Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.07.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ é MANNDAUÐINN I JSVINA- VALLAKOTI Frh. af 2. síðu. að aldri, að við skylclum taka hana og fara með hana út, þar sem veðrið væri svo milt; við gætum eins verið hjá henni þar. Við bárum hana svo upp fyrir bæinn og vorum þar yfir henni. Kýrnar voru því nær geldar. Fer ég samt.rneð öskjuna og næ ögn úr þeim í hana, læt síðan vatn úr læknum saman við, helli svo á glas, sem var • á hiilu yíir hjónarúminu, en þegar við .ætl- uðum aö koma því ofan í hana var munnurinn svo lokaður, aö það var ómögulegt. Rétt á eftir fékk hún kvalakviðu; opnaöist þá munnurinn lítiö eitt, tók ég gias- ið, saup úr því og spýtti ofan í hana, en Sigurður hélt opnum munninum. Eftir þetta sefuðusf kvaiirnar, en við vissum vafla, hvort hún var lífs eða liðin. Ég skauzt við og við inn i bæinn tii þess að vitja um Guðfinnu litlu, því að hún var nú ein orð- Jn í bænum. Þegar birta fór af degi, sótti ég hest, og Sigurður reiddi barnið fram að Bjarna- staðagerði. Þegar hann kom aft- ur, tók hann Sigríði og reiddi hana yfir að Hrauni, bað að lofa henni að vera þar, þangað til hjónin kæmu til baka að vest- an, en gat ekkert um, hvernig komið var. Þegar Sigurður kom aftur, bað hann mig að fara og sækja hreppstjórann. Ég fór þangað; hreppstjórinn brá við og bað mig að ná reiðhesti sínum; gerði ég það, lagði á hann og bjöst við að hann yrði mér sam- ferða, en það varð ekki, heldur bað hann mig að fara tii baka aftur til Sigurðar nafna síns og segja honum, áð hann bæði hann að bíða eftir sér í Svínavallakoti; hann mundi verða kominn úm nón. Ég fór og skilaði þessu til Sigurðar. Á nóni kom Sigurður hreppstjóri, hafði með sér stóran pakksekk og heimtaði slátrið. Sigurður kvaðst hafa haft annað að sýsla en að gá að þvi, en líklega væri það í búri. Þangað fórum við og fundum þar fjögur trog full með slátur. Hreppstjóri tók trogin og dreif þau í sekkinn hvert á eftir öðru, en úr því síð- asta náði Sigurður í Bjarnastaða- gerði í vinstrarkepp, sagðist ætla að gefa hundum hann og sjá, hvernig þeim yrði við; en hrepp- stjóri tók keppinn æfur, barði saman hnerunum og sagði, að honum kæmi slíkt ekkert við. Svo tosuðu þeir sekknuin út á hlað og skipaði hreppstjóri Sig- urði að rétta sér hann á bak. Við komum honum upp, og hafði hann nóg með aö reiða hann; fór hann ofan að ánni, sem var Myndin hér að ofan er af Cecilie“ strandaði á dögunum. þeir hér á myndinni naktir ofan starfi björgunarmannanna, þegar Stúdentar frá Cambridge hásköl- að mitti vera að skófla korni finski fjórmastrarinn „Herzogin anum komu til aðstoðar og sjást fyrir borð. stutt, og velti í hana sekknum meö ö!iu saman. - Þessi saga flaug nú um alt sem eldur í sinu. Þá var amt- maður Grímur Jönsson á Möðru- völlum í Hörgárdal. Reið hann samstundis sem hann frétti þetta inn á Akureyri og skikkaði danskan lækni, er þar var þá, Hoffmann að nafni, til að ríöa vestur í Skagafjörö samdægurs, láta grafa upp fóikið, er dáið hafði, kryfja það, einkanlega kon- una, og taka það, er honuin fynd- ist rannsóknarvert, seíja í ílát og senda suður landsyíirrétti til yfirskoðunar. Þetta var gert, en vegna þess að efni þau, sem send voru, frusu á leiðinni, var sagt að eigi væri hægt að dæma um það til hlítar, jafnvel þótt sjáanlegt væri eitur eða eitthvert banvæni þar í. D4G1NN, sem uppskurðurinn fór fram í viðurvist 300 manns, gekk hreppstjórinn inilli