Alþýðublaðið - 15.09.1943, Qupperneq 5
lííðvifcudagur 15. sept. 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
gG hafði
aldrei talað við
Giraud fyrr. Við vorum
fcynntir, og hann rétti mér
stóra, vel snyrta hönd. Hann
er hár maður og beinvaxinn,
kviklegur í hreyfingum og var
klæddur í einkennisbúning,
þegar ég talaði við hann. Efri-
vararskegg hans virtist ekki
eins mikið og það hafði sýnzt
tilsýndar, og um munninij, sem
virðist ófríður tilsýndar, voru
glettnislegir drættir. í stað
drynjandi bassaraddar þess,
sem vanur er að skipa fyrir,
barst há og hljómþýð rödd af
þunnum vörum hans.
Hann hafði setið bak við
stórt skrifborð, og á því var
allt í röð og reglu. Hann stóð
á fætur til þess að heilsa mér,
og við settumst á armstóla
milli þeirra og dyranna. Að-
stoðarmaður hans skildi okkur
eina eftir. Fyrst ræddum við
um daginn og veginn. Hann
spurði, hvort ég væri frægur
blaðamaður. Nei, ég sagðist
aðeins vera blaðamaður. Jæja,
en hann hafði nú samt lesið
að minnsta kosti eina grein
eftir mig, sem var fræg, grein-
ina, sem fyrst allra greina
lýsti ástandi franska hersins
<eins og það raunverulega var.
En því miður höfðu ritskoðun-
armennirnir stöðvað greinina.
En nú fannst honum hann
víst vera farinn að eyða tíma
sínum til ónýtis.
Giraud krosslagði fæturna
og kvaðst vera reiðubúinn að
segja mér það, sem mig lang-
aði til þess að vita. Eg sagði
honum, að ennþá sæti dálítill
fcökkur í hálsi Breta og ýmis-
legt þarfnaðist skýringa, áður
en almenningur fengizt til þess
að aðhyllast fullkomna sam-
vinnu, þótt yfirvöldin aðhyllt-
ust hana. Þessi atriði væru:
Sambandið milli hans sjálfs
og de Gaulle hershöfðingja.
Orsök þess, að hin ótakmark-
aða samvinna þeirra hafi ekki
þegar í stað verið framkvæmd,
og að síðast en ekki sízt:
Hvemig á því stæði, að
vissir „Vichymenn” héldu enn
þá stöðum, sem heyrðu undir
hann.
Giraud skýrði málið mjög
hreinskilnislega fyrir mér.
Hann sagði, að Bretar ættu að
styðja de Gaulle eftir megni
og hann væri fullkomlega
verður aðdáunar. — Eg dáist
að honum sjálfur, sagði hann,
ekki aðeins vegna hermennsku
hæfileika hans, heldur einnig
fyrir það starf, sem hann hefir
unnið í London. Þetta starf
varð að inna af höndum, og
hann gerði það. Um tveggja
ára skeið, hefir hann talað máli
Frakklands. Því má aldrei
gleyma.
En ég þekki Norður-Afríku.
Hér hefir hann ekkert fylgi.
Þeir þekkja mig aftur á móti,
og hvers vegna ættu þeir ekki
að gera það? Hér hefi ég unn-
ið störf mín. Og hvort sem það
er verðskuldað eða ekki þá er
Giraud þekktur hér. Svona
standa nú málin.
Hersýning til heiðurs Giraud.
Mynd þessi er af liðsforingjaefnum við hernaðarháskóla á hersýningu, sem haldin var tilheiðurs Henri Honore Giraud,
yfirhershöfðingja Frakka, þegar hann heimsótti Bandaríkinfyrir nokkru. Giraud stendur til vinstri á myndinni við hlið
annarra hershöfðingja.
Giraud hershöfðingi.
EFTIRFARANDI grein,
sem fjallar um Giraud
hershöfðingja, er eftir
hlaðamanninn Guy Ram-
sey og er þýdd hér úr The
English Digest.
