Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 11. sept. 1943 fUþijðnbUMÍ) Útgefaadi: AlþýSaflekkuria*. Ritstjóri: Stefáa Pétursson. Kitstjóra ag afgreiðsla í Al- I þýöahúsiaa viS Hverfisgötu. » Sínaar ritstjóraar: 49*1 »g 49*2. S Símar afgreiSslu: 4908 og 4986. VerS í lausasöiu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Jón Sigurðsson: Handjárnaðir þingmenn. F YiRIR því þingi, sem nú sit- ur á rökstölum, liggur, að taka örlagaríkar ákvarðanir um það, hvernig snúast skuli við dýrtíðarmálunum, eins og þau horfa nú við, ftir samkomulag sex manna nfndarinnar. Með því samkomulagi, sem samkvæmt lögum um dýrtíðar- ráðstafanir frá í vor er bind- and, þar eð það var samþyk-kt í nefndinni ágreiningslaust, er á- kveðið, að bændur skuli fá stór- hækkað verð fyrir afurðir sínar í haust, svo mikið hærra en hingað til, að ef útsöluverð af- urðanna hér innanlands yrði hækkað að sama skapi, myndi vísitalan hæ'kka strax 1 næsta mánuði um 17 stig. * Fyrir alþingi liggur nú, að ræða og taka ákvörðun um það, hvort það skuli látið afskipta- laust af hinu opinbera, að vísi- talan hækki þannig á ný og dýrtíðinni sé þar með aft-ur gef- inn laus taumurinn, eða hvort reynt skuli eftir sem áður, að hafa hemil á henni með því að halda niðri útsöluverði afurð- anna og greiða það, sem á vant- ar til að bændur fái verð sex manna nefndarinnar, með nýj- um og áframhaldandi milljóna- fjárframlögum úr ríkissjóði, á kostnað almennings. Hér er sannarlega um alvar- legt mál að ræða, og hvorugur kosturinn góður. Engum dettur í hug, að atvinnulíf þjóðarinnar þoli það öllu -lengur að dýrtíðin haldi áfram að vaxa. Það myndi fyrirsjáanlega leiða til algers hruns innan skamms. En hins vegar spyrja menn: Hve lengi getur það gengið, að ausa út milljónum á milljónir ofan af opinberu fé til þess að greiða uppbætur á afurðaverðið? Og hvaða réttlæti er í því, að hið opinbera sé þannig látið tryggja tekjur einnar stéttar í landinu, þegar aðrar verða að búa við fullkomna óvissu? * Maður skyldi halda að þetta mál væri svo alvarlegt, að al- þingi tæki engar ákvarðanir í því fyrr en eftir nákvæma at- hugun og rækilegar opinberar umræSur. En hvað kemur í Ijós? Finnur Jónsson upplýsti í út- varpsræðu sinni á alþingi á mið vikudaginjy, að samtök hefðu þegar verið hafin um það með- al einstakra þingmanna, að binda hendur þingsins fyrir fram og að gersamlega óathug- uðu og óræddu máli, handjárna þingmennina með þ.ví, að láta þá nú þegar í þingbyrjun skrifa undir skuldbindingu um að vera með millj ónauppbótum úr rík- issjóði á verð útfluttra land- búnaðarafurða ofan á hinar fyr- irhuguðu uppbætur á innlend-' um markaði! Finnur Jónsson sagði, að slík vinnubrögð væru þinginu til háðungar. Og það er sannarlega ekki of mikið sagt. Það er algert hneyksli, að nokkur þingmaður skuli leyfa sér, að fara fram Deilan um 8 stunda vinnu* daginn i vegavinnunni. Rikisstjómin hefir rofió samninga við Alþýðusambandið. VEGNA orðróms, sem mér er sagt að uppi sé um það, að ég undirritaður hafi leyft f. h. Alþýðusambandsins að unnið væri 10 stundir á dag við vega- og brúagerðir, fyrir dagvinnukaup, þykir mér rétt að almenningur fái að vita, hvað hefir farið milli atvinnu- málaráðuneytisins og Alþýðu- sambandsins um þessi mál. Eins og kunnugt er, var gert