Alþýðublaðið - 15.09.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.09.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagui' 15. sept. 1943, UARNARBlöHB nnokappar (Captains of the Clouds) Amerískur ejónleikur eðlilegum litum tileinkaðui kanadiska flugliðinu. örlaganna James Cagney Dennis Morgan Brenda Marshall Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÁIN FJÓRTÁN. EINU SINNI áttu þrír karlar tal saman um ýmsa hluti. Þar kom og, að þeir fóru að tala um, hvaða matur þeim félli vel. Segir þá einn þeirra: „Góð er mjólkin, guð var í henni skírð- ur“. — „Ósatt er það“, segir ann ar, „í flotinu var hann skírð- ur, blessaður“. — „Ekki er það heldur sannara“, segir sá þriðji. „Hann var skírður í ánni Fjórtán“. * * * VENJURNAR í HEIÐRI! KERLING var við jarðarför í næstu sókn. „Hvaða venja er héma hjá ykkur“, spyr hún, „er grátið strax i kirkjunni eða ekki fyr en við gröfina?“ * * * FYRSTA STRANDIÐ. TVEIR skipstjórar hittust eft ir langan aðskilnað. „Þá er ég nú kvæntur“, segir annar. „Jæja“, svarar hinn. „Ég óska þér til lukku með að vera kom in í. hjónabandshöfnina“. „O- jæja, læt ég þá lukku vera“, svaraði sá nýkvænti. „Þá strand aði ég nú í fyrsta skiptið“. * * * LOKATÁR. LOKATÁR heitir vökvi sá, sem er í herðablaðabelgnum á skepnum. Svo stendur á nafni þessu, að þegar Þökk var beð- in að gráta Baldur úr helju, fól hún þar táravökva sinn. Gömul sögn. * * TJ JÓNABANDIÐ er skips- * brot, þar sem æfintýra- fleyið er rekið upp í kletta, gjaldþrot, þar sem æskan á ekki lengur fyrir skuldum sínum. (Jófríður í Vefaranum mikla). H. K. Laxness. Klukkan tólf hljóp ég aftur til tónlistarskólans. 1 flýti át ég tvær sneiðar af brauði, sem ég keypti af gamla manninum í horninu við ganginn. Það var enginn tími til morgunverðar. Einn tími í tónfræði, tími í tón- listarsögu, söngtími. Klukkan fimm hljóp ég enn í tónlistar- skólann. Þá hófst þýðingar- mesti hluti dagsins: fiðlutím- inn. En um það leyti sýndust mér öll andlit föl, ef til vill vegna þess, að ég var sjálf föl af eftirvæntingu, ótta og þreytu. —< Hvað gengur að þér, litla skinnið. hvíslaði Shani Kern að mér úti í horni. Við hvað ertu hrædd? Það dettur engum í hug að ganga af þér dauðri. Þér er kalt á höndunum. Komdu, ég skal nudda á þér •hendurnar þangað til þér hlýn- ar. Shani var eini vinurinn. sem ég átti í tónlistarskólanum. Hann var pilturinn, sem lék undir fyrir okkur á píanóið, og honum virtist geðjast betur að mér en hinum nemendunum. Hann var svartur á brún og brá, en einhverstaðar í öllum þessum sorta voru tvö blá augu hulin undir loðnum brúnum, eins og egg í illa byggðu hreiðri. Hann var að semja kantötu, sem átti að heita Paumanok, en það var titill, sem hljómaði framandi í eyrum mínum. Einu sinni færði hann mér litla bók með ljóðum Walt Whitmans og sagði mér að lesa hana. Kvæðin voru fersk og ný og allt öðruvísi en þau kvæði, sem ég hafði áður lesið, og þau berg- 'máluðu í huga mér talsverðan tíma. Ég komst fljótlega að því, að Paumanok var Shani hið sama og Concerto í A-moll var mér: miðdepill tilverunnar, hin leiftrandi vonarstjarna, en um leið sú hindrun, sem hann hnaut stöðugt um. Ég trúði á Shani og á kantöt- una hans Paumanok. Hins veg ar trúði Shani líka á mig, jafn- vel þótt sú trú væri í hófi: — Þú hefir þegið hæfileikann, guðs gjöfina, jafnvel þótt þú lékir eins og grís