Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ íslenzkir saynaþœttir: Manndauðinn 1 Svinavallakoti 1825. ÉG, Erlendur Áínason, er fæddur í Hofstaöaseli í Við- víkurhreppi 26. júní 1810. Faðir minn var Árni, sonur Jóns fjórö- ungslæknis Péturssonar. Frá Hofstaðaseli fluttist ég með for- eldrum mínum að Skuggabjörg- um í Deildardal í Hofssókn. Það- an fór ég á þrettánda ári aö Bjarnastaðagerði, fremsta bænum í Unadal að vestanverðu, til ekkju, er Hólmfríður hét Bjarna- dóttir. Þar var ég i þrjú ár, og þar fékk ég ýmislegt að reyna. í þeim dal er bær, sem Hraun heitir; þar bjó þá bóndi, sem Dagur hét, og kona hans Dóm- hildur. EigandFþeirrar jarðar var N. faktor á Hofsós. Byggingar- skilmálarnir milli Ðags og N. voru þeir, að Dagur átti aö greiða tíu sauði að hausti til, og það strax þegar þeir komu af fjalli; en vegna þess að betra land var hinum megin árinnar, tók Dagur þar tvær jarðir, Svína- velli og Svínavallakot. Þessir bæ- ir voru næstir við Bjarnastaða- gerði, þar sem ég átti heima, en nokkuð langt á milli. Um göngurnar var bezta tíð og fram eftir hau.tinu, en vegna þess að báðar jaröirnar voru niðurnídd- ar, því aö þar höföu búið iátæk'.ingar þá frestaöi Dag- ur bóndi aö reka sauðina ofan í kaupstaðinn nokkuð fram yfir hinn tiltekna tíma, en safnaði að sér mönnum og fór að koma upp nýjum húsatóftum fyrra part vikunnar; en undir helgina ætl- aði hann i kaupstað og ljúka svo við húsabygginguna ' eftir helgina. —- Á föstudaginn fóru Katfib ætlt. Það er vandi að gera kaffi vinum til hæfis, svo að hinn rétti kaffikeimur haldi sér. Þetta hefir G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst um G. S. kaffibæti. Hann svíkur engan. Beynið sjáif. Bejmslan er ólýgnust. Frásðgn sú, er hér birtist, er skráð af Erlendi Árnasyni, Garðar í N. Dak. U. S. 2. apríl 1896, en hann var vikapiltnr á næsta bæ við Svína- vallakot, er atburðir þessir gerðust. Um þetta leyti var Jön Espólín sýslumaður í Skagafjarðar- sýslu og rannsakaði hann þetta mál. Var það almenningstru, að eitrun sú, er um getur i frá- sögninni og olli manndauðanum, væri af völdum faktorsins á Hofsós, en læknar álíta, að um slátureitrun (botuiismus) hafi verið að læða. þau hjónin, Dagur og Dómhild- ur, með sauðina í kaupstaðinn. Þá var N. orðinn reiður og sagði, að sauðirnir hefðu horast þenna tíma, sem ekki gat verið, því að það var öndvegistíð. Ot úr þessu rifust þeir Dagur og N.; svo gekk N. inn í búð sína, en Dagur tók til að slátra sauðunum. I bygg- ingarskihnálunum var það, að Dagur fengi slátrið og gærurnar. Konan Dómhildur var að þvo innan úr í ánni, sem rennur fast við bæinn, en Dagur var að fara innan í seinustu kindina í gálg- anum, — vegna þess að hann flutti blóðið heim, þá lét hann það kólna í tveimur ílátum, — þá kemur N. út úr búðinni og segir: „Þú þarft víst salt í blóð- ið, Dagur.“ — og kastaði ein- hverju hvítu í blóðilátin. Sáu það nokkrir menn, en Dagur leit ekki við og gegndi N. engu; hvort aö hefir verið af því, aö hann hafi ekki heyrt til N., eður hitt, að hann hafi ekki gegnt sökum miskliðar þeirra, vita menn ekki, en tvenns konar salt var til, hvítt og fint, og grátt í stykkjum og miklu sterkara. Þegar N. kastaði í blóðið, hvíslaði vinnumaður hans að öðrum manni, er stóð hjá honum: „Skal hann nú ætla að drepa Dag og fólkið hans?