Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ SJÖLEIÐIN TIL INBLANDS. Frh. af 2. síðu. Rússlands. Hann fékk því mikla reynslu í siglingum í ís og kulda Norðuríshafsins. I stríðinu við Svía 1611— 1613 var hann gerður að kap- teini í norsk-danska sjóliðinu. Sýndi hann þar hvað eftir ann- að svo vasklega framkomu, að hann varð einn af merkustu sjóliðsforingjum Kristjáns kon- ungs. Þegar konungurinn var að útbúa leiðangurinn var það ekkert óeðlilegt, að hann tryði Jens Munk bezt til þeirrar ferð- ar. | EIÐANGURINN lagði af stað frá Kaupmannahöfn 16. maí 1619. Á skipunum voru einnig margir Norðmenn, því að Jens Munk kom inn á norskar hafnir til þess að velja sé há- seta, áður en han lagði af stað vestur á bóginn. Svo stefndi hann til Hudsonflóans. OFTIR 20 daga siglingu komu þeir að suðurodda Græn- lands og var það fljót sigling á þeim árum. Þegar þangað var komið lentu skipin í ís, og það var ekki fyrr en í júlí sem þeir komu að sundinu, sem tengir Hudsonflóann og Atlantshafið. Hudsonsundið er um 6000 km. á lengd og um 70 km. á breidd í hvorn enda, en á milli enda er það frá 140 til 300 km. á breidd. I gegnum þetta sund leitar ísinn frá Hudsonflóanum og út á hafið. I sundinu mætast ísinn og sjávarföllin. Myndast þar hringiða og er stórhættulegt fyrir skip að leggja þangað leið sína. Inn í þetta sund sigldi Jens Munk og hinir hraustu skip- verjar hans. Þeir vissu ekki, að betra myndi að bíða í nokkrar vikur, þar til ísinn væri kominn út úr sundinu. Þeir voru alger- lega ókunnir öllum staðháttum. Það varð örvæntingarfull bar- Alíslenzkt íélag. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvun- artryggingar, Húsaleigutrygg" ingar. Lifstryggingar. átta dag eftir dag. Stundum miðaði þeim ekkert áfram, stundum hröktust þeir aftur til baka. Þegar þeir voru komnir um miðja vega dó einn báts- maðurinn, Andrés Stavanger. Það er auðvelt að geta sér þess til, hvaðan hann hefir verið. Norski sjómaðurinn var grafinn í íshelli á norðurströnd sunds- ins. Hann var aðeins einn þeirra, sem létu lífið við það að finna Norðurleiðina. Leiðangursmenn voru í 6 vik- ur að komast í gegnum sundið. Undir venjulegum kringum- stæðum hefðu þeir ekki átt að vera meira en eina viku. Svo hófst hin árangurslausa leit um firði og árósa að hinni ímynduðu leið til Kyrrahafsins. Þeir fundu enga leið til Asíu, en landið umhverfis flóann helgaði Jens Munk Kristjáni Danakon- ungi og kallaði það Nova Dania (Nýja Danrnörk). I hræðilegu ofviðri hrakti þá af tilviljun inn í beztu höfnina við Hudsonflóann; höfnina, sem borgin Churchill liggur nú við. Á þessari höfn gerðist rauna- legasti atburðurinn í sögu rann- sóknarferðanna. Þeir komust nefnilega ekki út úr höfninni aftur. Hauststormarnir neyddu þá til þess að halda kyrru fyrir. I lok septembermánaðar byrj- uðu stórhríðarnar og í október kom ísinn. Kuldinn jókst dag frá degi og hann var enn þá biturri en Jens Munk og félag- ar hans höfðu búist við eftir kynningu sinni af kuldanum í Norðuríshafinu norðan við Noreg. Þar hafði Golfstraumur- inn haft sín áhrif á veðurfarið. Þess vegna var leiðangurinn of illa útbúinn, til þess að mæta hinum harða vetri Norður- Kanada. Hefði Jens Munk og menn hans haft lofðfeldi, þá hefði þeim liðið betur. En þeir urðu að sitja í hnipri umhverfis eld- stæði, sem þeir höfðu búið til á þilfarinu, eða þeir lágu dögum saman í kojunum. Þegar þeir voru á þiljum uppi hrúguðu þeir svo miklu af fötum utan á sig, að þeir litu út eins og einhver óskapnaður. En klæðnaðurinn hindraði blóðrásina og gerði þá ennþá móttækilegri fyrir kuld- ann. I þessum búningi gátu þeir ekki farið á veiðar, hvorki til þess að útvega sér nýmeti, eðá til þess að fá hina nauðsynlegu hreyfingu. Auk þess höfðu þeir engin skíði og án þeirra þurftu þeir ekki að hugsa til þess að yfirgefa skipin. CVO kom janúarmánuður með ^—70 gráða frost. Mennirnir lágu skjálfandi í kojum sínum og hlustuðu á það, hvernig glös- in í meðalaskápnum sprungu eins og skammbyssuskot. ■— Hringinn í kringum þá heyrðust brestir í ísnum, sem hrúgaðist upp á báðar hendur. Á nóttunni heyrðist þytur vindsins og stöð- ugir ísbrestir. Svo kom sjúkdómurinn — hinn hræðilegi skyrbjúgur. — Munk skrifar í dagbók sína 21. janúr 1620, að 13 menn séu veikir. 