Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 6
ALPYÐUBLAPIP Innrásin á Sikiley. Hér birtast fyrstu myndirnar, sem hingað hafa borizt frá Sikiley. Myndirnar qru allar teknar af ljósmyndurum herj- anna, en þeir og fjöldi blaða- manna ýoru með fyrstu sveit- unum, sem á land gengu. Eisenhower hershöfðingi stjórnaði innrásinni frá Malta Hér sjást ameríkskir fótgönguliðar stökkva á land. Orrustur geysa og skriðdrekar koma tíl skjalanna. Bandamenn taka borg eftir borg. Hér Comiso. íbúarnir eru vinsamlegir og afhénda öll vopn sín. Frh. af 4. síðu. „Ég var hjúkrunarkona. Ég starfaði við sjúkrahús í fjölda mörg ár. Ég hefi hjúkrað sjúk- lingum að nóttu og degi. Ég hefi tekið við þeim þannig á sig komnum, að þeir voru ekki annað en skinin beinin — og oft hefir mér tekizt að skila þeim feitum, sællegum og hraustum — og þá var ég glöð! Ég barðist eins og ég gat gegn sjúkdómum þeira og von- leysi þeirra. Ég gerði mig eins glaða og káta og mér var frek- ast unnt. Og oft vann ég sigur! Ég hefi aldrei gifzt og aldrei átt barn. Ég á ekkert skyld- menni. Ég er ein, alein. Hvö- nær heldur þú að ellilaunin verði svo há, að hægt sé að lifa af þeim? i Hún stendur fyrir framan mig brosandi, en það er auð- séð, að hún hefir lagt hvert grjónakorn við grjónakorn, hvern mjólkursopa við mjólk- ursopa og hverja smjörklípu við smjörklípu. Ein og óstudd hefir hún í mörg ár barizt við tölurnar. 57 krónur til 30 daga. Reynið þið það! Gerið þið tilraun! Finnst ykkur ekki, að það væri „sport“ í því að reyna? Ef til vill gætuð þið slegið met! Þið kannist við öll metin í Ameríku — og það ætti ekki að letja okkur, að gera tilraunina!! Meðan þessi gamla kona barðist við sjúkdóma annara var dagur hennar ekki svo dimmiir og vegur hennar ekki svo grýttur. Þá barðist hún tii sigurs. Að vísu má segja, að það sé líka sigur í því fólginn, að fá endana til að ná saman: síðasta dag mánaðarins og sið- ustu aurana í fimmtugustu og sjöundi krónunni! En það er þó vonlaus barátta, þvi að fyrir 57 krónur á mánuði er hvorki hægt að lifa eða deyja — í Reykjavík! Það er sagt, að upp af blóð- velli þessarar styrjaldar eigi að rísa nýr og betri heimur, bjartari dagur og sléttari veg- ur fyrir fólkið. Foringjar bandamanna hafa lofað að skapa fólkinu betri kjör eftir styrjöldina en voru fyrir hana. Eitt kjörorð þeirra er: Freedom from want: frelsi frá 'skorti. Þeir ætlast til þess að hin níst- andi angist mannanna fyrir því að þurfa að líða skort hverfi að styrjöldinni lokinni. Hvað sem . því líður, að svo verði búið í haginn fyrir allan lýðinn í framtíðinni, þá veit ég það þó, að við íslendingár get- um hrundið þessu í fram- kvæmd. Það hefir verið unnið að því markvisst á undanförn- um árum. Alþýðutryggingarn- ar eru árangur þeirrar baráttu. Það er hætt að slíta börnin frá brjóstum mæðra sinna, þó að fyrirvinnan falli í valinn. Það er hætt að sundra heimilunum fyrir fátæktar sakir. Verka- maðurinn, sjómaðurinn, verka- konan eða iðnaðarmaðurinn, sem slasast við vinu sína, fer ekki á vonarvöl þess vegna, Margt er breytt frá því, sem áður var. En við höfum aðeins hafið starfið, ekki lokið því. Öryrkj- arnir og gamalmennin