Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 2
1 ALÞYÐUBLAÐIÐ FyrSrspurmam um hitaveituna svaraHs iieíti filni kemur í sum hverfi bæprfns í nóvember i haust --------------------».....— Einn mælir á hverja miðsíöðvarsamstæðu húsa. --.-***... Húselgendur verða að innhelmta gjaldið og miða það við ofnastærð. 1_J ITAVEITAN er að sjálfsögðu á hvers manns vörum nú eins og áður og ekki minkar áhuginn fyrir henni við það að nú líður óðum að þeim degi, þegar heita vatninu verður veitt til bæjarins og það fer að streyma um íbúðirn- ar. Alþýðublaðinu hefir borizt undanfarið mikill fjöldi fyr- irspurna um þetta mikla og langþráða fyrirtæki og einstök atriði í framkvæmd þess. Ungur maður bíður bana í bifreiðarslpa. Guðm. Runó.Ifsson frá Hvanneyri. UNGUR MAÐUR, Guð- mundur Runólfsson frá Hvanneyri beið ba"na af bifreið- arslysi, sem hann lenti í sl. fimmtudag kl. 13.32. Guðmundur Runólfsson hafði verið inni í portinu við olíu- stöðina Klöpp. Hafði hann reið hjól meðferðis og er hann hafði lokið erindi sínu, steig hann á reiðhjólið og fór á því á nokk- urri ferð út úr portinu og út á Skúlagötu. Er hann kom út á götuna, kom herbifreið á allmikilli ferð og varð Guðmundur fyrir henni. Guðmundur kastaðist af reið hjólinu og í götuna og meiddist mjög mikið á höfði. Var hann þegar fluttur í Landsspítalann Og þar lézt hann í fyrrinótt. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins Akureyri, miðvikudag. AÖÐRUM EINS húsnæðis- vandræðatímum og nú standa yfir fylgist fólkið vel með öllum byggingafram- kvæmdum. Grennslast eftir hve margar vistarverur eiga að vera í hverju nýju húsi, og forráða- menn . húsanna . þaulspurðir um hvort ekki verði einhver smuga fáanleg til leigu. Neiðin er á hælum fjölda fólks. Hræðzlan við að verða rekinn út á gaddinn þá og þegar. Óttinn við að fá hvergi inni læt ur fólkið aldrei í friði, og í mörgum tilfellum verður þetta öryggisleysi til þess að fólk lok ar augunum fyrir öllu, sem telst til hagsýni og kaupir húseignir fyrir verð. sem er langt „ofan við alltt vit.“ TiA munju þau dæmi vera, að gömul hús hafa verið keypt fyrir fleiri þúsund- ir en það kostaði hundruð að byggja þau í fyrstu. Og menn ráðast í byggingar með þá hættu yfirvofandi að iapa öllu sínu þegar verðfallið skellur yfir. Um 20 íbúðarhús' er'u nú í smíðum hér á Akureyri, flest lítil, sem bezt sést á- því að í þeitn munu ekki vera nema 24 íbúðir. Er sú stefna mjög uppi nú í byggingarmálum, að hyggja einungis einnar íbúðar hús. Byggingarlóðir eru nægar fáanlegar og bærinn breiðist meira út með hverju ári sem líður. . Stærri byggingar, sem erú í sMíðúíh nú í ár, eru íþrótta- húsið, gagnfræðaskólinn og stór bygging við Hafnarstræti yfir póst - og síma. íþróttahúsið — eða íþróttahöllin sem sumir vilja kalla það — var að mestu byggt á síðasta ári, en er þó Af þessu tilefni sneri blaðið sér í gær til Valgeirs Björnsson- ar bæjarverkfræðings og lagði fyrir hann nokkrar helztu fyr- irspurnirnar. — Hvenær haldið þér að fólk geti átt von á því að fá hveravatnið? ónothæft enn þá. Þó er von um að annar íþróttasalurinn verði fullger fyrir áramót. Gagnfræða skólahúsið er komið undir þak og flytja gagnfræðaskólinn og Iðnskólinn í það í haust, þótt húsið verði ekki fullgert. Batn- ar hagur þessara skóla mikið við þetta, einkum gagnfræða- skólans, sem undanfarin ár hef- ir orðið að leigja á mörgum stöðum úti í bæ, og hefir engin skilyrði haft til að halda uppi sæmilegu skólalífi. Þá er bóka- safni bæjarins ætlað rúm í þess ari byggingu. og verður lögð á- hersla á að útbúa stofur fyrir það sem allra fyrst. Safnið er í gömlu timburhúsi — gamla barnaskólanum — í sífeldri hættu fyrir eldi. Þegar safnið verður fluttt í Gagnfræðaskóla húsið, losna fjórar stofur, sem barnaskólinn mun fá til um- ráða, en barnaskólahúsið er nú orðið allt og lítið. Á sl. ári var grafið fyrir póst- og símahús- inu. Búið er að steypa kjallar- ann og eina