Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.02.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.02.1936, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Ekki fyrr GIl tim SGÍnðn. Eftir Sveinbjörn Sumarliðason. FYRIR mörgum, mörgum árum, rakst ég á dálítið dularfulla og einkennilega smá- sögu, sem hafði borist inn á heimili mitt með einhverjum farandsalanum. Ég man því miður ekki eftir nafninu á þess- ari sögu, því svo er mál með vexti, að hún týndist rétt eftir að ég var búinn að lesa hana. Ég hefi leitað í öllum skúff- um og skápum, sem fyrirfinn- ast á heimili mínu, en án árang- urs. Bezt gæti ég trúað því, að krakkamir hafi rifið hana, er þau voru oflítil til að kunna að lesa, eða þá að konan mín hafi lánað hana einhverjum kunn- ingja sínum. Hún á svo hræði- lega marga kunningja, en sú saga verður vonandi aldrei skrifuð. Að minsta kosti ekki af mér. Eins og ég hefi þegar tekið fram, þá fjallaði þessi gamla saga um einkennilegan atburð, meira að segja mjög drama- tískan. Höfundur hennar, sem ég þekki ekki, byrjar að segja frá því, að margt hafi gerst um dimma óveðursnótt. Afi hans t. d. var einu sinni á nætur- ferðalagi. Hann gekk fram af háum hamri og dó í þeirri ferð. Bróðir hans hrökk einu sinni upp úr fasta svefni bara til að deyja. Læknirinn sagði, að hjartað hefði bilað. Og hann sjálfur, höfundurinn, sá fyrst heimsins ljós um dimma nótt. Amma gamla sagði honum, rétt áður en hún dó, að þá nótt, er hann hefði fæðst, hefðu heyrst þung og óskeikul fótatök frammi í göngunum. Hún bætti því við, svona eins og til út- skýringar, að það hafi verið dauðinn. Hann hafi viljað líta á hann, blessað nýfædda bam- ið. Svo byrjar höfundurinn söguna, að mig minnir á því, að láta pilt og stúlku sitja saman á grasbekk, hlið við hlið, eins og tvö svöng börn, sem búin eru að ganga lengi, og taka þá fyrst upp nestisbitann sinn, til þess að borða. Maður fær strax að heyra, að þetta eru elskend- ur. Þau höfðu fyrst séð hvort annað á danzleik fyrir nokkr- um dögum, og nú sátu þau þama saman og kölluðu hvort annað gælunöfnum. Annars höfðu þau bæði verið skírð fyrir langa löngu. Já, í nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Hét hann Hrafn og hún Svan- hvít, og höfundinum fanst víst ekkert út á þetta að setja, því að hann lét þau halda þessum nöfnum gegnum alla söguna. Annars var saga Svanhvítar hvorki löng né viðburðarík, því að hún fyrirfór sér, þegar hún var, að mig minnir, tæplega tuttugu og tveggja ára gömul. Höfundurinn segir í sögunni, að hún hafi drakkið í sig dauð- ann, með móðurmjólkinni. Hún hafi verið eins og móðir hennar, veik fyrir bæði meðlæti og mót- læti, og svo hafi skaparinn bætt gráu ofan á svart, með því að láta hana bæði verða þunglynda og draumlynda í eðli sínu. Ann- ars segir höfundurinn, að aðal- orsök fyrir dauða hennar hafi verið sú, að Hrafn hafi reynst henni ótrúr og marklaus í til- hugalífinu. Meira að segja lýsir hann því yfir við Svanhvíti, að hann sé í þann veginn að ganga í heilagt hjónaband með ein- hverri Ólöfu, ég man því miður ekki hvers dóttur. Síðan lýsir höfundurinn all- nákvæmlega síðustu nóttinni hennar Svanhvítar. Síðustu og dimmustu nóttinni hennar hér á jörðu. „Svanhvít flýtti sér niður að sjónum. Það var engu líkara, en að henni lægi lífið á, að deyja sem fyrst. Hún nærri því hljóp eftir götunni. Enginn maður sást. Enginn átti samleið með henni Svanhvíti, þessa nótt. Sváfu nú annars allir? Jú, auð- vitað. Enginn mannsaugu mundu þola, að sjá slíka nótt sem þessa. Þau myndu brenna í hel af sorg. Æ! hvað alt var sárt, sárt og autt, eins og þögn- in í litla herberginu, eftir síð- asta andvarpið, sem steig upp frá sóttheitu og örmagna brjósti mömmu hennar. Iss! iss! Átti hún að hrópa og gera öllum hverft við? Nei, það eina, sem hún myndi vinna við það, væri bara, að vera spurð höstum rómi, hvert hún væri eiginlega að fara. En það mátti enginn fá að vita. Enginn, það var leyndarmálið. Hennar eigið leyndarmál, sem ekki mátti komast upp fyrr en um seinan. Og nú stóð hún á bryggjuend- anum og horfði út í f jarskann, eins og maður, sem er í lífs- háska úti á sjó og reynir að sjá einhvers staðar til lands. Svo bærði hún varirnar, eins og hún ætti von á kossi og kast- aði sér fram af. Það heyrðist skvampandi