Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ APPOLLONIA SWARTSKOPF (Frh. af 2. síðu.) með eiði. Menn skyldu ekki halda, að hér eftir hefði verið hægt að bera það upp á þá Lar- sen og Kinch, að þeir hefðu far- ið með fleypur eitt, rógburð og upplognar sakargiftir frá eigin brjósti, úti í Höfn um veturinn, Næsti réttarhaldsdagur var 1. sept. Sækjandi lagði fram mál- skjölin frá Höfn og krafðist þess, að þau yrðu lesin upp þeg- ar, enn ffemur bréf Kinchs frá 27. ágúst og staðfest eftirrit af vitnisburði hans í Höfn, vitnis- burður NielSar Kiers, dagsett þennan sama dag (1) sept.), og konu hans, Þórdísar, dóttur Jóns sýslumanns Eyjólfssonar, dags. 29. ág. Dómendur úrskurðuðu að fresta upplestri þessara skjala, því að þeir prestarnir, séra Björn Jónsson Thorlacius í Görðum og séra Halldór Brynj- ólfsson (sem amtmaður hafði .beðið gefa upplýsingar í mál- inu), voru nú mættir fyrir rétt- inum og kváðust ekki hafa tíma til að bíða. Lásu þeir nú upp vitnisburði sína og staðfestu þá með eiði. Hafði ungfrú Swarts- kopf ekki látið þá á sér heyra grun sinn um eitrið í matnum eða annað illt, sem hún hafði orðið að þola af mannavöld- um, en talað fallega í garð amt- manns. Nú vildi sækjandi láta lesa upp skjölin, sem lögð voru fram. Verjandi heimtaði, að þjónustufólk amtmanns yrði fyrst yfirheyrt. Úr hvorugu varð þennan dag, enda enginn úrskurður feldur um þetta. — Hinn 3. sept. fóru þeir prófast- ur og sækjandi og verjandi út að Hausastöðum til að yfirheyra frú Margrétu Elísabet Boyens, ekkju Ólafs prófasts Pétursson- ar í Görðum. Hafði hún sent fram vitnisburð sinn, dags. 1. sept., og kvaðst engu geta við hann bætt. Næsta dag fóru all- ir inn að Nesi til vísilögmanns, því að hann hafði ekki fótavist; kannaðist hann við vitnisburð sinn, en þegar sækjandi spurði hann um, hvenær Karen Holm hefði komið með Grindavíkur- skipinu, þá kvaðst hann ekki muna daginn. Prófasti þótti þetta óþarfa-spurning, sem ekki kæmi málinu við dauða og dauða-orsök ungfrú Swartskopf. Hákon sýslumaður var því ekki samþykkur. Verjandi mótmælti því, að nokkuð yrði borið fyrir réítinum, sem ekki kæmi aðal- málinu við. Enn kom sækjandi fram með tvær spurningar við- víkjandi komu ungfrú Swarts- kopí að Bessastöðum og líðan þar. Svaraði vísilögmaður þeim ekki og sögðu dómendur þær ekki koma aðalmálinu við. Nú spurði verjandi hann, hvort hann vissi til þess að nokkur væri valdur að dauða ungfrú Swartskopf. Kvaðst vísilögmað- ur ekki vita til þess, en um orðasveim um vöflur og graut og þess háttar vildi hann ekki bera vitni. Síðan staðfesti hann vitnisburð sinn með eiði. Því næst las frú Þórdís upp sinn vitnisburð og saðfesti með eiði, en þá vildu þeir prófastur, verj- andi og amtmaður ekki vera við. — Næsta dag, 5. sept., mót- mæltu þeir amtmaður og verj- andi þessu réttarhaldi með frú Þórdísi svo sem ólöglegu. — Voru nú loks lesin upp máls- skjölin frá Höfn. Amtmaður vitnaði til mótmæla sinna í öndverðu, og sækjandi vildi nú lesa upp bréf Kinchs frá Eyr- arbakka og vitnisburði þeirra hjónanna í Nesi. Amtmaður spurði þá sækjanda, hvort hann þekti rithönd Kinchs; hann kvað nei við, en sagði að skjalið hefði hann tekið úr innsigluðu umslagi, sem hefði verið lagt fyrir réttinn af tilgreindum manni. — Verjandi mótmælti því fastlega, að vitnisburður Kinchs yrði lesinn upp; honum hefði ekki verið stefnt sem vitni, heldur til að heyra vitn- isburð annara og síðan þola sinn dóm fyrir það, sem hann hefði borið í Höfn. Amtmaður tók í sama streng og mótmælti upplestri bréfsins frá Kinch. — Dómendur úrskurðuðu að skjölin skyldu lesin upp, en síðan dæmt um gildi þeirra fyr- ir málið. Næsta dag, 6. s. m., var bókað það sem gerst hafði daginn áður og úrskurðurinn lesinn upp. Verjandi mótmælti enn kröftuglega, og sömuleiðis amtmaður, að hlýða á bréf Kinchs, og þegar sækjandi krafðist upplestursins eftir lög- um, þá fóru þeir út. Var nú bréfið lesið upp og var raunar ekki annað en staðfest eftirrit af vitnisburði hans í Höfn, svo sem getið var um áður. Var nú kallað á þá amtmann og verj- anda aftur til þess að hlýða á vitnisburð vísilögmanns. Hann hafði verið austur í Árnessýslu meðan ungfrú Swartskopf lá veik, komið heim sama kvöld- ið, sem