Alþýðublaðið - 15.09.1943, Qupperneq 3
Miðvikudagur 15.
1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Bandamenn eigja í vök að
— en 8. herinn
við Salerno
Á Miðjarðarhafi.
Myndin sýnir brezka flotadeild á siglingu á Miðjarðarhafi,
þar sem brezki flotinn hefir nú unnið fullnaðarsigur við
það að ítalski flotinn hefir gengið Bandamönnum á hönd.
Fremst á myndinni sést á þilfarið á flugvélamóðurskipi. í
baksýn stórt beitiskip og önnur smærri herskip.
HSrfa Þjóðverjar frá Rrim
og Kúban á Suðnr-Rnsslandi
Rássar tóku Bryansk, eitt sterkasta
vígið á miðvígstöðvunum í fyrrinótt.
------—-------
RÚSSAR eru í mikilli sókn á allri víglínu sinni. Er jafn-
vel álitið að Þjóðverjar hafi í hyggju að yfirgefa
Kúbanhérað og Krímskaga í Suður-Rússlandi, er þeir hafa
lengi haft á valdi sínu. Er fullyrt að þýzkir sérfzæðingar
séu komnir til þessara vígstöðva til að' undirbúa brottflutn-
ing þýzka hersins þaðan.
Rússneskar hersveitir fóru inn í Bryansk í fyrrinótt.
en þýzku varnarsveitimar höfðu hörfað úr borginni nokkr-
rnn klukkustundum áður, enda höfðu þær þá aðeins eina
leið til undankomu út úr borginni.
Nokkru áöur ‘ en Þjóðverjar
Oanmörk:
Varðsklpið losgolf
sprengí í loft upp
Krafa um að Kanpmannahðfa
preiði Þjóðverjum 2 millj hr.
SAMKVÆMT fregunm, sem
norska blaðafulltrúanum
hér bárust í gær í skeytum frá
London, gerðist eftirfarandi at-
Iburður um daginn í Danmörku:
Meðan hernaðarástandið
ríkti um daginn í Danmörku,
gekk þýzkur varðflokkur - um
borð 1 varðskipið Ingólf, sem
rnargir íslendingar kannast við.
Um leið og varðmennirnir
voru komnir um borð í skipið,
varpaði áhöfnin, danskir sjó-
liðar, sér í sjóinn, en skömmu
síðar varð mikil sprenging í
skipinu — og fórust margir
hinna þýzku varðmanna,, en
aðrir særðust.
Þjóðverjar hafa krafizt þess,
yfirgáfu þessa þýðingarmiklu
herstöð sína, höfðu Rússar tek-
ið járnbrautarstöðina í austur-
hluta borgarinnar.
Bryansk var mjög þýðingar-
mikill liður í varnarkerfi Þjóð-
verja á miðvígstöðvunum í
Rússlandi og höfðu þeir haft
borgina á sínu valdi síðan um
haustið 1941 — og höfðu því
haldið henni í 2 ár.
Rússar herða nú sókn sína á
allri víglínunni og stefna frá
Bryansk til Roslavl. Virðast
þeir leggja áherzlu á það að
reka Þjóðverja sem lengst í
vesturátt áður en vetur byrjar.
1 gærkveldi var tilkynnt að
'Rússar væru nú 112 km. frá
Kiev — og jafnframt að götu-
bardagar stæðu yfir í Novo-
rossisk.
að Kaupmannahafnarborg
greiði þeim 2 milljónir danskra
króna í skaðabætur fyrir þýzk-
an undirforingja, sem drepinn
var á Vesterbrogade síðastliðið
miðvikudagskvöld.
að suniían.
i
Kominn til Altamura 160
km. snOanstur af Salerno.
Þjéðverjar gera Itrustu tilraunir
til aH slgra áður en hann kemnr
ORUSTAN VIÐ SALERNO á vesturströnd Ítalíu heldur
áfram af meiri heifí en nokkru sinni áður. Það er
barizt með skriðdrekum og mannfallið er ógurlegt á háða
bóga. Bandamenn, Bretar og 5. her Bandaríkjamanna undir
forystu Clarks hershöfðingja eiga i vök að verjast á hinni
mjóu strandlengju. Þjóðverjar, sem berjast undir forystu
Kesselrings marskálks. hafa fengið mikinn liðsstyrk og
leggja allt kapp á að hrekja Bandamenn aftur til sjávar áður
en þeim berst hjálp frá 8. her Breta undir stjórn Montgo-
merys hershöfðingja, sem nálgast óðfluga að sunnan og
suðaustan.
8. herinn mætir lítilli mótspyrnu í sókn sinni. Hann
hefir sótt í tveimur fylkingum norður frá Taronto: norður
austurstrondina, þar sem hann hefir nú tekið hafnarborg-
ina Bari, og inn í land, þar sem hann er kominn til Alta-
mura, um 160 km. suðaustur af vígvöllunum við Salerno.
Orustan við Salerno er háð á Bari, eru nú á hans valdi. Mót-
38 km. langri strandlengju, en
láglendið þar er víðast ekki
nema 6 km. breitt og sumstaðar
mjórra en það.
Aðstaða Þjóðverja er þarna
miklu betri. Þeir hafa hæðirnar
upp af láglendinu á sínu valdi
og sjá allar hreifingar Banda-
mannahersins. Auk þess hafa
þeir flugvelli í næsta nágrenni
við vígvöllinn og fá stöðugt
meira og meira lið frá Mið- og
Norður-ítalíu.
