Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.11.1934, Qupperneq 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.11.1934, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Cavalleria rusticana. Saga eftir Giovanni Verga. Þegar Turddu Macca, sonur Nunziu, lét af herþjóimstu, var hann vanur að spóka sig á hverj- ium sunmiuegi eins og páhani á strætiniu. Hann var í eintoeuniis- búningi stoot'liiða og bar rauða húfu eins og spákarl, aem stendur bak við kanarífuglabúrið sitt og bíður eftir viðskiftamanni. Stúlk- iuimar toeptust um að gefa honum hýrubros, þegar þær voru á leið til kirkjunnar. Síðan stungu þær Inefinu niður í fellimgannar á sjal- i-nu sínu. Strákarnir þyrptust að honum eins og mýflugur. Auk þess hafði hann komið heirn mieð forláta pípu, og var kóngurinn rjðandi málaður á hausinn. Þeg- ar hann kveikti í pípunni, dró hann eldspýtunaeftir buxnaskálm- inni, um leið og hann lyfti fætt inum, eins og hann ætlaði að sparka. En alt um þetta hafði Lola, dóttir Augelos., ekkii látið sjá sig, hvorki við kiitoju né á svölunum, síðan hún lofaðist manni frá Lioodiu, sem var öku- nxaður að embætti og átti fjóra asna á stalli. Þegar Turridu frétti þetta, langaði hann til að kverka þennan náuinga frá Lioodiu. Samt sem áður gerði hann honum ekk- ert, en skemti sér við að syngja allar þær skopvísur, æm hann tounni, undir glugganum hennar Lolu. — Hefír Turridu hennar Nunziíu ekkeit að gera? spurðu nágrann- arnir, — nema að syngja öllum kvöldum eihs og fugl á kvisti. Loksins stóð hann augliti til auglitis við Lolu. Hún kom frá kirkjunni, og þegar hún sá hanin, fölnaði hún hvorki né roðnaíá, eins og benni stæði alveg á sama um hann. — Það var mikið, að ég fékk að sjá þig, sagði hann. — Ó, Turridu! Mér var sagt, að þú hefðir komið heim múna um mánaðamótin. — Og ég hefi frétt margt, sagði hann. — Er það satt, að þú ætlir að eiga Alfio, ökumann? — Ef það er guðs vilji, sagði Lola og dró hyrnuna saman und- ir hökunni. — Þú gerir að guðs vilja með því að velja og hafna eins og þér þóknast. Og það var líka guðs vilji, að ég kom beim um óraveg t:l þess að heyra svona íkemt' legar fréttir, ungfrú Lola! Veslings pilturinn reyndi ©nn þá að sýnast rólegur, en rödd- n var orðin hás. Hann gekk á andan stúlkunni og vaggaði í Verga fœddist 1840 i Catania á Sikiley Merkustu verk hans eru sögur ár bænda- lífinu á Sikiley. Frœg- ust þeirra er Cavall- eria rusticana, og hefir Mascagni samið operu við söguna. Verga dó árið 1922. göngulagi, svo að skúfurinn á húíunni hans danzaÖi á öxlinni á honum. Það kom við stúlkuna, að sjá hann svona dapurlegan, en hún vildi ekki gefa honum ■neinar tálvonir. — Heyrðu, Turiridu, sagði hún að lokum. — Þú verður að lofa mér að ná hinum stúlkimum. Hvað heldurðu að fólkið segi, ef við sjáumst á gangi saman? — Það er satt, svanaði Turridu; — fyrst þú ætlar að eiga Atfio, sieiu á fjóra asna á stalli, þá dugir ekki að koma umtaii af stað. Móðdr mín, sem er fátæk koina, varð að selja einá asnanin okkar ásamt litla víngarðinum þarna við þjóðveginn, meðan ég gegndi herþjónustunni. Sá tími er liðinn, þegar Bertha spann, og þú manst ekki Jengur eftir því, þegar við töluðum saman í garðí- imlum, eða þegar þú gafst máf þennan vasaklút, áður en: ég lagði af stað. Guð einn befir talið þau tár, sem ég befí grátið í þennan klút, þegar ég varð að fara svo langt í burtu, að ég mundi ekki lengur nafnið á föðunlandi mí|nu. En hvað er að fást um það'. Vertu sæl, ungfrú Lola; við skui- um skilja að skiftum og binda enda á vináttu okkar. Lola og ökumaðurinn giftust; og næsta sunnudag á eftir sýn,di hún sig á svölunum. Hún hélt höndunum á brjóstinu, til þess að sýna stóra guHhringinn, sem maður hennar hafði gefið _ hennj. Turridu hélt áfram að reika