Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.09.1943, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. sept. 1943 ALÞYJMJBLMIB ÞEGAR ég var drenghnokki heima í Bandaríkjunum hafði ég mjög gaman af að horfa á fallhlífarstökk úr loft- belgjum á fjölleikasvæðum og íþróttavöllum. Oft fór ég á skemmtistaðinn heima, þar sem ég er upp alinn, til þess að hjálpa til að halda niðri loft- belgnum þangað til hann var tilbúinn að stíga upp í loftið. TJm þetta leyti gerði ég margar viðvaningslegar tilraunir, bjó til flugbelgi úr pappír og fyllti þá af heitu lofti, eins og ég sá þá gera á íþróttasvæðinu. Loks bjó ég til fallhlíf og lét eftir- lætjsköttinn minn svífa. Hug- myndin var sú, að þegar loftið í belgnum kólnaði, færi hann «3 síga aftur, fallhlífin opnaðist af loftþrýstingi að neðan og kisi svifi. En einhver galli var á gjöf Njarðar: fallhlífin opnaðist ekki, og þar með missti ég köttinn minn, fallhlífina og allt- saman. Það síðasta, sem ég sá, var, að allt hafurtaskið sveif út á Kyrrahaf. Því næst kynntist ég mann- inum, sem hafði það að atvinnu að stökkva út í fallhlíf og átti að láta stökkin líta sem hræði- legast út, til þess að vekja á- horfendum hrnll. Og loks stökk ég sjálfur. Óþarft er að taka það fram, að ég leyndi foreldra tóína þessu þar til öllu var lok- ið. Þá var ég fimmtán ára gam- all. Hræddur var ég ekki, fjarri því — en ég efast um að ég hefði haft hugrekki til þess arna nú. Eg stökk líka út i fallhlíf á skemmtunum. Að vísu hafði ég ekki fengið samþykki foreldra minna, en þeir fengu við ekkert ráðið, pví að ég hafði tekið á- kvörðun, sem ég kvikaði ekki frá. Seinna réði ég mig hjá kvikmyndafélagi í Ameríku og átti nær eíngöngu að sýna fall- hlífastökk. Þegar fyrri heims- styrjöidin hófst, fór ég úr þjon- ustu kvikmyn daf éiagsins og gekk í Curtisflugsveitina í Bufi'- alo í New Ýork-fylki. Ameríska flugmálaráðuneytið var farið að fá áhuga á að nota fallhlífar sem öryggistæki handa flug- mönnunum. Allir vissu, að Þjóð verjar björguðu mörgum flug- manninum með fallhlíf, _og Mit- chedd hershöfðingi, sem stjórn- aði ameríska flughernum ósk- aði eftir mönnum, sem gætu skipulagt þennan þátt flug- tækninnar. A þeirri tíð voru allar fall- hlífar eins. Það er að segja, þær opnuðust sjálfkrafa um leið og stökkmaðurinn sveif niður frá loftbelgnum eða flugvélinni. Þráður var festur við flugvél- ina, þannig, að í fallinu dró stökkmaðurinn fallhlífina út úr hulstrinu, sem hún var í. Þetta blessaðist svo lengi sem flugvélín flaug beint áfram. En væri hún að stinga sér, fljúga í hring eða hækka sig á svigflugi, var þetta ekki hægt.. Mér skild- íst, að fallhlíf minni var að þessu leyti áfátt, svo ég fann upp fallhlíf, þannig gerða, að stökkmaðurinn opnaði hana sjálfur í fallinu. Þessi tegund fallhlífa er notuð enn í dag. í framkvæmdinni þarf stökkmað urinn ekki að gera annað en stökkva hvernig sem ástatt er um flugvélina — og kippa í spottann, sem orsakar það, að fallhlífin þenst út. Frá því að kippt er í spottann og þar til fallhlífin hefir þanizt út líða Ráðast Bandamenn hér á land? Ef Bandamenn hverfa að því ráði að hefja innrás í Grikkland fyrir veturinn er þeim nauð- synlegt að ná eyjunni Krít fyrst á vald sitt. Bandamenn hafa gert þar nokkur strandhögg í sumar og haldið uppi loftárásum á stöðvar á eynni. Myndin hér að ofan er af bænum Canes á norðurströnd Krítar við Sudaflóan Fallhlífar og flugmenn. Eftirfarandi grein sem er þýdd úr The Listener, fjallar um hinar ýmsu gerðir fallhlífa og sögu þeirra og er eftir Leslie L. Irvin helsta fallhlífaframleið anda Breta. að meðaltali sekúndu. þrír fimmtu úr Þegar ég hafði gert allmargar tilraunir með gerfistökkmenn stökk ég sjálfur í fyrsta skipti í þessari tegund fallhlífa í apríl- mánuði 