Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 18.10.1936, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 RIFNAR BUXUR ^ Frh. af 3. síðu. borðið var þakið tóbaksösku og korktöppum. Á dívaninum lágu pau Gvend- ur jg Gústa og sváfu. Þau höfðu ekkii farið úr fötunum, en varu hryllilega blygðunarlaus 4 útliti. Sængin lá þversum ofam á þeim. Þórbergur snéri sér undan. Rétt í svip flugu Landeyjarnar í hug hains. Nú vnru þær fjarlægar og þokukendar, óvíst hvort þær væru í ratin og veru til. Svo hreyfði Gústa sig, en við það valt Gvend- ur á gólfið. Þetta varð til þess að bæði vöknuðu. Gústa geispaði. „Helvítis fyllirí á mahni í |gær- kvöldi,“ kvartaði hún út með geispanum. „Já,“ anzaði Gvendur Knútssan, og vair staðinn á fætur. Ilann tók eina tómu flöskuna og kikti niður um stútinn. „Grænt gler, grænt gler,“ stundi hann skáldlega. Síðan saug hanin hainn úr henni dreggjamar. „,Hvar eigum við að eta í dag ?“ spurði hann eftir litla þögn, og leit til Gústu, sem einnig vair staðin á fætur.. .A bótel Berg,“ tilkynnti hún og leit skipandi til Þórbeigs. „Til er ég,“ anzaði Þórbergur. Halnn var alveg orðinn stefnulaus, alveg jafnvægislaus á þessum æf- intýmtejó. „Til er ég,“ orgaði hann út við dyrnar og hló fábjánalega. Látlu seinna var haldið niður á „Berg“. Borðhaldið stóð lengi yf- ir og endaði með því, að Þórbeig- ur borgaði neikninginn. Af litt skiljanlegum ástæðum var nú að eins einn fimmkrónuseÖill eftir í veskinu hans, annars var alt í lagi. „Alt i lagi,“ slagði Þórbergur tilefnislaust að því er virtist. Eitt a'ugnablik fékk hann löngun til þesik að snúa þau hin úr hálslið- unum. Þau voru byrjuð að tala hljóðskraf saman og hlægja að einhverju sín á milli. Halfibætii*. Það er vandi að gera kaffi vinum tfl hæfis, svo aö hinn r éttl kaffikeimur haldi sér. Þetta heffar G. S. kaffi- bætir tekist. Munið að biðja næst nm G. S. kaffibætL Hann sv'íkur engan. Reynið sjðlf. Reynslan m ólýgnust. „Jæja, nú komum við,“ skipaði Gúistia. Og svo urðu þau öll sam- ferðia' upp á Heunagötu. Þaö var klukkan átta. sem bali- ið byfjia'ði í Gúttó. Gvendur iog Gústavoru bæði í stúkunni og þar af leiðandi sjálfsögð á skemtun- ina. Náttúrlega bauð Gústa kær- laStanum. Utan við dyrnar hafði slafnast sægur iaf strákum, sem ekki höfðu inngöngulteyfi. Þeir höfðu sér það til gamans, að gera at í /stúkufólkinu, þegar það ikom, til dæmis pota prikumi í þtúlkum- ar og fá þær til að veinia upp yfir sig. Og ef berrarnir þeinla vildu grípa sökudólginn og refsa honum. Þá vissi enginn hvier ’haínin var, og svo var potað' í herrann, þegar hann snéri við þeim bakinu eða þá sleginn af honum hattur- inn. Og ef herrann var skynsam- ur maður og þekti sína með- borgara, þá flúði hann inn úr dyr- unura, og hrósaði happi yfir því, að sieppa með það, sem komið var. í þessari þvögu varð Þór- bergur viðskila við samferðafólk sitt. Og þegar hann komst inn, húfuiaus og iíla til reikia, var balll- 5ð komið í algleyming. Hann fékk sér sæti1 utarlega á bekk. Inn í miðri hringiðunni þóttist han:a sjá þeim Gvendi og Gi'stu bregða fyr- ir — og dönzuðu tangó! Þantt danz hataðií Þórbergur eins og pestina, því hann komst aidrei in(n í taktton í honum. Takturinm vaar ójafn og vandiasamur. Það var bölvaður danz, tangó. Músikin þagnaði nú augnablik. Gvendur leiddi Gústu til sætis og síðan hljómaði Flygervalsinn út yfir salinn. Nú var um að gera að góma kvenmanninn, áður en Gvendur tæki hann aftur, og Þór- bergur rykti sér með snöggri hreyfingu upp af bekknum. En þá skeði þetta voðalegasta, sem fyrir getur komið í einum danz- sal. Urrandi og langdregið hljóð Skar sig eins og eggjárn gegn íum hávaðanm í kring: „urrrrrrrr“. Þórbergur hvítnaði upp og leit við. Vottur eyðileggingarinnar blasti við honum. Upp úr bekkn- um gægðist lítill lúmskulegur nagli með langan sepa út úr hausnum; á sepanum héngu nokkrir bláir þræðir úr sefjots- buxum. Þórbergur þreifaði i fáti eftir skemdunum. — Dauði og djöfull! Margra tomma löng rifa gleipti hendina á honpm undir eins og hann nálgaðist bakhlutann. Alt í kring um hann var hláturinn byrjaður að suða — suða og suða ,eins og