Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.08.1943, Blaðsíða 5
Fi*MMÍMáag'ÍK» 12. »gsust 1943, flLPiiwynw é .......................................................................... ......................................................................................... ■ ■■ ‘ANSTU, hvernig þér leið í fyrsta skipti, sem fis eða aandkorn fór upp í augað á þér, •g þú hljópst hljóðandi til nömmu þinnar og baðst hana. að ná því fljótt út. Það er þessi •notalega tilfinning, sem hrind ir okkur frá því að útvega okk- nv nýju sjónglerin, þessi þægi- legu, bjúgu gler, sem skerpa sjónina, en eru nærri því ósýni- leg, þegar búið er að smeygja þeim undir augnalokin og fella þau að auganu. Við þykjumst sannfærð um, að þau valdi okk- ur óþægindum. Og við efumst um, að hættulaust sé að nota þau. Og jafnvel þótt menn sleppi broddinum í setningu Dorothy Paskes: „menn daðra <ógjarnan við stúlkur með gler- augu,“ eru þetta samt aðalmót- feárurnar. Ei að síður eru frá 3,000 til 5,000 menn nú orðið með gler- augu af þessari gerð. Og var ekki fyrr en á allra síðustu ár- mm, sem hægt var að gera þessi sjóngler með öllu hættulaus, ®g aðferð fannst til þess að gera styrkleika þeirra vísindalega Bákvæman. Sjóngler þessi voru uppruna- lega framleidd í ýmsum stærð- um. Til þess að finna hina réttu stærð handa þeim, sem var gler augnaþurfi. og ætlaði að fá sér þessi sjóngler, varð ef til vill að reyna margar stærðir glerja, smeygja þeim undir augnalokin ©g taka þau út aftur, áður en hin hæfilega stærð fannst, og var þáð bæði þreytandi og ó- þægilegt fyrir viðkomanda. Þá gerði T. E. Obrig, ljósfræðing- ur í New York þá uppgötvun, að hornhúð augans væri svo mismunandi og ólík í mönnum, að það væri hérumbil ókleift að fá nákvæmlega mátuleg gler með þeirri aðferð að framleiða þau í ýmsum stærðum, eins og til dæmis skófatnað. Hann byrj aði á því að gera mót af auganu úr mjúku og sveigjanlegu efni, plastefni, svo að sjónglerið varð eins nákvæmt og einstaklings- legt og til dæmis fingraför. En fljótlega þótti Obrig þetta of seinleg aðferð, og honum datt í hug önnur, sem var hag- feldari, sú, að nota efni, sem kallast fluorescein. Efni þessu fylgir sú náttúra, að það glóir, ef útfjólubláir geislar falla á það í myrkri. Qbrig reyndi þessa aðferð við að mála sjóngler. Hann fyllti rýmið milli glersins og augans með fluorescein og beindi svo1 útfjólubláum geislum að aug- anu. Ef sjónglerið varð ná- kvæmlega eins og það átti að vera, glóði allt miðsvæði augans En kæmi það við hornhimn- una, á hversu litlum bletti sem var, sást döggur blettur, því að fluoresceinið hafði ýtzt burtu. Ekki þurfti nú annað en a,ð sverfa ofurlítið af glerinu, þar sem dökki bletturinn hafði ver- Ið og reyna svo aftur á sama hátt. Eftir fáeinar tilraunir var glerið orðið nákvæmlega mátu- legt. Sjóngler þessi eru 95% ósýni leg. Það er að segja: við venju- leg samskipti manna sjást þau ekki. Margir heímsfrægir leik- arar, bæði á sviði og í kvik- myndum, nota þessi sjóngler, og enginn hefir hugmynd um það., Hégómagirní og sjóndepurð eru ekki einu mannlegu eigin- leikarnir, sem hægt er að bæta Myndin hér að ofan er af amarískum stúlkum, í Smith College í Northhamton, sem er ver ið að búa undir starf í þágu hersins. Einn þáttur í líkamsþjálfun þeirra er að þeim kenndir gamlir dansar og er myndin tekin af þeim þegar þær eru að æfa dansanna. tr Osýnilegu gleraugun. Eftirfarandi grein, sem er eftir Ruth Kim- nor, birtist upphaflega í The Magazine Digest, en er þýdd hér úr The English Reader og fjallar um nýja gerð af gler- augum. úr með þessum sjónglerjum. Starfsmenn í ýmsum