Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 07.06.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 07.06.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞfÐUBLAÐIÐ I s i g I £ n g u m : Við framandi strendur. Drottningin af Saba. — Borgin í gígnum. — Uppskrift að líkjör. — Svartar bylgjur. — Danslag. — Konan með gullna hárið, — Heitar nœtur, — Svarti hatturinn. — SCina- knœpgn. — »»Hollenska frúin««. Sjóferðasaga eftir Anton Jónsson 1_I V A Ð skyldu þeir vera margir, sem vita að drottn- ingin af Saba er engin önnur en hennar hátign Vilhelmína Hollandsdrottning ? Og þetta er engin fyndni. Saba, sem hér er átt við, er ein af minstu eyjun- um í Hollensku nýlendunum í Vestur-Indíum og jafnframt einhver merkilegasti staður í heiminum, Hún er ein af Ant- illaeyjunum og liggur þar milli tveggja eyja, Við norðurströnd Suður-Ameríku liggja aðrar þrjár eyjar og sú í miðið h'eitir Curacao. Litla eyjan, Saba, var gerð að hollenskri nýlendu fyrir 300 árum. Hún er ekki annað en kulnaður gígur, 2817 feta hár og 8 fermílur að ummáli. Á botni gígsins liggur borgin Bottom, sem þýðir „Botn“. Til borgarinnar verður ekki komist nema eftir þrepum, sem höggv- in hafa verið í bergið. Og á hverju haldið þið svo, að íbúarnir lifi? Ja, það er ótrú- legt og menn ■ álíta máske að Curacao hafi stigið mér til höf- uðsins. En íbúarnir lifa á skipa- smíðum. Beztu bátamir, sem til eru á þessum slóðum, eru bygð- ir inni í þessum gíg. Auðvitað er viðurinn aðfluttur. Þegar bát- amir em fullsmíðaðir era þeir látnir síga ofan á sjávarflötinn meðfram klettaveggnum. Fyrir sunnan Saba liggur Sankt Evstatine, önnur smáey með kulnuðum gígum. Þaðan er flutt út svonefnt Batatas. Það em rótarhnyðjur vefjuplöntu nokkurrar. Batatas er líka nefnt „sætar kartöflur“ og þyk- ir herramannsréttur um alla Ameríku. Af orðinu Batata er dregið spánska nafnið á kartöfl- um „Patata“ og á ensku „Potato“. Þriðja eyjan heitir Sankt Martin og hana eiga Hollend- ingar aðeins hálfa; hinn helm- inginn eiga Prakkar. Sankt Martin er eina eyjan í Vestur- Indíum, sem skift er á milli tveggja Evrópuþjóða. Á þessari eyju era súlumynduð fjöll, alt að 2000 fet á hæð. Borgin heit- ir Phillipsborg. Hinir innfæddu íbúar eru negrar og tala ensku. Þeir lifa á því að vinna salt úr sjónum. En þetta er aðeins hluti af hollenzku eyjunum. Hinar þrjár eyjarnar heita Bonaire, Aruba og Curacao og liggja skamt frá Venezuela. Bonaire er minst og er 335 ferkílómetrar að ummáli. Bonaire þýðir „gott loft“, en hvort fugladritið, sem mikið er af á þessari eyju, gefur „gott loft“ skal ég ekki ábyrgjast. Ibúamir eru um 6000 og eru flestir negrar. Annars er Bona-' ire ekkert sérstaklega merkileg eyja. Aftur á móti hefir Aruba, sem liggur 30 kílómetra frá strönd Venezuela, mikla þýð- ingu, síðan menn fundu olíulind- irnar í Venezuela, Á Aruba eru bygðar tvær olíuhreinsunar- stöðvar og eiga Ameríkumenn aðra en Hollendingar hina, og eru fastar skipaferðir frá eynni til Maracaibo í Venezuela. Á eynni er líka hótel, sem ber vott um mikla velmegun og heitir meira að segja Palace Hotel. X MIÐRI eynni eru lág f jöll, sem mynda þríhyming og er hæsti tindurinn aðeins 600 fet yfir sjávarmál. Mikið er af Guano á þessari eyju. En það sem gerir Aruba eftirtektar- verða er hvorki olía né fugla- drit, heldur íbúamir. Aruba er nefnilega eini staðurinn í hol- lenzku Vestur-Indíum, þar sem hægt er að finna hina uppruna- legu Caraib-Indiána, en það voru forfeður þeirra, sem bygðu þessar eyjar, þegar Golumbus fann þær. Þeir voru duglegir sjómenn og reru á sjóinn í ein- trjáningum. Ef til vill er það einhver arfgeng hneigð, sem kemur fram í hinum sérkenni- legu skipasmíðum inni í eld- f jallinu á Saba. Þegar Kolum- bus kom til Kuba, sá hann þessa Karaíba reykja tóbak, og þeir töluðu um mannát. Orðið „kannibal“, sem tekið