Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.06.1936, Blaðsíða 5
alþýðublaðið 5 „Hvað ertu að segja, mamma?“ kallaði Nanny. „Ekkert.“ Frá Penn flýtti sér við bakst- urinn og klukkan ellefu var honum lokið. Fyrsta heyækið var að koma af vestur ekrun- um og því var ekið upp götuna, að nýju hlöðunni. Frú Penn hljóp út úr húsinu. „Nemið staðar!“ hrópaði hún. „Nemið staðar!“ Mennirnir hlýddu; Samrny reis upp við olnboga, þar s'em hann lá ofan á heyinu og starði á móður sína. „Nemið staðar!“ hrópaði hún aftur. „Þið eigið ekki að láta heyið þarna, þið eigið að láta það í gömlu hlöðuna." „Hvað er þetta! Húsbóndinn sagði að við ættum að láta það í þessa,“ svaraði einn mannanna undrandi. Það var ungur maður, sonur eins nágrannans. Adonir- am hafði ráðið hann sem árs- mann. „Þig eigið ekki að láta heyið í nýju hlöðuna, það er nóg rúm í þeirri gömlu,“ sagði Sarah. „Nóg rúm! Já, ég held nú það, þið hafið enga þörf fyrir nýja hlöðu, sú gamla er svo stór. Jæja, við höfum það þá þannig.“ Hann tók í tauminn á hestunum og teymdi þá aftur niður götuna. Sarah gekk aft- ur inn í húsið. Nanny lagði frá sér saumana. „Eg hélt, að hann ætlaði að láta heyið í nýju hlöðuna," sagði hún undrandi. „Jæja,“ svaraði móðir henn- ar. Sammy rendi sér niður af heyvagninum og kom inn, til þess að vita, hvort maturinn væri ekki tilbúinn. „Ég ætla ekki að elda neinn mat í dag,“ sagði Sarah, „og ég lét eldinn brenna út. En þú getur fengið mjólk og brauð og eplakökur.“ Hún lét mjólkur- könnuna á eldhúsborðið og sneiddi brauð fyrir þau. „Það er bezt fyrir þig að borða strax, ég þarf að láta þig hjálpa mér á eftir.“ Nanny og Sammy litu hvert á annað. Það var eitthvað á seyði hjá móður þeirra. Hún borðaði ekkert sjálf, en fór inn í matarbúrið og þau heyrðu glamur í diskum. Svo kom hún fram með fult fangið af disk- um og fötum. Hún sótti stóra körfu út í skemmuna og lét diskana í hana. „Hvað ætlarðu að gera, naamma?“ spurði Nanny ótta- slegin. Hún var orðin náföl og titraði af ótta, eins og hún hefði séð draug. Sammy rang- hvolfdi augunum og tugði epla- kökuna í ákafa. „Þú sérð það bráðum,“ sagði frú Pemi. „En farðu nú upp og taktu sarnan dótið þitt, ef þú treystir þér til þess fyrir verkn- urn í síðunni. Sammy, hjálp- aðu mér til þess að taka upp rúmið í svefnherberginu.“ „Ó, mamma, hvað gengur eiginlega á?“ sagði Nanny með andköfum. „Þú sérð það bráðum.“ I næstu klukkutíma var mikið um að vera í húsinu. Sarah Penn barðist við innanstokksmunina, eins og ísraelsmenn við Filiste- ana forðum, og sigur hennar var engu óglæsilegri en sigur Davíðs. Hún flutti úr húsinu yfir í nýju hlöðuna. Nanny og Sammy hlýddu skipunum móður sinnar um- yrðalaust. Þau voru svo utan við sig yfir öllum þessum ósköp- um, að það var því líkast, sem þau gengju í svefni. Nanny hljóp fram og aftur með fult fangið af fötum og dóti og Sammy stritaði af öllum kröft- um. Klukkan fimm um daginn var búið að flytja alt úr hús- inu yfir í nýju hlöðuna. Öll hús eru einhverntíma not- uð til annars, en þau voru í upphafi ætluð til, og þannig var því einnig varið með nýju hlöð- una. Adoniram hafði ætlað hana til heygeymslu, en nú var f jöl- skylda hans flutt í hana. Sarah skoðaði sig um í hlöðunni og leist vel á bústaðinn. Fjósið myndi geta orðið fyrirtaks svefnherbergi og í þreskiklef- anum var ágæt múrpípa, hann gæti orðið eldhús. Sjálfri hlöð- unni mætti breyta í tvær stofur, og hún var svo há að nægilegt rúm myndi verða fyrir Nanny og mann hennar uppi á loftinu. Og þegar búið væri að setja upp skilrúmin og gluggana, þá væri hlaðan orðin fyrirtaks íbúðar- hús. Klukkan sex var búið að setja eldavélina í þreskiltlefann, það sauð á