Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 20.10.1935, Side 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ
5
Ur að fylgja mér á járnbra'utar-
stöðina. Hann talaði mikið um
sjálfan sig og hann var mjög
beizlkur í skapi og hefnigjarn.
Kvöld nokkurt gengum við
gegnum sikemtigarð.
„Sko til,“ sagði hann. „Á þess-
um stað var ég nærri því orðinn
morðingi!“
„Morðingi!“
„Já, ég lifði í mikilli eymd. Fé-
lagi minn, sem var vanur að
hjálpa mér, hafði neyðst til að
fara frá Lausannc fyrir nokkrum
vikum. Annar félagi minn, sem
bjálpaði mér stöku sinnum, var
atvinnulaus. Ég fór til þriðja fé-
laga míns, til þess að biðja um
bjálp. Hann var nýgenginn út,
Þegar ég fcom. Ég örvænti. Ég
hljóp heimleiðis, blótandi, veikur
af hungri og skjálfandi. Alt í feinju
sá ég tvær rosknar konur. Ég
veitti því eftirtiekt, að þær voru
enskar. önnur þeirra oþnaði tösku
°g tók upp mat: brauð, egg og
ost. Ég réðist á konuna og tók
uf henni brauðið. Ef hún befði
veitt minstu mótspyrnu, hefði ég
drepið hana.“
Mussolini þagnaði. Hann fór að
hlægja á sérkennilegan hátt; allur
Kkaminn skalf.
„Heldurðu ekki að það hefði
verið betra, að ég hefði drepið
hana? Hvenær kemur tími hefnd-
minnar? Öll þessi snfkjudýr
verða að hverfa.“
Eftir eina af beimsóknum mín-
um til Mussolini fór ég til Genf,
dl þess að finna ritara jafnaðar-
mannafélagsins þar. Pietro Losio
var ósviikinn italskur sosialisti —
ákveðinn, gjafmildur og hug-
sjónamaður. Hann var skósmiður
°S hver sem vildi, gat fengið við-
gerð á skónum sfnum hjá honum,
an þess minst væri á borgun.
„Hallo, Angelica,“ hrópaði
kann. „Hvað kemur til ? — Lui-
sia!“ Það var konan hans.
„Komdu hingað Ög strjúktu rykið
af stólnum. Komdu svo með eitt-
hvað að borða og drékKa.“
„Hafðu ékki mikið fyrir mér,
félagi. Ég ætla aðeins að dvelja
Þjá þér fáeinar minútur."
„Fáeinar mínútur? Kenrurðu
hingað til Genf aðeins til að
^velja í nokkrar mínútur?“
„Ég kem frá Lausanne, þar sem
ég hefi verið að hjálpa flótta-
manninum Mussolini við vinnu
sin.“
„Er Mussolini farinn að vimna?
^0,ta verð ég að segja konunni
JT11nni. Ég er viss um að hún trúir
Því ekki.“
Losio lýsti því fyrir mér, hvern-
1§' Mussolini dag nokkurn befði
k'°mið heim til sín. Þetta var á
^nánudag, helgidag ítalskra skó-
ara, og Losio var að sjóða risotto
handa börnunum. Pilturinn, sem
stóð við dyrnar, var svo svangur,
að skóarinn gaf honum að borða
ásamt fjölskyldunni.
„En ég get ekki annað en verið
'tortrygginn í garð þessa Musso-
linis. Hann horfir aldrei á maun.
Hann er sérvitur og uppstökkur.
Konan mín ber minna traust til
hans en ég. Við fórum að ráðum
hennar og skutum saman og gáf-
um honum fyrir fæði á ódýrri
matsölustofu."
Ég gat skilið tilfinningar
Losio og konu hans. Mussolini
þjáðist mikið af hinu heilsufars-
lega og þjóðfélagslega vanmati
á sjálfum sér. Hann var fullur
haturs og öfundar, einkum á
f jölskyldu sinni, sem hann gerði
ábyrga að kringumstæðum sín-
um. Á síðari árum hefir hann
varpað frá sér öllum, sem hjálp-
uðu honum og lánuðu honum
fé. Hann var einkum hefnigjarn
með tilliti til þeirra.
