Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐÍ® „Rammur er fjandinn, þegar hann gengur ekki undan eggvopninu.“ væri sízt hjálpar þurfi á þessuru árum, og hugðu, að hann lum,- alðii] á peningum, sem hann gæfi Ingibjörgu, dóttur sr. Þórarins, En fyrir þessu mun enginn fótur hafa verið annar en sá, að Ingibjörg þes'si var brjóstgóð kona og góð- gjörn og hlynti að karli lallt jraö er hún mátti; en hann var við flesta aðra skapstyggur og gust- illur. Sem dæmi um hreykni Þór- ís og yfiriæti er það mælt, að hann hafi sagt við Baldvin son sinn: „Ef leinhver spyr þig að heiti, 'drengur minn, þá skalt þú segja: Hér er Baldvin, sonur Þóris hins mikla skipasmiðs, sem frægastur er á öllum Vestfjörðuim. Kairl hafði verið mjög upp mieð sér af Baldvin og smíðum hans, sem hann og mátti. Hafði hann eitt sinn komið að Látrum til Ásgeirs bónda, er þar bjó, og sá þar ljá einn nýsmíðaðan. Leizt honum hann ófimlega gerður, tekur hann í hönd sér og segir: „Hver hefir nú smíðað þetta andskotans reiðiteikn?“ „Baldvin sonur þinn,“ svarar Helgi bóndi Einarsson, sem þar var nærstadd- ur. Vissi hann raunar vel að Bald- vin hafði ialis ekki smíðað ijá- inn, helduT mælti þetta af glettni sem honum var títt. „Á! á!“ segir þá karl; „Baldvin sonur, þar kló sá er kunni,“ og hælir nú ljánum á hvert neipi. Um bráðlyndi Þóris og fólsku er til sú saiga, að eitt sinir er hann var í Vatnsfirði að smíía fyrir Amór sexæring, er lengi vair þasr tii siðan og nefndur varBarð- inn, og seldur að siðustu til Bol- ungavíkur, kom prestur oft að Mta> á smíðina. Varð þeim þá ein- hverju snmi sundurorða út úr spýtu, sem Þórir vildi ekki nota í skipið og kvað ögæfu valda, ef notuð væri. Því sú var trú ha,ns, að mismunandi hamingja fylgdi hverjum viðarbút. Var það því siður hans, að prófa hvert tré, er hann ætlaði til bátasmíðis, með því að höggva af spæni nokkra og setja á vatn, og ef nú viðurinn var þungur í sér eða óþur, svo að iLía flaut, þá kallaði hann það manndráps- við og vildi ekki nota hann. Þetta þóttu presti hinar verstu hégiljur og hjátrú, sem von var, og varð þeim nú mjög' að orðum. Þrífur Þórir öxi og vill færa i höfuð presti, en Arnór, sem var tiltekið snarmenni snýr þegar vopninu í höndum hans, svo að eggin veit upp og verður þá eigi meira úr þessu. Sem dæmi um léttlieika og snar- ræði Arnórs prests er það sagt, að ei'tt sinn hafi hann beðið mann einn, er talið var að hefði tveggja manna afl, að taka sig ujpp ef hann gæti. Maðurinn hélt mú það, áð hann gæti orðið við svo lítilii bón, að lyfta þessum hempurindli. Því isr. Arnór hiafði verið lekki stór maður. En þetta fór á annam veg en ætla mátti', 'm'aðurinn gat aldreí lyft sr. Aijnóri, því pnest- ur var ávalt fljótari til og lyfti hinum fyr. Um hjátrú Þóris og dráuga- hræðslu eru til mjýmargar sögur og verða þær ekki allar hér tald- ar. Einhverju sinni sniemma vetrar meðan Þórir var í Seli, var hann að smíðum í Reykjarfirði og hafði lokið þeim seint á Jdegi og hélt þá heimlieiðis með verk- færi sín á baki sem leið liggur upp yfir Háls til Þúfna. Þetta kvöld var á logndrífa og mikið 'um rjúpur á Hálsinum, sem flugu fram og aftur og rop- uðu mjög eins og þeirra er vandi í því veöurlagi. Þegar hann kom í Þúfur var hann verkfæralaus, því hann hafði hent þeim, eiinu eftir annað í rjúpurnar, til þes's áð fæla þær frá sér. Verkfærin fundust sum vorið eftir er snjóa leysti, en sum aldrei. Kvað Þórir svo að orði, að vondpr væri fálik- inn, en þá væri rjúpan verri, því hún væri skaðræðisfugl, sem flygi út og inn beint í gegnum lifandi manninin, ef hún þá -ekki værf sá vondi sjálfur i þessu sak- leysisgerfi, sem hann taldi einna .líkiega.st. Miargir höfðu gaman af að glcttaist viö Þóri og ala á hjátrú hánls; var það helzt í Vatnsfirðí, sem hann varð fyrir því, lenda var þiar löngum miargt manna og sumt unglingar, sem leins og geng ur og gerist skemtu sér við það, er tækifæri gafst, að erta karlinn, sökum bráðlyndis hans og eins að búá til reimleikfe, þar sem ailkunn var oftrú hians á þá hluti. I