Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 6
6 ALÞVÐUBLAÐIÐ Laugardagur 11. sept. 1943
Fórnir stríðsins.
^ jmLXU Tj -1 Í3
|Sigurinn yfir Ítalíu hefir kostað dýrar fórnir, einnig fyrir bandamenn. Margir hafa fallið
og enn fleiri særst. Á myndinni sjást Bandaríkjahermenn vera að bera særðan félaga til
strandar á Sikiley eftir bardagana þar. Það á að flytja hann um borð í spítalaskip.
Dellan nm S stnnda dag
Inn í vegavlnnunni.
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
góð eða eftirsóknarverð. Haldi
þessu áfram verður fólk neytt til
að fara þarfinda sinna út í garð-
ana. Þar ber þó ekki eins mikið
á lyktinni.“
„ÞESS HEFIR EKKI ORÐIÐ
vart að bærinn hafi gleymt að
krefja fólk um vatnsskattinn. Hann
er tekinn lögtaki ef hann er ekki
greiddur í tæka ;tíð. En bærinn
verður að minnast þess, að hans
megin er ekki aðeins rétturinn,
heldur einnig skyldur. Og ein
skydlan er sú, að bæjarbúar hafi
nægilegt vatn.“
S. G. skrifar: Viltu gera mér
greiða og spyrjast eftir því, hvort
það sé ekki hægt að fá heitt vatn
1 útilaugina við þvottalaugarnar,
en búið er að taka það úr sam-
bandi úti og mér finst það mjög
slæmt. Ég er sjómaður og hefi
áður fyr farið oft í laugar því að
það er mjög þægilegt, en þegar ég
kom í dag í laugarnar þá leit það
svona út.“
„í HÚSINU var allt fullt og það
er ekki gott að vera með sjógalla
innan um hvítt tau. Mér finst að
ég eigi kröfu á því fyrir hönd
margra sjómanna og verkamanna
að fá heitt vatn í úti laugina. Bær
og ríki ganga ríkt eftir að við
greiðum gjöld olckar þá getum við
eins krafist þæginda.“
„JÓN FRÁ HVOLI“ skrifar:
Mér þótti vænt um bréfið, sem
„Gamall í hettunni“ skrifaði þér
um daginn, þótt í það vantaði úr-
skerandi og upplitsdjarfa hugsun,
sem tæki þétt á og lýsti aðdrag-
anda þess ástands, sem nú er í
heiminum. En prýðilegt var að
vekja mál u'm þetta efni; þar er
góð vísa ekki oft kveðin upp úr
þeim svefni, er kirkjan og þjónar
hennar eru fallnir í.“
„HANN SEGIR, að íslendingar
hafi áður verið guðræknir, sótt
kirkju og unnað kristindómi. 'En
hann virðist ekki þekkja þann
sannleika, að kirkjurækni og
kristni eru alveg sitt hvað. Áreið-
anlega er það mála sannast, að rót-
tsekur kristindómur er hjarta sam.
félagsins. Séu lokur þess ekki í
lági, verður samfélagið sjúkt og
hætta á, að það fái óráðsköst og
fari út af sporinu.“
„EKKJURNAR ÞRJÁR, sem
nefndar voru í pistlum þínum 28.
ágúst síðastl., munu hafa átt í i
höggi við þá menn, sem skráðir
eru meðlimir kirkjunnar; en hún
er sögð, samfélag heilagra.“ Skin-
helgin er skrambi seig!“
Hannes á kornina.
Frh. af 4. síftu.
um í vegavinnunni sé unnið
í 10 klst. á dag fyrir dag-
vinnukaupi, þar Sem 8
stunda vinnudagur er samn-
ingsbundinn.
Seinna höfum vér fengið
örugga vitneskju um, að 8
stunda vinnudagur hefir ver-
ið unninn á kaupgjaldssvæð-
um, sem bundin eru með
samningum 10 stunda vinnu-
degi, eins og t. d. í Eyrar-
sveit.