um þröngt strætið með pípuna í munninum og hendurnar í vös- unum. Hann lét sem ektoert væri og þóttist ekki taka eftir stúlk- unum. En í raunirini sveið honum sáit að hugsa til þess, að maður Lolu átti svona mikið gull, og að Lola virtist ekki sjá hann, þegar hann gekk um götuna. — Ég hefði gaman af að taka hana frá honum fyrir augunum á honum, tautaði hann. Beint á móti húsi Alfios bjó herra Gola, vellauðugur vínyrkju- maður, að því er menn sögðu, og átti ógefna dóttur. Turridu liinti ekki látum fyr en herra Coia tók hann í þjónustu sína. Þá tók hann að láta líklega við dótturina og sló henni gullhamra með miklum fagurgala. — Hvers vegna segirðu ekki ö 11 þessi fallegu orð við frú Lolu? sagði Santa. —• Lola er orðin háttsiett frú. Frú Lola er gift einum af fyrih- mönnum bæjarins. — Ég býst við ,aö ég sé ekki þesis verð, að eiga fyrirmann. — Þú ert hundrað sinnum mieira verð en Lola. Og ég veit um eiinn, sem ekki mundi líta við frú Loiu eða húsdýrling hennar, ef þú værir nálægt, þvi að hún er ekki þiess verð, að leysa skó- þveng þinin. Það er hún sannart- lega ekki. — Þau eru súr, sagði lefurinn. Hann sagði: — En hvað þú ert elskuleg, litla nótintáta. — Ó! burt með hendurnar, Turridu. — Ertu hrædd um að ég ætli að borða þig? . — Nei; ég er ektoert hrædd við þig. — Móðir þín var frá Lioodiu; það vita allir. Það er heitt í þér blóðið. Ó! ég gæti gleypt þig upp til agna með augunum. — Gleyptu m'g þá upp til agna; en fyrst skaltu rétta mér þennan vönd. — tii vegna skyldi ég rétta þér ait húsið. — Hún fleygði í hann hrís- vendinum, sem hún hélt á, en hitti ekki einhverra orsaka vegna. — Ef ég væri ríkur, skyldi ég velja mér konu, sem væri alveg eiins og þú, Santa. — Ég ætla ekki að eiga fyrir- mann, eims og frú Lola; en ég fæ heimanmund, þegar skaparinn siendir mér þann rétta. — Við vitum, að þú ert ríto; já, við vitum það. — Ef þú veizt það, þá skaltu hætta þiessu þvaðri, því að faðir minn fer að koma, og ég vil ekki láta hann finna mig hér. Föður bennar var lítið gefið um þetta háttalag þeirra, en dótt- irin lét sem hún vissi það ekki, því skúfurinn á húfu skotliðans danzaði stöðugt fyrir augum hennar og gerði hana óstyrka. Þegar faðirinn hafði lekið Turridu á dyr, opnaði dóttirin gluggann og stóð og þvaðraðá við hann alt kvöldið, þangað til ökki var um annað talað í nágrerini'nu. — Ég geng af vitinu, sagði Turridu. Ég ligg andvaka og hefi enga matarlyst. — Ég trúi þvi ekki. — Ég vildi að ég væri sonur Victors Emanuels; þá . skyldi ég biðja þíu. — Ég trúi þvi ekki. — Guð sé oss næstur! Ég gæfí' borðað þig eiins og kökubita. — Ég trúi því ekki. — Það er mér eiður sær. — Ó! mamima min! Lola hlustaði kvöld eftár kvöld falin bak við angandi gluggablóm.. Fyrst varð hún föl, síðan r'oönaðá hún. Að lokum kallaði hún tit Tunúdu. — Hvemig stendur á því, Turridu, að gamlir kunningj- ar éru hættir að heilsast? — Ó, sagði Turridu, — sæli er sá ysem fær að beilsa þær. — Ef þig langar til að beilsa mér, þá veiztu hvar ég á heima. Tumidu kom að heilsa henni §.vo oft, að Santa tók eftir því og lokaði glugganum sínum fyrir augunum á honum. Nágrannam- ir bentu á hann og kýmdu, þegar hann var að spóka sig á götunni. í eimkeniniisbúningi skotliða. Maður Lolu var fjarverandi.. -Hann var á ferðajagi með asnana. sjna. „Á sunnudaginn ætla ég að skrifta, því að mig dneymdi svört Vinber í nótt, sagði Lola. — Bíddu við! bað Turridu. — Nei; þegar líður að páskum vill maðuriinn minn fá að vita, hvers vegna ég hefi ekki gengið til skrifta. — Það er nú svo, tautaði Santa,. dóttir hans Gola, meðan hún beið Rannsókn viðskiftamanna okkar hefir leitt í ljós, að ítölsku eplin, sem við seljum ódýrt, eru þau beztu. Bankastræti 6.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.