Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Stephan Lorant; Vinkona keisarans Saga um Katharina Schratt og Franz Joseph. '\JÐ KYRLÁTA hliðargötu ™ Hietzing þorpsins í út- jaðri Vínarborgar stendur heimili einmana og því nær gleymdrar, aldraðrar konu. Nafn hennar var áður í heiðri haft um heim allan. En þó hennar sé nú sjaldan minst af hirðfólki og höfðingjum eða öðr um lýð út í frá, þá er hún enn „hefðarfrú“ í augum fólksins í hinu litla Hietzing-hverfi. Elztu íbúar þessa hverfis, þar sem hirðfólkið í Vín áður dvaldi, taka lotningarfylst ofan hatta sína, er þeir mæta henni á götu, og horfa með sorgarsvip á eftir þessari gamaldags-búnu frú, sem eitt sinn var í öfundsverð- ustu stöðu allra kvenna keis- aradæmisins, henni, sem átti einlæga vináttu og fullkomna tiltrú hins aldraða þjóðhöfð- ‘ingja. Hún sýndi honum sanna vin- áttu og óbifandi drottinhollustu -alt til enda hinna róstusömu stjórnarára hans. Hún hug- hreysti Franz Josef og mýkti sársaukanum í raunum þeim, er hann varð að þola og sem hvorki voru litlar né fáar að tölu, Bróðir hans, Maximilian, var tekinn af lífi, og tengdasystir hans brann til bana, sonur hans Rudolf fyrirfór sér, konan hans var myrt, eftirlætisfrændi hans varð hræðilegum sjúk- dómi að bráð, og ríkiserfinginn féll fyrir sviksamlegri hönd morðingjans. Einungis ■eins óslitins og ánægjulegs vin- •arþels fékk hann að njóta til síðustu stundar, og sem rann eins og rauður þráður vonar og huggunar gegnum öll mótlætis- árin: það var hið einlæga vinar- þel, er Katharina Schratt auð- sýndi honum án afláts. Hún var eina manneskjan, sem Franz Josef treysti hik- laust. Og hún reyndist verðug slíks trausts. Þessi vinkona keisarans var ætíð mjög látlaus og ómannblendin, og reyndi aldrei að troða sér inn í glitbirtu hirðlífsins. Og hún dró sig jafn vel enn meira í hlé eftir dauða hins aldna keisara. Þótt henni vœri kunnugra en nokkurri •annari manneskju um sorgar- sögu Habsborgar-ættarinnar, þá geymdi hún þær endurminning ar í fylgsnum hjarta síns og varðist allra spurninga. Samt sem áður heppnaðist þó vini mínum einum að ná tali af henni Hann þurfti að fá upplýs- ingar hjá henni um æisögu Franz Josefs keisara, sem verið var að semja. Hann lagði fyrir hana ótal spurningar, en fékk fengin voru eldri 'og reyndari leikkonum. „Farðu til keisarans og berðu þig upp við hann,“ sagði ein- hver við hana eins og í spaugi. Þessari hugmynd skaut iðu- lega upp í huga hennar, og hún mintist á þetta við kunningja sinn einn, sem var kunnugur leyndarráðsmanni, er var í vin- fengi við háttsettan embættis- Reinhardt Reinhardtsson: Minning, Þ JKGAR grænar grundir glitra, um aftanstundir, daggarskrúða skærum í; Ijúfust til mín líður — létt sem blærinn þíður — minning þín, svo helg og hlý. Bið ég kveðju kæra kvöldblæinn að færa þér, sem hug minn allan átt. Sárast þig ég þrái þegar kvöldsins blái himinn boðar: hljóða nátt. Sit ég sem í draumi, sól að mararstraumi hnígur björt og blundar rótt. Blómin höfuð hneigja, hljómar allir deyja. Ekkert truflar, alt er hljótt. enga úrlausn, því hún þagði við þeim öllum, nema hvað hún að lokum virtist gripin af snöggri löngun til að tala um sérstaka tilhneigingu keisarans, og hróp- aði: „En hvað honum þóttu góð kálhöfuð!