Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 5
AfcÞÝÐUBLAÐIÐ s Útlagarnir frá Poker Flat NI. RIÐJI dagurinn rann upp. Sólin horfði yfir hinn hvít- tjaldaða dal og sá útlagana skifta á milli sín hinum smá- þverrandi matvælum; þeir þótt- ust vera að borða morgunverð. Það var eitt af því einkennilega við þetta fjallaloftslag, að það sendi vermandi geisla yfir vetr- arlandslagið, eins og með eftir- sjá og iðrun yfir því, sem liðið var. En það leiddi í ljós einn snjóskaflinn eftir annan, og Þá djúpa, alt í kringum kofann, — vonlausan, ómældan veg- lausan, hvítan sjó, sem lá fyrir ueðan hina klettóttu strönd, er útlagamir enn þá héldu sér í. 1 margra mílna fjarlægð í því endurfædda þorpi Poker Flat steig reykurinn til himins í taeru loftinu. Frú Shipton tók eftir því, og frá sínum afskekta °g óhagganlega grjóttindi slengdi hún seinustu bölbænun- um í þá átt. Þetta var seinasta tilraun hennar til lastmælgi og öiáske það hafi verið orsökin til þess, að það var töluverður kraftur í orðum hennar. Hún trúði Hertogafrúnni fyrir því, að sér liði betur eftir þetta. „Þú skalt bara ganga þarna upp og úölva. Vittu, hvort ég segi ekki satt.“ Þá tók hún sér fyrir hendur að skemta „baminu", eins og hún og Hertogafrúin kölluðu Piney. Piney var ekkert kænsni, en það var sefandi og trumleg hugmynd þeirra, að skýra það með þessu nafni, hvernig stóð á því, að Piney kolvaði ekki né var ósiðsöm. ^egar nóttin læddist í gegnum tjallaskörðin, heyrðust tónar harrnonikunnar, hækkandi og ^kkandi í skerandi snöggum tónum og langdregnum stunum, yið flöktandi bálið. En músik- úmi tókst ekki fullkomlega að l®kna þann tómleika, sem staf- ar af of litlum mat, svo að Piney fann upp á nýjum leik, að segja sögur. Með því, að hvorki Óakhurst eða hinir kven- félagar hans kærðu sig am að segja frá neinu úr sínu úi, þá hafði þessi uppástunga heldur ekki dugað, en Sakleys- lnginn bjargaði henni. Fyrir Q°kkrum mánuðum hafði hann af tilviljun rekist á eintak af Pýðingu Pope’s á kvæðum emers. Nú reyndi hann að Segja frá aðal-innihaldinu. Hann ^Undi vel, um hvað það var, eri hafði því sem næst gleymt orðalaginu í straum þeirra mál- lýsku, sem töluð var í Sandy Bar. Svo að hálfguðir Hómers gengu aftur á jörðinni, það sem eftir var kvöldsins. Grimmir Trjóumenn og slægir Grikkir börðust í vindinum, fururnar í hlíðinni virtust beygja sig af reiði yfir sonum Peleusar. Herra Óakhurst hlustaði með eftirtekt og ánægju. Sérstaldega langaði hann til að fá að vita um örlög „Öskuhæls", eins og Sakleysing- inn nefndi „hinn fóthvata Achilles“. AÞENNA HÁTT leið heil vika hjá útlögunum. Þeir höfðu lítinn mat, mikið af Hómer, og harmonikuna. Sólin yfirgaf þá aftur og snjónum kingdi niður yfir jöðina úr blá- gráum skýjunum. Með hverjum deginum sem leið var snjóhring- urinn í kringum þá þrengri, og að síðustu horfðu þau upp úr fangelsi sínu yfir óþægilega, hvíta, tuttugu feta háa skafla. Það reyndist erfiðara og erfið- ara, að ná í eldivið, jafnvel hin föllnu tré, sem lágu rétt hjá þeim, voru hálf ákafiísnjósköfl- um. Þó kvartaði enginn. Elsk- endurnir sneru hugum sínum frá hinum dapurlegu kringum- stæðum og horfðu hvort í ann- ars augu og voru hamingjusöm. Herra Óakhurst bjó sig róleg- ur undir ósigur í þessu spili, sem hann nú var að spila. Her- togafrúin var glaðari en nokkru sinn fyr og bar milda umhyggju fyrir Piney. Aðeins frú Shipton, — eittsinn sú harðasta af hópn- um, — virtist missa máttinn og tærast upp. Tíunda daginn, um miðnætti, kallaði hún á Óak- hurst að hlið sér. „Ég er að fara,“ sagði hún með veikri röddu. „Talaðu ekkert um það. Vektu ekki börnin. Taktu böggulinn undan höfði mínu og opnaðu hann.