Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Svona líta þeir út á hersýningu í Rómaborg. engin heiðursmerki á vígstöðv- unum og á þeim vígstöðvum fengu menn þó heiðursmerki að eins fyrir að ganga fram til ár- ásar, þegar gefin var skipun um að gera árás. Menn skyldu minnast þess, að hann fékk aldrei sár á vígstöðvunum, •—- heldur lítilsháttar mar og smá- vegis beinbrot í tilefni af því að ítalskur skriðdreki sprakk í loft upp, þegar verið var að flytja hann ónýtan frá vígstöðvunum. En árið 1918 gumaði hann mik- ið af því, hversu mikill ,,sport- maður“ hann væri og fimur einvígismaður. Þetta var um sama leyti og fjöldi hraustra hermanna var að stráfalla í stríðinu. "IMI’ENN verða að gera sér það ljóst, að gagnstætt þýzka militarismanum er ítalski mili- tarisminn ekki tjáning þeirrar þjóðar, sem hefir sýnt sig að vera hernaðarþjóð. ítalski mili- tarisminn er rómantík þeirrar þjóðar, sem ekki er hugrökk, en langar til að vera það, — þeirrar þjóðar, sem ekki hefir haft tækifæri til að fara í stríð, en vildi hafa haft það tækifæri, hann er rómantík þjóðernis- sinnaðrar þjóðar, sem vill sýn- ast vera hernaðarþjóð, en dugir ekki til hernaðar. Hinn ítalski stríðshugur er súrdeig af mönnum, sem eru vel hæfir til hernaðar. Þar eru til margir góðir herforingjar, og einn þeirra er fram úr skar- andi, Badoglio. Auk þess eiga Italir fyrsta flokks verkfræð- inga. En styrjöldin á Spáni hef- ir sýnt það, að hinar venjulegu ítölsku herdeildir geta þá fyrst sýnt dug af sér, þegar ekki er um annað né meira að ræða en að brytja niður varnarlaust og vopnlaust fólk, konur, börn og gamalmenni. Síðastliðið ár sá ég þá svo allt of vel taka til fót- anna og flýja við Guadalajara. Og ég hefi ennfremur séð svo margar Fiat-hernaðarflugvélar sveima uppi í loftinu af ótta við að lenda, af því að það gat verið hættulegt. Ég hefi heyrt alltof marga fanga hrúga út úr sér hverri lyginni á fætur annari, af því að þeir héldu, að með því gætu þeir bjargað lífi sínu. Ef þannig stæði á, myndi hraustur og hugrakkur hermaður blátt á- fram þegja. Og eftir á, þegar þessir náungar þóttust sloppnir úr hættunni, snéru þeir við blaðinu og voru svo grobbnir að mann blátt áfram klígjaði við að hlusta á þá. Ég hefi séð svo allt of mörg hinna öskrandi múg- morða, sem Italir hafa svo gam- an af að koma á stað, þegar þeir ge'ta verið allsóhultir um það, að enginn komi og myrði þá í staðinn. Alltof mikið af þessu hefi ég séð og reynt, til þess að ég ali með mér nokkra trú á það, að fasisminn hafi ver ið þess umkominn að styrkja hugdirfð þeirra og siðferðisþrek. Nei, þeir eru eftirleiðis ít- alir og aðeins ítalir. Þeir eru menn, sem eru hræddir við að deyja, en vilja þó gjarnan vera hermenn. (Maður getur verið hræddur við að deyja, gjarnan viljað vera laus við hernað og samt verið góður hermaður). Þeir eru alltaf menn, sem gráta og kjökra „Mama mia“, þegar þeir fá skeinu. Liðsfóringjarnir verða alt af að raða þeim svo þétt niður, að þeir geti þreifað hver á öðrum. Liðsforinginn þorir ekki að eiga það á hættu að dreifa þeim, því að ef hann gerir það, þá eru þeir búnir að taka til fótanna, áður en hann er búinn að snúa sér við. Þeim er það beinlínis lífsnauðsyn að geta snert á íélögum sínum. Og það er ekki hægt að flytja þá langt frá „Mama mia“ og láta þá berjast á fjallsriðum fjar- lægra landa, eins og frönsku hermennirnir börðust á tímum Napoleons, á ferðum sínum um landssvæði, sem þeir ekki þekktu. Og með þessu á ég alls ekki við það, að ást mannsins til móður sinnar sé ekki allrar virðingar verð. Þetta stríðir ekki heldur á móti því, að eins og maður veit, er sá maður, sem er hraustur á vígvellinum, oft hinn mesti þorpari við öll önn- ur tækifæri. Á þessu ári höfum við séð Garibaldiherdeildina berjast á þann hátt, að við vitum, að til eru ítalir, sem eru góðir her- menn. Við höfum séð þá vera rólega, kaldrifjaða og hug- prúða, svo góða hermenn, sem yfirleitt er hægt að hugsa sér, og við höfum séð foringja þeirra ■*— Pacciardi vera svo hugprúð- an og slyngan hermann, sem sjálfur Ney marskálkur hefir hlotið að vera. Slíkir for- ingjar eru aðeins 500 af heilli þjóð. ítalir eiga máske 100.000 menn af IV2 milljón manna her, sem komast 1 þennan flokk. Og ef til vill eru þeir ekki fleiri en 50.000. Flugmenn þeirra eru dugleg- ir slátrarar, en þeir kæra sig ekki um að berjast. Ef þeir hefðu viljað berjast, hefðu þeir komið og sundrað þýðingar- mesta sambandi spönsku stjórn arinnar við Sagunte. Meðan or- usturnar stóðu við Teruel hefðu þeir getað gert okkur hinn mesta óskunda með því að varpa sprengjum yfir þrjú þorp og rífa upp og eyðileggja veginn. En það var hættulegt að gera það, og þessvegna gerðu þeir enga tilraun til þess. En þeir gerðu annað. Þeir vörpuðu sprengjum yfir Sagunto á hverri nóttu og myrtu fólk, sem ekki tók þátt í bardaganum, konur, börn og gamalmenni. Þetta var ósvikinn, fasistiskur skrælingja háttur, sömu tegundar og þeir iðkuðu í Abessiníu, þar sem í- búarnir höfðu engar flugvélar. Einmitt um þessar mundir er mikið rætt um heimshöfin. Menn segja okkur, Ameríku- mönnum, að heimshöfin muni vernda okkur, svo að við þurf- um ekki að skifta okkur af því, hvað við ber annars staðar. En það geturðu verið viss um, kæri vinur, að ef það verður stríð, þá förum við í það stríð. Og þá kemur að því, að þú ferð að hata þessi heimshöf, bæði At- lantshafið og Kyrrahafið, þeg- ar þú þarft að gutla yfir þau í andstyggilegum, gömlum, ó- lyktandi flutningadöllum. Þú getur aðeins komist hjá þessu ferðalagi á einn hátt. Það er með því að sigra ítali, sem alt af er hægt að sigra; sigra þá á Spáni og gera það núna. Annars kemur að því, að þú þarft að berjast við hraustari pilta en ítali. Svona líta þeir út, þegar búið er að taka þá fasta

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.