítala hér í borginni, á sunnudag og mánudag. Enn er ekki vitað með vissu hversu miklu kostnaður við starfsemina nemur, en gert er ráð fyrir að hann sé ekki yfir 10 þúsundir króna. Alls komu inn þessa tvo daga um 70 þúsundir króna, og mun merkjasalan þar af ein um 30 þúsundum króna. Galdramað- urinn aflaði hinsvegar um 11 þúsundir króna. Hitt kom inn fyrir veitingar og ýmislegt ann- að, sem um hönd var haft. Félagskonur . í Hringnum hafa unnið hér mikið. glæsi- legt og óeigingjarnt stárf, sem bæjarbúum í heild ber að þakka þeim. Verður þessi ágæti árangur áreiðanlega til þess að flýta mjög fyrir því að hinn nauð- synlegi barnaspítali verði byggður. .Sjálfsagt virðist að svona fjár söfnunrstarfsemi, fari frám á hverju sumri. SJÓMANNA og gesta-' heimili Siglufjarðar hefur starfað undanfarin ár og við vaxandi vinsældir, enda var mikil þörf fyrir það. í gær barst Alþýðuhlaðinu skýrsla frá stjórn heimilís- ins um starfsemi þess á s. 1. ári og fer aðalefni hennar hér á eftir: Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar tók til starfa 1. júli, um það leyti sem síldveið- arnar byrjuðu, en lauk störfum 23. september. Var þá síldveið- um lokið og aðkomufólk flest farið frá Siglufirði. Heimilið starfaðí því alls rúman 2Vz mánuð. Húsakynni voru þá hin sömu og áður ,en miklar endurbæt- ur höfðu verið gerðar á húsinu frá því árið áður, meðl annars hafði snotur veitingasalur ver- ið útbúinn uppi á lofti við vest- urhlið hússins. Er gengið upp í hann úr aðalsalnum. Hitunar tæki voru endurnýjuð og hús- ið málað. Dagleg störf á heimilinu önn uðust þær: frú Guðlaug Stein- grímsdóttir og frú Lára Jóns- dóttir, en hr. Eiríkur Sigurðs- son kennari frá Akureyri. starf- aði einnig við heimilið um 5 vikna skeið. Heimilið var opið alla daga frá kl. 9 árdegis til kl. 21,30 að kvöldi. Öllum var frjáls aðgangur, en ákveðnar reglur voru settar um framkomu og umgengni. Á lesstofu lágu frammi flest blöð og tímarit landsins til afnota fyrir gest- ina. Pappír og ritföng gátu menn fengið eftir þörfum og þurftu ekki að greiða fyrir það frekar en þeir óskuðu. Bækur úr bókasafni heimilisins gátu menn einnig fengið lánaðar. I veitingasal voru veitingar frmreiddar alla daga. Þá var annast um sendingu bréfa, peninga og símskeyta fyrir þá, er þess'óskuðu. Margs konar leiðbeiningar voru veitt- ar þeim, er ókunnugir voru í bænum, og reynt að greiða fyrir þeim eins og tök voru á. Úlvarp var jafnan í gangi á útvarpstíma, orgel og píanó voru í veitingasal og var gest- um frjálst að leika á þau, er þeir óskuðu. Föt og munir voru geymdir fyrir allmarga sjó- menn á síldarskipum og einnig var haft sérstakt herbergi, þar sem menn gátu haft fataskipti og snyrt sig. Aðsókn að heimilinu var yfir- leitt góð, og voru gestirnir að- allega sjómenn af síldarskip- um og einnig nokkuð af fólki. er stundaði síldarvinnu í landi og bjó í vinnuskálum. Land- vinna var þó með minnsta móti þetta sumar. Reynt var að fylgj ast nokkuð með gestafjöldanum og í gestabók heimilisins skráðu nöfn sín 2326 manns, úr öllum landshlutum, en auk þess kom jafnan á heimilið fjöldi gesta, sem ekki skráði nöfn sín. Eft- ir því sem næst varð komizt voru skrifuð 763 bréf, þar með talið peningabréf, má þó gera ráð' fyrir að þau hafi verið all- mikið fleiri, því að margir gestir höfðu sín eigin brefsefni og komu bréfum sínum í póst. P|eningar„ er teknir voru til geymslu og sendir, voru um 55130.06 kr. Allmargir létu senda bréf og pakka til heim- ilisins og vitjuðu þess þar. Landssímasamtöl og símskeyti voru afgreidd á heimilinu fyrir fjölda manna, og kom það sér oft sérstaklega vel, einkum eftir lokunartíma símstöðvar- innar. Bæjarsíminn var og mjög mikið notaður af gestum heimilisins, endurgjaldslaust. Umgengni og