hefir ver- ið upp í flest Evrópumál og þýð- ir mannæta, er afbökun Spán- verjanna á orðinu Karaibi. Síð- ar skrifaði Kolumbus til stjórn- arvaldanna á Spáni, að Karaibar væru elskulegustu menn í ver- öldinni — en það orð festist við þá, að þeir væru mannætur. Smám saman var þeim alger- lega útrýmt af aðkomumönnum — og í stað þeirra komu svartir þrælar, sem rænt hafði verið eða keyptir höfðu verið í Afríku. Svertingjarnir eru nú svo að segja önnur „upprunalega" þjóðin í Vestur-Indíum, og hreinir Indíanar eru þar enn þá sjaldséðari en hvítir menn. Á þýðingarmestu eyjunni, Cura- gao, eru þessir þrír kynflokkar allir mjög blandaðir. FÆSTIR vita að Curacao sé nokkuð annað en drykkur, — sætur dömulíkjör, búinn til úr appeisínuberki. Curacao hef- ir þýðingarmestu höfn Niður- landa, næst eftir Rotterdam, og þýðing hennar fer stöðugt vax- andi. Höfnin er á suðurströnd eyjarinnar við Sankt Anna fló- ann, hjá höfuðborginni Will- emstad, þar sem stjómin yfir öllum hollenzku eyjunum í Vest- ur-Indíum hefir aðsetur sitt. Þangað koma skip með vörur og farþega, þau, sem þurfa á olíu að halda, fara inn í Cura- caosflóann, sem er þektur fyrir fagra innsiglingu og gamlar kastalarústir, sem þar eru. Vel- megun Curacos er aðeins nokk- urra ára gömul, því áður var þar mikil fátækt. Arið 1916 bygði Shell þar margar olíuhreinsunarstöðvar, til þess að vinna olíuna frá Venezuela og þorp umhverfis hreinsunarstöðvarnar, handa fólkinu til þess að búa í. Þorpið var kallað Emmastað, til heið- urs móður Vilhelmínu drottn- ingar. 1 fyrsta sinn, sem ég kom til Curacao var steikjandi hiti. Það var sunnudag í sept- ember 1924. Gufuskipið, sem ég var með hét „Norwegian“ og var enskt. Þilfarið var brenn- andi heitt og mann sveið í fing- uma, ef maður kom við járn. Himininn var dimmblár og vind- urinn var heitur. Við vorum skraufþurrir í kverkunum og biðum með óþreyju eftir því að klukkan yrði 12, því þá áttum við að fá hinn daglega skammt af sítrónusafa. Það eru til gömul lög um það, að sérhvert skip, sem fer um suðurhöf, skuli hafa vissar birgðir af sítrónusafa á mann í staðinn fyrir ávexti, til varnar gegn skyrbjúg. En þar eð öll skip hafa nú með sér ávexti, er þetta aðeins orðin venja, eins og svo margt fleira í enskum siglingalögum. Þegar tilkynningin kom þutum við allir til brytans, sem stóð við balann. Drykkurinn var ekki góður, en hvað skal segja. Sítrónusaft er ágætt meðal við hitaveiki. Englendingar eru líka þektir um hin sjö höf sem „Limejuieers“ — „sítrónusafa- þambarar". Fiskarnir fljúga, til þess að bjarga lífinu. FTIR hádegið höfðum við ekki annað að gera en þvo fötin okkar. Sunnudagurinn er þvottadagur á sjó. Ensku sjó- mennirair þvo ekki einungis nærfötin, heldur einnig jakka- fötin og sixpensarana. Þeir myndu sennilega þvo skóna líka, ef það væri hægt. Fötin þorna fljótlega, og meðan við nálg- umst Curacao, sem lítur út eins og lítill depill úti við sjóndeild- arhring, höllum við okkur fram á borðstokkinn og athugum flugfiskana. Stundum koma 3-— 4 upp úr djúpi hafsins, stund- um koma heilar torfur og líkj- ast hópi sjófugla. Þeir glitra eins og silfur í sólskininu, fljúga um 50 metra og detta svo ofan í vatnið aftur. Það hljómar einS og öfugmæli að segja frá því, að fiskar fljúgi, en það er iíka harðla einkennilegt að byggja skip niðri í kulnuðum gíg. Menn skyldu halda, að nóg væri til af sjónum handa þessum fiskum að synda í. En þetta er ekkert sportflug. Þessir fiskar fljúga aðeins til þess að bjarga lífinu, þegar þeir eru eltir af höfrung- um eða öðrum fiskum. Oftast fljúga þeir um 10 fet yfir sjáv- armál, en þegar skipið er hlað- ið koma þeir stundum fljúgandi inn fyrir borðstokkinn. Háset- arnir tína þá svo upp. Það kemur skeyti. Það er á hollenzku. Skipstjórinn sendir eftir mér til þess að Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.