Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Issue
Main publication:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Page 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 08.05.1938, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐH) AFMÆLÍÐ H4NS DÓR4 LITLA Frh. af 3. sfðu. una undan koddanum, fékk Dóra litla hana og sagði: „Eigðu þetta skinnið mitt, — þú getur notað hana á sunnu- dögum. Hann hljóp upp um hálsinn á henni og kyssti hana marga kossa á hrukkótta kinn- ina. Svo fór hann úr gömlu peysunni og klæddi sig í þá nýju og horfði hugfanginn á rauðu rendurnar. Þá kom Lína með ljómandi fallega rósaleppa, rétti honum og sagði: „Hérna Dóri minn. — Hafðu þetta, þó það sé lítið.“ Dóri kyssti hana líka, en þó með hálfum huga. Hann var dálítið feiminn við Línu, því að hún hafði komið til Eysu um haustið, og honum fannst hún alltaf vera hálf ókunnug. Svo leið dálítill tími. Þá sagði Sigurður vinnumaður: — „Komdu hérna Dóri minn,“ og þegar hann kom til hans, gaf hann honum ljómandi fallegan vasahníf, með brúnu skafti og nýsilfurhlýrum. Dóri þakkaði fyrir með ljómandi augum, velti hnífnum fyrir sér svolitla stund í lófa sínum og þaut svo fram í eldhús. Hann varð að ná sér í spýtu, til þess að reyna í honum bitið. Þegar hann kom inn aftur settist hann á rúmið sitt og fór að tálga. Við kaffið og lummurnar hafði færst værð yfir fólkið. Húsfreyjan og Lína tóku prjónana sína, en Sigurður bók ofan af hillu, og fór að lesa. Samt leit út fyrir, að Ólafi bónda væri eitthvað mikið niðri fyrir. Hann strauk skeggið og gaut augunum í sífellu útundan sér á Dóra litla. Hann hafði víst ekki alt af verið góður við hann, skinnið litla. Ónei, það gekk nú svona í henni veröld. Það var eins og eitthvað hefði bráðnað innan í honum við heitt kaffið, og þegar hann sá gleðina og þakklætið á andliti drengsins, fékk hann alt í einu löngun til þess að gefa honum eitthvað líka. Hann var nú orð- inn gamall og átti líklega ekki langt eftir ólifað. Það gat verið að drengurinn mundi þá hugsa svolítið hlýlegar um hann. Ójá. Skyldu þau ekki reka upp stór augu í baðstofunni, ef hann kallaði nú á Dóra og gæfi hon- um spegilfagran tveggja króna silfurpening? Hann fálmaði með hendinni undir sængurhornið, þar sem hann átti sokkbol hálf- an af silfurpeningum; svo sagði hann: „Dóri!“ Allir litu upp. „Findu mig hérna, Dóri litli.“ Dóri lagði frá sér hnífinn og gekk að rúminu til hans. Þá fékk. hann honum þegjandi 2 krónu pening. Dóri varð mállaus af undrun og horfði eins og í leiðslu á peninginn, þangað til fóstra hans sagöi: „Ætlarðu ekki að þakka fóstra þínum fyrir, hróið mitt.“ Þá loksins skildi hann, að Ólaf- ur hafði gefið honum pening- inn. Hann beygði sig með hálf- gerðum hryllingi yfir rúmið. Þegar hann kysti Ólaf á kinn- ina, fann hann að þar var ekk- ert eftir annað en skinnið og beinin, svo magur var hann orð inn. Það var steinhljóð í baðstof- unni. Húsfreyjan og Lína höfðu lagt frá sér prjónana og Sigurð- ur sezt upp í rúmi sínu. Ólafur naut þess að sjá hvað hissa þau voru; á dauða sínum höfðu þau frekar átt von heldur en þessu. „Viltu nú ekki lesa eitthvað upphátt fyrir okkur í kvöld, Sigurður minn,“ sagði hann, „mér finst vera orðið svo langt síðan þú hefir gert það.