samkomulag um það á s.l. vori milli Alþýðusambands íslands og ríkisstjórnarinnar, að kaup og kjör við vega- og brúagerðir í sumar, frá og með 3. maí s.l. að telja, skyldi vera samkvæmt þágildandi samningum þess verkalýðsfélags innan sömu sýslu, sem næst er þeim stað, sem vinnan er framkvæmd á. Samkomulag var og gert, þar sem skilgreind voru glögg tak- mörk hinna einstöku kaup- svæða félaganna. Á s.l. sumri og hausti gerðu nær öll verkalýðsfélög landsins samninga um kaup og kjör við atvinnurekendur, og fengu flest ákvæðið um 8 stunda vinnu- dag í samningana. Það, sem unnið væri fram yfir 8 stundir, skyldi unnið fyrir eftirvinnu- kaup fyrstu þrjár stundirnar, en eftir það með næturvinnu- kaupi. Þar sem samkomulagið við ríkisstjórnina var raunverulega um það, að greitt skyldi sam- kvæmt samningupi félaganna hvers á sínu kaupfélagssvæði, var vitanlega einnig ákvæðið um lengd vinnudagsins innifal- ið í því. Strax þegar vegavinna hófst, fór að bera á óánægju út af því, að ekki skyldi leyft að vinna nema 8 stundir fyrir dagvinnukaup, þótt ótrúlegt megi teljast, þar sem með samningum var bóAð að ná fram það mikilli grunnkaups- hækkun, að í ár fengu vega- vinnumenn víðast hvar úti á landi. um það bil þriðjungi hærra grunnkaup fyrir 8 stunda vinnudag en þeir fengu fyrir 10 stunda vinnu í fyrra. Til Alþýðusambandsins komu bréf frá 5 eða 6 vegavinnu- mannaflokkum (sennilega und- irrituð af flestum, sem í flokk- unum unnu), þar sem farið var fram á, að sambandið leyfði að unnið væri 10 stundir á dag fyrir dagvinnukaup. Vitanlega var öllum þessum mönnum svarað því, að sam- bandið hefði hvorki vilja eða getu til að leyfa’ slíkt, að minnsta kosti ekki á félags- svæðum, þar sem félögin voru raunverulega sjálf samningsað- ilar. Þessum mönnum var og bent á það, að ef þeir næðu ekki viðunandi kjörum me,ð því kaupi, sem þeir hefðu fyrir 8 stunda vinnu, væri ekki ráðið til úrbóta að lengja vinnudag- inn aftur, heldur vinna að því, að fá hærra grunnkaup, og skrifuðum við verkalýðsfélög- unum í sambandi við þessi mál og fórum þess á leit, að þau endurskoðuðu samninga þá, er þau hefðu gert, og hvöttum sérstaklega þau félög til þess að segja upp samningum, sem lægst höfðu kaupið. Þá komu og beiðnir um það, að fá að skila 48 stunda vinnu- viku á 5 dögum, þ. e. að hafa frí laugardaga, en vinna lengur hina dagana, sem því nam. Þetta síðara vildi sambandið leyfa, vegna þess, að í hinum ýmsu kauptúnum úti á landi gat það komið sér mjög vel fyrir menn, því flestir verka- menn þar, hafa einhverja gras- nyt og svo matjurtagarða til að hugsa um. Eitthvað mun hafa komið af svipuðum beiðnum til vega- málaskrifstofunnar. Sannfrétt hefi ég það, að víð- ast hvar munu verkstjórarnir hafa beitt sér fyrir undir- skrifasmölun undir kröfuna um 10 stunda dagvinnu fyrir dagvinnukaup. Ekki var langt á liðið vega- vinnuna, þegar sumstaðar var farið að vinna í 10 stundir fyrir dagvinnukaup á kauplagssvæð- um þar sem ákvæðið um 8 stunda vinnudag var gildandi. Þegar fengin var fullkomin vissa um að samningar væru þannig brotnir af hálfu ríkis- stjórnarinnar, áttum við, bæði ég og samstarfsmaður minn, Jón Rafnsson, oftar en einu sinni tal um þetta bæði við at- vinnumálaráðherra og vega- málastjóra og gerðum þá kröfu, að samkomulagið frá 