mega ekki lifa í angist vegna yfir- vofandi skorts. Þegar maðurinn er orðinn slitinn að kröftum, hvaða starf sem hann hefir stundað, hefir hann lokið hlut- verki sínu. Og þegar hlutverki hans er lokið og ef hann getur ekki séð sér farborða sjálfur, þá verða tryggingarnar að vera svo fullkomnar, að hann geti haldið skortinum og ótt- anum við skortinn frá dyrum sínum. Menn halda kannske, að hér sé aðeins um mannúðarmál að ræða! Þetta er að vísu mann- úðarmál, en það er líka stjórn- arfarslegt vandamál. að þið skiljið það, að andlegt | og likamlegt frelsi ykkar sjálfra : mitt og þitt frelsi, já, öll menn- j ing okkar, veltur á því að okkur takist að skapa fólkinu full- korið öryggi. Einráeðisbylgjur hafa oltið yfir löndin á undanförnum ár- um. Þær risu vegna skortsins. Hræringar hins. umkomulausa fólks vöktu þessar bylgjur. Það er hægt að spekúlera í neyð og það hefir verið gert og er gert! Hið öryggislausa fólk sér ekk- ert annað en skortinn við dyr sínar. Það getur ekki treyst því þjóðskipulagi, sem ekki getur veitt því frelsi frá skort- inum. Þetta sjá leiðtogar þjóð- anna nú. Þeir skilja, að ef hinn atvinnulausi her verður jafn fjölmennur eftir styrjöldina og hann var fyrir hana, þá er lýðræðið dauðadæmt. .Það er því misskilningur, ef forustu- menn bandamanna halda að styrjöldin sé unnin, þegar and- stæðingar þeirra eru komnir á kné. Hún er ekki unnin fyrr en það kemur í ljós, að sigrazt hefir verið á atvinnuleysinu, á skortinum, á angistinni, , sem fylgir því að vita skortinn við dyr sínar. Landið okkar er nógu ríkt til þess að öllum, sem byggja það, geti liðið nógu vel, sagði Ól- afur Friðriksson einu sinni. Og þetta er áreiðanlega satt. Og við eigum að vinna að þessu í einingu. Ég vil ekki verðlauna vinnusvik og ó- mennsku, heldur hegna fyrir það. Sá, sem ekki vill vinna, en getur það, á ekki mat að fá. Ég vil enga vatnsgrautarmisk- unnsemi. Ég vil að dugnaðar- og sparsemdarmaðurinn njóti kosta sinna, en letinginn og eyðsluseggurinn gjaldi ókosta sinna. Fyrirhyggjuleysi verður að koma mönnum í koll. En ég vil ekki að öryggisleysið og vandræðin bíði iðjufólksins, þegar það er komið við aldur. Við viljum ekki þurfa að horfa upp á atvinnulausan múg hér í Reykjavík eftir styrjöldina. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að skapa öryggi, öryggi framar öllu öðru. Atvinnu, framar öllu öðru. Já, landið er nógu ríkt, svo að öllum, sem bygpja það, geti liðið nógu vel. Einar Bene- diktsson segir -— og hann sá lengra og skildi betur en flestir aðrir íslendingar til þessa dags: „Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, lítil þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki •— vilji er allt, sem þarf. Trúðu á sjálfs þíns hönd en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf. Þú sonur kappakyns, lít ei svo með löngun yfir sæinn, lút ei svo við gamla, fallna bæinn, byggðu nýjan, bjartan, hlýjan, brjóttu tóftir hins. Líttu út og lát þér segjast, góður, líttu út, en gleym ei vorri móður. Níð ei landið, brjót ei bandið, boðorð hjarta þíns. Já, boðorð hjarta þíns. Hjarta þitt segir þér að vinna að öryggi fólksins, án þess þó að verðlauna ómennsku