reglusemi gesta og framkoma öll var, bin prýðilegasta. Allmargar samkomur voru haldnar yfir starfstímann. guðs þjónustur, fræðandi erindi vor.u flutt, ennfremur upp- lestrar, kvikmynda- og skugga- myndasýningar. Á samkomum þessum var og oft einsöngur og kóráöngur. Oft voru samkom- ur þessar haldnar um helgar eða þegar líkur voru fyrir góða aðsókn. Má og segja, að hún hafi yfirleitt verið góð, eftir atvikum. Oflast var ókeýpis að- gangur að samkomum þess- um, en að kvikmýndasýning- unum var aðgangur seldur og þá til ágóða fyrir heimilið. iSamkomur þe^sar hafa frá upphafi verið hugsaðar sem einn liður í því menningar- starfi, sem Sjómannaheimilið vill vinna. , Heirpilið naut), eints og að undanförnu, opinberra styrkja til starfsemi sinnar og var þeim sérstaklega varið til rekstursins enda eru það hinar öruggu fastatekjur heimilisins, aðrar tekjur þess fara mjög eftir at- vikum, svo sem árferði o .fl. Heimilið hlaut styrk frá þessum aðiljum: Ríkissjóðúr kr. 2055,76, Stór- stúka Islands kr. 1500,00, Bæjarsj. Siglufjarðar kr. 206.00 Samtals kr. 5555,76. Þá hefur st. Framsókn lagt mikið af mörkum, bæði beint og óbeint, . til starfsemi heim- ilisins bæði með vinnu ein- stakra félaga stúkunnar og fjársöfnunarstarfsemi. Má t. d. geta þeiss, a'ð allur ágóði af leikstarfsemi stúkunnar rennur til Sjómannaheimilisins og er þá sérstaklega varið til endur- bóta á húsinu eða á annan hátt heimilinu tii hag'sbóta. Útgefendur blaða og tímarita hafa látið heimilinu ókeypis í té blöð sín og tímarit, og er hér jafnan um töluverða upp- hæð að ræða. Ágóði af vejtingasölu varð nokkúr, en þó minni en ætla mætti ,því að veitingar allar eru jafnan seldar svo vægu verði, sem fært þykir. Þá má síðast en ekki sízt minnast á hinn mikla fjárhags- lega stuðning, sem heimilið naut á árinu frá sjómönnum og útgerðarmönnum og kom í sérstaklega góðar þarfir til þess að standast hinn mikla kostnað við endurbætur þær á húsinu, er framkvæmdar voru veturin náður. Gjafir frá skipshöfnum bár- ust til heimilisins að upphæð kr. 6583,60. Eins og áður er sagt fóru fram mikilsverðar endurbætur á húsakynnum heimilisins, áð- ur en sumarstarfið hófst, þó að ennþá standi margt til bóta, ■er getur aukið þægindi og gert starfsemina í heild fjölbreyttari. Verður unnið að því að auka starfið og efla, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Bókasafnið var aukið nokkuð á árinu, áhöld enduhnýjuð og húsgögn lagfærð. Sjómenn hafa sýnt starfi heimilisins mikinn velvildar- hug og hafa sýnt, að þeir kunna að meta það og má nú svo segja, að staður þessi sé orðinn heimili þeirra, þegar þeir vilja eiga kyrrlátar stundir í landi. Allmörg blöð og tímarit hafa gtaið starfseminnar mjög vin- samlega og farið um hana mjög lofsamlegum orðum. Allt er mikil hvatning áð efla starfið sem mest og gera heimilið sem bezt úr garði. St. Framsókn nr. 187 hefur eins og að undanförnu annast rekstur Sjómannaheimilisins og skipuðu stjórn þess þeir: Pétur Björnsson, kaupm. séra Óskar J. Þorláksson, sóknarprestur og Andrés Haíliðason forstjóri. Stjórn Sjómanna- og Gesta- heimilis Siglufjarðar vill að lokum flytja öllum þeim opin- berum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum, nær og fjær, sem styrkt hafa heimilið með gjöfum fjárframlögum eða á annan hátt, beztu þakkir, fyrir allan stuðning og velvild á starfsárinu 1942.