Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.01.1936, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VÖRÐURINN.
Saga eftir GELLI.
IÖHREINU umhveiíi uppi í
Skólavörðuholti stendur einn
wflfeilúðlegur, risavaxinn víkingur.
Er sá steinrunninn. Hafa forlögin
ieða örlögin tylt undir hann nokkr-
um smálestum af amerísku grjóti,
en að neðan er að pví hlaðið ís-
liemzku grágrýti — hinn íslenzki
súmi pessa verks — og upp úr
moldinni, upp á milli grágrýtis-
steinanna, hefir svo vaxið kúgras.
Grjótið ameríska ier tilhöggvið
þannig, að það myndar eða á að
mynda skipsstafn — víkingurinn
á að standa í skipsstafni —, og
neðan til á því eru höggnar út
„funkis“-öldur.
Víkingurinn stígur hægri fæti
fram, skierpir sjónina og horfir
viestur yfir Ánanaust.
I vinstri hendi heldur hann á
méiiki Hvíta-Krists, krossmarkinu,
og heldur hann því að hjarta sér.
Eigi ier víkingur þiessi þó frið-
legur á að líta; hann er búinn
öllum hertýgjum.
Á höfði sér hefir hann hjálm.
Undan þie su leiða h ’fuðfati gægj-
ast ljósir, þykkir lokkar og falla
á herðar niður. Að framan nær
hjálmurinn niður í loðnar augna-
brúnirnar.
Alt ier andlitið víkingnum sæm-
andi, þótt eigi sé það frítt. Niefið
er stórt og að eins íbjúgt, í kring-
um munninn eru skarpir vikings-
drættir, hakan er hvöss og sterk-
leg sem grióthögg væri.
Hann er í brynju, og nær hún
niður á mið læri. Gyrtur breiðu
leðurbelti, en við það hangir sverð
í slíðrum, eigi all-lítið.
1 hægri hendi hefir hann exi
nneð löngu skafti; styður hann
sig fram á skaftið.
Er ekki nægileg-
ur tími eftir jé in
að láta taka mynd af sér,
með fjölskyldunni, þegar
allir eru í hátíðaskapi.
Ljósæpdiistofa
Stgurðar Guðmundssonar,
Lækjargötu 2.
Sími 1980.
Heima 4980.
Utan yfir brynjunni er hann í
skikkju, sem fest er með böndum
á bningunni, flaksar skikkjan fyrir
vindi, og sjást handleggir og allur
framhluti mannsins greinilega.
Eitt stingur mann hálf kulda-
\lega nú í frostinu og snjónum, en
það ier, að brynjan er „hálferma‘,‘j
líkt og nærskyrtur nú, sömuleiðis
ná buxurnar ekki nema niður á
mið læri, sést því greinilega hin
sterklega vöðvabygging hand-
leggja og fóta.
Á fótunum hefir hann leðurskú
og liggja lindar upp fótleggina,
að hnésbótum.
Aftan við fætur honum liggja
kaðalspottar, svo sem vera ber
|og vera á í skipsstafni.
Kóróna þessa verks er áletrun á
enska tungu á bakhlið ametíska
grjótsins.
Svo einfeenniiega brá við, þrátt
fyrir það, þótt víkingurinn væri
svo vopnum búinn, sem raun er á,
og þrátt fyrir merki Hvíta-Krists,
krossmarkið, að ýmsir borgarar
þiessa bæjar þóttust eiga eitt orð
vantalað við víkinginn steinrunna.
Eigi má álasa honum fyrir það,
þótt hann tæki ekki til vopna, því
að þiessir menn sóttu jafnan á að
óvörum og aftan frá. Það var
sem sé bakhlið ameríska grjótsins,
sú með áletruninni, sem fékk að
kienna á þiessum heimsóknum eða
árásum borgaranna.
Vel má vera, að gefandinn hafi
með fymefndri áletrun gefið
mömnum þessum fordæmið. Lfk-
legra þykir þó, að það hafi verið
ónáttúra mannanna sjálfra, sem
mestu hefir valdið um þetía.
En hvað um það, afleiðing þess-
ara heimsókna borgaranna til vík-
ingsins varð sú, að bæjarstjóm-
in rauk upp til handa og fóta»
og útvegaði víkingnum vörð.
Skyldi sá standa vörð um hinn
stemrunna víking og g?eta sóma
hans á alla lund.
Allur var vörður þessi smærri
vexti en víkingurinn, og eigi svo
vopnum búinn sem hann; hafði
einungis gönguprik í hendi sér.
Allur var og klæðnaður hans öðru
vísi og skjólbetri og friðvænlegri
á að líta. Undirstaða hans var
ekki eins vegleg og víkingsins,
að eins jarðföst grágrýtisklöpppin.
Söikum þess að ég bý í „fína“-
hverfinu suður þar, var styzta
leið heim til mín yfir Skólavörðu-
holtið, fram hjá þeim, víkingn-
um og verðinum. Ég komst því
ekki hjá því að veita þeim at-
hygli.
£g tók að gefa mig á tal við
vörðinn, en hann var fáskiftinn
og fátalaður eins og embættis-
manni sæmir. Þó fór svo að lok-
um, að við urðum roestu mátar
eða vel tal-kunnugir.