katlinum og bollarnir voru komnir á borðið. Pllaðan var engu óheimilislegri en gamla húsið hafði verið. Vinnupilturinn mjólkaði kýrn- ar, og þegar Sarah sagði honum að fara með mjólkina yfir í nýju hlöðuna, varð hann svo hissa að nærri lá að hann hellti allri mjólkinni niður. — Snemma næsta morguns vissu allir í þorpinu að kona Adonir- ams Penn væri flutt í nýju hlöð- una. Karlmennirnir stóðu í hópum og skröfuðu um þetta og kon- urnar bundu klúta um höfuð sér og hlupu í næstu hús til þess að spyrja og segja frá. Allir störðu á hlöðuna forvitnisaugum. Sum- ir héldu að Sara væri orðin brjáluð, aðrir að hún vséri hald- in af illum anda, en allir voru sammála um að eitthvað væri bogið við þetta. Á föstudaginn kom prestur- inn til þess að heimsækja hana. Það var fyrrihluta dags og hún var að búa til miðdegismatinn. Hún svaraði kveðju hans með auðmýkt en hélt síðan áfram við verk sitt og það var reiði- glampi í augum hennar. Hún bauð honum ekki inn. Presturinn stóð í dyrunum og hóf mál sitt. Hann var kominn til þess að vita hvernig á þessu uppátæki hennar stæði að fiytja í fjóshlöðuna þegar maðurinn hennar væri ekki heima. Sarah lofaði honum að tala út, en svo tók hún til máls, ró- leg, en ákveðin og augu hennar leiftruðu. „Það er þýðingarlaust að tala um þetta við mig séra Hersey,“ sagði hún. „Mér er fullkomlega ljóst hvað það er, sem ég hefi gert og ég veit að það er hið eina rétta. Guð hefir gefið mér styrk til þess, að vinna störf mín til þessa, án þess að nokkur hafi þurft yfir þeim að kvarta. Hann hefir einnig hjálpað mér við þetta og ég veit að það er vilji hans að ég búi í góðri og heilnæmri íbúð, en ekki í hús- kumbaldanum þarna. Það er hreinasti óþarfi að vera að vor- kenna mér, eða álíta mig brjál- aða.“ „Auðvitað vill guð að yður líði altaf vel, Mrs. Penn,“ sagði presturinn, „og þér hafið auð- vitað ráðfært yður við hann í bænum yðar áður en þér stiguð þetta skiæf. — En maðurinn yðar — —“ „Maðurinn minn er engu bættari þó að dóttir mín veslist upp í sagga og myrkri. Og ég veit að guð vill ekki heldur að það verði, svo framarlega sem mögulegt er að afstýra því.“ Og presturinn varð að fara við svo búið, fullviss um það, að Adoniram myndi ganga ólíkt ver að lynda við Mrs. Penn en himnaföðurnum. Allir voru undrandi á þessu. Þegar kýmar komu lét Sarah setja þrjár þeirra í gamla fjós- ið, en þá fjórðu í kofann, þar sem ofninn hafði verið. Þetta vakti enn meiri undrun. Fólkið hvíslaðist á um að kýrnar hefðu verið reknar inn í gamla íbúðar- húsið. Um sólsetur á laugardaginn, þegar búist var við Adoniram, var hópur manna saman kom- inn í grend við nýju hlöðuna. Vinnumaðurinn mjólkaði kým- ar, en kom þó ekki út úr f jós- inu aftur. Sarah hafði lagt kvöldmatinn á borðið og farið í hreinan kjól. Nanny og Sammy voru altaf á hælunum á henni, þau störðu á hana stórum augum, og Nanny var náföl. Sammy leit út um gluggann á þreskiklefanum. „Þarna kemur hann,“ sagði hún hvíslandi, og Nanny gægðist yfir öxlina á honum. Mrs. Penn hélt áfram við vinnu sína. Bömin horfðu á Adoniram, þegar hann sté af baki og gekk heim að húsinu. Hann sté af baki við hliðið og gekk heim að húsinu. Hann tók í hurðarhún- inn, en dyrnar voru læstar. Hann virtist vera undrandi og gekk yfir að skemmunni. Hún var sjaldan læst þó enginn af fjölskyldunni væri heima. Nanny tók andköf, þega.r hún hugsaði til þess, hvernig honum myndi verða við að sjá kúna. Adoniram gekk fram á stéttina Frh. á 7. síðu. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtœkja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á livert heimili. fiðtækiaverzlM rkisins, Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.