gamla biænum í Vatnsfirði, sem sr. Stefán lét rífa, var fraim- hús eitt, nálega gluggalaust, sem nefnt vaf Skuiggi. Þar stöð fiska- steinn mikilJ, sem lúin var við; skreið flesta daga. Vatnsfjarðar- piltar gerðu það af glettum við Þóri, að maurilda allan steininn með úldnum ýsusporðum og skildu þá svo eftir víðsvegar um gólfið. Skömmu síðar verður Þóri gengið um húsin og sér míaurilda- lögin og hyggur reimleika vejá. Tekur hann þá bjölluna og hring- ir ákaft, en er ekkert skipast við það og maurildin glóa eftir sem áður, sér hann að ekki hlýðir svo búið, snýr til smíðahúss og nær þar í exi sina og heggur henni hart og títt, þiar sem þéttastar voru glæringarnar, en það var 'um miðjan steininn. Þarna heggur nú karl, þar til eggin er öll úr öx- inni. Verður honum þá að orði: „Já, rammur er andskotinn, þieg- ar liann gengur ekki undan egg- vopninu." Einhverju sinni voru þeir Þórir og Baldvin sonur hans að koma úr kiaupstiaðarferð frá Isafirði og voru aðeins tveir á bát. Þegar þeir koma inn fyrir Bæi, hvessir og gerir báru nokkra út úr Lón- inu, sem oft sfceður >og flestir kannast við, er um Djúpið bafa ferðaist. Segir þá karl, að þetta sé sgaldraveður sent þeim til höf- uðis, og spyr Baldvin hvort banni hafi ekki verið beðinn fyrir eitt- hvað á ísafirði. Hann kveður það ekki vera, utan reikninga nokkra frá verzlunum á Isafirði til ým- issa manna í 'Inn-Djúpi. Karl bið- ur hann sýna sér þá, en hinn segir þá geymda í kofforti sínu og nenni hann vart fyrir því að hafa, að ná þeim. Þó verður það úr að þeir skygnast í koffortið, og er þá reiknmgabunkinn þar efstur. Þá segir karl: „Sérðu ekkí helvítis rauðu strikin?" Þá var eigi síður hjá kaupmönuum að umslaga reikninga, heldur voru þeir aðeins brotnir saman og svo lokað með oblátu, og sáust því strik öll í gegn. Karl hefir sennilega álitið þetta galdrastafi, því það verður nú fangaráð hans að grípa höndum undir reikningabunkann og kasta. honum í sjóinn og segir um leið. að ekki skuli þessi fjandi verða til þess að drepa þá. Komust þeir við það heim, og gerðist eigi fleira sögulegt í þeirri ferð. Eftir að Þórir var í Vatnsfjarð- arseli, bjó hann nokkur ár í Vog- umrí ísafirði. Þar var hjá honuin vikapiltur, Þórður nokkur Níels- son. Það var siður Þóris sem annara bænda á þeim tímum, að geym.ai í fekemmulofti reykta mag- ála og brinigukolla, hákarl og þess háttar góðgæti. Veittu þeir það með brennivíni er góðvini bar að garði, eða nieyttu þess sjálfir einir saman á tyllidögum, og hafði húsfreyja engin umráð yfir j>eim matföngum. Þórður mun ekki hafa verið of vel haldinin i matarvist hjá Þóri, og langaði hann oft í magáls eða bringubita, en sá engin ráð til þess að narra það út úr karli. Þá kemur honum eitt sinn að haust- Lagi það ráð í hug, er hainn hugðí. að sér mundi vel gefast. Snarar hann rjúpu í hjöllunum upp frá bænum og nær henni þainn veg lifandi og kemur henni síðian' fyr- ir í lyngkesti, er hafður var til uppkveikju. Þórir verður brátt var við hver vágestur er kominn í köstinin og þykir nú eigi gott til fáðai, þar sem rjúpan olli honum svo hræðslu. Þórðúr var þar á næstu grösum og býðst til áð fjarlægja rjúpuna fyrir hæfilegt endurgjald. Varð það að kaupi með þeim Frh. á 8. síðu. Guðmundur Daníelsson; Ljóð um vorið. Fiðrildin svífa sæl á milli blóma í sólskini kvöldsins þyrst í hunangsveig. Skjálfandi af sælu litlir vængir Ijóma, en loks þegar nóttin kyssir grænan teig fiðrildin hníga í svefn við reirsins rætur og reirinn angar, en döggin hlær og grætur. Á vatninu hvílir dýrð og dalalæða. I draumi við bakkann vaggar sef og stör. Blundandi nótt, frá bláma þinna hæða blærinn að morgni hefur sína för og þúsund bárur á fleti vatnsins vekur. Ó, von, í þínum faðmi er enginn sekur. V En þó er það stundum eins og loftsins ljómi | litist við yztu heiðar feigðarblæ, og andvarinn hvísli fregn af dauðadómi úr dýpstu fjarlægð norðan yfir sæ. Heiðríka vor, þó heitir vindar blaki er haustið að koma lengst að fjallabaki.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.