16 febrúar eru aðeins 7 menn heilbrigðir. Þegar kom fram í júnímánuð voru aðeins 3 menn á lífi og þeir voru allir veikir. Einn þeirra var Munk sjálfur. Ilinir tveir höfðu kom- ist í land um f jöru, en voru of veikir til þess að komast um borð aftur. Munk lá í koju sinni. Á gólfinu við hlið hans lá káetu- drengurinn hans dauður og í öllum kojurn lágu dauðir menn, sem ekki hafði verið hægt að grafa. 1 fjögur dægur lá Munk matarlaus í koju sinni. Þegar hann hugði sér ekki líf framar skrifaði hann einskonar kveðju til þessa heims og lagði hana hjá skýrslu sinni til Kristjáns konungs: ,,Þar sem ég er nú orðinn von- laus um, að mér verði lengra iífs auðið, þá bið ég þess í guðs nafni, ef einhverjir kristnir menn koma hingað, að þeir taki jarðneskar Ieyfar mínar og þeirra, sem hér hvíla og grafi í jörð niður, hvar fyrir þeir taki sín laun á himnum. Áuk þess óska ég að hjáliggjandi skýrsla komist í hendur míns náðuga herra, konungsins. Svo býð ég heiminum góða nótt og fel sál mína guði.“ En hann dó ekki. Aftur á móti var nályktin orðin óþol- andi í hinu hlýja veðri. Með mestu erviðismunum komst Munk upp á þilfar. Þar komst hann að raun um það, sér til mikillar gleði, að mennirnir tveir, sem höfðu komist á land voru á lífi. Með mestu erviðis- munum hjálpuðu þeir skipstjóra sínum á land. TÁTÚ var vorið komið. Stórir ™ hópar af öndum og gæsum flugu yfir höfðum þeirra. Isinn var horfinn og fiskur var í öll- um ám. En mennirnir þrír voru altof veikir til þess að geta út- vegað sér fæðu. Þeir gátu að- eins sogið greinarnar á trján- um, sem þeir fundu í nágrenn- ihu. En þetta var einmitt lækn- islyfið við skyrbjúg. Brátt voru þeir orðnir svo frískir, að þeir gátu veitt fisk og 18. júní voru þeir orðnir svo frískir, að þeir gátu sótt skotvopn urn borð, svo að þeir gætu veitt fugla og önnur dýr. Svo fóru þeir að bera saman ráð sín um það, hvernig þeir ættu að kornast burtu frá þessum hræðilega stað, þar sem um 60 félagar þeirra höfðu látið lífið. Þeir bjuggu Jaktina ,,Lamprenen“ til ferðarinnar. Líkunum var kastað fyrir borð. Freigátunni „Enhjörningen“ söktu þeir, svo að hún stæði föst í árbotninum, þegar hún yrði sótt aftur. Púð- urbirgðirnar voru fluttar ofar í skipið, svo að vatn skerndi þær ekki. Líkin, sem voru um borð í freigátunni voru látin liggja. Þeir höfðu engan tíma til þess að grafa alla þessa menn; þeir vildu flýta sér burtu. IK ANN 16. júlí 1620 settu þeir ^ upp segl og frásögnin um það, hvernig þessir þrír menn sigldu yfir Hudsonflóann og heim til Noregs vitnar um dáðir sjómannsins. Þeir voru 66 daga alla leið, 33 daga yfir Atlants- hafið. Ferðin yfir Hudsonflóann gekk betur en í fyrra skiftið, en samt sem áður skemdist stýrið hjá þeim og þeir voru lengi að koma því aftur í lag. Þeir lentu í miklum stormum og leki kom að skipinu. Þeir áttu mjög ervitt með að halda skipinu á floti. Það er næsta ó- trúlegt, að þeir skyldu komast alla leið. En 20. september komu þeir upp að ströndum Noregs, nálægt Sognefjorden. Þar koma þeir auga á lending- arstað, en voru orðnir svo mátt- vana, að þeir gátu ekki bundið skipið hjálparlaust. Þeir kölluðu því á bónda, sem þeir sáu á ströndinni og báðu hann að hjálpa sér. En þegar hann kom að og sá þessa skuggalegu menn á jaktinni, grindhoraða, skitna og skeggj- Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn r é 11 i kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið. að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hami svíkur engan. Reynið sjálf. Reynslan er ólýgnust.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.