Annarri spurningu minni
svaraði Giraud af sams konar
hreinskilni: hvers vegna var
hin ótakmarkaða samvinna
ekki framkvæmd?
Vegna þess, sagði Giraud, að
ef Norður-Afríkumenn þekkja
hann, þá þekkir hann Norður-
Afríku.
Við hér í Norður-Afríku er-
um íhaldssamir. Ef ég rek alla
hægri menn, get ég átt von á
byltingu. Og getið þið búist
við að ég kæri mig um bylt-
ingu, þegar ég er að berjast
gegn hættulegum óvini. Við
fengum byltingu árið 1789 og
hún litaði göturennur Frakk-
lands rauðar.
Nú fór hann að byrja að
verða mælskur og rödd hans
var há og mjúk og hljómaði
líkt og bjölluhljómur í fjarska.
Og þó að Giraud sé ekki sér-
fræðingur í skriðdrekahernaði
eins og de Gaulle, er hann eng-
Kaupum tómar flöskur
ffyrir hækkað verð,
sömu tegundir og áður. Mótfaka í \
Nýborg alla virka daga, nema
"V ■'
laugardaga.
Afengisverzlun ríkisins.
s
s
s
s
s
s
!
inn viðvaningur í sverðaleik.
Og þó að rödd hans væri mjúk
voru orð hans eins og stál-
broddur og í þeim var þungi or-
ustugnýsins.
— Eina styrjöldin, sem ég
óska eftir, er styrjöld við
Þjóðverja. Faðir minn barðist
1820, og ég barðist 1914 og aft-
ur 1939—’40.
— Eg hefi eytt tuttugu og
þremur mánuðum í þýzkri
fangavist, herra minn. Níu í
heimsstyrjöldinni og fjórtán
í núverandi styrjöld. Tvisvar
hefi ég sloppið. Mig langar
ekki til þess að verða fangi
enn á ný, herra minn. Og það
eru um 1,200,000 Frakkar enn
þá í fangavist. Það eru þessir
menn, 'sem ég er að hugsa um.
Nú var kominn örlítill
skjálfti í rödd hans, enda þótt
hann hefði fullkomið vald á
henni — líkt og sverð, sem
bognar, án þess að brotna. Eg
hefi kynnzt því sama og þessir
menn hafa kynnzt, og meðan
þeir eru fangar er franska
þjóðin einnig í þrældómsfjötr-
um og ánauð. Og meðan svo er,
telst mér hver dagur sem tveir
dagar.
— Eg hefi séð menn mína
berjast, herra minn. Þeir eru
að berjast núna. Og þeir berj-
ast vel.
Þegar hann talaði um her-
sveitir sínar, sem voru .að
berjast í 400 mílna fjarlægð,
var eins og þær væru skynj-
anlegar í herberginu. Venja
franskra herforingja, sem allt
af kalla hermenn sína börnin
sín, var ennþá við lýði.
— Hér, í Norður-Afríku, er
úrslitastundin ekki komin. En
hún nálgast. Brezki og amer-
íski herinn hér sækir fram.
Sennilega, já áreiðanlega gæt-
uð þið sigrað án okkar aðstoð-
ar, þar eð við höfum ekkert að
bjóða annað en samúð okkar,
vilja og reynslu. En ég hugsa
um fleira en Norður-Afríku. Eg
hefi verið í Frakklandi, verið
þar frá því ég slapp frá Þýzka-
landi og þangað til ég komst
hingað með aðstoð landa þinna.
Eg veit, að Frakkar eru til-
búnir að rísa upp á ný og berj-
ast, jafnvel þótt þeir ættu,
eins og við, að berjast vopn-
lausir. Eg veit, hvað menn mín-
ir geta gert. Og við höfum ekki
verið iðjulausir, herra minn.
Við höfum æft þá í meðferð
þeirra fáu nútímavopna, sem
við gátum falið fyrir vopna-
hlésnefndinni. Eg veit, að menn
mínir eru færir um að hand-
leika hvers konar nútímavopn,
sem þeim eru fengin í hendur
— menn mínir hér í Afríku
og jafnvel heima á Frakklandi.