hæð ofan á hann, og allt er tilbúið að seypa aðra hæðina. Einhver tregða hefir verið á fjárframlögum til frek- ara framhalds, en illa væri það farið ef ekki yrði hægt að halda verkinu áfram. Unnið hefir ver ið að því að endurbæta leik- fimihús menntaskólans. Mun tvennt koma til þessa. Fyrst það hve seint gengur að fullgera íþróttahúsið, og í öðru lagi mun forráðamönnum M. A. ekki þykja sem fýsilegast að stofna til margbýlis í íþróttahúsinu með öðrum skólum og íþrótta- félögum. Bygging húsmæðra- skólans er í undirbúningi. Búið er að ætla húsinu stað, en fulln- aðaruppdráttur að því er enn ekki fenginn. En unníð er af kappi að öllum undirbúningi og er þar fremst í för Húsmæðra- skólafélag Ákureyrar. Að vísu (Frh. á 7. síðu.) er ég spurður þessarar spurn- ingar daglega. Ég get ekki nefnt neinn ákveðinn dag, en ég get að minnsta kosti sagt, að allar líkur benda til þess að hægt verði að veita vatninu í ýmis bæjarhverfi í nóvember. Ég er þó ekki að gefa nein loforð, er ég svara spurningu yðar á þenn- an hátt. Alltaf getur eitthvað komið fyrir, sem tefur, þá reynslu höfum við sannarlega fengið í framkvæmd þessa máls, en ég hygg þó, að fólk géti treyst því, að heita vatnið kem- ur í sum bæjarhverfin að minnsta kosti í nóvember.“ — Það verður þá ekki hægt að veita vatninu í allan bæinn samtímis? „Nei, það verður ekki hægt. Fyrst verður aðalleiðslan að sjálfsögðu opnuð, Síðan verður vatninu hleypt í aukaleiðsl- urnar eftir röð. Það þarf að blása út pípurnar, og það er vit- anlega ekki hægt að gera allt í einu. Þetta liggur í augum uppí.“ — Fólk spyr mjög mikið. um það, ‘eftir hvaða reglum fólk verður látið greiða fyrir heita vatnið. „Já, ég veit það. Bæjarstjórn- in hefir nú ákveðið verðið á heimleiðslunum og tengingum. Verðið á vatninu sjálfu er enn ekki ákveðið. Það er útilokað að hafa mæli fyrir hverja íbúð, en mælir verður fyrir hverja tengingarsamstæðu, og svo verður hver húseigandi að inn- heimta gjaldið hjá leigjendum sínum. Þeir munu fara eftir ofnastærð og jafna heildar- kostnaðinum eftir því niður á fjölskyldurnar. Þetta er sama reglan, sem gilt hefir alltaf þar, sem miðstöðvarkynding er.“ — Margir segja, að það sé ekki réttlátt, -að fámenn fjöl- skylda eigi að greiða jafnmikið fyrir heita vatnið og fjölmenn fjölskylda. Fólk segir, að vitan- lega noti fjölmennar fjölskyld- ur meira vatn en fámennar. Hvað segið þér um það? „Það er bókstaflega ekki hægt að hafa annað fyrirkomu- lag á þessu en ég hefi lýst, og upphitunarvatnið er aðalatrið- ið. Fólk notar að sjálfsögðu vatnið til baða, eftir að það hefir farið í gegn um ofnana. Það eru til mælar, sem hægt er að setja á ofnana til dæmis, en þeir eru svikulir. Ég skal til dæmis taka, að ef sól skín á ofna, sem þessir mælar eru á, þá sýna þeir meiri eyðslu en er í raun og veru.“ — Hvað haldið þér að hita- véitán muni kosta, þegar hún er loksins komin upp? „Um það get ég ekki sagt.“ Hafnárfjaröarkij-kjá. Messa á morgun kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Um þetta er mikið rætt, og Fréttabréf frá Akureyri; Stórbyggingar eru nú í imíðum á Akureyri. GAGNFRŒÐASKÓLI OG ÍÞRÓTTAHÖLL, EN HÚSIVIÆORASKÓLI I UNDIRBÚNINGR Laugardagur 11. sept. 1943 Stjórn Alþfðnsa- bsndsins mótmæl- ir nppbótargreiðsi' nnum. Hrefst að endorskoðnn vísitolunnnar verði hraðað. Samhykitt gerð á fnndi hennar siðdegis i gær. STJÓRN Alþýðusambands- ins gerði á fundi, sem haldinn var í gær, eftirfarandi samþykkt um dýrtíðarmálin og sendi hana alþingi, hverjum einstökum þingmanni, svo og ráðherrunum: „Með því að stjórn Alþýðu- sambands Islands hefir fregn- að, að safnað hafi verið undir- skriftum meðal alþingismanna, um að greiða úr ríkissjóði verð mun á þeim landbúnaðarafurð- um, sem fluttar verða út, vill hún taka það fram, að hún mótmælir því fastlega, að slík- ar ráðstafanir verði gerðar á kostnað verkalýðsins. Ennfremur mótmælir hún öll um aðgerðum alþingis og