hún dó, og frétt þá lát hennar; þau hjónin hefðu farið yfir að Bessastöðum til að kistu- leggja hana; lýsti útliti líksins; skýrði frá komu sinni þangað áður, er ungfrú Swartskopf var hraust, og að þá hefðu þau amt- maður setið saman við matborð- ið og síðan hefði hann teflt skák við hana og beðið sig að gera það einnig o. s. frv. Var þessi vitnisburður að öllu leyti þægi- legur í garð amtmanns, en þó mintist vísilögmaður á atvik, sem komið hafði fyrir eitt kvöld og sýndi að eitthvað dapurlegt var um hagi veslings Appoloníu; hann hafði heyrt hana vera með hávaða fyrir utan norðurglugg- ann, hágrátandi, með kertisskar í hendinni, og hefði hún fleygt því frá sér. Ekki vissi hann til, að hún hefði gert neitt fyrir sér, en eftir þetta borðaði ungfrú Swartskopf eigi með þeim amt- manni. — Af vitnisburði land- fógeta má sjá, hvernig þessu var varið. Kvöld eitt var kerti hennar nærri útbrunnið og gerði hún boð eftir ljósi, en fékk ekki; fór hún þá sjálf út fyrir gluggann hjá amtmanni og bað hann vinsamlega um ljós til að lesa við kvöldbænir sínar; hann bað hana fara frá glugganum og kvað hún skyldi fá ljós. Ekki kom það að heldur. Hún bað þá stúlku, sem var hjá henni, að fara og biðja um ljós, en stúlkan kvaðst ekki þora að gera það. Þá fór hún litlu síðar að glugganum og bað að nýju um ljósið. Þá sagði amtmaður: „Djævelen besætte dig!“ og fór yfir í herbergið til hennar og barði hana. Skýrði hún landfó- geta frá þessu næsta dag og sýndi honum handleggina á sé.r, sem allir voru bláir og gulir. Bað hún landfógeta láta sér eftir eitt af herbergjum hans, svo að hún gæti verið alveg laus við amtmanns-fólkið, en það þorði hann ekki fyrir amt- manni að láta eftir henni. Seinna sannfærðist hún um, að þetta hefði alt verið gert að yfirlögðu ráði til þess að hún skyldi ekki borða framar með amtmanni. Er greinlega skýrt frá þessu öllu í vitnisburði landfógeta. en ungfrú Swartskopf kom, hafi madama Holm, nú Pipers, sent Maren Jespersdóttur til Þórdís- ar og beðið um saumnálar og þráð, jog það hefði hún fengið; síðan hefði Maren óskað að tala við hana í einrúmi; þá hefðu þær farið inn í svefnherbergi frúarinnar og þar hefði Maren sagst eiga að bera frú Þórdísi kærlega kveðju frá madömu Holm og spyrja hana að, hvort hún gæti ekki útvegað henni svo kröftugan galdramann, að hann gæti tortímt ungfrú Swartskopf,' áður en hún næði að komast í land. Frú Þórdís hafði ekki tekið þessu vel. Mar- en hefði þá sagt, að ekki þyrfti að vera neitt undir því komið, hversu mikið þetta kostaði, því að amtmaður skyldi borga það alt. — Hann hefði nú raunar ekki verið heima þá, eftir því sem frú Þórdís vissi bezt. — Nú lét verjandi lesa kröftugt mótmælaskjal frá sér gegn öll- um slíkum vitnisburðum, sem ekki kæmu aðalmálinu við, og væru þar að auki fyrndir. Því næst var lesinn vitnisburður prófastsekkjunnar á Hausastöð- um. Var hann góður og mein- laus; ungfrú Swartskopf hafði ekkert talað við hana um grun- semd sína og ekkert hafði sést grunsamlegt á líkinu o. s. frv. — Næsta dag (8. sept.) var þjónn amtmanns yfirheyrður og bar alt honum í vil og þvert á móti því, sem Appolonía hafði sagt þeim landfógeta, Larsen og Kinch, og í sömu átt gekk vitn- isburður Gunnhildar Hemings- dóttur, vinnukonu amtmanns, 10. s. m., unz sækjandi lagði fyrir hana þá spurning, hvort ungfrú Swartskopf hefði ekki verið fyrirlitin af heimafólki amtmanns alt þangað til hún Ú ÁTTI að lesa upp vitn- isburð frú Þórdísar. Þá mótmælti verjandi því, að það yrði gert, svo framarlega sem það hefði verið gert löglega í Nesi; kvaðst þó vilja heyra það úr honum, sem kæmi aðalmál- inu við, ef Hákon sýslumaður þá vildi taka þann úrskurð sinn aftur, að vitnisburðurinn hefði verið löglega lesinn í Nesi. Var nú vitnisburðurinn lesinn upp aftur og má nú 'sjá af hverju var sprottinn mótþrói þeirra gegn því, að hann yrði lesinn upp. Fyrri hlutinn var líkur kafla í vitnisburði vísilögmanns, um líkið og kistulegginguna, en svo kom skýrsla um það, að áður Ninnist nierbis- daga í lífi yðai með pví að láta taká af yður nýja ijósmynd á ljósmyndastoíu SiQDrðar fiuðnmndssonar Lækjargötu 2. Sími 1980.. Heimasími 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.