“ — Á föstudagskvöldið héldu þau hjónin heim með slátrið. Alaugardagsmorgun- INN för konan að sjóða slátur, með vinnukonu, er Sig- ríður hét, (einhver með fallegri stúlkum, sem ég hefi séð). Heim- ilisfólkið var: Jón Guðmundsson, um fimmtugt; unglingsmáður, er Jónas hét, á átjánda ári, og tvö börn, Jón og Guðfinna, hann á áttunda ári, en hún á fimmta. Á sunnudaginn ætluðu þau hjón- in í kynnisför vestur að Skeggja- stöðum í Húnavatnssýslu. Dóm- hildur var notaleg og góð hús- móðir við fólk sitt. í rökkrinu, þegar hún var búin að sjóöa. slátrið, kom hún míeð langa inti í ausu og gaf fólkinu bita; börn- in voru sofnuö. Um leið og hún rétti fólkinu, sagði hún: „Mér er svo ónotalegt, og hefir verið seinni partinn. í Qag, að mér hefir aldrei verið eins undarlega ilt á æfi minni.“ — og svo lagði hún sig upp í rúm. Jönas og Sigríður voru bæði háttuð, svo að ekki voru á flakki nema Dag- ur bóndi og Jón. Hún biður Jón að fara og útvega sér vatn úr læk, sem rann fast við bæinn, en áður en Jón kom með vatnið, biður hún bónda að hjálpa sér úr fötunum, því að hún muni deyja, hún finni að hún geti ekki afborið þessar kvalir; kvelst hún þá mjög af velgjuköstum. I 'þessu ráðaleysi sendir Dagur Jön eftir séra Páli Erlendssyni á Brúar- landi. Veðrið var hið inndælasta og blakti eigi hár á höfði, en svo var þá þreifandi dimt, að Jón fann ekkert hross og varð að fara gangandi. Hann kom aó Enni, um hálftima ferð frá Svína- vallakoti, og ætlaði þar upp á baðstofuglugga, en komst það ekki, því að þá var hann orð- inn svo veikur og farinn að fá uppsölu, en hljóð hans heyrðust inn, og var hann borinn inn í rúm. Svo var helt ofan í hann mörk af spenavolgri nýmjólk, en hann seldi henni upp með kvöl- um miklum. Síöan var sótt mjólk í sama ílátið og helt ofan i hann, en það fór á sömu leið, að hann seldi henni upp; samt minkuðu þá kvalirnar og hann féll í dá, svo að menn héldu hann dauðan. — Þegar Jón Guðmundsson var farinn, vakti Dagur Jón son sinn og sendi hann suður að Bjarna- staðagerði að sækja Sigurð, er þar var vinnumaður. Svaf ég til fóta gamals manns, föður Sig- urðar þess, er sóttur var. Gluggi var yfir rúminu á hjörum, og vaknaði ég við það, aö ég heyrði grát inn um gluggann og að þar var barn eða unglingur. Ég opn- aði gluggann, fór út á vegginn 1 og þekti að þar var kominn Jón litli í Svínavallakoti; var hann með boð frá föður sínum til Sig- urðar um að koma þangað; sagöi Jón litli, að móðir sín væri að deyja. Allir vöknuðu í baðstof- unni; Sigurður sagði mér að klæða mig og fara með sér, en drengurinn Var eftir um nóttina. — Þegar við komuin inn I baö- stofuna á Svínavallakoti, var konan í andarslitrunum; það var hryggileg sjón, og af því, sem upp úr henni hafði komið, var megnasta ólykt i baðstofunni Þegar hún var liðin, bað Dagur okkur að bera líkið út í kofa, er var utarlega á hlaðinu; þar inni var viðurinn í byggingarnar. Við bárum líkið út, en Dagur tök lampa og ætlaði aö lýsa okkur; þó komst hann ekki lengra en í bæjardyrnar; þar hné hann niður og var með litlu lífsmarki, er viö komum iil baka. Sigurður tók hann og bar hann inn, en ég bar Ijósið, og eftir litla stund var hann einnig liðið lík. Bárum viA hann i sama kofann. Í^EGAR við komuin inn frú þessu, var Jónas farinn að veina ineð uppsölu og dö að' kalla á sömu stundu; bárum við hann einnig í sama kofann. Veðrið var gott, en myrkrið svo mikið, að ég man vart eftir ööru eins. Ég datt um eitthvað á leið- inni inn; var það sporaskja, og hélt ég á henni inn með mér. Þá var Sigríður sest upp með veini og uppsölu eins og hitt fólkiö. Sigurði fór nú ekki að lítast á. Sagði ég þá, þótt ég væri bam Frh. á 6. síðu. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Sími 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura. Nomiaibrauð á 40 aura. Franskbrauð heil á 40 aiu. — hálf á 20 au. SúrbrauÖ hœil á 30 aura. — hálf á 15 aura. Vlnarbrauð á 10 aura. Kökux alls konar, rjóml og ís. Sendum um allan bæ. Pantlð t eíma 1606. Brauðgerðarhús: Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.