í gær. Þú mátt ekki gefast upp. Þú ert löt, húðlöt, : en þú hefir hæfileikann, þú hef : ir neistann, þú hefir fengið hinn heilaga eld. Svona, farðu nú og lofaðu okkur að heyra, hvern- ig á að spila þessa æfingu. Eng- ar afsakanir! Farðu nú! Ég fór inn í skólastofuna. Eg lék og lék mjög illa. Eg spilaði falskt strax í upphafi og strand- aði svo. Þegar ég kom að dálítið flóknu viðfangsefni mundi ég ekki meira. í gegnum þoku grillti ég Shani bak við píanóið, en svo hvarf hann sjónum mín- um á ný. Ég sá Silber, óvin minn og keppinaut, glotta af meinfýsi eins og hann vjldi segja: Sagði ég ekki, að mún myndi aldrei geta lært það. Og það sem var verst af öllu: Szimanszki hætti að rífast og skamma mig. Hann varð allt í einu þögull og kurt- eis, og án þess að nota hin venju legu orðskrípi sín, sagði hann rólega: — Kærar þakkir, mig langar ekki til þess að hlusta á það sem eftir er af þessari æf- ingu. En ég ræð yður til þess að fara og læra matreiðslu, ef til vill mynduð þér sóma yður bet ur í eldhúsi en á söngpalli. Silb er viljið, þér leysa hana af hólmi og sýna henni, hvernig á að spila þessa æfingu! Gersamlega yfirkomin, ger- sigruð og máttvana af blygðun dróst ég út úr herberginu. Ég reikaði að kvennsalerninu til þess að geta grátið þar út í næði. En eins og venjulega voru báðir klefarnir setnir og þvaðr- andi stúlkur biðu fyrir utan. Ég reikaði burtu og komst fram í ganginn aftur. Mér lá við köfn un af bræði og augu mín voru blinduð af tárum. Eg lét fallast niður á bekkinn í dimmasta skúmaskotinu og vonaði, að eng in myndi geta séð mig gráta þar. Ég gat heyrt, eða að minnsta kosti ímyndaði ég mér að ég gæti heyrt Silber leika’ þennan concerto í A-moll eftir Mozart inni í skólastofunni. Hann rann mjúklega og liðlega gegnum byrjunaræfingarnar og smaug í gegnum alla flóknustu kaflana. Svo kom hann aftur í tilbrigðin í síðasta þættinum og lauk viðfangsefninu með mestu prýði. Stundarkorni seinna heyrði ég hljóðið, sem fylgdi alltaf eft- ir hverjum fiðlutíma. Dyr skóla stofunnar voru opnaðar og sum ir nemendanna komu hlaupandi út. En inni í stofunni voru stól- ar dregnir til og fiðlukössunum lokað. Svo heyrði ég dragandi fótatak Szimanszki prófessors í skóhlífunum. — Góða nótt, herra prófessor! Góða nótt, börnin mín! Ég faldi andlitið í höndum mér svo að enginn gæti séð mig. Eg var eins og sigraður her. Ég var Nopleon við Water- loo og Wagner, eftir að Tann- hauser hans hafði verið hrópað ur niður í París. Einhver hlass- aði sér,niður við hliðina á mér. Það var Silber! Ég hefði átt að vita að hann myndi koma. — Farðu burtu, sagði ég lágt. — Ertu að kjökra, litla nótin táta, sagði Silber af mikilli á- nægju. — Finnst þér ekki dálít ið ánalegt að sitja hér og kjökra? Hverju skiptir það, hvernig þú spilar? Þú ert stúlka er ekki svo? Hann togaði í fing urna á sér, þangað til brast í þeim, eins og siður hans var. — Það kemur fallegur maður og biður þín, og þá verðurðu að segja skilið við fiðluna hvort eð ■ NÝJA BIÚ B &mr * Frá liðanm ðrnm. (Remember The Day) CLAUDETTE COLBERT JOHN PAYNE Sýnd kl. 7 og 9 ;Sýning kl. 5. BÓFAFORINGINN OG BARNFÓSTRAN. (Butch minds the Baby) Virgina Bruce. Dick Foran. Brod Craword. GAMLA BIÖ fli Astin slgrar (Bahama Passage) Paramountmynd í eðlilegum litum. MADALEINE CARROL STVILING HAYDEN Svnd kl. 7 og 9 Framhaldssýning 3Vz—6V2: TUNDURSKEYTA- BÁTURINN (Torpedo Boat). Richard Arlen, Jean Parker. er. Ættingjar þínir eiga nóga peninga, er ekki svo? Það er því ástæðulaust að ala nokkrar á- hyggjur út af Mozart. Eg hætti þegar í stað að gráta og mér kólnuði af bræði, hatri og fyrirlitningu, en Silber hélt áfram að strá salti í sár mín. Ég settist upp og starði beint í augu honum. — Við skulum sjá, hver spil- ar þennan concerto að lokum, sagði ég og orðin stóðu í mér. — Já, það skulum við sjá, sagði Silber. Og á þeirri stundu vann ég þess dýran eið að ég skyldi læra að spila hann, jafn- vel þótt ég yrði að hætta að borða og sofa. Ég kenndi svo mikið í brjósti um sjálfa mig, að ég hefði farið að gráta aft- ur, ef Shani hefði ekki komið mér til hjálpar. * — Láttu telpuna vera hreytti hann út úr sér. — Geturðu ekki séð, að hún er þreytt. Og ef þú vilt, að ég segi þér orð í einlægni, skal ég gera það. Þú verður sæmilegur annar fiðlari 1 annars flokks hljómsveit, þeg- ar þessi telpa hérna verður orð- in heimsfræg. Láttu hana vera. komdu þér burtu, ef þú vilt ekki hljóta verra af. — Ég hafði ekkert illt í hyggjíi, sagði Silber, tók fiðlu. sína og fór. VÍKIN6UBÍNN. — Svo sannarlega, drengir! hrópaði Vofuræninginn. Svarti Ike ætlar aðreyna að sleppa frá okkur! Við verð- um að koma í veg fyrir það! Léttið akkerum! Hafið byss- urnar á framþiljum tilbúnar! Byssurnar á Sæfáknum spúðu enn þá reyk og fall- byssukúlum. En hið stóra skip, Blóðsugan, var þegar snú- ið frá og hlaut litlar skemmdir. Það bar ekki á öðru en að Svarti Ike yrði feginn að sleppa, er hann sá, að uppvíst var orðið um svikin, enda þótt hann yrði að fara án yfirskytt- unnar sinnar, sem hann mátti þó ekki án vera, og hinna mannanna, sem hann hafði misst í reipdrættinum. Skipunarorðin þutu af vörum Vofuræningjans. En. þegar Sæfákurinn komst af stað aftur, var Blóðsugan komin alllangt undan og bakborðsbyssurnar þrumuðu án afláts. Áður en langt var liðið, kom regnskúr úr áttinni frá Hauskúpuey, og himininn rökkvaðist, eins og hann hefði orðið fyrir töfrum.Sér til mikilla vonbrigða sá Vofuræn- inginn, að hér var á ferðinni einn af gríðarlegu stormunum, sem eru svo tíðir við Vestur-Indíuur. — Skiptir engu, félagar, hrópaði hann. Við látum þetta ekki aftra okkur. Við megum ekki missa sjónar á Svarta Ike! Vindurinn greip orðin og þeytti þeim út í busk- ann. Búmm! í næstu andrá þaut ofviðrið um Sæfákinn, eins og tíu þúsundir púka væru að rífa og tæta allt lauslegt innan borðs og skipið nötraði stafna á milli. Svo þaut Sæfákur- inn áfram og það brast ag brakaði í siglunni og siglutrén svignuðu. Sjór braut á skipinu og skolaðist yfir þilfarið. MYNDA- S A G A. THE RUSSIANS/’THgV’RE ® USIMG OUR FOCKE-WUUPS/ BEFORE RlGHT &EHINP VOU,Af?CH/ MA.KE IT GOOP? WE’VE GOTTO GETTHOSE STUKAS THAT ARE 0OA\SING OUR ARTIULERV/ AMb HERE’S SOWE MORE IRON « RATIONS/ 1------'' OPEN FIRE, QUICK THEV’KE SCREEWEC BV . OUROWM PLANES/ LUSYA: Rétt við hliðina á þér, Cottridge. Gangi þér vel. Við verðum að ráða niðurlögum Stuke flugvélanna, sexn eru að skjóta á stórskotalið okk- ar. ÞÝZKUR FORINGI: Rússarnir hafa náð í Focke-Wulf flug- vélarnar okkar. Skjótið á þá áður en þeir geta ráðizt á flugvélar okkar. — í sömu svifum dynur sprengjuregnið yfir Þjóðverjana. ÖRN: Þið getið fengið meira af slíkum kræsingum. _________

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.