banvænt mý í gul- bleiku, svækjuheitu loftinu. Hann leit í kring um sig, hræddur, varnarlaus; en hvert sem hann leit, stóðu á honum augu, mis- kunnarlaus og hlakkandi, ill- kvittnislegir glampar, sem flöktu alt í kring um hann eins og hann væri úr glæru gleri. Hann hvarfl- aði augunum til dyranna. Þær stóðu opnar eins og náðarfaðmur. Nú var ekki um annað að gera en að flýja. Og Þórbergur beygði höfuðið eins og reiður tarfur og ruddi sér braut gegn um þröng- ina, svamlaði gegn um heilt haf af hæðnisorðum og nístandi hlátrum; stakk sér svo út um dyrnar, bölvaði og hvarf í iröikkr- ið. Niðri á Vestmannabrautinni gat hann farið að hugsa skipu- lega: Hann hafði rifið buxurnar sínar. Hann þurfti að fá viðgerð á þeim. Hann átti fimm krónur í peningum. Það myndi enginn gera vel við buxur fyrir svo lítið. Og þá mundi hann alt í einu eftir Veigu saumakonu. Það var ó- giftur kvenmaður á fertugsaldri og saumaði fyrir lægra verð heldur en nokkur annar. Eftir stutta en eftirvæntingarfulla leit fann hann húsið, sem hún bjó í, og það var ljós í glugganum hennar. Þórbergur barði að dyr- um. Hann var niðurbrotinn á sál og líkama og fanst hann eigin- lega ekkert eiga með að berja á annara manna dyr. Kjarkur hans var mjög að þrotum kom- inn og hann sjálfur í þann veg- inn að laumast í burtu, þegar dyrnar opnuðust. Það var saumakonan sjálf, sem birtist honum. Hún stóð þarna stór og fönguleg á slitnum þrösk- uldinum og lagði á hana daufa Ijósskímu innan af ganginum. Þórbergur bauð gott kvöld. „Gott kvöld,“ sagði sauma- konan. „Er þetta Rannveig saurna- kona?“ „Svo er það kallað.“ „Þú þekkir mig kannske? Það er hann Þórbergur Kolbjöms- son.“ Jú, Rannveig kannaðist við hann. „Ég er kominn til að, — eða er eiginlega með buxur hérna. Ætlaði bara að vita, hvort þú gætir gert við buxur í kvöl'd.“ Saumakonan brást við alúð- lega. „Gerðu svo vel að koma inn fyrir,“ sagði hún. f málrómnum fólst mikil gestrisni. Þórbergur rölti á eftir henni inn ganginn. Rannveig hafði tvö herbergi, saumastofu og svefnherbergi inn- ar af. Fyrir herbergisdyrunum hékk rautt fortjald, sem var hálf- dregið til hliðar. Og það logaði rafmagnsljós i saumastofunni, en í svefnherberginu var rökkur að öðru leyti en því, að birtu lagði inn með dyratjaldinu. Rannveig bauð gestinum sæti á tágastói. „Þú varst með bilaðar buxur, eða hvað?“ byrjar hún, og er þar með komin að efninu. Og hún stendur þarna frammi fyrir honuim og skimaf í kring um sig eftir þessari ógæfusömu flík, reiðubúin tii þess að leggja á hana sínar lægnu hendur. En Þórbergur segir ekkert til að byrja með; það er eins og eitt- hvað sé að bögglast fyrir brjóst- inu á honum, seigur biti eða þess háttar. „Ég er í þeim,“ hrökklast fram úr honum alt í einu. Honum virðist hægja við þetta. Hann drúpir höfði og verður einkennilega fyrirferðarlitill á tágastólnum. En Rannveig sauma- kona hefir ekki lifað í þrjátíu og fimm ár fyrir ekki neitt. Hún er löngu farin að átta sig á hin- um algengustu fyrirbrigðum lífs- ins. „Nú farðu þá bara úr þeim, maður,“ segir hún viðstöðulaust, rétt eins og ekkert sé auðveld- ara fyrir ókunnuga karlmenn en fara úr buxunum inni á sauma- stofu! „Þú getur gjaman farið þama inn fyrir og lagt þig út af meðan ég geri við þær. Ég sé ekki betur en þú sért úttaugað- ur af þreytu." Það færist sjúk- ^legur friður yfir Þórberg við þessi orð, eins konar motstöðu- laus uppgjöf allrar hans karl- mensku. Svo labbar hann inn- fyrir og fer úr buxunum. Hann réttir þær út fyrir dyratjaldið) og svo fer hann úr jakkanum, þvi hann ætlar að halla sér út af, en vili ekki kmmpa fatnað- inn melra en orðið er. Rúmið er mjúkt eins og holdugur faðm- ur. Dálitla stund heyrir Þórberg- ur saumakonuna fitla við skæii og önnur áhöld, en smátt og smátt íjariægist hvert hljóð, unz þau leysast upp í draumræna þögn, og alt máist út. uummunnnmm Atelier Uósmpdarar hafa ávalt forystuna í smekklegri ljósmynda- framleiðslu. Munið það og forðist lélegar eftirlíkingar. Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötit 2, Reybjavik. ririririöiajaacaaiaa

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.