Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kappyaupid um auðœfi Asiu: in til In í gresn þeirri, sem hér ler á eftir, er skýrt Irá desnsk-norska rannsóknorEeiðangriiium, s@m geri&ur var út 1619, til |sess að finna sjóieið til Asiustranda. S Seiðangri gxessum fórust 60 manns, en 3 komust af. m w m m JOIGI EGAR Columbus lagði af stað í rannsóknarför sína árið 1492, þá var hann ekki a,ð leita að nýju meginlandi. Hann ætlaði að finna styttri og auð- veldari leið til Indlands og Kína, heldur en áður hafði verið far- in, því að fram að þeim tíma höfðu verið farnar lestarferðir yfir Asíu. En miklar sagnir gengu meðál Evrópumanna um hin æfintýralegu auðæfi Ind- lands og Kína, gull, silki, gim- steina og krydd. Menn álitu líka fyrst, að land það, er hann fann, væri hluti af Indlandi. Þess vegna voru hinir rauðu, viltu íbúar þess kallaðir Indíánar. En menn komust fljótt að raun um það, að það var áður óþekt land, sem Columbus hafði fundið, og að þetta land hindr- aði sjóleiðina til hinna ríku Asíulanda. Andspænis sjófarendum lá eyðimörk, þar sem erfitt var að koma auga á nokkur landgæði. Spánverjar náðu að vísu á sitt vald svæðum, eins og t. d. Perú og Mexícó, þar sem mikið var af gulli, en aðrar Evrópuþjóðir höfðu ekkert fundið. Það eina, sem þær gátu gert, var að liggja fyrir spönsku gullflutningaskip- unum, þegar þau. vcru á leið til Spánar. En það var ekki til skiftanna. Þá var meira vit í því að stefna gróðavon sinni til Asíulanda. ~ DN til þess að komast þang- að varð að sigla fyrir Kap Horn í Suður-Ameríku, eða Góðravonarhöfða í Suður- Afríku og báðar þessar leiðir voru hættulegar og erviðar, einkum var ervitt að geyma vistir svo lengi, þegar skipverj- arnir urðu að vera marga mán- uði á sjó, án þess að koma til lands. Betra var þó að fara sjó- leiðina en landleiðina. Það var þessi nauðsyn, sem knúði menn til þess að leita nýrrar leiðar, finna sund gegn- um hið nýja meginland, svo að fara mætti beina leið til Asíu. Einn leiðangurinn eftir annan var gerður út og var leitað að sundi gegnum Ameríku í hverri vík, hverjum firði og árós, sem til var á austurströnd Ameríku. Þegar franski landkönnuðurinn Jacques C'artier fann St. Law- rence-fljótið árið 1536 og komst þangað sem Montreal liggur nú, fræddu Indíánar hann á því, að lítið eitt vestar væri stórt vatn (Ontario-vatnið) Cartier var þess óðar fullviss, að þetta væri Kyrrahafið og þóttist hafa fundið leiðina til Kína. En rétt fyrir ofan Montreal voru nokkr- ir fossar í ánni og komst hann ekki lengra. Þessum fossum gaf hann nafnið Lachine Rapids og bera þeir það nafn enn í dag. F^EGAR enski landkönnuður- inn Henry Hudson, kom ár- ið 1609 þangað, sem New York liggur nú og sigldi upp eftir fljótinu, sem ber nafn hans enn í dag, þót£ist hann viss um, að hann hefði fundið leiðina til Kyrrahafsins. En þegar vonir hans brugðust áleit hann að leiðin hlyti að liggja í norður- hluta Norður-Ameríku. Það var sama leiðin og á 15. öld hafði' fengið nafnið Norðvesturleiðin og sjóhetjur Elisabetar drottn- ingar leituðu sem ákafast að á síðari hluta 15. aldar. Menn eins og Frobisher, Davis og Baffin höfðu síglt þar með ströndum fram og nefndu lands- hluta og sund sínum eigin nöfn- um. Árið 1610 fór Hudson á þess- ar slóðir og fann þá Hudson- flóann, — Hudson Bay, sem ber hans nafn — þetta mikla inn- haf, sem er á stærð við Mið- , jarðarhafið og nær langt inn í norðurhluta Kanada. Hann var sannfærður um, að nú hefði hann fundið leiðina og vildi þegar í stað leita að sundinu út í Kyrrahafið, en menn hans neituðu að dvelja lengur þar í kuldanum og gerðu uppreisn gegn foringja sínum. Ásamt syni sínum og nokkrum trygg- um vinum var hann settur í lít- inn bát og skilinn eftir, en menn hans sigldu heim til Englands. | TPP frá þessu lögðu menn ^ mikla áherzlu á að finna Norðvesturleiðina og í 300 ár var þetta aðalvandamál verzl- unarpólitíkurinnar. En