Alþýðublaðið - 15.09.1943, Síða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1943, Síða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. scpt. 1943« Námskeið fyrir verzl onarineDi í Há- skólanom. NÆSTA VETUR mun Há- skólinn halda nokkur nám skeið fyrir starfandi verzlunar- menn eins og síðast liðinn vet- ur. Verða námskeiðin þessi: Bókfærsla og er það námskeið ekki fyrir byrjendur, heldur þá, sem verið hafa í verzlunarskóla eða hafa til að bera svipaða menntun. Verður kennslan aðal lega verkleg. Rekstrarhagfræði og er þar fjaljað um ýms atriði hagfræðinnar, sem sérstaka þýðingu hafa fyrir þá, sem fást við atvinnurekstur og viðskipti. Þjóðhagfræði og er þar fjallað um hin almennu lögmál hag- fræðinnar. Enska og þýzka og eru þau námskeið ekki ætluð byrjendum, en jöfn áherzla lögð á kennslu og bréfaskriftir. Bókfærslunámskeiðið verður 3 stundir vikulega, en hin tvær. G. E. Nielsen löggildur endur- skoðandi kennir verklega hlut- ann í bókfærslunni, Gylfi Þ. Gíslason dósena bóklega hlut- ann og reksturhagfræðina, Ólaf ur Björnsson dósent þjóðhag- fræðina, Björn Bjarnason mag- ister enskuna og dr. Irmgard Kroner þýzkuna. Námskeiðin hefjast í oktoberbyrjun og standa til miðs apríl. Þátttöku- gjaldið er mjög lágt, 120 kr. fyrir bókfærsluna. en 90 kr. fyrir hin námskeiðin, og greið- ist fyrir fram. Tekið verður við tilkynningum um þátttöku í skrifstofu háskólans mánudag, miðvikudag og föstudag í næstu viku kl. 5-—6. Eftir samkomulag 6 manna nefndarinnar: Stórkostleg verðhækkun á mjólk frá pví á morgun! Nýmjólkin á að kosta kr. 1.70 lfterinn. Borgar rikisstjórnin verðið nið- ur með nýjum uppbótum ? M JÓLKURVERÐLAGSNEFND samþykkti á fundi sín- um í gær stórkostlega verðhækkun á mjólk og mjólk- urafurðum frá 16. september að telja. Samkvæm samþykkt hennar verður nú útsöluverð ný- mjólkur frá þeim tíma kr. 1,70 líterinn, en það hefir, eins og kunnugt er, hingað til verið kr. 1,40. Þessi verðhækkunarsamþykkt nefndarinnar var á fund inum byggð á því samkomulagi, sem gert var í 6 manna nefndinni svo kölluðu um hækkun á afurðaverðinu til bænda — á innlendum markaði, en í þeirri nefnd áttu sæti, eins og kunnugt er, Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn og kommúnistar. Mjólkurverðlagsnefnd var þó ekki sammála um verðhækkun mjólkurinnar. Minnihluti hennar, Guðmundur R. Oddson og Ein- ar Gíslason vildu enga ákvörðun taka um mjólkurverðið, heldur vísa málinu til ríkisstjórnarinnar með því að hún hefði þegar til- kynnt stjórnmálaflokkunum að hún ætlaði sér að halda mjólk- ur- og kjötverðinu niðri með uppbótum úr ríkissjóði. En tillögur þeirra þar að lútandi voru feldar. Della i Falltriiaráai verklýflsfólaganna: Árððnrsvél komúnista rep- ir að iæra út kviarnar. ------«----- Vilja láta Fulitrúaráðið setja upp skrif- stofu fyrir Porstein Pétursson. En tlllaga peirra um pað war felld TIL ALLMIKILLAR deilu kom milli kommúnista og Alþýðuflokksmanna á fundi í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna, sem haldinn var í fyrrakvöld. Ástæðan fyrir þessari deilu var sú að Alþýðuflokksmenn andmæltu tillögu sem hinir fyr- töldu báru fram á fundinum, og voru þó byrjaðir að fram- kvæma, um að fulltrúaráðið setti á stofn skrifstofu með Þor- steini Pétursyni sem skrifstofu- manni og skyldi skrifstofan sinna málum sem heyra undir ýmis félög, sem eiga fulltrúa í fulltrúaráðinu. Alþýðuflokksmerin bentu strax á það, að þetta skrifstófu- hald myndi reynast Fulltrúa- ráðinu ofviða fjárhagslega, þar sem