“ Helsingiar, hið eip- lega rit sjúklinga í Kristoeshæli. Sjúklingarnir vænia gess að Reybvikmgar kaupi ritið strax SVO erfiðlega tókst til með lausasölu hér í bænum á riti þeirra sjúklinganna í Krist- neshæli, ,,Helsingja“, að ógern- ingur reyndist að fá söludrengi. Þrátt fyrir það að öll dagblöð bæjarins reyndu að leggja lið í því efni. Eru yfir höfuð mikl- ir örðugleikar á því að fá drengi eða unglinga til lausa- sölu eða útburðar á blöðum. En nú hafa bókaverzlanií bæjarins heitið stuðningi sín- um við hinn góða málstað, er rit þeirra sjúklinganna berst fyrir — þeim, að reyna að safna nokkru fé handa hinu tekjulausa bókasafni hælisins, með útgáfu þess. Verða • ,,Helsingjar“ til sölu í bókaverzlunum nokkra daga fyrst um sinn, og viljum vér heita á hina mörgu bæjarbúa, sem við vitum að vilja styrkja sjúklingana í viðleitni sinni, að kaupa ritið strax í dag. Eins og nú horfir mun það láta nærri, að auglýsingar og lausasala í stærri bæjum úti á landi svari aðeins rúmlega öll- um útgáfukostnaði og öðrum útgjöldum, því eins og allir vita, er til þekkja, er verðlag á öllu, sem lýtur að útgáfu svo vandaðs rits sem þessa geypi- legur nú á tímum. Eini möguleikinn til þess að sjúklingarnir geti keypt nokk- uð verulegt af þessa árs bókmn í haust er því algerlega fólginn í því að skyndisala náist á rit- inu hér í horginni. Að þessu vilja nú bókaverzl- anir bæjarins hlynna með því að leggja áherzlu á sölu ritsins nú í nokkra daga og afhenda svo félagi berkalsjúklinganna þá upphæð strax að því loknu og án nokkurra bóksölulauna. Blöðin og útvarpið munu held- ur ekki láta sitt eftir liggja við að aðstoða bókaverzlanirnar við þessa drengilegu hjálp þeirra sjúklingunum til handa. Og vér vitum að hundruð manna um alla borgina hafa beðið þess eins að fá tækifæri til að kaupa ritið og leggja með því sinn skerf í þessa sjálfsögðu hjálp til fólksins, sem örlögin hafa fjötrað bak við hælismúr- ana. Óg nú er það tækifæri komið, þó að ekki takist að fá lausasölu af stað í bænum. Og það er ekki mikil upphæð nú á tímum, þessar þrjár krón- ur og fimmtíu aurar, sem ritið kostar, og ritið sjálft er svo fal- legt, eigulegt og skemmtilegt, aflestrar, að það sjálft þorgar þá upphæð fyllilega. Alþýðublaðið skorar því á alla hina mörgu hjálpfúsu Reykvíkinga og hugsandi fólk, sem skilur nauðsyn þessa máls, að láta það ekki dragast að koma við í bókaverzlununum og kaupa „Helsingja". Minnist þess að með því að gera það þessa dagana, kemur hjálpin sjúklingunum mest að notum, því það, sem kemur smátt og smátt inn fyrir ritið hjá bóksölum víðs vegar um landið, kemur ekki bókasafn- inu eða hinu sjúka fólki að notum fyrr en á næsta ári. Og minnist þess nú þessa dagana, sem ,,skyndisalan“ stendur yfir, að nú eru þeir hér í liðsbón hjá okkur höfuðstað- arbúum, sem enginn góður drengur lætur synjandi frá sér fara. Og að þa'ð er á okkar valdi Reykvíkinga algerlega, að stytta hinar löngu og dimmu skammdegisstundir sjúkling- anna í Kristneshæli. ÞINGVELLIR Frh. af 2. síðu. Þarna er líka að finna skýr- inguna á því, að Steindór, sem hefir sérleyfi á Þingvallaleið- inni 6 daga vikunnar, selur far- ið til Þingvalla á sunnudögum á 10 krónur, en alla aðra daga á 8 krónur, eða 2 krónum dýr- ara. ' Það er bersýnlegt, að ekkert er hægt að gera til þess að bæta úr því ófremdarás’tandi, sem nú ríkir á þessari leið. Ef á- standið á ekki að verða eins næsta sumar, verður að breyta lögunum og ákveða a'ð sérleyfi sé einnig á þessari leið um helgar. Ef það verður gert, verður sérleyfishafinn skyldur til að selja farseðla einnig frá Þingvöllum fyrirfram og getur fólk þá verið öruggt um pað að komast heim; á tilsettum tíma. Bifreiðastjórar, sem eiga bif- reiðar sínar ög aka frá stöðv- um hér í bænum. hafa að vísu mikið að gera að því er virð- ist, en vel myndi þó borga sig fyrir þá að stunda akstur til og frá Þingvöllum á sunnudög- um og selja á 10 krónur hvert sæti. Það þýðir ekki fyrir einstak- ar stéttir að gera kröfur en svíkjast svo um að uppfylla skyldur sínar gagnvart almenn- ingi. Slík framkoma borgar sig ekki til lengdar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.