manna og leitaðist við að fá ein- hvern til að verða þar eftir og hirða skepnurnar, en enginn var til þess fáanlegur að vera þar einn. Kvaðst hreppstjóri ekki mega taka tvo menn upp á ó- myndugra fé; samt lofaði hann mér, ef ég fengist til að vera einn svo sem þriggja vikna tíma, þá skyldi hann útvega mann til að vera með mér eftir það. Ég lét svo tilleiðast og gekk heim og heiman, því að það var önd- vegis tíð. En aö þeim tíma liðn- unx var veðrið einn morgun svo dimt og drungalegt útlits, að ég lét ekki lömbin út, en slepti full- oröna fénu um miðjan dag. Seinni part dags brast á það hvassviðri með fannfergi, að ég hélt ég myndi verða > úti með fénu, en samt kom ég því heirn um síðir. Þessi hríð hélst hér um bil slitalaust í þrjár vikur, og þann tíma var með öllu fyrir það tekið, að ég kæmist heirn á kvöldin. Snjór var svo mikill, að ekkert varð komist nema á skíð- um. Þarna sat ég svo einmana allan þenna tíma, nema hvað Sigurður í Bjarnastaðagerði kom einhvern tíma einu sinni á hverj- um degi með mat handa mér. Ég för ar> veroa Tullviss um - sem og varð að enginn mundi koma inér til hjálpar. Skepnur þær, sem ég hafði að hirða, voru; fjögur hross og eitt folald, tvær kýr og naut mannýgt og 264 kindur, en handa 150 af þeim þurfti ég að bera heyið. Eitt kvöld ætlaði ég ekki að finna bæinn, því að hríðin var svo svört. Á kvöldin voru föt mín klökug og blaut og þurkaði ég þau á bakinu á kúnum, því að þegar hreppstjórinn fór, drap hann eldinn og bannaði mér að kveikja hann aftur. Um tíma reyndi ég að hafast við í fjósinu í auðum bás, er þar var, en fljótt varð ég að hætta við það, því að boli espaðist svo við það, að ég hélt hann mundi slíta sig upp og mölva alt, er fyrir yrði. Nú voru liðnar sex vikur frá því er fólkið dó, og á þeim tíma hafði ég aldrei komið í baðstof- una, en nú hafði ég eigi önnur ráð, en að leita þangað, og var þó hvorki notalegt né skemtilegt að þurfa að vera þar í kulda og myrkri; ekki var um ljós að tala. Þar stóð uppbúið hjónarúmiö fyrir þann, er skepnurnar hirti. Enga skepnu hafði ég mér tií skemtunar, nema tíkina, er aldrei skildi við mig. Fyrsta kvöldið, sem ég kom inn, í baðstofuna, get ég eigi sagt, hvernig ég varð. Ég komst inn að rúmmaranum og hélt mér þar; þá var eins og ég sæi og heyrði kvalirnar í fólkinu, þegar það var að deyja, og sæi þegar það var grafið upp. Viö þetta varð ég svo magnlaus, að ég ætlaði að hníga niður, en þá heyrðist mér vera töluð til mín nokkur orð lágt, en blíðlega; hver þau voru, tilgreini ég ekki hér, en við þau hresstist ég, svo að ég gat rétt mig upp, afklæðst og farið upp í rúmið. Þar lá ég svo stundarkorn vakandi í þungum þönkum, þar til ég soínaði ró- legur. Tíkln ia ofan á fótum mér, og hafði ég mikið skjól af henní. Eftir þetta fór ég ætíð kvíðalaust inn á kvöldin og svaf rólegur á nóttunni. Þarna var ég einn og Ijóslaus þar til níu vikur af vetri, að hreppstjórinn lét kvenmann, — systur Dags sáluga, — koma þangað með börnin. Hreppstjörx kom tvisvar á útmánuðum meö mann með sér til að yfirlíta hirð- inguna, og fékk ég hrós fyrir, og var þó að eins á 13. ári. Hann bað mig að yfirgefa ekki skepnurnar fyrr en þær yrðu boðnar upp. Rétt fyrir uppboðið sagði hreppstjóri mér, að ég mætti taka Jrallegasta gemling- inn, og tók ég þar hvítan geml- ing, eflings kind, en Hólmfríði húsmóður minni fékk hann fal- legustu ána. — Svo ekki meira um þetta.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.