Láðugast var málbein hans, ef
talið barst að embættisrtíkstrin-
um. Hann virtist hafa mikla
skemtun af að tala við enskia|
heiðursmenn, sem fcomu til hans
og spurðu hann, hvort Geysir,
Gullfoss og Hekla væm ekki
þama á bak við, og þeir bentu
á Öskjuhlíðina, og þeir virtust
verða alveg grallaralausir, þegai
hann tjáði þeim, að ekkert þess-
ara náttúrufyrirbrigða væri í
minna en 100 km. fjarlægð. Eða
þiegar Norðmenn og Svíar voru
að leita að Sundlaugunum og
Þvottalaugunum hér upp'i í Skóla-
vörðuhpltinu.
En þó átti hann það til, að tala,
um annað og veigaminna efni.
Eitt sinn, þegar sá gállinn var á
honum, sagði hann mér smá*-
skrýtið æfintýri, sem gerðist í
rökkri kveldvaktarinnar. En vegna
þess, að ég er bundinn trúnaðar-
heiti, verð ég að biðja þig að
þegja yfir þessu, þó að ég endiur-
segi þér það í trúnaði.
— Ég hafði veitt því athygli
— byrjaði vörðurinn —, að á-
kveðin kvöld um ellefuleytið kom
hér upp í holtið kvenmaður um
fertugt, og gekk hún rakleitt að
bekknum hér fyrir ofan og settist
þar. Venjulega liðu fáar mínútur,
þar til hinum megin úr holtinu,
þ. ie. frá Barónsstígnum, kom karl-
maður, gekk hann einnig að
bekknum og settist þar. Það vom
smellimir af kossum þeirra, sem
vöktu athygli mina á þeim. Um
tólf-leytið slitu þau venjulega
ástafundinum, og fór þá hvort
sina leið.
Ég sá hana greinilega, þar sem
Iég stóð í sikugganum norðan við
styttuna, því birta rafljóssins frá
götuljóskjerinu skein í andlit
henni. Ég sá að það var frú X.,
kona V. kaupmanns. „Hann“ sá
ég aldnei, því að hann fór í hin(a
áttina.
Svo var það í dumbungnum á
dögunum. Það var þeirra kvöld.
»
Ég hafði ásett mér að gera þeim
gnilkk. Um ellefu-leytið var hún,
eins og venjulega, sest á bekkinn
og beið hans. — Eins og ég
sagði þér áðan, var dumbungur
þetta kvöld, ekkert tungl sjáan-
legt og því siður stjömur. Það
var því óvenju dimt yfir bekkn-
um.
Ég læddist niður í gryfjuna
austan við bekkinn, gekk síðan
ralkleitt í áttina að bekknum. Hún
sat þar grafkyr og leit hvorki
til hægri né vinstri. Ég settist á
bekkinn; hún virtist ekkert hafa
við það að athuga, heldur star-
blindi eftir sem áður á rennandi
blauta jörðina við fætur sér. Ég
þorði ekki að segja neitt, hélt að
málrómur minn kæmi upp um
svikin. — Ekki bólaði neitt á
„honum“. — Ágætt fyrir áform
■mitt.
Ég færðj mig nær benni og beið
þess að hún ávarpaði mig. En
henni virtist ekkert liggja á jiví.
Mikil dæmalaus perla var pessi
kvenmaður. Það var einmitt
svona kona, sem mig hefir alt
af verið að dreyma um. Kerlingin
mín þagnaði aldnei, þegar ég var
heima.
Það hefir nú alt af verið mín
veika hlið í lífinu, að mig hefir
skort langlundargeð, og eins vár
Jjað í þetta sinn. Ég gat ekki beð-
ið eftir því, að konan ávarpaði
mig, heldur snaraði ég handleggn-
um Utan um mitti hennar og rak
að henni nembingskoss, beint á
rósrauðar varirnar, — — en ein-
jmitt í því kastar bíll ljósum siln-
um á bekkinn. — að eins augna-
blik, — það skein í andlit henni
fen í hnakka mér, — — og mér
til mikillar skelfingar sá ég þá,
að það var ekki frú X., sem ég
hafði faðmað og kyst. Ég hafðí
farið daga vilt. — — Áður én
konan vissi af, var ég þotinn út
í myikrið, horfinn henni að eilífu,
og vörðurinn var kominn á sinn
stað aftur.
Ég var dálítið órólegur þetta
dumbungskvöld; ekki svo að
skilja, að ég hafi veriö að hugsial
iii!ni:ii!:iíiii!i!iiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiii;:niiiiiiiiiiiii
IAlþýönbrauðgerðÍn,
Laugavegi 61. Simi 1606.
Seljum okkar viðurkendu
brauð og kökur með sama
lága verðinu:
Rúgbrauð á 40 aura,
Normalbrauð á 40 aura,
Franskbrauð heil á 40 aura,
—hálf á 20 aura,
Súrbrauð hedl á 30 aura,
—hálf á 15 aura,
Vínarbrauð á 10 aura.
1 Kökur alls konar, rjómi og
1 is. Sendum um allan bæ.
i Pantíð f síma 1606.
ÍBrauðgerðarhús:
Reykjavík, Hafnar-
1 firði, Keflavík.