Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 1
SUNNUDAGINN 26. JUNI 1938 V. ARGANGUR 26. TOLUBLAÐ AIÞÝÐDBLAÐIÐ Þættir iim eyfirzk alfiýðuskáld: Árni Eyjafjarðarskáld og afkomendur hans. (Nl.) því hún hefir tungur tvær as talar sitt með hverri. Frá Jóhannesi Árnasyni. Jóhannes ólst upp með móðurömmu sinni, Ingveldná Kambi, unz hann missti hana 8 ára gamall. Fór hann þá að Stór- hamri og var þar með föður sínum um hríð. Síðar var hann nokkur ár með móður sinni og stjúpa á Hálsi, en fór þá aftur til föður síns, sem þá var fluttur að Garðsá. Þaðan fór hann austur á Eskifjörð og gerð- ist skrifari hjá Jóni sýslumanni Sveinssyni, nun hann hafa átt heima í Múlasýsl- um upp frá því. Hann kvæntist Krist- björgu Jónsdóttur frá Nefbjarnarstöðum í Hróarstungu og áttu þau mörg börn. Með- barna Jóhannesar var Sigurður fóta- . Hann missti fæturna um ökla og gekk á hnjánum úr því. Hann skrifaði upp mikið af rímum og sögum og þótti vel gef- inn. Eitthvað af börnum hans mun hafa farið vestur um haf. Ein dætra Jóhannesar hét Ingveldur. Hún ólst upp í Berufirði hjá séra Pétri Jónssyni. Hún var hagmælt og þótti vel gáfuð. Ingveldur giftist Antoníusi Eiríkssyni á Steinaborg á Berufjarðar- strönd og fluttist með honum vestur um haf árið 1879. Þau áttu fimm dætur. Ing- veldujf dó 3. jan. 1907. Jóhannes er talinn hafa verið góðskemmt inn eins og Árni faðir. hans, sérstaklega vandaður 1 öllu dagfari og hvarvetna vel kynntur. Fátækur var hann alla æfi, enda meir hneigður til bókar en búsýslu. Hann var skrifari ágætur. Eru nokkur eigin- handarrit af rímum hans og fleiru varð- veitt í handritasöfnum Landsbókasafns- ins. Jóhannes var lipur hagyrðingur og orti mikið. Til eru eftir hann þrír rímna- flokkar, Ármannsrímur, 15 að tölu, rímur af Sálusi og Nikanór, 14 að tölu, Agata og Barbara, 7 rímur, auk þess einstakar rím- ur, tækifærisvísur, kvæði og bragir af ýmsu tagi. Jóabragur hans er prentaður í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1923. Jóhann- es kastaði fram stökum við ýms tækifæri eins og Árni faðir hans og gat verið mein- yrtur þegar því var að skipta. Þessa vísu kvað hann eitt sinn um stúlku nokkra, er Guðný hét: Ekki Guðný er mér kær, þó aftur hnakkann sperri, Þegar Jóhannes hugsaði til kvonfangs var hann fátækur mjög, og var því hrepp- stjóranum í sveit hans ekki um það gefið, að hann festi sér konu, eins og oft bar við á þeim tímum. Þá kvað Jóhannes meðal annars stökur þessar: Gott til ráða ekki er Ulli fyrir brjóta: Hreppstórinn því hamlar mér hjónabands að njóta. Djarft um tala má sá mann, mengi rétt ég segi, jarðnæði því hefir hann hreppt á nótt sem degi. Stærst safn af kvæðum Jóhannesar er í handriti Sigmundar Long, sem áður er getið. Nokkur kvæði hans eru í eiginhand- arriti í ÍB 155, 8vo. í mansöng 6. rímu af Agötu og Barböru, sem ortar eru árið 1803, segir Jóhannes nokkuð af uppvexti sínum og dvalarstöðum. Kveðst hann þá vera rúmlega tvítugur að aldri. Jóhannes varð gamall maður. Hann dó í marzmánuði 1856, að því er Ingveldur dóttir hans hef- ir sagt Sigmundi Long. Sigluvíkur-Sveinn. Sveinn Sveinsson var dóttursonur Árna Eyjafjarðarskálds eins og áður er getið, fæddur í Hleiðargarði 10. febrúar 1831. Foreldrar Sveins eldra hétu Eiríkur Jóns- son og Herdís ívarsdóttir. Þau voru ógift. Sveinn Eiríksson var vinnumaður á ýms- um bæjum í fram-Eyjafirði, þótti vífinn nokkuð og var kallaður Kvenna-Sveinn. Hann dó úr ,,limafallssýki“ 16. jan. 1840, aðeins 35 ára að aldri, og var þá niðursetn- ingur á Krýnastöðum. Sigluvíkur-Sveinn átti heima á ýmsum stöðum í Eyjafirði og víðar. Var hann ým- ist vinnumaður, lausamaður eða í hús- mennsku, en fékkst aldrei við búskap og eigi heldur eftir að hann kvæntist. Kona hans hét Hólmfríður Jónsdóttir og mun hafa verið ættuð að austan. Þau felldu lítt skap saman og varð hjónabandið eigi ham- ingjusamt. Skildu þau samvistir eftir nokkur ár og fór Hólmfríður þá austur á land með dætur þeirra tvær, Albínu Svan- fríði og Kristínu. Nokkrum árum síðar fóru þær mæðgur allar til Ameríku. Þar dó Kristín litlu síðar, en Albína Svanfríð- ur var þar á lífi til skamms tíma. Eftir að Sveinn varð einn síns liðs, dvaldi hann á ýmsum stöðum eins og áður og var m. a. margar vertíðir í hákarlaleg- um. Um eitt skeið átti hann heima í Siglu- vík á Svalþarðsströnd og fékk þá viður- nefnið Sigjuvíkur-Sveinn. Sveini er þann- ig lýst, að hann hafi verið maður í hærra lagi, en spemma orðið nokkuð lotinn, fremur fríður sýnum, hár og skegg dökk- jarpt eða svart, náttúrugreindur, glaður og léttur í lund og laginn til starfa. Hann var maður vinsæll og þótti skemmtilegur gest- ur, ræðinn og fjörugur, kvað oft rímur fyr- ir menn eða skemmti með vísum sínum, kunni vel að segja frá því, er fyrir hann hafði borið, og hafði glöggt auga fyrir broslegum atvikum. Segir svo gamalt fólk, sem man Svein, að það hafi jafnan verið tilhlökkunarefni, þegar hans var von, því alltaf hafi fylgt honum fjör, kveðskapur og kæti. Til er lýsing á Sveini, ort í gamni af Óvídá Jónasdóttur í Hvammi í Höfða- hverfi, og átti þá Sveinn heima í Keflavík, að því er segir í lýsingunni. Vísurnar hljóða svo: Bratt með enni, brúnastór, blágrá augu, stála Þór, hálfbratt nef, en hakan rétt, í hæfi munnur, kinnin slétt. Svart með skegg og samlitt hár, sízt má heita vaxtarlágr, með langan hrygg og bogið bak, ber þó lipurt fótatak. Þessi lýsing ekki er allt eins góð og vera ber, mér þó virðist mikið lík monsjer Sveini í Keflavík. Sveinn mun hafa átt heima í Hleiðar- garði eða þar í grennd þegar hann kvænt- ist. Hafði hann þá eigi þótt við eina fjölina felldur í ástamálum. Helga Jóhannsdótt- ir frá Skáldstöðum, kona Jóhannesar Jónassonar í Hleiðargarði og amma Hann-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.