Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 14.06.1936, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ OJÖLDA mörgum alþýðumönnum er prýðilega sýnt um frásagnir og margir eru ágætlega ritfærir, jafnvel án þess að hafa hugmynd um það sjálfir. Það kemur iðulega í ljós, þegar menn, sem sjaldan eða aldrei hafa stungið niður penna, eru af tilviljun fengnir til að skrá sögu, er þeir kunna, eða segja frá atburði, er þeir hafa verið við riðnir, að þeir leysa það svo af hendi, að æfðustu rithöfundum væri sam- boðið. Og það er segin saga, að enginn segir jafn trúlega og tilgerðarlaust frá lífi alþýðunnar, störfum hennar, hugsun- um hennar, kjörum og lífsbaráttu en alþýðumennirnir sjálf- ir, er þeim tekst upp að segja sína eigin sögu. Sunnudagsblaðið tekur með þökkum til birtingar sem flestar frásagnir úr lífi alþýðumanna, skráðar af alþýðu- mönnum. Verkefni eru óþrjótandi. Hið daglega líf sjálft, starf og strit á sjó og landi frá bæ og af, úti og inni, og sjaldgæfir atburðir, góðir eða illir, er skera sig úr tilbreytingarleysi hversdagslífsins. Flest öll íslenzku sjávarþorpin hafa orðið til og vaxið upp í tíð þeirra manna, sem nú lifa, eða manna, sem núlifandi menn hafa verið samtíða. Margur alþýðumaðurinn mundi því geta skráð, eða látið skrá, ýmsan skemtilegan og þarflegan fróðleik úr sögu síns þorps og jafnvel alla sögu þess. Þar inn í mundi fléttast ýmiskonar fróðleikur, er væri mjög upplýsandi um þann jarðveg, sem verkamannasamtökin eru sprottin upp úr og um það, hverjum viðtökum þau sættu á hverjum stað. Atvinnuhættir breytast og hverfur þá margt í gleymsku, er mikið yrði gefið fyrir síðar að kunna skil á, en engir eru til þess hæfari, að segja frá fornum atvinnu- háttum, en þeir, sem sjálfir hafa tekið þátt í störfunum og er eiginlegt að tala um þau. Alþýðumenn, sendið Sunnudagsblaðinu sannar og sögu- legar frásagnir um atburði úr lífi yðar eða félaga yðar og þær verða birtar með ánægju! ,,Ég meina það, að ég á alls ekki bamið.“ „Nú. Ekki hélt ég, að konan þín væri svoleiðis." Það var auðséð, að þetta særði Þorgrím. „Hún hefir aldrei verið laus- lát og þetta er eiginlega ekki síður mér að kenna.“ „Það skil ég ekki.“ „Ég hef alt af verið að brýna hana á því, að hún ynni aldrei fyrir grænum eyri, og núna um daginn, þegar við urðum ósátt, skelti hún því framan í mig, að ég ætti ekki barnið.“ „Ég sé ekki, hvaða samband er á milli þess að vinna inn peninga og eiga barn,“ sagði Brynjólfur og leit skringilega framan í Þorgrím. „Það er meðlagið maður. Hún segir, að hann sé ríkur og fínn maður og það sé engin hætta á öðru, en hann borgi vel með barninu. Hún skuli sjá um það. Annars hefði hún alls ekki gert þetta, sagði hún líka. Hún hefir aldrei verið lauslát, hún Fína. En skapið er svo mikið, að það hefir dregið hana út í þennan óþverra. Ég hefði getað barið hana, en hún er svo sem ekkert lamb að leika sér við.“ Brynjólfur var nú orðinn rauður í framan og eins og hann væri öskureiður. Hann snéri sér frá Þorgrími og var á leið upp, því að hann átti að fara af vakt, og sagði, frekar við sjálfan sig en Þorgrím: „Fínn og ríkur maður og engin hætta á öðru en hann borgi. Er konan vitlaus?" Svo var hann kominn upp úr lestinni. Þorgrímur horfði agndofa á eftir honum og óþægilegur grunur læsti sig í hug hans. Bétta, iniúka gljáasn fáið þér aðeins með Mána-bóni. „Ach du Hefeer Augustin.