kostnaðurinn við skrifstofu haldið myndi nema allt að tekj- um fulltrúaráðsins af skatti frá félögunum. En Fulltrúaráðið átti, samkvæmt ætlan kommún- ista, að greiða % hluta alls kostnaðarins, en félögin einn þriðja, gert var ráð fyrir að skrifstofan myndi kosta um 12000 krónur á ári og var þá gert ráð fyrir að Þorsteinn Pét- ursson ynni fyrir hálfum laun- um sínum annarsstaðar, en kommúnistar ( höfðu skýrt frá því að það væri ætlun þeirra. Alþýðuflokksmenn töldu, að sjálfsagt væri að Fulltrúaráðið hefði forgöngu um stofnun slíkr ar skrifstofu ef félögin vildu það, gætu komið sér saman um fyrirkomulag á rekstri hennar og val á starfsmanni — og vildu greiða kostnaðinn af henni. Kommúnistar vildu þetta ekki. Þeir vildu í einu og öllu fá að ráða fyrirkomulagi skrifstof- unnar og láta Fulltrúaráðið greiða kostnaðinn að mestu. Al- þýðuflokksmenn báru fram eftirfarandi tillögu: „Fulltrúaráð Verkalýðsfélag- anna í Reykjavík samþykkir, að beita sér fyrir því að hin minni félög komi upp sameiginlegri skrifstofu er annist innheimtu félagsgjalda og sé leiðbeinandi í atvinnu og félagsmálum á sama hátt og skrifstofur hinna stærri félaga. Náist samkomu- lag milli félaganna urh stofnun skrifstofunnar og val á starfs- manni, samþykkir Fulltrúaráð- ið að verja á þessu ári kr. 1000 til stofnkostnaðar". Var þessi tillaga samþykkt. Hér er um stærra mál að ræða, en í fljótu bragði virðist. Síðan kommúnistar náðu tökum á ýmsum verkalýðsfé- lögum í bænum og Fulltrúaráð- inu hafa þeir ekki sparað fé Frh. á 7. síðu. Samkvæmt samþykkt meiri- hluta nefndarinnar verður út- söluverð mjólkur — og mjólk- urafurða frá 16. september að telja eins og hér segir: Nýnrjólk kr. 1,70 1., smjör óbreytt frá því, sem það er nú, skyr kr. 3,00 kg., 45 gr. ostur kr. 10,30, 30 gr. ostur kr. 7,68 20 gr. ostur kr. 5,56 og rjómi kr. 11,21 líterinn. Þetta útsöluverð telur meiri- hluti imjólkurverðlagsnefndar þurfa að vera á mjólk og mjólk urafurðum til þess að bændur fái kr. 1.23 fyrir mjólkurlítr- ann, eins og 6 manna nefndin ákvað að þeir skyldu fá. En eftir er nú að sjá hvort ríkisstjórnin leggur fram fé úr ríkissjóði til þess að lækka þetta útsöluverð. Hlutavelta í. R. Dregið var hjá lögmanni í gær í happdrættinu, þessi númer hlutu vinninga: 3919 Málverk, 12746 Dvöl að Kolviðarhóli, páskavikuna 1944, 335 Borð, 24880 Svefnpoki, 22170 Skíði og skíðabindingar, 24691 50 kg. hveiti, 24402 Sjómað- ur, eftir Guðm. Einarsson frá Mið- dal, 14378 Krapotkin fursti, 10948 Katrín mikla, 8878 Bókapakki frá bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar. Munana sé vitjað í skrif- stofu ísafoldarprentsmiðju h. f. Þingholtsstræti 5. Lítill ðrengnr verðnr fyrir bil og siasast. KLUKKAN 15,20 í gær varð lítill drengur fyrir bifreið á gatnamótum Barónsstígs og Njálsgötu og meiddist allmikið. Fékk hann meðal annars heila hristing og var hann fluttur í sjúkrahús. Drengurinn heitir Gunnar og er sonur Páls Sigfússonar skip- istjória, Tjarnargötu 24 hér í bænum. Hann mun vera 7—8 ára að aldri. Kartðflur stór- hækka i verði. Tunnan 112 krónur NEEND, sem skipuð var í vor til að ákveða verð á grænmeti og kartöflum hef ir nú ákveðið verðið á kart- öflunum í haust. Tunnan á að kosta kr. 112,00 í heildsölu, en í fyrra um sama leyti kostaði tunnan 70 krónur. Útsöluverð á kart- öflum verður kr. 140,00. Nýtt hefti af Helga- felii er komið. Fjðldi greina, frá sagna og ljóða. N ÝTT HEFTI af Helgafelli búið, því að þetta er apríl-júní- heftið, en útgefandinn boðar að næsta