“ Sigurður játaði því og fór að lesa. Þannig leið kvöldvakan, þang að til húsfreyjan slökti ljósið og þau háttuðu. Þegar Dóri litli var afklæddur, hafði boðið fóstru sinni góða nótt og var búinn að kúra sig niður undir sænginni fór hann að hugsa um viðburði dagsins. Þetta var skemtilegasti dag- urinn, sem hann hafði lifað, fanst honum. Allir höfðu verið svo undur góðir við hann og gefið honum eitthvað í afmæl- isgjöf, meira að segja fóstri hans. Hann var kannske ekki eins vondur og hann hafði hald- ið. Svo las hann bænirnar sínar og Faðirvorið og að lokum bað hann guð að fyrirgefa Ólafi alt ilt, sem hann hafði gert, og taka hann til sín þegar hann dæi. Skömmu seinna var hann sofn- aður, og hann brosti í svefnin- um, því að undir koddanum hans lá spánýr vasahnífur og spegilfagur tveggja króna silf- urpeningur. í hinum enda baðstofunnar er Ólafur bóndi að berjast við andvökuna. Svitinn bogar af honum og hann stynur annað slagið. Hann liggur á maganum og teygir hægri hendina inn undir sængurhornið, þar sem silfurpeningarnir hans liggja, — ávöxtur hálfrar aldar strits og stríðs. Það er eins og honum sé fró að því að þreifa á sokkbolnum, hann veit þá, að þeir eru þar allir skínandi og fágaðir. En svo rankar hann við sér. Þeir voru þar ekki allir; einn vantaði, og það var autt rúm eftir hann í hjarta hans. Hvers vegna hafði hann verið að gefa Dóra péninginn? Hafði hann ekki unnið fyrir honum með hálfrar aldar súrum svita? Ekki þarfnaðist Dóri hans sér til huggunar. Hann lá ekki andvaka og kvaldist. Nei, Dóri hafði ekkert með hann að gera. Ólafur stynur og byltir sér, en alt í einu skýtur upp hug- mynd hjá honum. Hann verður að fá peninginn aftur hvað sem það kostar. Hann sezt upp. í baðstofunni er koldimt. Hann hlustar. Gamla klukkan á veggnum yfir kommóðunni segir tikka-takka-tikk-takk. — Vindurinn nauðar þunglyndis- lega á þekjunni. Svo fer hann fram úr. Hjartað berst í brjósti hans af áreynslunni, það brestur í hverjum lið og hann titrar eins og strá fyrir vindi þegar hann gengur fram gólfið. Nú brakar í fjöl undir fæti hans. Hann stanzar og hlustar, svo heldur hann áfram að rúminu til Dóra litla. Hann stingur hendinni undir koddann og finnur peninginn. Það er eins og einhver sælutil- finning læsi sig um hann all- an frá silfrinu. Þegar hann gengur til baka inn gólfið finst honum hann vera orðinn svo léttur á sér. Þrautirnar eru horfnar. En þegar hann kemur að rúminu, er líkt og verið sé að teygja hann og toga sundur og hann svimar. síðan heyrist lágur dynkur. Það er að byrja að birta. Stjörnurnar fölna smám saman fyrir grágrænni dagsskímunni, sem teygir sig lengra og lengra upp á himininn. Hann hafði stilt upp og birt undir morguninn og rúðurnar í baðstofuglugganum voru loðn- ar af hélu og þar eru hlutirnir að smáskýrast og taka á sig sína réttu lögun. Guðný húsfreyja sezt upp í auðu rúminu, hún teygir úr sér og geispar. Svo fer hún að klæða sig. Það var svo hljótt í baðstof- unni, skyldi Ólafur sofa. Hvað var þetta? Hún flýtti sér að rúminu til hans. Hann lá á grúfu fram yfir það kaldur og stirðúr. Hvað í ósköpunum hafði maðurinn verið að gera niður á gólf ? Guðný lyfti líkinu hægt og gætilega upp í rúmið. Það var svo létt, svo undarlega létt. Þá sá hún glampa á eitthvað í annari hendinni. Hún rétti úr stirðnuðum fingrunum, og út úr lófanum valt spegilfagur tveggja króna silfurpeningur. Guðný horfði svolitla stund á peninginn, svo tók hún hann, gekk að rúminu til Dóra litla og stakk honum inn undir koddann. Síðan fór hún út að glugga og blés á eina rúðuna, þangað til kominn var á hana kringlótt- ur þíður blettur. Úti var alt grátt, nema hamrabeltin í brekkunni á móti. Tárin runnu eitt og eitt niður hrukkóttar kinnarnar og féllu á hnýttar, vinnulúnar hendur hennar. Hann hafði verið maðurinn hennar í rúm þrjátíu ár....... Svo þurkaði hún framan úr sér á svuntuhorninu og vakti Línu og Sigurð. IIII!IIIIIIIIII1IIII!I Verð viðtækja erlægra hér á landi, en í öðrum lönd- um álfunnar. Vitækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, pegar bil- anir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu pess og til hagsbóta útvarpsnotendum. — Tak- markið er: Viðtæki inn á hvert— heimili. Viðtœkjaverzlun ríkisins, Lækjargötu 10 B. — Sími 3828.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.