Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.02.1938, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þormóður frá Djúpi: SÓKN NORÐANHRÍÐIN æddi í gegnum þorpið eins og óargadýr, hún reif möl og sand urpp úr óþrifalegum götunum meðan til vanst, síðan fór hún að leggja niðúr þúsundir og miljón ir snjokorna og að síðustu skildi hún þar eftir mittisdjúpa skafla fram undan hverjum hús- 'gafli. 1 1 Hún þréif í upsir húsanna svo íllyrmislega að brast og brakaði i hverju tfé, og fólkið sem þar svaf fyrir inhan hrökk með and- ffeelúm upp’ úr sætum svefni og sælum drauœum eða vansæl- um,' draumum um káta drengi í trollarahúxum og færeying, draumurrí1 fullum af neyð og ótta, draúmum um himneska gleði og eilífa hvíld. Allt eftir því hvort viðkom- andi var 'ungur eða gamall, rík- ur eða snáuður, karl eða kona. En alveg var það sama hvort heldur ýar pg hvað hverjum og einum háfði í drauma borið, ölíum 'var eitt sameiginlegt, þeim gekk illa að sofna aftur. Veðurdýnurinn með sínum óræða ótta um það, að nú væru einhvers staðar að rætast ill- spá öríög hrakti svefninn burt af ungum og gömlum. Ég hrökk líka upp, mig hafði einnig verið að dreyma. En hvað? Ég mundi það ekki. Ög þó, jú, mig hafði verið að dreyma stóp og dökk augu, blíð- leg augu, sorgbitin augu, sem 'Íýsfu söknuði og þrá, skelíing og kvöi. En hver átti þessi augu? Einhver stúlka? Uss nei. Einhver kunningi eðú vinur? Ef til vill. En þar hafði ég það, það var hann Krummi sem átti þessi augu. En hver er þá Krummi? Hann er hestur, stór brúnn hestur, sem ég þekkti einu sinni mæta vel, því ég hafði riðið honum með í þrjú sumur og verið alúðarvinur hans öll árin, sem ég var hjá Einari gamla í Botni. Þú varst mér hálfgerður hrekkjalómur í þá daga Krummi minn, þó að þú værir orðin 12 vetra. Einkum var þér illa við að láta taka þig í út- reiðartúra á sunnudögum og eins á morgnana þá vikuna sem kaupamaðurinn var. Þú vissir mjög vel, að þá átti að leggja á þig reiðing, gyrða þig með hörðum og mjóum gjörðum og láta þig bera þungt og blautt hey. Það var einstakt hvað þú varst hrekkjalegur í augunum þegar Einar gamli ætlaði sjálf- ur að ná þér. Hvað þú lagðir háðslega kollhúíur þegar hann fór að rétta til þín hendina og kalla: „Krummi minn! Ó bless- aður kallinn. Ójá, kallinn. Þessar gælur létu þér í eyrum sem ,,músik“ er þú fannst þig' skyldan til að dansa eftir. Þú danzaðir líka fegur en nokkur gljástrokinn tízkuhrókur. Með reistu höfði og stæltum fótum brokkaðir þú yfir dögg- vott grængresið, pg gættir þess ávalt að milli þín og mannsins væru 2—3 skref'/ hvorki meira né minna. Þegar Einar tók að mæðast og illskast og kalla: ..Stattu kjur andskotans bykkjan! Heyrirðu ekki helvítis bölvaður jálkurinn þinn?“ Þá hreint og beint hlóstu út :að eyrum, og ég held næstum því að þú hafir' rekið út úr þér tunguna eins og hæðinn strákur. Þetta voru reikningsskil ykkar. Þú varst alltaf að borga reikninga, því þú varst skilvís Og vildir að hver fengi sitt. Þegar ég kom til þín- fyrsta kastið, niðurlútur og lafhrædd- ur, með snærisspotta í vasan- urn, þá stóðstu kyr eins og þúfa, hallaðir eyrunum fram og horfð- ir niðurlútur á mig spurulum augum, rakst snoppuna að vit- um mér, líkt og þú vildir segja: „Hvað er þér á höndum litli karl? Það er óþarfi að vera svona óttasleginn, ég er ekki illur í mér. Ég veit þú munir vera með snæri í vasanum, en • þér er veikomið. að hnýta því upp í mig ef þú gerir það ekki mjög fast. Þegar við fórum að kynnast betur, þá hætti ég fljótt að vera hræddur við þig, enda sýndirðu mér aldrei annað en gæði. * Eg verð aldrei svo gamall að ég muni það ekki hvað þú stundir sárt, þegar verið var að gyrða á þér reiðinginn og láta upp á þig blautu sáturnar, þú stundir svo sárt og lengi eins og sá einn gerir, sem gefið hefir upp alla von. Hvað þú varst þyngslalegur og daufur í aug- unum þegar þú styldraðir af stað með flipann niðri við jörð og máttlaus eyrun, sem slettust fram og aftur eins og á kjánalegri belju. Það var ekki mikill vandi