2. maí s.l. væri haldið í öllum greinum. Þegar talað var við atvinnu- málaráðherra, var það venju- lega viðkvæðið hjá honum, að hann ætti bágt með að trúa því að unnið væri meir en 8 stund- ir, því hann hefði lagt svo fyrir að hvergi' skyldi unnið lengur á degi hverjum. En þrátt fyrir ,,fyrirskipun“ atvinnumálaráðherra sat við það sama, og þó ekki, því alltaf f jölgaði þeim stöðum, þar sem 10 stunda dagvinna var tekin, upp. 1 Öðru máli var að gegna þar sem vegavinnumenn höfðu fengið því framgengt við verk- stjórann að fá áð vinna 48 stunda vinnuvikuna á fimm dögum. Það var einu sinni í sumar, að ég fór norður í land til þess að kynna mér hvernig samn- ingar væru haldnir, og hitti ég þá atvinnumálaráðherra þegar ég var á suðurleið, en hann að fara norður. Ræddum við litla stund um þessi mál, og fór ég þess á leit þá, að hann leyfði, að unnið væri fimm daga og laug- ard. gefið frí, og sagði honum þá frá því, að mér væri kunnugt um að á einum stað fyrir norð- an hefði það fyrirkomulag ver- ið nokkurn tíma og gefizt vel. Einnig sagði ég honum þá frá mörgum stöðum þar sem unnið væri í 10 stundir, en ætti þó á það, að þannig verði teknar ákvarðanir um alvarlegasta mál þingsins og milljónaútgjöld á kostnað almennings, og það vekur undrun, að nokkur þing- maður skuli láta hafa sig til þess að skrifa undir slíkar skuldbind ingar! Það er varla hægt að hugsa sér alvarlegra tilræði við álit alþingis meðal þjóðarinnar, en slík baktjaldavinnubrögð og slíkt ábyrgðarleysi. Það er það allra minnsta, sem hægt er að heimta af þingmönnum, að þeir athugi að minnsta kosti syo , þýðingarmikið mál og ræði á þinglegan og samvizkulgan hátt, áður en ákvörðun er tekin í því. samkv. samningum aðeins að vinna 8 stundir fyrir dagvinnu- kaup. Ég var ek-ki búinn að vera lengi heima, þegar mér barst tilkynning um það frá vinnu- flokknum, sem hafði náð fimm daga vinnuviku, að því væri hætt vegna ákveðinnar fyrir- skipunar atvinnumálaráðherr- ans, Vilhjálms Þórs, og sýndi ráðh. meiri röggsemi viðvíkj- andi því atriði heldur en hinu, að sjá um að samningar væru haldnir. Margt virðist benda til þess í sambandi við þessi mál, að af hálfu ríkisstjórnarinnar hafi verið um ákveðna baráttu að ræða gegn 8 stunda vinnudegin- um, t. d. það, að víðast hvar þar sem 8 stunda vinna var ákveð- in samkvæmt samningum, var ákvæðið brotið, í mörgum til- fellum fyrir forgöngu verk- stjóranna, og þá í fullu sam- ráði, eða í það minnsta með þegjandi samþykki vegamála- skrifstofunnar og ráðherra, svo ekki sé of mikið sagt, en þar sem vinna mátti í 10 stundir fyrir dagvinnukaup, eins og í Eyraráveit í Snæfellsnessýslu, fékkst ekki að vinna nema 8 stundir, þrátt fyrir kröfur vegavinnumanna um að fá að vinna 10 stundir eins og samn- Aflglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá' Hverfisgötu) íyrir kl. 7 að kvðldi. Slml 490«. ingur félags þeirra leyfði. 