Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 29.03.1936, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIB ¦ .<r. ASÍ 9. iyrSI£l iarrymi. EftirBöðvarfráHnifsdal. 1, STRANDFERÐASKIPIÐ rendi ínn lognsléttan fjörðinn. Það átti að koma við í þessu smá- þorpi og afferma nokkrar smá- liestir af síldarmjöli, sem áttu að bjarga bústofni bændann|a| í [sVeit- nnum þar nærlendis, ef guð og gaddurian dygðu efcki. Annars hafði skipið fleira en síldarmjöl innanborðs, t, d. síld- arkaupmenn og brennivín, þ. e. • B. s. brennivínið höfðu síldar- kaupmennirnir sjálfir innanborðs, ,og, héldu stöðugt áfram að lesta. .Lestar skipsins voru fullar af fólki, sem var á leið heim til sín úr sumaratvinnunni, því að skip- ið kom frá Siglufirði á leið til Reykjavíkur og út. Annað far- rými var líka fult af farþegum — og fyrsta farrými auðvitað blindfult. Og á fyrsta farrými gerist sag- an, að minsta kosti byrjar hún þar og endar. Hún byrjar með pví að skipið varpar akkerum og blæs. Blástur eimpípunnar bergmálar í fjöllunum í ikring. Hundarnir í porpinu halda, að dómsdagur sé í nánd og taka undir lúðurhljóm- inn með spangóli, og hanar þess sama þorps gefa tvöfalt „d" í svona ómúsíkalskt öskur og stein- En karlarnir í þorpinu róa fram á stórum bátum til þess að sækja síldarmjölið, sem auglýst hefir verið í útvarpi og blöðum sem hið eina og rétta bjargráð bænd- anna. NiO'kkrir þorpsbúar koma líka róandi á smákænum fram að skipinu. Þeir flytja farpegana í land fyrir 50 aura og um borð aftur fyrir aðra 50. — — Ung stúlka af fyrsta far- rými hafði stigið niður í einn bátinn. Ræðarinn var í þamrt veg- inn að leggja frá, en pá snar- aðist maður nokkur niður stig- ann og stöfck út í bátinn. — Það er bezt pér flytjið mig í land lífca, sagði hann og fleygði tveimur 25-eyringum í ræðarann. Ræð£iinn stakk peningunum í vasa sinn og mændi upp á pil- jfarið í von um fleiri 25-ieyringa, en annaðhvort var fólkið, sem jætlaði í land, fcomið í hina bát- ana, eða það var ekki tilbúið. — Nei, það tooma víst ekki fleiri, tautaði ræðarinn ólundar- lega og ýtti frá. Hann réri upp að dálítilli bryggju og þar stigu larþegar hans á land. Á leiðinni í bátnum höfðu þau lalast við nofckur orð um veðrið og burtfarartima skipsins. Þau höfðu lika kynt sig hvort fyrir öðru. Hún kvaðst heita Guðrún Magnúsdóttir. Hann hét Einar Ól- afsson. Hvorugt sagði meira en nöfnin ein, og hvorugt spurði að meiru. 2. I^TÚ stóðu pau parna á bryggj- •'•^ unni og litu í kring um sig, hvort ekki sæjust fleiri af far- þegum skipsins, sem hefðu farið í land á undan peim, en enginn sást — Jæja, fröken! Ættum við ekki að ganga eitthvað upp í bæínn, úr pví að við höfum fast land undir fótum? sagði Einar. Guðrún sneri höfðinu hægt í áttina til hans, hallaði dálítið und- ir flatt og skakkskaut til hans þeim augum, er virtust minna hann á, að 3/ þau hreyfðu sig eitt hænufet af bryggjunni, þá væri það einungis fyrir hennar náð og miskunn. En svo vel sem hún skaut til þiarksins í þeim tilgangi að auð- mýkja herrann í hófi, geigaði skotið, því að hann virtist ekkert taka eftir því. Hann starði annars hugar út á sjóinn, á meðan hanin talaði, rétt eins og honum stæði hjartanlega á sama, hvort hún hreyfði sig úr sporunum eða ekki. — Já, svaraði hún. — Við skul- um ganga upp í þorpið og vita, hvað við sjáum. Og þau gengu upp í þorpið. En þar var harla lítið um að vera. Þorpsbúár höfðu flestir gengið niður að vöruhúsum kaup- félagsins, þar sem síldarm]*ölinu var slkipað á land. Krakkarnir höfðu líika hópast pangað. Þau léku sér í fjörunni og horfðu á stóra skipið, því að slíka farkosti bar ekki þar að landi dags dag- lega. Þessi eina gata, ef götu skyldi kalla, sem lá í gegn um þorpið, var því auð og yfirgefin, nema hvað nokkrar geitur löbb- uðu þar um í hægðum sínum. — Hér er friðsælt og rólegt, sagði Guðrún. — Já, svaraði Einar, — að und- antefcnu garginu í hænsnunum, hávaðanum í krökkunum, hunda- spangólinu — og svo þessum geitum, sem virðast spretta upp úr jörðinni við hvern kofa. Hún