Það er viðurkennt í fregnum
frá London í gærkveldi, að víg-
línan sveigist þarna fram og
aftur og Þjóðverjum hafi tek-
izt að ná aftur nokkru svæði af
Bandamönnum, sem þeir voru
búnir að taka.
I fregnum frá Berlín í gær-
kveldi var það hins vegar full-
yrt, að Þjóðverjar væru að
hrekja Bandamenn þarna til
sjávár og þeir væru að flýja á
skip sín og sigla burt af Salerno
flóa.
Víst er að Þjóðverjar hafa
úrvalsliði á að skipa við Salerno
úr þremur herfylkjum, Her-
mann Göring herfylkinu og 15.
og 16. vélaherfylkinu og leggja
allt kapp á að leiða orustuna
við Salerno til lykta áður en
Bandamönnum berzt hjálp frá
8. hernum, sem nálgast að
sunnan.
Sókn 8. hersins.
spyrna Þjóðverja á þessu
svæði er sögð vera mjög lítil.
Sama er að segja um sókn 8.
hersins á vesturströnd Kalabríu
þar sem innrás hans var upp-
haflega gerð og hann er nú
kominn norður til Cosenza, um
45 km. norðar en Catansara.
Samtals hefir 8. herinji þeg-
ar tekið ellefu flugvelli á Suð-
ur-ítallu í sókn sinni og heift-
arlegum loftárásum er haldið
(Frh. á 7. síðu.)
Stafford Cripps segir:
DJöðverjar feafa kon
iðsérvelfpiráftalíi
Það verður ekki auðvelt að
brekja pá Þaðau.
Japaoir bjóða
Kíaverjnm frið!
Óttast sókn Banda-
manna i Austur-Asfn.
Bú* REGN frá Washington í
*• gærkveldi hermir, að
sendiherra Kínverja þar hafi
upplýst, að Japanir hjóði
Kínverjum nú frið. Hafi
þeir gert þeim hvert friðar-
tilboðið af öðru og síðast
boðizt tíl að hverfa á brott
með her sinn úr Kína, ef
Chungkingstjórnin vildi gera
við þá bandalag og taka af-
stöðu með þeim á móti Bret-
um og Bandaríkjamönnum í
Austur-Asíu.
Þessi fregn vekur mikla
athygli og þykir ótvírætt
benda til þess, að Japönum
standi mikill stuggur af
hinni byrjandi sókn Banda-
manna á austurhelmingi
jarðar.
Japanir hörfa
frá Salamaoa.
P REGNIR frá Ástralíu í gær
herma, að hersveitir Mac-
Arthurs hafi nú tekið Salamaua
á Nýju Guineu og Japanir séu
á undanhaldi þaðan í norðurátfc
til Lae, sem er um 30 km. norð-
ar.
8. herinn á nú ekki nema um
160 km. ófarna til Salerno þar
sem hann er kominn lengst
norður á bóginn. Það er við
Altamura, inni í landi, á leið-
inni frá herskipahöfninni Tar-
anto, en þaðan hefir hann sótt
í tvennu lagi. Hin sóknin er
meðfram austurströndinni þar
sem báðar aðalhafnarborgirnar
við sunnanvert Adriahaf og
gegnt Albaníu, Brindisi og
QIR Stafford Cripps, flug-
t j vélaframleiðslumálaráð-
herra Breta, flutti ræðu í gær
fyrir starfsfólki í flugvélaiðn-
aðinum.
Sir Stafford sagði meðal ann-
ars, að menn mættu ekki draga
af sér þó að nú bærust bjartari
fregnir af styrjöldinni en áður
var.
Styrjöídin gegn Japönum og
Þjóðverjum krefst allrar orku \
vorrar og áræðis. Sigurinn yfir
j þessum herskáu þjóðum kostar
áreiðanlega mikla áreynslu • og
þrotlausa baráttu allra, ekki
aðeins hermannanna á vígstöðv
unum, heldur og allra á heima-
vígstöðvunum.
Baráttan á Ítalíu verður
löng og hörð. Þjóðverjar hafa
komið sér þar vel fyrir og það
verður ekki auðvelt að reka þá
burtu; framundan er löng og
erfið barátta,“ sagði Stafford
Cripps enn fremur:
Brezk herskip kom-
ii til SDitzhergea?
jP REGN frá London í gær-
•“ kveldi hefir það eftir
fréttastofu Reuters, sem hins
vegar vitnar í tilkynningu frá
þýzku fréttastofunni, að fimm
hrezkir tundurspillar hafi í gær
komið til Barentsburg á Spitz-
hergen, frá íslandi.
Þeir eru sagðir hafa komið
þangað vegna hinnar þýzku á-
rásar 8. september, og sett þar
lið á land, vopnað fallbyssum.
Yfirstjórn norska flotans lýs-
ir yfir, að henni sé með öllu
ókunnugt um þetta.
Svíðr krefjast skaða
bóta af Þjóðverjum
SÆNSKA ríkisstjórnin hefir
sent aðra orðsendingu til
Berlínar út af þeim atburði,
þegar þýzk herskip skutu á
sænsk fiskiskip og sökktu
sumum þeirra.
Þjóðverjar höfðu haldið því
fram að sænsku fiskimennirnir
hefðu verið á bannsvæði og
framið skemmdarverk.
í orðsendingu Svía segir, að
fullkomin rannsókn hafi farið
fram í málinu og hafi sannazt,
að sænsku fiskimennirnir hafi
ekkert ólöglegt framið og hafi
árásin því verið hreint og beint
ofbeldisverk. Mótmælir ríkis-
stjórnin framkomu Þjóðverja
og krefst fullra skaðabóta.