1 samtali, er við Jón Rafns- son áttum við atvinnumálaráð- herra í s.l. mánuði, buðum við honum samkomulag á þeim grundvelli, að Alþýðusamband- ið mundi láta afskiptalaust, þótt á kauplagssvæðum utan fé- lagssvæða, þar sem menn liggja við í tjöldum fjarri heim- ilum sínum, væru unnar 10 stundir á dag fyrir dagvinnu- kaup, ef þess væri sérstaklega óskað af verkamönnunum sjálfum, gegn því, að ráðuneyt- ið leyfði, að á félagssvæðum þar sem þess væri óskað, væri 48 stunda vinnuviku skilað á fimm dögum. I framhaldi af þessu samtali var síðan svohljóðandi bréf sent til atvinnumálaráðherra: Reykjavík 12. ágúst 1943. Eins og yður mun reka minni til, höfum vér per- sónulega skýrt yður frá því, að á ýmsum kaupgjaldssvæð- Framhald á 6. síðu. ¥•% AÐ vakti að vonum tölu- verða athygli, þegar það var borið á formann Sjálfstæð- isflokksins, Ólaf Thors, í Tíman- um, í opnu bréfi ritstjórans til hans^ fyrir nokkru síðan, að hann hefði rofið unnin dreng- skaparheit við Hermann Jónas- son og Eystein Jónsson um að láta kjördæmamálið ekki ná fram að ganga árið 1942. Enn hefir Ólafur ekki svarað þess- um áburði neinu, þótt furðulegt verði að teljast. En í tilefni af því skrifaði ritstjóri Tímans í nýju opnu bréfi til Ólafs Thors í Tímanum í gær: „Af þessu verða tæpast dregn- ar aðrar ályktanir en þær, að sið- fræði þinni sé þannig háttað, að þér finnist það svo meinlaust og lítilfjwrlegt að svíkja drengskapar- eiða, að ekki taki því að afsaka slíkt. Menn séu jafn góðir og gild- ir til opinberra starfa, þótt þeir fremji slíkan verknað. Menn eigi ekki að meta slík þeit meira en þýzki stjórnmálamaðurinn, sem rauf samninginn um . hlutleysi Belgíu fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina með þeim ummælum, að þessi samningur væri bara pappírsmiði. Ef svo kynni samt að fara, að ein- hverjir siðapostular færu að átelja þetta, þá hæfi að hafa aðferð; refjóttra kaupsýslumanna, sem tapa minninu fyrir dómstólunum og þegja. Með því að þegja, gleym- ist brotið smátt og smátt og glæfra maðurinn verður áfram sama stór- mennið í augum almennings. Þannig virðist siðfræði þinni vera háttað, Ólafur Thors. En því fer betur,, að þessi sið- fræði H"1 % ’ r nú við vaxandi í. Stjórnmálamenn á sama siðferðistigi og þú hafa á undanförnum árum leikið sér að því að óvirða samnirtga og dreng- skaparheit. Mussolini sveik samn- inga til að undiroka Abessiníu og Albaníu. Hitler sveik hvern alþj óðasamninginn á fætur öðrum og ýmsa hlutleysissamninga við nálæg smáríki. Þetta heppnaðist þessum kumpánum um nokkurt skeið og meira að segja allmargt fólk í. flokki þínum dýrkaði þá sem mikla menn. M. a. mun einn fulltrúj Mussolini á Ítalíuj hafa dásamað Mussolini og verk hans í Mbl. En svo kom um síðir, að stjórnmálamenn, sem líta öðru vísi á samninga og drengskapar- eiða en þú, töldu ekki lengur fært að leyfa Mussolini og Hitler þetta framferði. Þessir stjórnmálamenn vildu frið og vildu flest til hans vinna. Samt töldu þeir það svo mikilsvetr, að aftur yrði komið á orðheldni og drengskap í alþjóð- málum, að þeir kusu heldur 'styrj- öld en áframhald hins drengskap- arlausa atferlis einræðisherranna. Þess vegna -geisar styrjöld um allan hnöttinn í dag. Hefirðu gert þér Ijóst, Ólafur Thors, að núver- andi styrjöld er einmitt háð til þess að endurvekja orðheldni, trú- mennsku og drenkskap í alþjóða- viðskiptum? Þeir, sem fyrir þessu stríðstakmarki berjast, munu hljóta sigur. Tími svikaranna er liðinn.“ * Síðar í hinnu nýja^ opna bréfi Tímaritstjórans til Ólafs Thors segir: „íslenzk stjórnmál þarfnast sannarlega endurreisnar engu síð- ur en alþjóðamálin. Þar þarf ekki Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.