Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MEÐ AKI HVEBJU færist í vöxt, að auka víðsýni og inentun ungu kynsióðarinnar. Eitthvert stærsta spor, sem stigið hefir verið, til þess að auka kynni unglinganna á iandi og þjóð, eru hinar árlegu ferðir um landið. Sá barnaskóli, sem brautryðjandi er á þessu sviði, bama- skólinn á Isafirði, heíir nú í sumar farið sex slíkar ferðir, ýmist til Norður- eða Suðurlandsins. Bæjarstjórn Isafjaröarkaupstaðar hefir lílta glöggt skilið þýð- ingu þessara ferða og styrkt þær með 500,00 kr. árlegu framlagi og létt þannig undir ferðakostnaðinn, sem, eins og gefur að skilja, er talsverður við slíkar langferðir. Vonandi er, að önnur bæjar- og sveitafélög komi á eftir og rétti skólum sínum hjálparhönd til slíkra ferðalaga, svo að öllum börnum á landinu gefist kostur á að kynnast þjóðinni, menningar- og atvinnutækjum hennar, af eigin sjón. Undanfarna daga hafa verið hér á ferð 37 skólabörn frá Isa- firði, undir leiðsögu Helga líannessonar kennara, og birtist hér ferðasagan, sem er rituð af einni stúlkunni, sem er 13 ára. um Suðurland. 1 T'IÐ lögðum af stað frá lsa- ' firði með e.s. ,,Goðafoss“ 1. júní kl. 9 að morgni. Alls fóru 37 börn, 8 drengir og 29 stúlkur. Farastjóri var Helgi Hannesson, kennari. E.s. „Goða- foss“ átti að koma við á Fiat- eyri, og þangað komum við kl. 12 á hádegi. „Goðafoss" lagð- ist að Sólbakka og þaðan fór- um við í land. Þeir, sem þektu einhvern, fóru þangað, til að fá að borða, en hinir, sem engan þektu, fóru að skoða bæinn. Ætluðu margir að reyna að fá sér mjólk, en það gekk illa. Oft- ast var farið í bakaríið, því þar fékkst nóg sælgæti. Um kl. 2i/o skoðuðu þeir af krökkunum, sem við voru, Sól- bakkaverksmiðjuna, ásamt Helga og hr. Sveini Gunnlaugs- syni, skólastjóra á Flateyri, er sýndi og útskýrði fyrir okkur ýmsa hluti í verksmiðjunni. Þegar við vorum búin að skoða hana, settumst við niður í mó- ana þar í kring, og sagði þá hr. Sveinn Gunnlaugsson okkur frá ýmsu þar á staðnum, meðal annars benti hann okkur á grunn, eftir hús, sem búið var að ftytja til Reykjavíkur, og er til enn, það stendur við Tjam- argötu, og er bústaður forsætis- ráðherrans: Hann sagði okkur sögu um það, að Þjóðverji, sem hafði hvalveiðistöð á Sólbakka, en var kallaður heim, þegar stríðið braust út, hefði viljað gefa Hannesi Hafstein ráðherra hús- ið, en einhverra hluta vegna mátti hann það ekki, svo hann seldi honum það á 5 kr„ með því skilyrði, að hann sæi um flutning á því til Reykjavíkur, og það hlýtur hann að hafa gert, annars stæði húsið varla við Tjarnargötu. Um kl. Sy2 flutti e.s. „Goða- foss“ sig frá Sólbakkarbryggj- unni að bryggjunni á Flateyri, en við gengum að Flateyrar- bryggjunni og fórum þaðan um borð í skipið. Um kl. 4*/2 ætlaði skipið að fara að leggja af stað, en í því að átti að taka land- ganginn, var borinn úr skipinu drukkinn maður, sem endilega vildi fá að fara með skipinu. Nokkrir menn urðu til þess að halda honum meðan verið var að taka landganginn, en síðan var honum slept og ætlaði hann þá að reyna að komast aftur um borð í skipið, en um leið og hann var að fara fram hjá Ferðasaga vagni, sem var á bryggjunni, varð honum reikað til, svo að hann datt tvöfaldur niður á milli skipsins og bryggjunnar, en þá var nú æpt upp af skóla- krökkunum, því að þau héldu, að hann myndi drukkna. En hann náði í