Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.02.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.02.1936, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Er Hauptmann sekur eða ekki sekur ? EIM manni, sem aðeins hef- ir vitneskju sína um hvarf barns Lindberghs ofursta vor- ið 1932 úr fréttaskeytum blað- anna, mun ekki veitast létt að mynda sér skoðun á því, hvort Bruno Hauptmann sé í raun og veru sekur um bamsránið, með- sekur eða jafnvel saklaus með öllu. Nú, eftir að búið er að dæma hann til dauða í raf- magnsstólnum, ætti að vera kominn tími til þess að safna saman í eina heild öllum þeim sönnunargögnum, sem ákæru- valdið hefir komið fram með gegn honum. EINS og kunnugt er skeði bamsránið 1. marz 1932 að kvöldi dags milli kl. 8 og 10. Um kl. 8 fóru móðirin og bams- fóstran, Betty Gow, með bamið til svefns upp á aðra hæð á landsetri Lindberghs. Frá kl, 8 var bamið einsamalt í svefn- herberginu. Gluggamir voru lokaðir. Lindbergh, frúin og þjónustufólkið er alt á neðri hæðinni. Um kl. 9 heyrir Lind- bergh, sem þá er staddur í dag- setustofunni, eitthvert glamur uppi á annari hæð, en gefur því engan gaum. Þegar Betty Gow gengur upp um tíuleytið, til þess að gæta að barninu, kemur í ljós að það er horfið. Gluggi í barna- herberginu er opinn. Á góifinu milli gluggans og rúmsins sjást forarblettir og í gluggakistunni er bréfmiði, sem skrifað er á stórum og klunnalegum bók- stöfum: — Lindbergh ofursti! Öttist eigi um barn yðar, drengnum verður ekkert mein gert. Við viljum fá 50,000 dollara í lausn- argjald. Þér fáið fregnir frá okkur innan 4 daga. Auk þess voru á miðanum ýms einkenn- andi tákn. Lindbergh gerði lögreglunni þegar aðvart, og um nóttina finst brotinn stigi í 60—70 feta f jarlægð frá landsetrinu. Neðan við gluggann fimdust nokkur spor í leirnum. Fingraför fund- ust aftur á móti ekki. Um kl. 9 hafði vegfarandi einn séð bíl koma akandi og stefna að land- setri Lindberghs, sem var mjög afskekt. Skömmu síðar sá hann bílinn koma aftur og hverfa út í myrkrið. Annars finnur lög- reglan ekkert, sem leitt gæti til þess að glæpamaðurinn eða glæpamennirnir finnist. Lögreglan gerði sig strax seka um óheyrilega glópsku, — þá, að gera alt uppskátt um glæpinn. Oft er það svo að blöð- in eru besta hjálpargagn lög- reglunnar til þess að Ijósta upp glæpum. En stundum aftur á móti getur verið óheppilegt að birta, glæpamál, og þannig var um barnsránið. Því hvernig áttu barnsræningjarnir að ná sam- bandi við Lindbergh, svo lengi sem allir Ameríkumenn töluðu ekki um annað en barnsránið? Glæpamennirnir urðu að gera svo vel og fara huldu höfði fyrst um sinn. Svo fóru Lind- bergh að berast fleiri bréf, en hvergi var áltveðið Iivar eða hvenær lausnarféð ætti að greið- ast, og þrátt fyrir ýtrustu eft- irgrenslan iögreglunnar stóðu máhn í stað. 12. maí 1932 — 72 dögum eft- ir ránið finst lík barnsin3 á land- areign Lindberghs um 5 enskar rnilur frá landsetrinu. Líkið finst í skógi og er orðið svo upp- LINDBERGH. leyst, að það hefir sýnilega legið þar í minnsta kosti tvo mánuði, jafnvel síðan barninu var rænt, því að hafður hefir verið svo sterkur vörður um landssetrið, að nærri því er loku fyrir það skotið að hægt hefði verið