“ Og þetta var alt, sem hún lét í ljós um einalíf Franz Jos- efs keisara Margt væri það þó, sem frú Schratt gæti opinber- að, fengist hún til að tala. Það var árið 1888, er hún fyrst kyntist Franz Josef. Var hún þá meðlimur leikflokks við konunglega leikhúsið í Vínar- borg, og þá ung að aldri. Ung- frú Schratt var mjög framgjörn og vildi fá að reyna sig við vandasöm viðfangsefni, sem mann í fjármáladeild stjórnar- innar. Sá höfðingi skrifaði nafn hennar á skrá þeirra, er ná vildu fundi keisarans, og morgun einn opnaðist hin stóra, hvíta hurð að bókhlöðu keisarans, og inn gekk hin feimna og skjálf- andi Katharina Schratt. í fyrstu var hún svo yfirkom- in af geðshræringu, að hún fékk engu orði upp komið. Að lokum stamaði hún þó út úr sér erind- inu. Keisarinn kinkaði kolli góð- látlega, til merkis um það, að hann skildi hugarþel hennar eða eftirlanganir í leikarastöð- una. Og samtalið var þar með á enda. Strax næsta dag heimsótti leyndarráðherra einn Adolf Wildbrant leikhússtjóra og seg- ir við hann: „Einum meðlim leikflokks yðar, hinni gáfuðu Fráulein Schratt, hefir auðnast sú mikla hamingja, að ná hylli keisarans, er hann veitti henni viðtal í gær. ... Ég vona að þér skiljið mig, ég kom ekki hingað að boði Hans Hátignar. Heim- ' sókn mín er aðeins gerð sem vinsamleg bending.“ Wildbrant skildi hvað gera bar; stefnuskrá leikflokksins var endurrituð strax sama dag- inn og Fráulein Schratt þegar fengin tvö leiðandi hlutverk til að læra. Frá því augnabliki varð hin unga leikkona aðalhetjan í reglulegu æfintýri. Og innan fjogurra klukkustunda var það orðið hljóðbært um alla borg- iná, að keisarinn ætlaði að fara í leikhúsið, því hann hefði löng- ún fil að horfa á ungu leikkon- úna, ungfrú Schratt. Ög kvöldið sem keisarinn heim- sot’tf leikhúsið, var það alskip- að skrautbúnasta hefðarfólki, er beið komu Franz Josefs. All- ij*, sem eitthvað máttu sín, voru þáíafi leikhúsinu. Nokkrum dögum síðar ók keisaralegur vagn upp að hí- býlum leikkonunnár, til að sækja hana og fara með hana til Hermes Billa, hinnar litlu sum- arhallar keisarafrúarinnar. El- ízabet keisarafrú hafði þvert ofan í allar hirðreglur boðið Katharínu Schratt heim til sín. Hana langaði til að kynnast konunni, sem hafði haft svo mikil áhrif á mann hennar, hinn aldna keisara, er þá var kominn fast að sextugu. Keisarafrúin, sem þá var á öðru ári yfir fimtugt, hafði all- lengi búið skilin frá Franz Josef, en hann ræddi þó oft hreinskilnislega við hana um öll vandamál sín, og hann hafði sagt henni frá heimsókn Kat- arinu og hversu sér hefði geðj- ast að henni. „Ég hefi ekki boðað yður hingað sem keisarafrú, heldur bara eins og kona,“ sagði frúin, er hún leiddi gest sinn upp hall- artröppurnar. Keisarafrúin skýrði leikkon- unni frá lífsferli sínum. Sagði henni frá eyrðarleysi sínu, sem gerði sér ómögulegt að haldast lengi við á sama stað; og hún talaði við hana um keisar- ann, sem ávalt væri svo ein- mana og vinalaus. „Þér hafið ekki gleymt að hlæja. Og ef til vill gætuð þér flutt glaðværð inn í líf hans.“ (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.