rík- isstjórnar, sem gerðar kunna að verða til þess að nóta sam- komulagið í landbúnaðarvísi- tölunefndinni, til þess að dýlja raunveruleg áhrif verðhækk- xmar með stórfelldum álögum á dýrtíðarvísitöluna, með verð bótum, sem teknar eru með stórfelldum álögum á launa- stéttirnar. Jafnframt krefst Alþýðu- sambandið þess, að endurskoð- un vísitölunnar verði hraðað svo sem unnt er, og að fullt til- lit verði tekið til hinnar raun- verulegu aukningar flýrtíðar- innar. Þverskallist stjórnar- völdin hins vegar við þessum kröfum launþega, haldi til streitu fyrirætlunum sínum um það, að halda vísitölunni niðri á kostnað launastétt- anna, til hagsmuna fyrir stór- atvinnurekendur, án þess að dýrtíðin lækki raunverulega að sama skapi, mun Alþýðu- sambandið líta svo á, að hér sé um stórfellda fölsun á vísitöl- unni að ræða, og þeim grund- velli, sem samningar verka- Iýðsfélaganna eru byggðir á, þannig, að ekki verði komizt hjá því að taka alla samninga verkalýðsfélagann til endur- skoðunar, eða að verkalýðs- samtökin taki sjálf útreikning vísitölunnar í sínar hendur. Alþýðusambandið vill að lokum taka það fram, að það mun af alefli ljá lið sitt til allra ráðstafana, sem hníga í þá átt að lækka raunverulega dýrtíðina í landinu ,svo og allra ráðstafana, sem miða ða því að fiskimenn beri ekki skarðari hlut frá horði en aðrar stéttir.“ Alþýðublaðinu er kunnugt um, að töluverður ágreiningur var í stjórn Alþýðusambands- dns um samþykkt þessa í ein- stökum atriðum, og var breyt- ingartillaga við hana frá full- trúum Alþýðuflokksins felld. Áð öðru léyti verður að segja, að það er dálítið éinkennilégt, að kommúnistar skuli standa að slíkri samþykkt gegn upp- Frh. á 7. síðu. Vaxandl áhngi fyrfr stórvirbnm vélnm til vegagerðar. Frmarp nm að sýslofélog geti varið af [vegafé sínn nokkru til kaupa á slikum véluin. ]%T OKKRIR þingmenn flytja frumvarp til laga um breyting á vega- lögunum, nr. 101 19. júuí 1933. Er aðalefni þess að sýslu- nefnd geti ákveðið, að hluta af fé því, er sýslan leggur fram til sýsluvega, verði var- ið til kaupa á stórvirkum, vélknúnum tækjum til vega- gerðar í sýslunni, svo sem jarðýtu oð skurðgröfu, enda hafi áður verið leitað um það álits og tillagna vegamála- stjóra. Telji vegamálastjóri ráðlegt, að sýslan kaupi slík- ar vélar, greiðir ríkissjóður helming af verði vélanna, þar með talinn allur kostnað- ur við þær, komnar á ákvörð- unarstað í sýslunni. Nú hef- ir sýslunefnd gert samþykkt um sýsluvegasjóð, og fer þá um framlag ríkisins til véla- kaupanna samfv. ákvæð- um þeirra laga um tillag rík- isins gegn framlagi sýsluvega sjóðs. Vélar þessar skulut starfræktar undir yfirstjóm vegamálastjóra. í greinargerðinni fyrir frv. segir: ,,Á síðari árum hafa víða orðið stórfelldari framfarir í samgöngumálum okkar á landi en á flestum öðrum sviðum. Þó er óralangt frá því, að ríkí og sýslufélög hafi getað full- nægt sjálfsögðum kröfum um vegalagningu. Stærð landsins og fámenni valda hér miklu um, en breyting á búnaðarhátt um veldur þó mestu. Vegir færir bifreiðum flesta tíma árs eru undirstaða nútíma land- búnaðar og þá alveg sérstakl, þegar um m j ólkurf ramleiðslu er að ræða. Þar sem vegakerf- ið er í lagi, hverfa fjarlægðirn- ar. Dalabóndinn, sem er óra- leið frá kaupstað, verður, um leið og sæmilegur bifreiðaveg- ur kemur til hans eða í næsta nágrenni hans, jafnvel settur og bóndinn í nágrenni kaup- (Frh. á 7. síðu.) Verða brunatrygg- ar i bæoum boðnar út? NÝLEGA tilkynnti Sjó- vátryggingarfélag ís- lands horgarstjóra, að það gæti ekki haldið áfram bruna tryggingum í bænum nema með hækkuðum iðgjöldum. Á bæjarráðsfundi í gær- kvöldi var ákveðið að til- kynna Sjóvátryggingafélag- inú, að bæjarráð mundi leggja til við bæjarstjórn að brunatryggingar í bænum yrðu boðnar út. nema að fé- lagið sæi sér fært að halda yrðu boðnar út, nema að fé- Iryggingunum áfram með

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.