Með því að hér er eigi að-
eins um að ræða brot á samn-
ingum, heldur hreina og
beina skemmdastarfsemi að
því er virðist, sem hvorugur
aðili, ríkisstjórnin eða Ál-
þýðusambandið, geta látið
sér sæma að umbera, viljum
vér til staðfestingar því, sem
áður var boðið í persónulegu
viðtali við yður fyrir
skömmu,, tjá yður, að Al-
þýðusambandið gæti fyrir
sitt leyti fallist á, að mál
þetta yrði leyst á einhverj-
um þeim grundvelli, sem hér
er lýst:
1. Vegavinnuflokkum sé
heimilt að vinna af sér 48
stunda vinnuvikuna á 5 dög-
um, eftir dagvinnutaxta, og
sé þá ekki unnið á laugar-
dögum og sunnudögum.
2. Á félgassvæðum, sem
bundin eru með samningum
8 stunda vinnudeginum, séu
unnar 10 stundir á dag, með
2 stundum í eftirvinnu, en á
kaupgjaldssvæðum utan þess
ara félagssvæða og þar á fé-
. lagssvæðum, sem 10 stunda
vinnudagur er samnings-
bundinn, séu unnar 10
stundir á dag samkvæmt
dagvinnutaxta.
3. Ríkisstjórnin og stjórn
Alþýðusambandsins gefi út
sameiginlega orðsendingu til
allra, sem sjá um fram-
kvæmd vegavinnu, þar sem
lagt er svo fyrir, að samn-
ingarnir frá 2. maí s.l. verði
haldnir í eimu og öllu, ekki
aðeins þar sem 8 stunda
vinnudagur á að gilda, held-
ur einnig þar sem 10 stunda
vinnudagur er samnings-
bundinn.
Verði eigi hægt að komast
að samkomulagi um þetta
mál, neyðist Alþýðusam-
bandið til að leita réttar síns
eftir öðrum leiðum.
Heiðrað svar yðar óskast
fyrir 20. ágúst n.k.
Virðingarfyllst.
F. h. Alþýðusamb. íslands.
Jón Sigurðsson
(sign).
Til atvinnumálaráðherra.
Nokkrum dögum síðar sendi
ráðherra svohljóðandi svarbréf:
Reykjavík, 19. ágúst 1943.
í tilefni af bréfi Alþýðu-
sambands íslands, dags. 12.
þ. m., þar sem sambandið
tekur fram að unnið sé í
vegavinnu ríkisins „10 tíma
vinna á dag með dagvinnu-
kaupi á kaupgjaldssvæðum,
þar sem 8 stunda vinnudagur
er samningsbundinn“ og „8
stunda vinnudagur unninn á
kaupgjaMssvæðum, sem
bundin eru með samningum
10 stunda vinnudegi“, vill
ráðuneytið enn taka fram,
það sem áður hefir verið tjáð
munnlega bæði framkvæmd-
arstjóra og erindreka Al-
þýðusambandsins, að það gaf
fyrirmæli á síðastliðnu vori
um að vinna skyldi aðeins 8
tíma vinnu á degi hverjum
á þeim kaupgjaMssvæðum,
þar sem 8 stunda vinnudag-
ur hefði verið ákveðinn af
Alþýðusambandinu eða fé-
lögum þess.
Að gefnu tilefni nú hefir
vegamálastjóri skýrt ráðu-
neytinu svo frá: Verkamenn
voru víða mjög óánægðir
með styttingu vinnutímans
og sendu mörg hundruð
þeirra skriflega beiðni um
10 stunda dagvinnu. Þessu
var þó ekki sinnt, þar til
verkamenn í nokkrum fMkk-
um tóku sig til og hófu að
vinna 10 stundir. Vegamála-
stjóri lét þetta viðgangast
eins og Alþýðusambandinu
er kunugt og vegamálastjóri
mun hafa átt viðræðúr um
við framkvæmdarstjóra þess.