Auk mín átti hann enga vini.
Hann vissi, að ég myndi aldrei
keppa við hann urn frægð eða
stöðu, heldur þvert á móti
reyndi að hjálpa honum. Ég
dró úr tortryggni hans og lækn-
aði vanmatstilfinningu hans
gagnvart sjálfum sér.
Ég reyndi að koma honum í
gott skap og láta hann fá
traust á sjálfum sér.
Gagnvart mér þurfti hann
ekkert að grímubúa sig. Hann
vissi, að ég reyndi að skilja á-
galla hans og veikleika, og hann
vissi líka, að ég þekkti hann of
vel til þess að verða fyrir von-
brigðum, þegar hann hafði
rangt við. Hann var hreinskil-
inn við mig, meir en við nokk-
urn annan.
Með okkur voru aldrei neinir
kærleikar. 1 mínum augum var
hann einn af þúsundum olboga-
barna þjóðfélagsins, sem ég
vildi reyna að hjálpa. Hann
sagði mér oft einkamál sín og
ég áleit það skyldu mína að
hlusta á hann og reyna að
hjálpa honum. En elnmitt vegna
þess, að ég áleit hann svo ó-
sjálfstæðan og háðan mér tal-
aði ég aldrei við hann um sjálfa
mig.
Að nokkrum tíma liðnum fór
Mussolini að skrifa smágreinar
fyrir ítalskt jafnaðarmanna-
blað, sem gefið var út í Sviss.
Greinamar voru um prestaand-
stöðu og hernaðarandstöðu.
Hann fór líka að halda fyrir-
lestra. Sakir þess að hann átti
ekki fyrir fæði, vildu félagarn-
ir borga honum 7 franka fyrir
hvern fyrirlestur.
Þetta var upphafið á sigur-
braut hans.
Hinn ungi Mussolini var mjög
hrifinn og skrifaði mér um vel-
gengni sína. Ég samgladdist
honum, en bað hann að vanda
meira fyrirlestra sína, sagði
honum, að hann væri of mdda-
legur í tali og yfirboroslegur.
Italskur prestur var sendur
til Sviss, til þess að reyna að
snúa ítölsku verkamönnunum
frá villu síns vegar. Það átti
að koma á opinberum kappræð-
um og átti Mussolini að mæta
klerki, en hann vildi ekki.
„Þið vitið, hve sniðugir þess-
ir prestar eru“, sagði hann við
félaga sína.
„Og þeir eru góðir ræðumenn.
Við skulum sjá til. Éf áheyrend-
ur verða flestir okkar menn,
skal ég gjarnan tala, en verði
meirihlutinn haldinn trúargrill-
um, tala ég ekki. Þið verðið að
koma snemma og setjast næst
ræðustólnum. Ef eitthvað kem-
ur fyrir verðið þið að hjálpa
mér“.
Þegar útséð var um það, að
meiri hiuti áheyrenda voru
sosialistar, ákvað Mussolini að
tala. Hann bað kunningja sinn
að lána sér úr. Síðan steig hann
í ræðustólinn, lagði úrið á borð-
ið og sagði við kennimanninn:
„Ég gef guði þínum 5 mínútna
frest. Ef hann hegnir mér ekki
innan fimm mínútna, verð ég
að álíta það sönnun þess, að
enginn guð sé til og að trúar-
brögðin séu stærsta svindlið, er
mannkynið hefir nokkru sinni
komist í kynni við.
Mussolini slapp við reiði guðs
og varð frægur maður.
Þegar konungurinn veitti
pólitískum flóttamönnum sakar-
uppgjöf, snéri Mussolini aftur
til Italíu. Sosialistarnir í fæð-
ingarborg hans, Romagna,
gerðu hann að ritara flokksins
þar og ritstjóra blaðsins
„Stéttabai»áttan“, sem kom út
vikulega.