bryggjustólpa, og hélt sér í hann, en mennirnir á ,,Goðafoss“ létu stroffu síga niður til hans, og einn maður á Flateyri lét sig síga niður með stroffunni, tók hann í drukkna manninn, og síðan voru þeir báðir dregnir upp á bryggjuna, og þá var hann tekinn og farið með hann í land. Rann mikið af honum við að fara í sjóinn. Síðan lögðum við af stað frá Flateyri. Var þá farið að hugsa um, hvar krakkarnir ættu að sofa, og var þeim skift niður á fyrsta og annað pláss, það af þeirn, sem þar komst fyrir, en hinir urðu í lest, þar fór ljóm- andi vel um okkur og enginn varð þar sjóveikur; en sumir af þeim, sem voru á fyrsta eða öðru plássi urðu sjóveikir. Um kvöldið sáum við Látrabjarg og nokkrir fóru seinna upp til þess að sjá Snæfellsjökul. Skipið fór beina leið fráFlateyritilReykja- víkur og komum við þangað kl. 61/. Það var tekið á móti mörg- um krökkunum, en þeim, sem ekki var tekið á móti, skilaði Helgi heim til sín, eftir kl. 8y2. En áður en við skildum sagði Helgi okkur, að mæta á Arnar- hóli sama dag kl. 4. KI. 4 mættum við svo á Am- arhóli, og þegar engan vantaði sagði Helgi okkur, að við ættum að leggja af stað í ferðalagið næsta morgun, og mæta á Arn- arhóli kl. 8V2 og áttum við að hafa með okkur nesti og svo sem 1 kr. í peningum. Þegar hann var búinn að segja okkur þetta, máttum við fara heim til að undirbúa ferðina. 3. júní lögðum við svo af stað. Við mættum kl. 8y2 og var þá tekið til starfa að setja dótið inn í 2 stóra gula bíla, sem voru frá Steindóri. Síðan vorum við lát- in fara inn í bílana og lögðu þeir af stað þegar klukkan var að verða 9. Bílstjóramir í bílunum sem fóm með okkur heita Bald- eftir Vaddí. ur og Toggi. í bílunum var f jör- ugt. Baldur var í okkar bíl og skýrði hann okkur frá hvað f jöllin heita og bæirnir, sem við fómm fram hjá, þess á milli sungum við og skemtum okkur. Fyrst stoppuðum við á Kamba- brún og fórum þá úr bílunum til að líta í kringum okkur og sáum við þá hið mikla suður- landsundirlendi, svo sáum við hiila undir Vestmannaeyjar í fjarska. Helgi benti okkur á þetta og sagði okkur hvað f jöll- in heita. Síðan fómm við í bíl- ana aftur og var ferðinni heitið til Ægissíðu. Þar fórum við út úr bílunum okkar og fórum að borða af nestinu okkar. Síðan fómm við heim að bænum og fengum þar ágæta mjólk og vorum við að segja það við bílstjórana og sagði þá annar þeirra að það væri af því að landi væri saman við hana, en betur gæti ég trúað að það hafi verið rjómi. Við fengum eins mikla mjólk og við vildum, og drukkum við líka óspart af henni. Síðan skoðuðum við mjög einkennilega hella sem voru í túninu og eru þeir gerðir af kristnum Irum, sem hafa verið þar um landnámsöldina. 1 einn hellinn var mótað krossmark og annar líktist bænahúsi eða kirkju og þar var eins og hvelf- ing yfir og bekkir fram með krónum, og er álitið að Irarnir Alþýðuforauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sanrn lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Normalbrauð á 40 aura. Franskbrauð heil á 40 au. — hálf á 20 au. Súrbrauð heil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómi og ís. Sendum um allan bæ. Pantið í fiíma 1606. Brauðgerðarhús: Keykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. Á ÞAKI ALÞÝÐUHÚSSINS, ÁSAMT PARARSTJÓRANUM, HELGA HANNESSYNI KENNARA.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.