Ef Alþýðusambandið ósk-
ar þess nú, mun ráðuneytið
leggja fyrir vegamálastjóra
að skipa svo fyrir, að hvergi
megi viðgangast, að unnið
verði lengur en 8 stunda
vinna á kaupgjaldssvæðum,
þar sem slíkt ákvæði er í
kaupsamningi verkalýðsfé-
laganna.
Ráðuneytið getur hins
vegar ekki fallist á að stytta
vinnuvikuna ofan í 5 daga.
Vilhjálmur Þór.
(Sign.)
Vigfús Einarsson.
(Sign.)
Til Alþýðusambands íslands.
Strax daginn eftir sendi Al-
þýðusambandið eftirfarandi
bréf:
Reykjavík, 20. ágúst 1943.
Sem svar við heiðruðu
bréfi yðar, dags. 19. ágúst
s.l., skal yður hér með tjáð,
að Alþýðusambandið getur
sætt sig við þá lausn á um-
ræddu máli, að ráðuneytið
leggi „fyrir vegamálastjóra
að skipa svo fyrir, að hvergi
megi viðgangast, að unnið
verði lengur en 8 stunda dag-
vinna á kaupgjaMssvæðum,
þar sem slíkt ákvæði er í
kaupsamningi verkalýðsfé-
laganna“. Viljum vér mælast
til, að skipun þessi verði gef-
in hið allra fyrsta og að oss
verði látið í té afrit af henni.
Með þessu samkomulagi
teljum vér þó óskertan rétt
einstakra sambandsfélaga
vorra til að krefjast eftir-
vinnukaups samkvæmt kjara
samningum sínum, fyrir þá
vinnu, sem þegar hefir verið
unnin í eftirvinnu, ef þau
óska að nota þennan rétt
sinn, þótt vér hins vegar
munum ekki hvetja þau til
þessa.
Virðingarfyllst.
F. h. Alþýðusamb. íslands.
Jón Sigurðsson
(sign.)
Til atvinnumálaráðherra,
Reykjavík.
Ég geri alveg ráð fyrir að
sumum mönnum virðist dálítið
undarlegt niðurlag bréfsins,
þar sem sagt er, að við munum
ekki neitt sérstaklega hvetja
félögin, eða réttara sagt þá
menn, sem unnið hafa í 10
stundir fyrir dagvinnukaup og
gerzt þar með brotlegir við fé-
lagssamtökin, til þess að krefj-
ast eftirvinnukaups, jafnvel
þótt þeir ættu lagalegan rétt til
þess.
Allt frá þeim tíma, að til
. verkalýðssamtakanna var stofn
að, hefir verið háð hörð barátta
fyrir því, að koma á átta stunda
dagvinnu, og þá loksins að það
er fengið hér, og það með mun
hærra grunnkaupi en fékkst
fyrir 10 stundir áður, hafa því
miður alltof margir menn látið
hafa sig til þess, að brjóta óg
þar með rýra stórkostlega ■
þessa réttarbót, sem náðist
þeim til handa. Sem betur fer,
er fátt félagsbundinna verka-
manna, sem þannig hafa gerzt
brotlegir við samtökin og hug-
sjón þá, sem krafan um 8
stunda vinnudag byggist á.
Niðurlag bréfsins byggist því
á því áliti okkar, að þeir menn,
sem þannig hafa látið hafa sig
til að svíkja samtökin, séu
engra verðlauna verðir, þótt
við hins vegar vildum gjarnan
ná fram rétti samtakanna gegn
ríkisstjórninni fyrir samnings-
rofin.
Nokkrum dögum eftir að við
höfðum sent framanritað bréf,
fengum við svohljóðandi bréf
frá ráðherra:
Reykjavík, 25. ágúst 1943.
Eftir móttöku bréfs Al-
þýðusambandsins, dags. 21.
þ. m. og með skírskotun til
bréfs ráðuneytisins, dags. 19.
þ. m„ skal því hér með tjáð,
að ráðuneytið hefir með
bréfi dags. í dag lagt fyrir
vegamálastjórann að skipa ;
svo fyrir, að hvergi viðgang-
ist, að unnið verði lengur en
8 stunda dagvinna á þeim
kaupgjaldssvæðum, þar sem
slíkt ákvæði er í kaupsamn-
ingi verkalýðsfélaganna.