og iðjuleysi. Hjarta þitt segir þér að bægja skortinum frá dyrum Fimmtudaginn 12. ágúst 1943. * > jKaupnm tuskur £ ^ hæsta verði. ^ jðú&gagnaviDnustofan > j Baidursgötn 30. t meðbræðra þinna og systra. Gerðu það og það eru þúsund- ir, sem vilja vinna að því með þér.. Gerum daginn bjartari og veginn greiðfærari fyrir alla. dANNES A HORNINU Frh. af 5. síðu vinna eins mikið á 8 eins og 10 tímum. íslenzkir atvinnurekendur eru svo vanir við að þrælka verka- lýðinn, að þeim ofbýður, ef þræl- dómnum er nokkuð létt af. Hver endist mörg ár til þess að vinna erfiðustu vinnu með því að ham- ast 'alltaf? Menn verða með því heimsk, slitin gamalmenni 10 ár- um áður en eðlilegt er. Og öll vinna er nú taiin gustukavinna.“ „SVO ER AÐBÚÐ VERKA- LÝÐSINS. Ég þekki hve andstyggi legar vistarverur þær hafa verið, sem verkamönnum hefir verið boðið upp á. Til dæmis hjá sumum síldarverksmiðjum hefir verið kássað saman 14—16 manns í eitt herbergi. Þar verið etið inni á miðjum „vöktum", og engjnn haft svefnfrið. Eða hvernig líður vega- vinnumönnum í tjöldunum á haustin, eða skipverjum í „lúkör- unum“ á litlu skipunum? Þetta eru allt hundabústaðir, sem enginn ,,stórlax“ vildi búa í einn sólar- hring, hvað þá marga mánuði ár hvert. — Ég var nærri búinn að gleyma síldarstúlknahjöllunum. Þeir voru andstyggilegir.“ „ALLIR EIGA SVO AÐ VERA GLAÐIR, „vinnuglaðir”, þó að far- ið sé með þá eins og hunda. Og alltaf er kaupið talið of hátt. En það eru viss laun, sem aldrei virð- ast talin eftir. Það eru laun ýmissa yfirmanna. Og þeir eru við sumar stofnanir svo margir og hátt laun- aðir, að engri átt nær.“ „EI'i I' DÆMI: Við verksmiðju, sem ég þekki, er dýr forstjóri, sem aldrei hefir lært neitt. Hann hefir hátt á þriðja þúsund á mánuði, eftir því, sem mér ér sagt. Fyrir- tækið starfar mest 3 mánuði úr ár- Inu. Svo er bókhaldari með hátt á annað þúsund á mánuði, vélstjóri (ársmaður með enn þá meira) og formaður með há árslaun. Þarna i eru komnir fjórir dýrir menn, sem eiginlega hafa hreint frí um 8 | mánuði af árinu, eða svo til.“ ! „ÞESSIRi MENN éta þarna álit- I lega fúlgu. Ég öfunda þá ekki. En yfir þessa menn var svo byggt hús, sem mér er sagt að kosti y2—% milljón. Það var byggt í fyrra. — Er þetta ekki nokkuð dýrt „hulst- ur“ utan um ekki dýrmætari menn? Til þessa eru alltaf til pen- ingar. Það má borga sumum vel.“ „ÞÁ MÁ NEFNA, hve sumir verkstjórar eru leiðinlegir og asna- legir og kröfuharðir. Ekkert er talið nógu mikið, nema alltaf sé hamazt. Þeir eru alltaf á hælum verkamanna, svo þeir geta varla gegnt sínum nauðþurftum. Þetta þekki ég og gæti nefnt nöfn í því sambandi. Það á að skylda verk- stjóra til þess að vera á námskeiði og það á að heimta, að forstjóran kunni meira en gáfað fermingar- barn.“ „FYRIR NOKKRUM ÁRUM var fátækraframfærsla svo lág í einum kaupstað landsins, en kaup þeirra þriggja, sem voru í bæjar- skrifstofunni, svo hátt, að jafn- mikilli upphæð nam og fátækra- styrkurinn. Og eru ekki enn þá of margar og dýrar ,,toppfígúrur“ á íslandi?“ Hannes á hornmu. Kærufrestur til yfirskattanefndar rennur út annað kvöld kl. 12 á miðnætti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.