Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ járnum hringir fimur, frár, foldar syngja bungur. esar, sem þar býr nú, var vel hagmælt og orti í glettni við Svein, er hann gékk að eiga Hólmfríði: Vegur lagður er þér einn yfir Þundar frúna, mundu um æfi særið Sveinn, sem þú gerðir núna. Síðar, þegar Sveinn hafði lent í ein- hverju ástabralli, orti Helga á ný: Eiðinn skarða vildi veill, veginn sparði tryggða, fór í garð og fann þar heill firrtur arði dyggða. Sagt er að Sveinn hafi eitt sinn ort í stríðni, þegar hann varð var afbrýðissemi konu sinnar vegna mótbýliskonunnar, er Guðrún hét: > Æ, hvað ég er óstilltur, enga freisting þoli, Guðrún hjartað gagntekur, gleymd er konan Hólmfríður. mestan bæti trega brúður mæt og brennivín, brúkað gætilega. Það er aðalmeining mín, mestum hraði trega blossa vaðals brík og vín, brúkað svaðalega. Kali nokkur var á milli þeirra séra Jóns Austmanns í Saurbæ og Sveins. Kváðu þeir vísur hvor um annan og er þetta ein vísa Sveins: Brjálar sátt en bruggar tjón, bætir fátt í landi gamli átta-jarða Jón, jafnan flátt hugsandi. Þegar séra Jón lét af oddvitastarfi kvað Sveinn þetta: Margur ofar fjöllum fló fugl með gleðikvaki, er taðkofa-Oddur dó allt þingstofuliðið hló. Foldu rótar fótheppinn, finnur hót ei mæði, mylur grjótið gangvarinn, gneistar þjóta um svæði. Fjör ei brestur fróni á, fákur bezti lýða. Sorgir flesta sefa má svona hesti að ríða. Margar fleiri lausavísur Sveins eru enn til, þó að hér verði staðar numið. Hér skal að lokum birt eitt ljóðabréf frá Sveini,, með því að það er lipurt kveðið og lýsir manninum að nokkru. Bréfið mun vera til Eggerts bónda í Samkomugerði, sem var vinur Sveins og gamall félagi úr hákarla- legum: Ætíð sæll vertu Eggert minn, auður og sómi vaxi þinn og allskynsgæði í öllum myndum, eins og þú værir frí af syndum, 1 leiki við þig sem lömb í mó þar lambagrasið hafa nóg, hvort sem þú hleypir hesti ránar um hafið blátt eða stóra Grána á glærum ísi um Eyjafjörð, ellegar þá á grænni jörð. Gæfan ætíð þér greiði leiðir um grundu lands og reyðar heiðir hagsælda til og happafanga við hákarlinn og liljur spanga, verði þetta að áhrínsorðum sem álögin sterku trölla forðum og haldist alla æfi þína, svo engin þig snerti hugarpína. Svo fer ég nú að segja þér svolitla ögn af högum mínum; heilsugóður ég oftást er og uni vel hjá baugalínum, þær eru ráðnar og rosknar bæði, og reginsterkar í eðlisfræði og geta talað um ástir eins, sem er nú lífið gamla Sveins. Matarlyst hefi ég mikið góða, mjólkin er stundum lengi að sjóða, taðlítið er og frostið fjarski, það frýs í Hússlandi á 'hverjum aski. Nú er hún Góa köld á kinn, kennir þess grái vanginn minn, og alltaf gengur mér illa að græða, ég orka varla skrokkinn klæða, því nefið eyðir því fjanda fári fyrir mér á hverju ári, svo aldrei má ég við auðarlínu eiga barn að gamni mínu. Nú ætla ég í anda glaður aftur að verða lausamaður og smíða skónálar fyrir fljóðin, farsæll held ég sá verði gróðinn, því kvinnurnar ávallt eru mér eitthvert hið bezta lífakker. Þá er nú eitt, er þylja skal, að Þormóðsstöðum í Sölvadal ætla ég að fara eftirleiðis, ögn hugsa ég máske þar til veiðis ekkjunni hjá — en Eggert góður, yfir slíku nú vertu hljóður, ég vil helzt enginn viti það í veröldinni sem margt annað, er. hugann snertir og hagi mína, heimskuna má ei öllum sýna, því sumir verða þá svo mjög hissa, að sálargáfurnar ætla að missa, aðrir hlæja svo hristast fjöllin og hamrarnir endurtaka sköllin frá einum pól til annars hér, og Atlantshafið úr lagi fer. Fróðlegar engar fréttir hef, er fæ ég sett í þetta bréf, (Frh. á 6. síðu.) Sagnir eru um það, að einhver sókn- arprestur Sveins hafi eitt sinn yandað um við hann vegna kvennamála , hans. Um samá prest var sá orðrómur.