“ Flestir hafa einhverntíma raulað fyrir munni sér lagstúf- inn: „Ach du lieber Augustin“. En þeir eru -færri, sem vita, hvemig lagið og textinn urðu til. „Lieber (kæri) Augustin“ var fiðluleikari í Vínarborg. Árið 1697 geisaði landfarsótt all-mannskæð — einskonar Svarti-dauði — um Austurríki. „Lieber A.ugustin“ var gleði- maður mikill og þrátt fyrir hörmungarnar, er yfir borgar- búa dundu, lét hann ekki af gleði sinni. Orti hann þá f jölda af gamansöngvum og gerði lög- in við. Kvöld nokkurt bar svo við, að „Lieber Augustin“ hafði gægst fulldjúpt í flöskuna, lá dauðadrukkinn í rennunni og vi'ssi ekki almennilega hvoru- megin tilverunnar hann var. Alla daga var verið að grafa og útfararstjórar og násmyrðlar stöðugt á ferðinni. Bar þá loks að stað þeim, sem atvikin höfðu kosið til handa „Lieber August- in“. Hugðu þeir manninn stein- dauðan og óku honúm í stóra gryfju, þar sem fjölda líka hafði verið hrúgað saman. Lá hann þar meðvitundarlaus næstu nótt innan um dauðra manna búka. En um fótaferða- tíma morguninn eftir vaknaði hann all-timbraður, komst til sjálfs sín, en kannaðist ekkert við þessa nýju félaga. Brátt varð hann þess var, að hann hafði hljóðfærið með sér. Tók hann þá að leika í ákafa; fólk, sem gekk um strætið heyrði til hans og flutti hann aftur til mannheima. En á meðan verið var að tosa honum upp úr gryf j- unni, spilaði hann og söng sem ákafast: ,,Ach du lieber Au- gustin alles ist weg.“ Síðan þetta skeði er komið nokkuð á þriðju öld og „Lieber Augustin“ löngu búinn að drekka sig inn í eilífðina. En lagið og vísan leikur enn á hvers manns vörum. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. STEINDÖRSPRENT H.F. ISFIRZK SKÓLABÖRN A FERÐALAGI UM SUÐUR- LAND. Frh. af 5. síðu. sömu bílstjórana en þeir voru ágætir, sem við höfðum. Á leið- inni mættum við Togga í bíl og var hann þá að keyra dáta af Hvítbiminum, við veifuðum til hans og hann aftur á móti. í Almannagjá fórum við úr bílun- um. Þaðan litum við nú í kring- um okkur en Helgi fór með bílnum áleiðis til Þingvalla, til að panta kaffi fyrir okkur. En í Almannagjá var maður, sem skýrði fyrir okkur hvar búðir ýmsra merkra manna hefðu staðið. Síðan kom Helgi aftur og þá fórum við að sjá Öxarár- foss. Hann sagði okkur frá myndun og sögu Þingvalla o. fl. Þaðan gengum við að Peninga- gjá. Þegar við vorum búin að skoða þar fórum við í bílunum til Þingvalla. Þar fórum við í tjald til að borða og drekka. Bílstjórarnir gerðust veitinga- þjónar, því þeir voru búnir að drekka. Við borðið, sem ég sat við, vorum við alls 10. Þar borðuð- um við 4 kúffulla diska af kök- um og drukkum líka mikið af kaffi. Frá ÞingvöIIum fórum við að Álafossi; þar fóru flestir krakk- ar í laugina og skemtu sér svo vel, að þeir vildu helzt ekki fara upp úr henni þegar þeim var sagt það. Frá Álafossi fórum við svo til Reykjavíkur, og stoppuðum við Arnarhól, kl. rúmlega 8%. Áður en við fórum sagði Helgi okkur að mæta á Arnar- hólstúni kl. 4 y2 daginn eftir og ætlaði hann þá að segja ákveð- ið hvenær skipið færi. Og svo fer hópurinn heim með Dettifossi, kátur, frískur og fróðari en áður. pt. Rvík 9. júní 1936. Valgerður Stefánsdóttir (13 ára). Aíeller lfósmpdarar hafa ávalt forystuna í smekklegri ljósmynda- framleiðslu. , Munið það og forðist Iélegar eftirlíkingar. Ljósmyndastofa Signrðar Guðmundssonar, Lækjargötu 3, Reykjavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.