leit ásakandi "á hann. — Svona eru þessir karlmenn, hugs- aði hún, — þeir geta aldrei kom- ið auga á neitt annað en það, sem er áþreifanlegt. — Nei, en það er sennilega rólegt þarna út með sjónum, hélt Einar áfram, og benti á fjárgötu, sem lá út með fjörunni. Þangað gengu þau. Samtalið var létt og fjörugt. svona mátulega háfleygt, svo að þau gátu bæði hugsað um alt annað, á meðan þau töluðu. Eftir nokkra stund voru þau feomin í hvarf við þorpið. Stuðla- bergsklettar gengu parna í sjó fram, og inn á milli þeirra grös- ugar lautir og smáhvammar. Þau settust niður í einum þessara hvamma. — Sígarettu? sagði Einar og rétti henni opið hylkið. — Takk! Hún tófc einn vindling og stakk enda hans inn á milli rauðlitaðra varanna. Hann gaf henni eld og kveikti því næst í sínum vindlingi með sömu eldspýýtunni. Unga stúlkan hló. — Þér farið sparlega með eld- inn, sagði hún. — Ekki alt af, svaraði hann. — Ég notaði sömu eldspítuna fyrir okkur bæði til þess að minna yður á það — ja, svona til að fyrirbyggja allan misskilning — að við brennum; í einum og sama eldi — bæði. Guðrún l'yfti reyttum augna- brúnunum um hálfan sentimetra til merkis um, að hún skildi þetta efcki. — Jú, þér skiljið, hvað ég á við, sagði hann og greip um hönd hennar. Hún ikippti ekki að sér hend- inni, len leit brosandi á hann, og bros hennar var hvorttveggja í senn, ögrandi og háðslegt. — Væri yður ekki sama, þótt þér tækjuð heldur um hina hend- ina? sagði hún. Nú var það hann, sem ypti brúnum spyrjandi. — Jú; ég er nefnilega vön að 'halda á sígarettunni með þessari hendi, sem þér haldið um. Hann slepti undir eins. — Auðvitað verðið pér að hafa lausa hendina, svo að þér getið tefcið út úr yður sígarettuna, sagði hann, — því að annars ... Hann þagnaði skyndilega. — Annars hvað? sagði hún. — Ja, annars er ekki hægt að kyssa yður, til dæmis. Guðrún færði sig ögn f jær hon- um. — Er það þetta, sem þér er- uð að hugsa um ? sagði hún. — Næst segið þér senriilega, að þér elskið mig? — Þarf ekki, svaraði hann. — Þér vitið það. yg Ég veit bara það, sagði hún, — að ég hef aldrei séð yður fyr en í bátnum við skipe- hliðina, og þar af leiðandi þekki ég yður ekki neitt. — Hvað gerir það till $& hef heldur aldrei séð yður fy»» en samt þekki ég yður nóg —; að minsta kosti senn hvað líð- ur —. — Hvernig þá? — Ást við fyrstu sýn, svar- aði hann. — Ég gæti vitaskuld útmálað þessa ást fyrir yður í öllum regnbogans litum og lýst henni í hundrað gráðu heituitt orðum, en það yrði bara svo langt mál, að við mistum af skipinu. Hann þagnaði og leit á hana augum, sem virtust mæla og vega líkama hennar, alt fr^ grönnum, hávöxnum fótleggj- um og rétta boðleið upp * hvirfil, — þar sem hárið féll * ljósum bylgjum, já, meira a" segja gullbjörtum, fyrir guðs náð — eða einhverrar hár- greiðslustofunnar. Stúlkunni virtist þetta augna- ráð hans ekki meira en svo þægilegt. Hún f ærði sig enn f j#r og tók út úr sér vindlinginii. Hún opnaði munninn, eins o&, til þess að segja eitthvað, e"3 hann varð fyrri til. — Já, nú er það hægt, sagðí hann hlæjandi og brúaði bilið? sem var á milli þeirra. Á næsta augnabliki lágu þau í faðmlögum. Hann kysti han» og hún endurgalt kossa hans. — Ást við fyrstu sýn, hvísl- aði hann heitum rómi. — Ást! stundi hún. — Ást~ in er dásamleg. — — En, ó! Mér er svo heitt —-----Sólskin- ið er svo sterkt. Hann hló stuttum, slitróttum hlátri. — Maður á að klæða sig eft- ir veðrinu, þegar hægt er, sagði hann,— eins og til dæmis núna. -------------Og það var heitt þarna í hvamminum. Það var blæjalogn og klettarnir voru brennheitir á móti sólinni. Neðst í hvamminum, skammt frá flæðarmálinu, * dönsuðu nokkrir tugir af maðkaflugum í kringum helúldinn þorskhaus, — og eftir danzi þeirra og lát- bragði öllu að dæma, virtust sumar þeirra kannast mæta veJ við þetta, sem Einar hafði kall- að: „Ást við fyrstu sýn. — —~ En ofar í hvamminum, þar sem grasið óx, ilmandi og kjar- mikið, í skjóli klettanna, héld« Frh. á 8. síð*

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.