að koma líkinu aftur inn á landar- eignina. Alt mælir með því, að stiginn hafi brotnað, þegar rán- ið var framið og orðið barninu að bana. A höfuðkúpunni finst um 1 y2 þumlungs löng sprunga, sem. auðvitað getur líka verið eftir högg greitt með vilja. Ráðstefnan í kirkju- garðinum. EN áður en lík barnsins fanst hafði manni nokkr- FRO LINDBERGH ineð son sinn. um., dr. Condon kennara, tekist að komast í samband við bams- ræningjana, án þess nokkur vissi. I lítið lesnu blaði hafði hann birt auglýsingu þess efnis, að hann byðist til þess að vera milligöngumaður milli Lind- berghs og barnsræningjans. Hann hefir fengið bréf með sömu táknum og bréfið, sem fanst í glugganum á lands- setri Lindberghs, þar sem til- kynt er, að gengið sé að því, að dr. Condon sé milligöngumaður í samningunum við Lindbergh. Hann fær tilkynningu um það, að hann skuli auglýsa í „New York American" þegar lausnar- féð sé fyrir hendi. Lindbergh fær sömuleiðis bréf, þar sem honum er skýrt frá því, að dr. Condon sé samþyktur sem milli- göngumaður. Þar er líka tilkynt, hvernig lausnarféð skuli vera um búið, og hvar barnsins megi leita, þegar lausnarféð sé borg- að. Mörg bréf fara nú á milli og að lokum er ákveðið, að dr. Condon og bréfritarinn hittist í Woodlown kirkjugarði, þar sem dr. Condon og bréfritarinn semja í heilan klukkutíma. — Bréfritarinn sannfærir Condon um að hann sé barnsræninginn með því að fá honum í hendur náttföt barnsins. Þeim kemur saman um það að mætast aftur seinna og á þá að borga lausn- arféð. 2. apríl 1932 borgar svo dr. Condon þessa 50,000 dollara og hitti hann þá bréfritarann í St. Raymond kirkjugarð. 35,000 dollarar voru borgaðir í seðlum og voru númer þeirra skráð. Það voru þessir seðlar, sem komu upp um Hauptmann. 19. september 1934. um 2y2 ári eftir bamsránið voru við benzíngeymi borgaðir út aB- margir af þessum seðlum, og leiddi það til handtöku Haupt- manns. Merkasta sönnunar- gagnið. ÖNNUNARGÖGN þau, sem færð voru fram í réttmuna gegn Hauptmann voru mörg og merkileg. Merkasta sönnunargagnið það, að í veggjunum í íbúð Hauptmanns fundust faldir eigi færri en 14 þúsund og 600 doll- arar af lausnarfénu. Skór Hauptmanns vom mátulegir í sporin í leirnum fyrir neðau glugga bamaherbergisins. D*. Condon, sem samdi kl.st. við móttakanda lausnarf jársins 1 Woodlawn-kirkjugarði, þekJrh Hauptmann þegar í stað, þann mann. Frá barnaræningjunum höfðu komið alls 14 bréf, sem öll vorú merkt eins. Meðan á réttarhölð- unum stóð gáfu eigi færri en & rithandarsérfræðingar þá yfir' lýsingu, að ritari þessara bréfa væri enginn annar en Haupt- mann, enda þótt þessi 14 bréf væru skrifuð með mjög breyttn hönd gat aðal-rithandarsérfraeð- ingurinn í 2 tíma fyrirlestri sýnt fram á fjölda einkenna því til sönnunar, að Hauptmann vaerJ höfundurinn. Það hafði mikil áhrif fyrú' réttinum, að lögreglan lóf Hauptmann skrifa upp bréfið og las honum það fyrir. í endur- skrift Hauptmanns komu fyrÚ sömu stafvillumar, og 1 bréfi hins nafnlausa höfundar. (,,Signature“ skrifað „singna* ture“, „ignore“ skrifað „ingnore „anything“ skrifað „anyding' r „the“ skrifað „hte“, „our“r skrifað „ouer“ o. s. frv.). Marg- BETTY COW

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.