Vilhjálmur Þór.
(Sign.)
/Vigfús Einarsson.
(Sign.)
Til Alþýðusambands íslands.
Með bréfi dags. 25. ágúst s.L
Saumaborð
Útvarpsborð
Héðinshöíðl h.f.
Aðalstræti 6 B. Simi 4Q58.
segist atvinnumálaráðherra
hafa síðast gefið fyrirskipun
um, að samningarnir væru
haldnir, en eins og sést á fram-
anrituðu hefir hann oft áður
(að hans eigin sögn) gefið slíka
fyrirskipun, en henni hefir
ALDREI verið hlýtt, og ennþá
er það svo, það ég bezt veit, að
unnið er í 10 stundir.
Hér eftir mun Alþýðusam-
bandið að sjálfsögðu reyna til
að fara aðrar leiðir í þessum
málum, því vitanlega þýðir
ekkert að vera að gera samn-
inga eða leita til ráðherra eða
ríkisstjórnar, sem virðist alger-
lega óábyrg orða sinna, og virð-
ist láta sér í léttu rúmi liggja,
hvort þeim fyrirskipunum, sem
hún gefur, er hlýtt eða ekki.
Með greinargerð þessari vil
ég hafa sýnt fram á, að orð-
rómur sá, sem mér er sagt að
gangi um það, að ég hafi leyft
að unnið væri í 10 stundir fyrir
dagvinnukaup, hefir ekki við
neitt að styðjast, enda tilhæfu-
laust að ég hafi nokkurt slíkt
leyfi gefið fram yfir það, sem
að framan getur um tilboð það,
sem við gerðum ráðuneytinu í
okkar fyrra bréfi til þess.
Reykjavík, 6. sept. 1943.
Jón Sigurðsson.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðu.
síður að endurvekja gagnkvæmt
traust, endurheimta trú á samn-
inga, orðheldni, drengskap. Án
þess að slíkt traust skapist á ný,,
myndast engin nógu öflug stjórn-
málasamvinna um hin miklu;
vandamál komandi ára. Siðfræð-
ina þína verður. því að uppræta,
og drengskapareiðrofar eins og þú
verða að hverfa af vettvangi stjórn_
málanna. Það er eitt helzta grund-
vallaratriði þess, að heilbrigt
: stjórnmálasamband geti hafizt.
Það getur kostað nokkur átök
og nokkra bið, að hægt sé að skapa
þennan nauðsynlega grundvöll
heiðarlegrar stjórnmálasamvinnu.
En eins víst og það er nú orðið, að
hin heilbrigðari öfl í heiminum
munu bera sigur úr bítum og upp-
ræta samningsrof og svikara í al-
þjóðamálum, eins víst er það, að
íslendingar munu á sama hátt
hreinsa til í innanlandsmálum sín-
um. Og á sama hátt og enginn
stjórnmálamaður, sem berst fyrir
nýjum heimi og farsælli friði, vill
tala við ítala eða Þjóðverja, með-
an þeir njóta forustu samningsrofa
.eins og Mussolini og Hitlers, þá
vill enginn heiðarlegur íslenzkur
stjórnmálamaður treysta á neina
varanlega samvinnu við Sjálfstæð-
isflokkinn meðan hann hefir dreng_
skapareiðrofa eins og þig í farar-
broddi."
Það væri synd að segja, að
hér væri verið að tala nokkuð
undir rós. Og sannast að segja
munu menn eiga erfitt að skilja,
að formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og fyrrverandi forsætisráð-
herra geti látið slíkum áburði
ósvarað. Eða er pólitískt siðferði
í landinu komið niður á það stig,
að menn, sem ekki geta hreins-
að sig af þeim áburði að þeir
séu eiðrofar, ,geti eftir sem áður
haldið áfram að vera trúnaðar-
menn og forystumenn heilla
st j ór nmálaflokka ?