hefti sé fullprentað og muni koma út eftir eina viku. Þetta nýja hefti er myndar- legt og fróðlegt. í því er meðal annars þetta efni: Uppruni íslenzkrar skáld- menntar, skáld, Freysblót, forn- gripir, eftir Barða Guðmunds- son, þjóðskjalavörð, Einar Bene dikstson, úr æfisögu Árna próf- asts Þórarinssonar, sem Þor- bergur Þórðarson er að skrifa. Bókasöfn og bókamenn, eftir Þorstein Þorsteinsson sýslu- mann, Brottför mín úr ríkis- stjórninni, greinargerð eftir Jóhann Sæmundsson, fyrrv. ráð herra, Dýr í festi, eftir dr. jur. Björn Þórðarson forsætisráð- herra og fiöldamargt annað, auk Léttara hjals Tómasar og mikils bókmenntaþáttar.. Tímarit AlÞíðusam- bandsins 6.-7. hefti er komið. V tímarit Alþýðu- -7. heftS INNAN, sambandsins, 6.- kom út í gær. Þetta hefti er, eins og hin fyrri, hið myndarlegasta að öll- um frágangi, prýtt fjöldá mynda, með greinum um hags- munamál verkalýðsins og við- fangsefni verkalýðssamtakanna að ógleymdum frásögnunum úr sögu hinna einstöku verkalýðs- félaga. Efni þessa heftis er á þessa leið: ,,Hvað boðar 8 stunda vinnudagurinn,“ eftir Brynjar Sigmundsson. „Eru hagsmuna- samtök stéttanna pólitísk?“ eft- ir Jón Rafnsson, ,,Þankabrot“? eftir Rosberg G. Snædal, „Radd' ir horfinna kynslóða“ fróðleg grein um menningarsöguna, „Hlutverk verkalýðsins er virðulegt en vanjnetið,“ eftir Árna Agústson, „konurnar og stéttarsamtökin,“ eftir Maríu J- Knúdsen, „Vísitala 1 andbúnað- arins, „Alþjóðasöngur jafnaðar- manna og þýðingar á honum“r eftir Hallbjörn Halldórsson, með athugasemd eftir Magnús Ás- geirson, Nokkrar minningar frá uppvaxtarárum Dagsbrúnar“r eftir Pétur G. Guðmundsson, „Sjómannaverkfallið 1916“, eft ir Sigurð Ólafsson. Góðir gestir> sambanstíðindi og fleira. Sekt fyrir brot á verðlagsákvæðam. NÝLEGA hefir heildverzlun Ó»afs J. Ólafssonar, Siglt® firði verið sektuð um kr. 1000 fyrir brot á verðlagsákvæðum. Ólöglegur hagnaður, kr. 303,72, varð gerður upptækur. Verzlunin hafði lagt of mikið» á skófatnað. Gjafir í Barnaspítalasjóð „Hringsins" Kr. 50,00 frá ekkjufrú O. B.r 725,00 frá starfsfólki í Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f. til minn- ingar um ekkjufrú Ingibjörgu Benönýsdóttir, 25,00 frá N. N., 100,00 frá frú Þuríði Lange, 100,00 Minningargjöf um frú Kristínu Vídalín Jacobson, frú frú Jarð- Johnsen og hr. Sigfúsi Vestmannaeyjum, 50,00. þrúði Johnsen Eldir í smiðjn rikisins á Siginfirði. Töluvert tjón, en búizt vlð að verk- ssniðjan géti byrjað aftur innan skamms Frá fréttaritara Alþýðublaðsins Siglufirði í gærkveldi. M HÁDEGIÐ í GÆR kviknaði í SRN, einni af síldar- verksmiðjum ríkisins hér og hlauzt af allmikið tjón, en búizt er þó við, að verksmiðjan geti innan skamms orðið starfshæf á ný. u Klukkan 11,40 kom upp eldur í vélasal SR'N verksmiðjunnar og hafði kviknað í hráolíu og varð töluverður eldur. Brunaliðið var strax kvatt á vettvang, en þá höfðu verka- menn verksmiðjunnar að mestu ráðið niðurlögum eldsins. Log- aði hann ekki nema ca. 20 mín- útur og á tímabili stóðu eld- stólparnir upp úr þaki verk- I smiðjunnar og gluggum, sem brunnu að mestu leyti. í vélasalnum urðu miklar skemmdir á rafleiðslum og vél- um. Þó var búið að setja aðra diesilvélina í gang klukkan að verða 8 í gærkveldi og er búizt við að innan skamms verði hægt að hefja bræðslu á ný, þó ekki nema með ca. þriðjungs afkastagetu. Málið er í rannsókn og virð- ist eldurinn hafa kviknað í olíu út frá útblástursrörum diesil- vélanna. Viss.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.