Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ 2 ' Povel Kinch, verkamaður, raun- ar verzlunarþjónn, frá Eyrar- bakka. Hann lagði einnig fram skriflegan vitnisburð um, hvað ungfrú Swartskopf hafði sagt honum um sjúkdómsorsök sína og lýsti því, hvernig hann hafði liðið, þegar hann hefði heimsótt hana vorið áður á Bessastöðum fýrir vini hennar í Höfn, nokkru eftir að hann var kominn til Eyrarbakka. Hann hafði komið til hennar tveim dögum áður en hún dó, sunnudaginn 18. júní (1724), og hafði hún sagt honum greinilega frá, hvernig henni hefði verið gefið eitur í vöflun- um og grautnum og hvað hún hefði heyrt um stúlkuna, sem hún hefði fengið til að borða af grautnum með sér. Staðfesti Kinch framburð sinn með eiði. Fimm dögum síðar, 17. s. m., skipaði konungur, Friðrik 4., þá Þorleif Arasön, prófast í Rang- árvallasýslu, og Hákon Hannes- son, sýslumann s. st.; ransóknar- dómara í málinu, en Sigurð Sig- urðsson, sýslumann í Árnes- sýslu, sækjanda; en að gengn- um dómi í málinu hér, skyldi það þegar í stað lagt fyrir hæstarétt í Höfn. Jafnframt sendi konungur Sigurði vitnis- burði Larsens og Kinche; stað- festa af not. publ. 14. s. m. — Dómendur og sækjandi hittust á alþingi 23. júlí um sumarið og ákváðu að dæma í málinu á þingstaðnum í Kópavogi. Gáfu dómendur út 11. ág. stefnu til margra manna, að koma þangað 29. s. m. — Eftir ósk madömu Pipers 16. s. m. skipaði amtmað- ur Jón klausturhaldara Þor- steinsson verjanda þeirra mæðgna. Kinch var kominn aft- ur til Eyrarbakka og var stefnt eftir kröfu amtmanns, og enn fremur krafðist sækjandi að hann mætti fyrir réttinum, en hann sendi, í þess stað að mæta, staðfest eftirrit af vitnisburði sínum í Höfn, eiðfestum þar. Amtmanni var stéfnt einnig til að hlýða á vitnin og færa fram varnir og lét hann ekki hjá líða að mæta fyrir réttinum þegar fyrsta daginn. "PFTIR AÐ STEFNURNAR og önnur frumgögn höfðu verið iesin upp kom amtmaður fram með þá kröfu. að engin viíni yrðu látin. bera neitt um þetia mál, þar eð það væri í eðli sínu og lögum samkvæmt fyrnt mál, þsr sem meira en eitt ár væri þegar Iic5ið frá dauða ungfrú Swartskopf Sækjandi andmælti og varð nú nokkurt þjark um þetta, unz dómendur feldu þann úfskurð, áð þar sem ekki hefðu verið nema 34 dagar eftir af ári frá dauða ungfrú Swartskopf, er konungur gaf út skipunarbréf sín til þeirra og sækjanda, og vitanlega ómögu- legt að rannsaka málið hér sam- kvæmt þeim bréfum áður en ár- ið allt væri liðið, þá hlýti það að vera vilji konungs, að málið yrði rannsakað samkvæmt skipun- arbréfunum, hvað sem lagaá- kvæðinu liði, sem amtmaður krafðist að farið væri efíir. Nú kom fyrsta vitni fram, sjálfur landfógetinn, Cornelius Wulf. Hann var fyrir á Bessa- stöðúm, er amtmaður kom þar, og hafði jafnan verið þar síðan, hafði kynnst vel ungfrú Swarts- kopf og verið henni hjálplegur trúnaðarvinur í raunum hennar og einstæðingsskap. Hann var maður nokkuð við aldur, kom- inn yfir fimmtugt, meira en tíu árum eldri en amtmaður. Var grandvar og skynsamur dugn- aðarmaður, sem hafði hvers manns virðing, að því er séð verður. Hann var í Höfn vetur- inn 1724—25 og má nærri geta, að honum hefir verið að rninnsta kosti vel kunnugt um, hvað þar hafði gerst um upptök málsins. Hann tók við af stiftamtmanní til heimflutnings og afhending- ar skipunarbréfunum til dóm- andanna og sækjandans (sbr. kvittun hans, dags. 