greinum nota þau við vinnu sína. Skip- stjórnarmenn nota þau til dæm is, vegna þess að úða festir ekki á þeim. Sundmenn nota þau, því að þau detta ekki af, þó að kafað sé, eða þó að synt sé í ölduróti. Veiðimenn, skíða- menn og íþróttamenn nota þau, því að þau skerpa sjónina, án þess nokkur hætta sé á, að þau brotni, eins og aðrar tegundir gleraugna. Nýjar fregnir herma, að þeg- ar starfsmenn upplýsingaþjón- ustu brezka flugflotans rann- sökuðu nýlega þýzka flugmenn, sem skotnir höfðu verið niður, hafi komið í ljós, að sumir þeirra voru með sjóngler af um- ræddri gerð. Orsökina var auð- velt að rekja. Þýzki flugflotinn hafði orðið fyrir svo miklu tjóni undanfarið, að orðinn var skort ur á flugmönnum. Menn, sem voru hlutgengir til lofthernað- ar að öðru leyti en því, að þeir höfðu einhverskonar augngalla, voru ,,lagfærðir“ á þennan hátt. Eitt hafa sjóngler þessi fram yfir venjuleg gleraugu. Þau stækka sjónarsvið þess, sem notar þau. Það er raunverulega ómögulegt að öðlast jafngóða sýn gegnum 'iallán flöt glers, sem er í að minnsta kosti tólf millimetra fjarlægð frá auganu, svo sem er um gleraugun. Hins vegar er sjónglerið lagt utan á augað og skerpir sýnina, hvern- ig sem augað hreyfist. Enda þótt flesta gruni, að sjóngler þessi eigi rót sína að rekja til mannlegs hégómleika, voru þau upphaflega gerð með það fyrir augum að lækna ýms- ar tegundir augnveiki. Þau vernda og auka sjón augna, sem að einhverju leyti eru sjúk, og ekki er hægt að bæta úr á annan hátt. Og heilbrigðum augum eru þau einnig notuð til verndar, ef viðkomandi stund- ar atvinnu, sem augunum getur stafað hætta af. Ef þú hefir í hyggju að fá þér sjóngler, þarf að ,,máta“ augun fimm sinnum. Fyrst er ,,ljósfræðilega“ mátunin. Örlít- ið deyfilyf er látið drjúpa í aug- að, og tilraunagleri, sem tiltek- in efnaupplausn hefir verið bor- in á, þar sem glerið leggst yfir hornhúðina, þrýst á augað með ofurlítilli gúmmísogskál. Glerið hvílir á hvítunni í auganu, sem, gagnstætt trú manna, er ekki viðkvæmari en húðin á handar- fíaki manrts. Því næst tekur ljósfræðingurinn mælitæki sitt og framkvæmir hinar ljósfræði- legu mælingar sínar. Þegar hér er komið, er þér orðið ljóst, að hleypidómar þín- ir gegn því að hafa „eitthvað í auganu“ eru á engum rökum reistir, og nú ertu óhræddur við næstu mælingu, sem er þó tals- vert erfiðari og óþægilegri. Það er hin svonefnda ,,líffærafræði- lega“ mæling, sem sjóngleríð þitt verður gert eftir. Til þess að framkvæma þessa mælingu ér augað gert tilfinn- ingalaust með staðdeyfingu. Rauðbrúnu, gúmmíkenndu efni sem hefir verið hitað upp í 118 gráður á Fahrenheit, er þrýst mjúklega yfir augað. Eftir fá- einar mínútur kólnar þetta efni og storknar og er þá hægt að taka það burtu. Þá er það orðið nákvæmt mót af augnu, svo ná- kvæmt, að jafnvel sjást förin eftir hinar örsmáu blóðæðar. Þá er nýblönduðum tannsteini rennt í mótið, hann látinn kólna og storkna og mótið tekið utan af. Að þessu loknu er augnsnið- ið, ásamt niðurstöðu hinnar ljósfræðilegu mælingar, sent til verkstofunnar, og þegar búið er að vinná úr því þar og senda það til baka, er kominn tími til þess að framkvæma þriðju ,,mátunina,“ sem er mjög lík inni fyrstu. Þegar þessari „mátun“ er lok ið, eru sjóngerin tilbúin, sem slík. En þó eru tvær mátanír eftir enn. Næst er svo nefnda ,,sál- fræðilega mátun,“ þegar ljós- _mælingamaðurinn kennir þér að láta á þig sjónglerin og taka þau af þér aftur, og reynir að losa þig við þann ótta, sem flest ir hafa í undirvitundinni, við að láta eitthvað upp í augað. En þetta er gersamlega þjáninga- laust. Að þessari ,,mátun“ lokinní er aðeins