á sveimi, þó lágt færi, að vinnukona hans hefði orðið þunguð af hans völdum, en,,losnað við fóstrið á laun og það verið dysjað í ösku- haugi. En umvöndunum p^ósts svaraði Sveinn með vísu þessari: , )(í *I9 Hreinlífis þó haldi ei grein og höldar margt um sþaíígi, ekkert mínna beina beteí býr í öskuhaugi. Sveini svipar um margt til Árna afa síns. Hann átti litlu veraldargengi að fagna, en var víða velkominn gestur vegna kveðskapar síns, sem er léttur og hnitt- inn. Nokkuð mun hann hafa verið drykk- felldur og ágerðist það með aldri. Hann var jafnan ör og kátur við vín og lét þá óspart fjúka í kveðlingum. Margt af kveðlingum Sveins mun nú týnt. í handritasöfnum Landsbókasafns- ins eru tvö ljóðabréf hans, formannavísur, hestavísur margar og nokkrar lausavísur, en í minnum manna geymast enn margar tækifærisvísur hans. Skulu nú til tínd nokkur sýnishorn af kveðskap Sveins. Alkunn er vísa sú, er Sveinn kvað þeg- ar hann var spurður um efnahag sinn: Ekki bíður svarið Sveins, sízt eru hagir duldir, ég á ekki nejtt til neins nema börn og skuldir. Uhi sjálfan sig kvað hann þetta: Þótt með sjáist svarta brá og sólir gráar hvarma, mér hafa fáar ógeð á eikur láar bjarma. Og enn: Ég er mæddur, böli bræddur, blárri klæddur skyrtu líns, kaffibelgur, óráðselgur, einnig svelgur brennivíns. Þessar vísur eru og eignaðar Sveini: [_ Það er ætíð meining mín, Þegar hreppsnefnd var kosin í Saurbæj- arhreppi í fyrsta sinn voru í hana kjörnir 7 menn. Hentu ýmsir gaman að þeirri ný- breytni, og kvað Sveinn brag um nýju hreppsnefndina. Úr honum er, þessi vísa: . ■*f' .1 í % 1 \ Enginn skyldi orðaklúr út í þvílíkt blaðra, , N sjö eru húfur silki úr ' J' , -■; VJ settar hver a aðra. ; y, , Um Ara skáld í Víðigerði, síðar á Þverá, kvað Sveinn eitt sinn í veizlh, er menn voru orðnir hreifir af víni: Þú ert gæðagagnslaust hró, \ góms þótt beitir sverði, met ég þig sem aflangt ó Ari í Víðigerði. Þegar séra Guðjón Hálfdánarson flutti í Saurbæ sunnan úr Landeyjum vorið 1882, var vísa þessi kveðin í Eyjafirði og \ eigna sumir hana Sveini: i Loks þegar snjóa leysti í ár lands, um flóa þunnan, kom með lóum grettur grár, grallaraspói að sunnan. Sagt er, að eitt árið', sem Sveinn átti heima í Sigluvík, hafi hann verið vinnu- maður að hálfu að Gilsá í Eyjafirði. Átti hann þá tvo góða hesta og fór skeiðríðandi á milli, fékk sér í staupinu og var vel hýr á ferðum þessum. Eitt sinn mætti honum maður, er spurði hann að heiti og hvar hann ætti heima. Sveinn svaraði: Sveinn ég heiti Sveini borinn maður, reyndar tvö við riðin slot: Ráðagerði og Trassakot. Hér kemur sýnishorn af hestavísum Sveins: Vakur fleygist fróns um beð fram um vegi þolinn, bogadreginn makka með mjög sig teygir folinn. Kj Tauma þvingar heppnishár hófa slyngi lungur,

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.