“ Óakhurst gerði sem hann var beðinn. I bögglin- um var matarskamtur frú Shipton frá seinustu viku, hún hafði ekkert smakkað á honum. „Gef þú baminu matinn,“ sagði hún og benti á hina sofandi Piney. „Þú hefir svelt þig,“ sagði fjárhættuspilarinn. „Svo er það kallað,“ sagði konan nöldurslega, svo sneri hún and- litinu til veggjar og tók síðasta andvarpið. Harmónikan og lófaspilið vom lögð til hliðar þann dag og Hómer gleymdist. Þegar búið var að grafa líkama frú Shipton í snjóinn, tók Óakhurst sakleys- ingjann afsíðis, og sýndi honum snjóskó, sem hann hafði búið til úr gömlum klyfsöðli. „Það er ein veik yon, um að hægt sé að bjarga henni,“ sagði hann og benti á Piney, „en þá verður þú að fara þangað," bætti hann við og benti í áttina til Poker Flat. „Ef þú kemst þangað á tveim- ur dögum þá er henni borgið.“ En þú?“ spurði Tom Simson. „Ég verð hér,“ var hið stutta svar. Elskendurnir skildu með löngu faðmlagi. „Þú ert þó ekki að fara líka,“ sagði Hertogafrúin þegar hún sá Óakhurst gera sig líklegan til að verða samferða. „Ég ætla að- eins niður í skarðið,“ sagði Óak- hurst. Hann sneri sér snögg- lega við og kysti Hertogafrúna og skildi hana eftir með blóð- rjótt andlit og hverja taug titrandi. Nóttin kom, en ekki herra Óakhurst. Það var hvassviðri og fennti talsvert. Þegar Hertoga- frúin fór að bæta viði á bálið, þá sá hún að einhver hafði komið með eldivið, sem duga mundi í nokkra daga. Tárin hrundu úr augum hennar, en hún lét Piney ekki sjá það. Konunum varð ekki svefnsamt. Þegar þær horfðu hvor á aðra morguninn eftir, lásu þær örlög sín. Hvor- ug þeirra mælti orð frá munni, en Piney, sem fanst hún vera sú sterkari, færði sig nær og vafði Hertogafrúna örmum. I þessum stellingum voru þær það, sem eftir var dagsins. Þá nótt komst stormurinn í al- gleyming, rauf í sundur hrísl- urnar sem skýldu þeim og braust inn í kofann. Undir morguninn hættu þær að geta bætt á eldinn, svo haxm kulnaði hægt og hægt út. Þegar glæð- urnar voru að verða svartar, skreið Hertogafrúin nær Piney, og rauf margra stunda þögn: „Piney, getur þú beðið?“ „Nei, góða,“ sagði Piney, blátt áfram. Hertogafrúnni fanst sér létta þó að hún vissi ekki hvers vegna, hún hallaði höfðinu á öxl Piney og sagði ekki fleira. Þannig hölluðust þær aftur á bak og jómfrúbrjóst þeirrar hreinni og saklausari varð koddi hinnar syndugri systur. Þannig sofn- uðu þær. Stormurinn var orðinn að hægri golu, eins og hann væri hræddur um að vekja þær. Snjó- flyksur hristust af greinum furutrjánna og svifu eins og vængjaðir fuglar í kringum þær, þar sem þær sváfu. Máninn gægðist gegnum glufu á skýi og sá staðinn, sem fólk hafði einu sinni dvalið á. En öll mannleg vegsummerki, öll spor jarð- neskra erfiðleika, voru falin tmdir hinni óflekkuðu skikkju, sem af miskunsemi hafði verið fleygt niður, ofan af hæðum. Þær sváfu allan þann dag og þann næsta. Ekki rumskuðu þær heldur, þegar raddir og fótatak rufu þögnina, né heldur þegar vorkunnsamir fingur struku snjóinn frá bleikum and- litunum, og af því sami friður virtist hvíla yfir beggja ásjón- um, þá hefði verið erfitt að segja, hvor þeirra var sú, sem hafði syndgað. Jafnvel lögin í Poker Flat viðurkendu þetta og héldu á brott, þær voru skildar eftir og hvíldu enn hvor í ann- arar örmum. En rétt þar, sem gengið er upp í skarðið, á einu stærsta furutrénu, fundu þeir laufa- tvist negldann í börkinn með slíðurhníf. Á tvistinum stóð þetta skrifað með styrkri hendi: f Undir þessu tré liggur líkami Johns Óakhurst, sem óheppnin hitti þann 23. nóvember 1850 og gerði upp reikninga sína þann 7. desember 1850. Undir snjónum lá nú sá, stirðnaður og kaldur, með trjá- bol við hlið og kúlu í hjartanu, sem hafði verið hvort tveggja í senn, sá sterkasti og veikasti af útlögunum frá Poker Flat. Sigurður Haralz. þýddi. Heppni. — Hún gerði mig eignalaus- an á hálfu ári. — Og mig gerði hún vitlaus- an á mánuði. — Þú slappst nú betur samt. Það er atvinna líka. 26 enskir fræðimenn lifa á því að leita uppi prentvillur og fræðilegar villur í lexikonum, sem á að endurprenta í Eng- landi.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.