1919. Ég stökk úr 1500 feta hæð og féll með um 110 mílna hraða á klukkustund. Ég kippti í spottann um leið og ég losnaði við flugvélina og allt fór vel. En vegna loftstraums, sem ég hafði ekki gert ráð fyrir, kom ég svo harkalega niður, að ég brotnaði um öklann. Ég hélt tilraununum áfram, og þær heppnuðust svo vel, að ame- ríska flugmálaráðuneytið viður kenndi og tók til notkunar Irvin-fallhlífarnar, eins og þær eru nú kallaðar.. Árið 1925 komst brezka flug- málaráðuneytið að samkomu- lagi við félag mitt og keypti fáeinar fallhlífar til reynslu. Bretar völdu fallhlífategund mína snemma árið eftir, og ég stofnaði fyrstu Irvinverksmiðj- una á Bretlandi skömmu seinna eingöngu með brezku starfsliði. Ég fór til Bretlands til þess að sjá um framleiðsluna, og þar hefi ég verið síðan. Þótt undar- legt megi virðast eru megin- þættir fallhlífanna enn þá hin- ir sömu og þegar ég stökk í -fyrsta skipti í þessari tegund Stúlka óskast í Ðésaverksniðjpa Upplýsingar i verksmiðjunni hjá verkstjóranuiu. fallhlífa árið 1919. En við hof- um bætt efnið í þeim og breytt lögun þeirra, einkum með til- liti til þess að auka styrkleika þeirra án þess að þyngja þær. Það er svo Iítið rými í flugvél- um fyrir stórar fallhlífar, og hinn aukni hraði flugvélanna krefst sterkari fallhlífa. Okkur hefir aldrei tekizt að finna neina formúlu fyrir gerð flugvéla. Við höfum orðið að þreifa okkur áfram með til- raunir: varpa út gerfimönnum í fallhlífum og stökkva tilrauna stökk. I sumum tilraunastökk- unum hafa stökkmennirnir ekki kippt í spottann fyrr en þeir höfðu fallið um tuttugu þús- und fet. í fyrstu var áformað að allir flugmenn yrðu æfðir í fallhlífastökki, en svo margir flugmenn höfðu bjargað lífi sínu með fallhlíf, án nokkurrar æfingar, að yfirvöldin komust að þeirri niðurstöðu, að æfingar væru óþarfar. IJm 10,000 manna hafa bjargað lífi sínu með fallhlíf síðan 1920 og að- eins örfáir þeirra hafa slazast í lendingu. Éina kennslan, sem fer fram er í því fólgin að æfa menn í að lenda svo mjúklega, sem þeir geta og hafa alla vöðva máttlausa. Næsta vandamálið var að koma í veg fyrir að stökkmenn drægjust eftir jörðunni, þegar stormur var. Þess vegna fund- um við upp aðferð til þess að stökkmaðurinn gæti losað sig við fallhlífina um leið og hann kæmi niður. Þetta getur hann einnig, ef hann lendir á vatni og getur þá gripið til sunds. Fyrst voru þessar fallhlífar hafðar á bakinu. En það gat oft valdið óþægindum eftir mis- muhandi gerð flugvélanna, svo að þær voru útbúnar þannig, að hægt var að sitja á þeim í flugvélinni. Fleiri gerðir fall- hlífa eru til, með tilliti til gerð- ar flugvélanna. Þá látum við útrætt um þessa tegund fallhlífa, það var ekki fyrr en núverandi styrjöld hófst, sem Bretar fóru að hafa áhuga á því að senda hermenn niður í fallhlífum: fallhlífa- sveitir, sem látnar eru svífa nið ur úr flugvélum. Rússar, Frakk- ar og Þjóðverjar höfðu þegar hafizt handa um að æfa fall- hlífahersveitir. Rússar og Frakkar notuðu þá aðferð, að hermennirnir kipptu í spottann og opnuðu fallhlífina sjálfir, en Bretar álitu þá aðferð ranga, og þeir höfðu á réttu að standa, því að fallhlífahermenn verða að stökkva úr' mjög lítilli hæð, til þess að koma ekki dreifðir niður, en til þess að slíkt sé unnt verður að nota gömlu gerðina, fallhlíf, sem opnast sjálf um leið og stökkmaður- inn varpar sé út. Við urðum því að hverfa til hinnar upphaflegu gerðar, en auðvitað var hún endurbætt. Fallhlífahermaðurinn ber fall- hlíf sína á bakinu, og í fallinu rekur hann fallhlífina út úr um- búðunum. Þetta stendur ekkí yfir lengur en eina sekúndu. Að því búnu er stökkmaðurinn reiðubúinn að lenda og venju- lega kemur hann til jarðar fá- einum sekúndum eftir að fall- hlífin hefir opnazt. Um leið og hann