Alþýðan var mjög reið gegn
stjórninni, sem var ao undirbúa
nýlendustríð í Tripolis. Sosial-
istarnir börðust gegn nýlendu-
stríðinu og bændur og verka-
menn fylktu sér til öflugrar
kröfugöngu gegn stríði. Stjórn-
in sjálf var mjög óróleg. Hún
óttaðist alþýðuna og óttaðist
mjög um lyktir stríðsins, þar
sem þeim var í fersku minni ó-
sigurinn við Adua árið 1896.
Æstustu fundirnir gegn stríði
voru haldnir í Romagna. Á ein-
um þessara funda tók til máls
ungur maður. Fólkið starði á
piltinn. Var þetta ekki sonur
hans Alessanders Mussolini,
járnsmiðs í Predappio, sem oft
hafði setið í fangelsi fyrir bylt-
ingaráf orm ?
Hvað sagði svo pilturinn?
Hann sagði:
„Hvers vegna eigum við að
eyða tímanum í handaupprétt-
ingar og pappírssamþyktir. Við
verðum að stöðva stríðið með
framkvæmdum, eu ekki með
orðum. Eigum við ekki einhvers-
staðar dynamit, til þess að
sprengja upp lestimar, sem eiga
að flytja hermennina? Getum
við ekki eyðilagt brýrnar, veg-
ina og járnbrautarteinana. Lát-
ið ekki hraðlestirnar flytja syni
ykkar á blóðvöll imperialist-
anna. Er ekki til nógu mikill
þrældómur í okkar eigin landi.
Er ekki ennþá til nóg af fólki,,
sém hvorki kann að lesa né
skrifa. Er ekki fullmikið af
fólki hér, sem deyr úr hungri
á götunum, eða í skemtigörðun-
um ? Hvernig eigum við að bæta
siðmenningu annara? Þið vitið,
hvað hin kapitalistiska stjóm.
gerir ykkur til hagsbóta.
Þúsundum verkamanna á að
fórna til þess að sefa nýlendu-
græðgi valdhafanna. Þetta er
föðurlandsást þeirra. Hvað kem-
ur okkur föðurlandsást við ?
Hvar er dirfska okkar?“
Þegar heimsstjrrjöldin braust
út árið 1914 bauð framkvæmda-
nefnd sosialistaflokksins ítalska
öllum fagfélögum að senda full-
trúa á fund, sem átti að halda
á skrifstofum „Avantis“
(„Áfram“, blað sosialista í
Milano). Á þeim fundi kom eng-
inn skoðanamunur fram. Ákveð-
in, byltingarsinnuð samþykt
gegn stríði var gerð á fundin-
um.
Mussolini var þá, eins og ég,
í ritstjórn „Avantis“. Honum
fanst samþyktin ekki nógu bylt-
ingasinnuð. Hann skrifaði rót-
tækar greinar gegn þeim, sem
vildu að Italía færi í stríðið með
bandamönnum. Hann vildi að
Italía yrði með Þjóðverjum ef
hún færi í stríðið á annað borð.
Ég minnist þess, að á flokks-
fundi einum greip félagi fram
í fyrir honum og sagði: „Við
erum ekki með eða á móti Þjóð-
verjum. Við erum alþjóðasinn-
ar.“
Blöð auðvaldsins, sem gefin
voru út fyrir fé bandamanna,
réðust á sosialista. Brátt kom
að því, að „Avanti“ var eina
blaðið, sem þorði að berjast
gegn stríði.
Um sama leyti kom auðvalds-
blað í Bologna með þá frétt, að
áhrifamaður í framkvæmda-
nefnd sosialistaflokksins hefði
sagt: „Verið ekki hræddir við
sosialistana. Þið getið verið
handvissir um það, að ef stjórn-
in ákveður að fara í stríðið með
bandamönnum, samþykkja þeir
það“.
Við, sem vorum meðlimir