að sjá það, hvað þú tókst þetta alit nærri þér, hvað þér þótti tilveran öll lítilsvirði þessar stundir. Ég kveið einnig sjálfs míns vegna fyrir þessum vota- bandsdögum, sem kaupamaður- inn var, því þá varð ég að ganga með, og það er þreytandi fyrir 10 ára strák að labba allan dag- inn, jafnvel þó að hann megi ríða á reiðing aðra leiðina. Sjaldan var samkomulagið stirðara milli ykkar Einars, heldur en þegar hann var áð járna þig, sem oft henti, því þér var gjarnt til þess að setja undan þér skeifuna eins og iðu- lega á sér stað með rÖska skeið- hesta. En gamli maðurinn aftur á móti upp á stóð það, að þú sett- ir undan þér járnin viljandi, af bölvuðum ékki sens hrekkjum og ónáttúru. Hann var því ekki mjúkur á manninn, þegar hann þurfti að járna þig, enda varst þú sjaldnast í góðu skapi held- ur undir þeirri athöfn. Raunar prjónaðir þú ekki hátt eða ósk- apaðist mikið, en þú varst ljóf- uf á svipinn og hafðir sérstakt lag á því að kippa fætinum und- an högginu, svo að haniaririn hitti annaðhvort alls ekki nagl- ann eða þá einhversstaðar ut- an í hann Svo að hann hlykk- bognaði. Þegar gámli maðurinn vár farinn að bölva hressilega, lemja þig í síðurnar með hamr- inum og hóta þér hnút, þá var tilgangi þínum náð, þá hvarf áf þér hrekkja- og þrjóskusvipur- inn og þú hálflygndir augUnum, rakst nasirnar í hálsakot mitt, sem hélt í þig, og rumdir nota- leg'a, rétt eins og' þú vildir segja að þetta gæti nú verið nóg í dag. Gamli Einar lét það oft í Ijós að hverjum öðrum hesti með þínu skaplyndi væri hann fyrir löngu búinn að farga og hafði það meir að segja stundum alv- arlega við orð' hvað þig snerti. En hann sagði að ekki væri hægt að ganga fram hjá því, að þú hefðir meira vit en flestir rnenn, fyrir utan það að vera snildar reiðhestur. Þess vegna færi það líklega svo að hann nennti ekki að vita þig í annara eign, þrátt fyrir alla þína hrékki, partísku og ónáttúru. Þú hefir vafalaust verið upp- áhalds- og eftirlætisbarn í upp- vextinum Krummi minn, og hef- ir saknað þess þegar þú komsf til Einars. Raunar held ég að hann hafi nú aldrei farið verulega illa með þig, nema ef það skildi Vera þegar hann. var að lána þig ofan í þorpið til útreiðar á sunnudögum. En hamí var bráð- lýiídur og átti ekki til þá blíðu, •sém þú þráðir svo mjög. Þess végna muntu hafa tekið svo miklu ástfóstri við mig, að þar fahnstu lund sem þú gast laðast að. Enda reyndi ég að vera þér eins góður og ég íramast gat. Ég snýkti handa þér sykurmola og bráuðskorpur og gckk með ullarlagða í vösunum, til þess að troða undir gjarðirnar á reið- irígnum þínum, þegar ég' hélt að þær rheiddu þig. ' Ég talaði líka mikið við þig? já ósköpin öll, því þar varst það ]pú einn, sem ég gat trúað fyrir rníríum umkomulausu sorgum. ' Þú hlustaðir á mig ávalt, með iríestu eftirtekt í stóru brúnu augunum, . sem skinu full af skilningi og samúð, meðan þú smó nartaðir í mig með tönn- unurn, það var þinn háttur að þaklca fyrir þig með. Máske hefir þú líka verið áð benda mér á, að ég skyldi bara bíta frá mér, en til þess var ég ekki fær í þá daga, en þú hefir ef tii vill viljað kenna mér það. Óteljandi voru þær minn- ingar, sem vöknuðu í huga mínum þessa hríðarnótt, og all- ar snérust, þær um Krumma — þenrsa fagra vin, svo vitr- an og mannlega skapifarinn sem veitt hafði mér svo margar gleðistundir með vináttu sinni og fráleik. En af hverju er mig að dreyma þig núna? Ertu nú einhvers staðar að borga síð- asta reikniuginn? Er andi þinn á sveimi í kringum mig? Ertu að heilsa mér eftir langa fjar- veru, og jafnframt að kveðja mig í síðasta sinn? Ég fór að hlusta og horfa út í dimma nóttina. eins o gég ætti liálfvegis von á því að heyra hnegg þitt í skvaldri hríðarinn- ar eða sjá augu þín í herbergis- hornunum. Ég mintist þess með ótrúlegum sárindum eftir öll þessi ár, hvað við höfðum kvaðst með miklum trega. Ég mundi það vel, að lengi hafði ég gengið með þá hugmynd- 1 kollinum, að verða ríkur, bara Framh. á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.