kemur niður, opnar hann í snatri lítinn lás og er laus við fallhlífina og tilbúinn til orustu. Stökkhrollurinn stafar ein- göngu af eftirvæntingu. Um leið og fallhlífin opnast hverfa öll ónot, sem af fallinu stafa, unz stökkmaðurinn nálgast jörðina. Honum finnst hann vera kyrr í loftinu, unz hann sér jörðína nálgast óðfluga. En manni, sem stekkur úr mikilli hæð og opn- ar fallhlíf sína sjálfur líður notalega, meðan hann er að svífa niður. Hann fellur með 118 mílna hraða á klukkustund, en þetta hefir engin áhrif á lík- amlega líðan hans, nema hann stökkvi úr gríðarmikilli hæð. Þá hefir hin snögga loftlags- breyting, frá þunnu lofti í mik- illi hæð til þéttara lofts, þegar • neðar dregur, slæm áhrif á hljóð himnuna. Fallhlífagerð Þjóðverja, þar sem stökkmennirnir opna fall- hlífina sjálfir, er mjög lík hinni brezku gerð. En fallhlífagerðin, sem þeir nota við að senda nið- ur fallhlífahermenn, er miklu síðari en fallhlífagerð Breta. Þær eru gerðar úr miklu lélegra efni og umbúnaðurinn er áreið- anlega miklu ótraustari. Ef treysta má stríðsfréttunum hafa margir þýzkir fallhlífa- hermenn farizt á Krít vegna þess, að fallhlífin Qpnaðist ekki á réttri stundu. Fréttaburður frá Berlín og ,,ástandið“. Embættaveit- ingar. Vatnsleysið. Sundlaugarnar. Nokkur orð frá gömlum manni um kirkjur og kristindóm. N AFNI MINN Á SJÓNAR- HÓLI skrifar mér um em- bættaveitingar og fleira og segir: „Varla verður annað sagt, en að núverandi stjótn hafi fafrist vel að veita embætti. Að mínum dómi hefir hún skipað beztu umsækjend urna í embættin, sem losnað hafa, að hinum ólöstuðum sem sótt hafa. Sama er að segja um setninguna í prófessorsembættið í sögu við Há- skólann. Þar liygg ég ég að komi réttur maður á réttan staá.“ MÖRGUM, sem til þessa hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn munu hafa komið á óvart skipun flokks- ins í hafnarstjórnarstöðuna. Fyrir nokkrúm árum er Finnþogi R. Þorvaldsson hafnarverkfræðingur fékk ekki vitamálastjórastöðuna, ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn og blöð hans af göflunum að ganga vegna þess að þau álitu hann sjálf- kjörinn í það embætti, og hrópuðu hástöfum að hann hefði verið hróplegum rangindum beittur.“ „EN NÚ þegar flokkurinn hafði ráð á stöðu, sem enginn maður var sjálfkjörnari í en Finnbogi Rútur, þá ganga fulltrúar flokksins í bæj- arstjórninni allir á móti honum. Svona framferði var í gamla daga kallað að gefa sjálfum sér á kjaft- inn, og þótti heldur vansæmandi.“ „ALVEG VARÐ ÉG UNDRANDI yfir því, að sjá og heyra blöðin og útvarpið vera að birta þvætting þýzka útvarpsins — sem allir vita að hefir við ekkert að styðjast og er ósannur, því miður — um óbeit ísl. kvenþjóðarinnar á setuliðinu. Ég spurði sjálfan mig: í hvaða til- gangi er verið að birta þetta þjóð- inni? „ÞVKIR EKKI NÓGU STÓR hluti kvenfólksins í of nánu sam- bandi við setuliðið eða gefa sig því á vald? Er óskað eftir fleiri ógæfutilfellum, fleiri börnum sem mæðurnar verða að leggjast meS upp á foreldra sína og annað vandafólk, eða lenda í vandræðum með; fleiri hjónaskilnuðum, fleiri kynsjúkdómatilfellum o. s. frv.? Fréttaburður af þessu tæi er hættu legur og mjíög óviðeigandi, — og svo er hann fluttur athugasemda- laust“. „SÓLVALLABÚI skrifar um vatnsleysið. „Vatnsleysið á þeim stöðum í bænum er hátt liggja er með öllu óviðunandi. Hér hv'erfur vatnið af efri hæðum húsanna stuttu eftir hádegi og kemur ekki aftur fyrr en á kvöldin. Af þessu stafar ekki aðeins óþægindi sem ekki er hægt við að una, heldur og óþrifnaður sem getur verið ( hættulegur.“ „SALERNIN standa t. d. hálf og full meira en hálfan daginn, gefa frá sér lykt inn á ganga og íbúðar- herbergi, sem ekki þykir sérlega Frb. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.