það var ekki fyrr en á 20. öld að leiðin fanst. Það var Norðmaðurinn Roald Amundsen, sem sigldi á litla skipinu ,,Gjöa“ á árunum 1903—1906 norður fyrir Kan- ada og til Kyrrahafsins. En það kom í Ijós, að leiðin var óhæf til verzlunarsiglinga. Norðvest- urleiðin hafði líka af öðrum or- sökum tapað gildi sínu. Suez- og Panamaskurðirnir höfðu nefni- lega leyst vandamálið um styttri og áhættuminni sjóleiðir til Asíustranda. FJNGAR rannsóknarferðir hafa krafið jafn stórra fórna og þær, sem farnar hafa verið í því skyni að finna Norð- vesturléfðina. Heilir leiðangrar, mörg skip í hverjum, hafa týnst í ísþokunni og aldrei komið aft- ur, einö og t. d. leiðangur John Franklins árið 1845. Það hefir verið dýrt að læra að þekkja þennan heim, sem við byggjurn. En þegar minst er á leiðangra þá, sem gerðir hafa verið út til þess að finna siglingaleiðina til Asíu, gleyma menn að öllum jafnaði einum leiðangrinum, er þó galt ekki hvað minst afhroð í manntjóni og skipatjóni. Það var leiðangur Jens Munk til Hudsonfíóans 1619. Á þessu tímabili var verzlun- in við Asíu skipulögð og nefnd- ust verzlunarfélögin í hinum ýmsu löndum oftast „Austur- indversku verzlunarfélögin." Um þessar rnundir sat Kristján fjórði. að völdum. Hann vildi ekki sitja hjá í kapphlaupinu um Asíuverzlunina. Það var því stofnað danskt „Austur-indverskt félag“, sem átti að sjá um verzlunina við Asíu. En þá kom aftur að vandamálinu um sjóleiðina. Árið 1619 bjó Kristján f jórði út leiðangur, 2 skip, freigátuna „Enhjörningen“ með 48 mönn- um, og jaktina „Lamprenen“, með 16 mönnum. Stjórnandi leiðangursins var valinn Jens Munk kapteinn í sjóliðinu. Hann fekk skipun um það að finna Norðvesturleiðina, til þess að útvega „Austur-indverska fé- laginu“ styttri leið á Asíumark- aðina og jafnframt átti hann að helga Kristjáni f jórða öll áður ófundin lönd, sem yrðu. á vegi hans. OH fENS MUNK var fæddur í Noregi árið 1579. Faðir hans var danskur aðalsmaður, Erik Munk, sem hafði fengið lén hjá Friðrik öðrum. Hann var skap- harður maður og grófur í fram- komu. Ilann kúgaði fólkið og auðgaði sig á þess kostnað. En þegar hann gerðist of nærgöng- ull eignum konungs var friður- inn úti. Meðal annars hjó hann við í skógum konungs og seldi fyrir sjálfan sig. Árið 1586 var liann tekinn fastur og misti bú- ið og allar eigur sínar. Hann hengdi sig í fangelsinu og skildi f jölskyldu sína eftir eignalausa. Konan hans, Anna Bartholo- meusdóttir, flutti ásamt börn- um sínum til Fredrikstad, þar sem hún bjó til dauðadags 1623. Það er vafamál, hvort hún hefir verið löglega gift Erik Munk. Menn vita. mjög iítið um hana, annað en það, að hún var dóttir rakara, sem samkvæmt siðum þeirra, tíma fékkst jafnframt •við lækningar. Hún var því ekki aðalborin og vegna þess erfðu börnin ekki aðalstign föður síns. Jens var aðeins 12 ára, þégar hann fór að stunda sjómensku og næstu 8 árin lifði hann rnjög æfintýraríku lífi. Hann deildi kjörum hirina fátæku farsveina. Að lokum gerðist hann skóari í Bahia í Brasilíu, en þar við ströndina hafði skip hans far- ist, en hann bjargast í land. Kvöld nokkurt heyrði hann af tilviljun, að verið var að ráð- gera árás á nokkur skip frá Niðurlöndum, sem lágu þar á höfninni, og ræna hinum dýr- mæta farmi þeirra. í náttmyrkrinu synti hann út til skipanna og varaði skip- verja við hinni yfirvofandi hættu. Skipin komust un'dan á síðustu stundu og fluttu JenS Munk með sér til Evrópu. Hann var þá um tvítugt og orðinn fullharðnaður. En hann virtist laus við eigin- leika föður síns. Hann naut ó- skiftra vinsælda þeirra, sem. voru undir hans stjórn og hann var mjög skyldurækinn maður. Fimm árum eftir áð hann kom heim gerist hann skip- stjóri á verzlunarskipi, sem siglir með ströndum Noregs og norður í Norðuríshaf. Hann fer margar ferðir hingað til Is- lands, Nova Zembla og Norður- Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.