Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Bifreiðakappakstur. Er hann nokkuð meira en sport og — vitfirring'? IEftirfaraudi grein er efíir þektan danskan verkfræð- ing, sem mikið hefir kynt sér byggingu bifreiða og með- ferð þeirra. KAPPAKSTURSBIFREIÐ EFTIRVÆNTINGIN skín út úr hverju einasta andliti. Hver taug titrar af ofsalegum spenn- ingi. Ailra augu og ailir sjónaukar Stefna að síðustu beygjunni á öku brautinni. Hér fer fram einn stærsti bifreiðaakstur heimsins og nú fara úrslitin að nálgast og la.liir bíða eftir þeim. Hér er háð barátta upp á líf :>g dauða um foringjatitilinn, og hún er ekki laðeins háð milli einstaklinga, heldur — og jafnvel miklu frem- lur — milli þjóða. Vagnar hinna fyrstu eru nú komnir í síðustu hringferðina. — Hvaða vagn kemur fyrst í Ijós, þarna við hina kröppu beygju? Einn hinna þýzku hvítu vagna, blóðrauður ítalskur vagn eða blár franskur. Hver þjóð hef- ir sinn lit. Er þarna eimn vagn — eða eru þeir tveir? Það er ómö"ulegt að sjá. Titrandi bylgja fer um mann_ hafið. Hvítur vagn skýzt eins og ör af boga fyrir hornið. Það er 'Rudolf Caracíola í 'Meroedes Benz vagni. Og þarna, einni vagulengd á eftir honum Tazio Nuvullari í rauðum Alfa Romeo. Umluktir þykku rykskýi þjóta þeir áfram og stefna að markinu. Hávaðinn fer vaxandi. Véla- og hjóliaskrölt- ið verður afskaplegt um leið og þeir fara fram hjá, en svo dregur úr því um leið og þeir fjarlægj- ast. Hraðinn er ótrúlegur. Hjólin virðast ekki koma við hina egg- sléttu braut. Eitt brot úr augnabliki sér mað- ur Caraciola beygðan yfir stýrið. Hann bítur saman tönnunum, titrándi af áhrifum hraðans, hver einasta taug er spent til hins ítr- HSta. Hin skörpu augu hak við gleraugun, sjá ekkert nema hina hvítu rönd fyrir framan bílinn. Hinn eldraúði vagn Nuvullaris er eins og eldrönd úr „rákettu.“ — Hann eykur hraðann eins oghalnn gétur. Með öskrandi hraða þýtur bann áfram. Hann hugslar aðeins eitt, eitt, áfram, áfram, ég skal verða fyrstur. Mannbafið fylgist með, þáð hefir heldur ekiki inemia eina einustu hugsun: Hver verður fyrstur? Hér er háð barátta upp á líf og dauða, um brot úr sekúndu. Hinir vagnarnir virðast tilkomu- litlir, þegar þeir koma eftir þenn- an ægilega spenning. Úrin eru tekin fram. Menn fylgja sekúnduvísinum mieð aug- unum. Eftir finun og hálfa mih- útu eiga þeir aftur.áð fara fram hjá. Hvað er þetta? Vagn Nuvullaris skjögrar. Hiainn verður að draga úr hraðanum. Og loks þjótia þeir yfir mar'klín- una svo að segja hlið við hlið — og þó er Caraciola hálfri viagns lengd á undan. I 4 klukkustundir hafa þeir bar- ist um sigurinn — hverja sekúndu með lífið að veði — og þó varð munurinn ekki meiri. Jæja, munu flestir segja, en eru þessir bifreiðaakstrar nofckuð íannað en leikur með manaslíf? Hiafa þeir nokkra þýðingu aðra, nokikra praktiska þýðingu? Við þessari spurningu er aðeins hægt að gefa eitt svar: Bifreiðakapp- akstrar hafa altaf haft og munu hafa mjög mikla praktisku þýð- ingu fyrir bifreiðaiðnaðinn. Ef þessir kappakstrar hiefðu ekki verið háðir, þá væru bifreiðaimaj ekki eins fullkomnar og raun er á. Fjölda margar uppfinningar hiafa verið gerðar einmitt með kappákstrama fyrir augum — og svo þegar þær höfðu sýnt yfir- burði síma og nota,gildi sitt við kappaikstra, voru þær settiar í venjulegar bdfreiðiar. Hjólin, siem hægt var að taka af, voru t. d. fyrst notuð á kappialkstursbraut, en á þieim hefir það geisilega þýðingu, hve fljótt hægt er að gera við sprungnar slöngur. — Þannijg befir verið um mikinín fjölda af þeim umbótum, sem gerðar hafa verið á bifreiðum á undiainförn'um árum. Aliar hafa þær verið reyndar fyrst á kappakstursbifreiðum. Kappaksturinn er því ekki að eins vitfirt keppni. — Stökk lengra en Skarp- héðinn. Þetta bar til áður en hafskipa- bryggja kom á höfn eina norð- anlands, og fóru menn þá á bát- um fram í skip, sem lágu á höfninni. Eitt sinn lá skip á höfn- inni, og þurfti maður einn að konm'st í bát franx í s’kip. Maður- inn var allfeitur. Þegar hann kom franr á bryggjusporðinn, sá hann að báturinn var nýlagður frá bryggjunni. Sýndist honum ekki meir en meðahnannsverk aó stökkva út í bátinn, og hóf sig á loft. Lenti hann nieð magann á þóftu í bátnum og leið yfir hann rétt sem snöggvast. Þegar hann reis á fætur var báturinn kominn um hundrað faðma frá bryggjunni. Snéri hann sér þá að mönnunum, sem voru í bátnum, og sagði hreykinn: — Þetta var laglega stokkið, piltar! Málsháttur. — Timinn er peningar, sagði maðurinn, sem pantsetti úrið sitt. VEKÐ VIÐTÆKJA EK LÆGKA HÉK A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ÁLF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm víðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarívið er: Viðtækl inn á hvert heimili. Viðtækjaverzlaa Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.