eftir „efnafræðislega mátunin,“ finna hina réttu efna upplausn, til þess að fylla rým- ið milli miðsvæðis glersins og hornhimnunar. Mismunandi augu þarfnast mismunandi upp lausrtar, og þessi mátun“ er gerð til þess að finna, hvaða upplausn er heppilegust fyrir augu þín. Efnaupplausn þessi er vökvi, sem líkist einna helzt tárum. Það þarf ef til vill að gera margar tilraunir, áður en hin rétta efnablanda er fundin. Þegar öllum þessum tilraun um er lokið, en þær standa stundum yfir í nokkrar vikur, er þér loks fengin lítil askja, lík þeim, sem skartgripasalar nota utan um eyrnalokka. í þeim er litla gúmmisogskálin og tvo gangnsæ, íhvolf gler — sjónglerin þín. Sjónglerin eru reyndar ekki ný uppfynding. Þau eru árangur margra ára erfiðis vísinda- manna. , Búast má við því, að tilraun- ir með sjóngler handa hermönn um leiði til mikilla endurbóta og jafnframt verðlækkunar. Þegar svo er komið, verða ungu \stú'lkurnr að finna upp ein- hverja aðra afsökun en gler- augun, ef þeim gengur illa að ná sér í pilta. Akureyringur skrifar um grútarkagga, stórskáld, hrein- læti og bæjarmálefni. — „Víga-Glúmur“ segir sitt álit á vinnubrögðum verkamanna, verkstjórum og launakjörum. ^ ANNESARMAÐUR“ A AKUREYRI skrifar mér á þessa ieiö: „Vertu spar á lofið, þegar Akur- eyring-ar eiga í hlut, Hannes minn! Bærinn þeirra er ekki svo hrein- Iegur, sem feröamenn vilja vera láta. Eg get samt viðurkennt, að Akureyri er hreinlegastur ís- lenzkra bæja. En það er bara þetta: Það, sem er hálfskítugt, sýnist ekki jafn fjári kolað og það alskítuga. Og sé skyggnzt á bak við það, sem skartar vel að framan á Akureyri, sést meira og minna óvönduð veröld.“ „HVAÐ ÆTLI að þú hefðir sagt, ef þú hefðir verið Akureyringur og séð síldargrútartunnurnar við vegamótin á Helga-magra-stræti og Bjarkastíg? Þær standa þar fýluþefandi í allar áttir, rétt við nýbyggð húsin, og fólkið er alveg í vandræðum, því að engar lcærur eru teknar til greina enn sem kom- ið er, og hafa þó skarpar hérferð- ir verið gerðar á eigendur ílát- anna.“ „YFIRLÖGREGLUÞJÓNNINN, sem er eina almennilega yfirvald- ið í bænum, er í sumarfríi, en hinir hugsa ekki um annað en rommið, model 1940, made in Éngland, pr. Iceland — Höfners verzlunarhús- in.“ (Þetta er víst ósatt og ósann- gjarnt). „EN HVAÐ SÍLDARGRÚTNUM viðvíkur, má á það minna, að nýja höllin hans Davíðs frá Fagraskógi, sem að vísu er ekki alveg fullgerð enn, stendur við Bjarkastíg, rétt hjá grútnum, að kalla má, og mun grútarlyktin eiga að vera dægra- dvöl fyrir skáldið. Vel sjá Akur- eyringar fyrir sínum helztu mönn- um! Annars sá ég að skáldið horfði óhýrum augum á tunnurnar í sum- ar. En bæjarstjórnin bara hlær, einkum Framsóknarmennirnir. Ja, hinir kunna nú ef til vill að brosa eitthvað líka, en þeir gera það heima hjá sér. — Kommúnistar hafa aldrei elskað Davíð — og þykir víst grúturinn mátulegur handa honum.“ „VÍGA GLÚMUR“ SKRIFAR: „Það hefir allmikið verið ritað í blöð um leti verkamanna í vinnu. Margt af því er hlægileg vitleysa, eins og þegar einum áttræðum karli var jafnað á móti 10 ungum mönnum, og átti sá áttræði að vera meira en tíu manna maki. — Þá þyrfti, ef svo væri, aðeins um 50 áttræða menn í hitaveituna, og færri af níræðum!“ „ÉG VEIT, að einstaka verka- maður er latur og ógerningur að vinna með slíkum við suma vinnu, t. d. að moka upp á bíla. Þessa menn á ekki að reka úr vinnu, heldur draga af kaupi þeirra 10— 25% eða meira. Verkamenn geta ekki klagað hverjir aðra, en verk- stjóri á að'sjá um þetta.“ „ÉG ER ÁKVEÐINN ME® 8 stunda vinnudegi. Það er hægt að Frauahald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.