hljóð, og sjórinn skaut upp smá-gáram, eins og hann kveinkaði sér. Svo varð alt blátt áfram og rólegt aftur, eins og ekkert hefði í skorist <« Eitthvað á þessa leið lýsir höfundurinn síðustu nóttinni liennar Svanhvítar hér á jörð, en svo heldur hann sögunni áfram með morgninum. Þá er sólin komin hátt upp á loft, og Hrafn og Ólöf eru að gifta sig, eftir öllum listarinnar reglum. Þau era bæði innilega ham- ingjusöm, og vita víst ekkert um líkið, sem liggur í skjóli við stóran og þarablautan fjöra- stein. Nei, höfundurinn gefur í skyn, að þau viti yfirleitt mjög lítið. Enda er sjálfur brúðkaups- dagurinn þeirra ekki ennþá lið- inn. En hann líður . . . Og svo kemur nóttin. Ein af dimmu nóttunum í hinni gömlu og hálfgleymdu sögu, sem ég get hvergi fundið. Höfundurinn skrifaði ekki um venjulega brúðkaupsnótt ungra, hamingjusamra hjóna. Nei, öðru nær. Þessi gamla saga er eins og högg að næturlagi á hrim- aðan glugga. Eins og rödd úr myrkrinu, sem gerir það enn þá svartara og dularfyllra en áður. Klukkan var um tvöleytið, þegar Hrafn háttaði ofan í rúmið þeirra, hvítt og svalt. Brúðurin var eitthvað þreytt í höfðinu, og gekk út á svalir hússins, til þess að fá sér frískt loft, áður en að hún færi líka að hátta. Höfundurinn lýsir loft- inu þannig, að það hafi verið eins og rammasti draugagang- ur. Þykka, svarta skýjaflóka rak fyrir tunglið öðra hvora og það dimmdi og birti á víxl. Það var eins og svipbrigði á ein- hverju andliti, sem manni var ókunnugt og ógeðfelt. Já, og svo þetta atvik, sem höfundurinn lýsir: „Brúðurin stóð í svefnher- bergisdyrunum, og horfði með starandi augnaráði á hjóna- rúmið og Hrafn, sem beið þar eftir henni. Hún kom ekki upp nokkru orði. Átti hún að trúa þessu? Þessu hræðilegasta af öllu hræðilegu. I rúminu fyrir ofan Hrafn lá stúlka, á að gizka tuttugu og tveggja ára gömul, en það undarlega var það, að Hrafn virtist ekkert vita af þessari stúlku, og hann blygð- aðist sín meira að segja hreint ekki neitt. En það var ekki nm að villast. Stúlkan lá þarna fyr- ir ofan hann, hún sá það skýrt og greinilega. Hár hennar svart Og vott, skar svo vel úr við fölt andlitið og hvítan koddann. Brúðurin fann kaldan svita slá út um sig alla, þegar hún leit í augu þessarar ókunnu, óvel- komnu stúlku. Það var eitthvað í þeim, sem logaði svo vovei- lega .Var það blæðandi und? Hárbeitt, hamslaus ósk, til hamingju , og lífs, sem aldrei rætist? Ekki frekar en sumir draumar. Eða var það bara hatur? Hún skildi ekki þennan loga, þetta blóðuga myrkur í augum stúlkunnar, sem lá þama skýrt og skorinort í hennar stað. Og brúðurin fann alfc í einu undarleg áhrif fara í gegn um sig. Þau verkuðu eins og sár- ustu vonbrigði, eftir ákafa til- hlökkun, og fóra fyrir hjartað, eins og óhamingjusöm ást. Hún fann, að það dró úr henni allan mátt, og henni flaug leifturhratt 1 hug, hvort að dauðinn sjálfur væri nú að koma. Nú á sjálfa brúðkaupsnóttina í lífi hennar. Nei, hann mátti ekki koma nú. Ekki koma! . . . Ekki koma'. Og það greip hana alt í einu hamslaus, óstýrilát og blind hræðsla. Hræðsla við þessa ókunnu stúlku í rúminu- Hræðsla við dauðann og alt • • . . alt. Ó, hvað hún var ein, al- ein. Já, eina manneskjan á þess- ari jörð. Þetta var einna líkast þessum ofsafengna ótta, sem hún fekk stundum, þegar hún var lítil, og hljóp alein í myrkr- inu á undan sínum eigin fóta- tökum. En nú gat hún ekki hlaupið lengur. Hún starði augnablik, þöndum augum á ókunnu stúlkuna í rúminu, og hné svo með veiku andvarpi 1 ómegin á gólfið.“ Eitthvað á þessa leið, var lýS' ing höfundarins á þessum und- arlega atburði, og sagan segir. að Hrafn hafi aldrei getað sann- fært brúðina um sakleysi sitt> og að enginn, hvorki karl ne kona hafi verið í rúminu hj» sér þessa nótt. Þetta hafi bara hlotið að vera vitleysa, þreýta og syfja í augunum á henni> elskunni sinni, sem hann ákvað. En höfundur sögunnar lætur brúðina vera á annari skoðun. Hún segir það upp í opið geðið á Hrafni, að hann sé bæði fant- ur og flagari. Og að hann sjálf- ur, þetta tilfinngalausa kvikindi> setti sig bara út, til þess að leika sér að tilfinningum ann- ara, og alt án ábyrgðar. Já> höfundurinn lætur brúðina sannarlega halda sínu striki. En það strik endaði, því mið'

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.