— Þér munuð hafa heyrt —
og hljótið að hafa heyrt það
Frh. á 6. síðu.
Dularfullir njósnarar á krossgötum í myrkri. Lýst
inn í vagna með sterkum vasaljósum. Tveir ráðherrar,,
dómar og náðanir. Steinnin fær óvænta gistivini.
ÖGREGLUÞJÓNAR
standa
M-A með vasaljós í myrkri á gatna
mótum, stöðva bifreiðar og lýsa
inn í þser. — Þeir kváðu gera þetta
til þess að koma í veg fyrir að
menn ækju bifreiðum ölvaðir. Öll
um er kunnugt um að f jölða mörg
bifreiðaslys verða vegna þess að
menn eru ölvaðir við akstur. Ég
get ekki áfellst lögregluna fyrir
það, þó að hún reyni á þennan
hátt að hafa hendur í hári hinna
s
brotlegu og gera að minnsta kosti
um leið tilraun til að koma í veg
fyrir slysin.
EN ÞAÐ ERU SAMT ákaflega
margir menn reiðir út úr þessu og
þó eru menn enn reiðari yfir því
uppátæki, að dómsmálaráðherrann
okkar virðist ekki vera meðgjör-
legur. Hann tekur engum skynsam
legum fortölum, hvað sem sagt er
við hann. Hann slær bara sinni
nettu og hvítu hendi í borðið og
segir með sinni mjúku röddu: „í
Steininn með þá!“
STEINNINN HEFIR aldrei séð
annað eins og það sem hann hefir
séð undanfarið og á eftir að sjá
næstu vikur. Hann er orðinn fínt
hótel, þó að viðurgerningurinn
kunni að vera eitthvað verri en ger
ist á góðum hótelum. Ýmsir þekkt
ir heldri menn, allt upp í milljón-
era gista hann, dæmdir menn, sem
hefir vérið neitað um náðun!
SAKADÓMARI dæmir menn,
sem eru ölvaðir við akstur á veg-
um úti. Hinir umkomulausustu
hafa tekið dómi sínum með þögn
og þolinmæði og farið í Steininn,
en hinir sem eru allt of fínir til að
fara í steininn gera allt sem unnt
er til að komast hjá því og þess
skeleggari eru þeir sem þeir eru
ríkari, enda ætti það, eftir öllum
sólarmerkjum að dæma að fara
eftir upphæðinni í bankabókinni,
hvort þeir þurfa að taka út dóm
sinn eða ekki!
MEÐAN JAKOB MÖLLER va®
ráðherra náðaði hann miskunar-
laust og tók til greina allskonar
læknisvottorð. Fæstir eða engir
þurftu að taka út fangelsisdóm
sakadómarans fyrir ölvun við akst
ur. Jakob breytti öllu í sektir_ og
hvað munaði hina ríku heldri
menn um sektirnar? Þeir kvöddu
Kobba brosandi!
EN SVO KOM EINAR í sæti
Jakobs. Einar var líka heldri mað-
ur og hlaut að vera miskunsamur
eins og fyrirennari hans, en þessi
gamli harðhaus hafði annaðhvort
aldrei verið í klíkunni, eða hann
var búinn að gleyma samábyrgð
heldri mannanna og óskaði ekki
eftir vináttu og fylgisspekt þeirra
manna, sem hafa ekki meiri ábyrgð
artilfinningu en það, að þeir aka
bifreiðum sínum ölvaðir við akst-
MENN GERÐU TILRAUN, komu
með læknisvottorð og allskonar
skríverí, en Einar ýtti blöðurium
til hliðar: „Engar sektir! í Steininn
með hann!“ Sagt er þó að Einar
hafi einu sinni hikað_ og látið und
an. Hvað á maður að gera þegar
einhver kemur með vottorð um
(Framh. á 6. síðu.)