18. maí, á bréfi konungs til stiftamtmanns frá 17. s. m.). Hann lagði nú fram og las upp skriflegan vitn- isburð, dags. 25. s. m. Er harrn 12 þétt ■ skrifaðar síður í arkar- bróti, lengri en svo, að hér verðí sett nokkuð verulegt ágrip af honum. Landfógeti gaf þar all- gi-einilegt yfirlit yfir alt, sem ungfrú Swartskopf hafði tjáð honum um, hvílíkri meðferð hún yrði að sæta af hendi amt- manns og þeirra mæðgna og fleiri á því heimili, um sjúkdóm sinn og orsakir hans, samhljóða því sem hún hafði sagt þeim Larsen og Kinch, um fráfall hennar o. fl. Hann kvað hana hafa fundið sig í þessum erind- um fyrst í nóv. 1723, eftir að öll skip voru farin, og eftir það hefði hann jafnan eftir hvert samtal þeirra skrifað hjá sér það, sem hún hafði sagt í hvert sinn við hann og hann við hana. Vitnisburður þessi var næsta ó- fagur í garð þeirra mæðgna og óþægilegur að ýmsu leyti fyrir amtmann, þótt það kæmi raun- ar berlega í ljós, að Appollonia hefði jafnan borið hlýjan hug til hans og ekki viljað frá hon- um fara, og engan látið á sér heyra, að hún grunaði hann um nokkur banatilræði við sig, Framkoma amtmanns við land- fógeta, er hann varð þess var, að hann vildi rétta ungfrú Swartskopf hjálparhönd,----og ummæli hans síðar um Wulf og þennan vitnisburð hans, í bréf- um til stiftamtmanns Rabens og konungs, eru ekki að sama skapi góð fyrir hann. — Tíu dögum fyrir andlátið talaði hún síðast við Wulf og lét hann hana þá á sér skilja, að hún myndi varla geta átt langt eftir. Hún ráð- stafaði þá ýmsum eigum sínum og hversu hún skyldi búin til grafar; hún vildi láta búa sig brúðarserk sínum, sem átt hefði að vera, pi'ýddan dýrmætum kniplingum, o. s. frv. — Daginn sem hún dó, kom Pipers til hans um kl. 6 síðdegis*) og sagði honum um lát hennar og fékk honum lykilinn að herbergi hennar. Hann gekk inn og inn- siglaði eigur hennar, — en knipplingaserkinn dýra gat hann þá hvergi fundið. — Land- fógeti staðfesti vitnisburð sinn (Frh. á 4. síðu.j *) Landfógeti segir í yfirlýsingu til stiftamtmanns, dags. 21. marz 1725, að Appollonia hafi dáið kl. 5. Sigurður Sigurðsson: Guitar. : : Hér svéif eins og andi að ofan. — k Alt varð svo milt og.svo hlýtt. Ég fann að hún stækkaði, stofan; í strengjunum söng eitthvað nýtt. Eitthvað var komið í kofann, sem konungaslot hefði prýtt. Þú stóðst hér í stofunni minni. Þú stirndir á myndanna fjöld. Það varð bjartara alt hérna inni og uppljómað, grindur og spjöld. Sál mín varð saklaus hjá þinni og syngur með englum í kvöld. Hún yrkir um engil með guitar i við altarið. Ljós eru kveikt. Ilmskálar angandi og hvítar. Upplitið fangandi, bleikt. En skilur þú skáldið til hlýtar, það skáld, er þú sjálf hefir veikt? Heldur þú, kona, að ég kveini í kvæði, en meini ekki neitt? og ég er víst ekki sá eini, sem ann þér, en fáir svo heitt. Lúrir Ijóð undir steini — ég hef lagað það, heflað og breytt. Ég skildi þig skár en þú heldur, ég skildi þín sár eins og mín; hér brann þinn heilagi eldur, hér rann mitt glóandi vín. Hver er ei sorginni seldur? — Sorg er mín borg eins og þín. Þú söngst.eins og Seraf í rökkri. Þú sendir mér himneskan feng. Þú slöngvaðir draumblæju dökkri, nei, dögg á þá slóð, sem ég geng — þú söngst eins og svanur, með klökkri sál, á minn ljóðastreng. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. ■ : :■ -

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.