Alþýðublaðið - 15.09.1943, Blaðsíða 7
7
MiSvikudagur 15. sept. 1943.
ALÞYÐUBLABIÐ
\B
œrinn i
dag.)
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
ÚTVARPIÐ:
19.25 Þingfréttir.
20.00 Fréttir.
20.30 Útvarpssagan: „Liljur vall-
arins“. Saga frá Tahiti, X
(Karl ísfeld blaðamður).
21.00 Hljómplötur: Lög leikin á
gítar.
21.10 Erindi: Korsíka og Sardinía
(Einar Magnússon mennta-
skólakennari).
21.35 Hljómpíötur: íslenzkir ein-
söngvar og kórar.
21.50 Fréttir.
Haustfermingarbörn
í Hallgrímssókn komi til viðtals
í Austurbæjarskólann á föstudag-
inn kemur (17. þ. m.) kl. 5 e. h.
Sóknarprestarnir.
rmrt^rmní
Vörumóttaka í dag til Stapa,
Sands, Ólafsvíkur, Grunda-
fjarðar, Stykkishólms, Salt-
hólmavíkur, Króksfjarðar-
ness og Flateyjar.
Anglýsiogar,
sem birtast eiga í
Alþýðublaðinu,
verða að véra
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnari
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fyrir kl. 7 að kvölíl.
Sfmi 400«.
Enskir
karlmannaskór
i táhettuðausir,
stór númer.
VERZL.
liœiíSSS.
Grettisgötu 57.
SVBSSHESK ÚR
í miklu úrvali hjá
Sigurþór
Hafnarstræti 4.
VIKUR
HOLSTEINN
EINANGRUNAR-
PLÖTUR
Fyrirliggjandi.
PÉTUR PÉTURSSðN
Glerslipun & speplagerð
Sími 1219. Hafnarstrœti 7.
Fram vasn landsmót
1. fl. í knattspyrnn.
Sigraði Val iúrslitalelk með 3:0
LANDSMÓTI 1. flokks í
knattspyrnu lauk í gær-
kveldi með úrslitaleik milli
Fram og Vals. Sigraði Fram
með 3:0. Skoraði 1 mark í fyrri
hálfleik, en 2 í þeim síðari.
Liði Fram var skipað á svip-
aðan hátt og undanfarið, þó
hafði þeim bæzt einn nýr leik-
maður og ekki óþarfur, sem var
Ottó Jónsson, hinn sprettharði
Dalvíkingur, sem er reykvísk-
um knattspyrnuáhorfendum að
góðu kunnur af fyrri leikjum
hans með Fram í sumar.
Valsliðið var og svipað og áð-
ur, nema að Frímann Heigason
lék ekki með að þessu sinni.
Sem heild var leikur þessi
snerpulítill, af úrslitaleik í
landsmóti að vera, einkum þó
af Vals hálfu. Var leikur Vals-
liðsins daufur og samleikur
sáralítill, samanborið við það,
sem við hefði mátt búast og
sigurviljinn eftir því. En eng-
inn vafi er á því að með ofur-
lítið meiri skerpu hefði mátt
ná betri árangri.
Framliðið lék af miklu meiri
snerpu og sigurvilja, enda fór
árangurinri þar eftir. Þegar er
3 mínútur voru liðnar af leik,
tókst Fram-mönnum að skora
mark, og fengu þeir haldið því
næsta auðveldlega allan leik-
inn. Sóknaraðgerðir Vals voru
hvorki harðar né ákveðnar og
var mark Fram aldrei í raun-
verulegri hættu.
í síðari hálfleik tókst Fram
að skora tvö mörk. Annað er
um ,15 mínútu voru af 1-eik, en
hitt er um 15 mínútur voru
eftir af leik. Valsliðið gerði að
vísu nokkrar virðingarverðar
tilraunir til þess að jafna met-
in. En allt kom fyrir ekki.
Þeim tókst aldrei að ná nein-
um verulegum samleik, yfir-
leitt í leiknum, en leikur þeirra
einkenndist mjög af heildar-
lausu pati og „plati“ gegn mót-
herjum, tilgangslaust og einsk-
isvirði.
Eftir leik þessum að dæma
er Fram vel að sigrinum kom-
inn á móti þessu.
Að leik loknum afhenti Guð-
jón Einarsson, fulltrúi Víkings
í K.R.R., sigurvegurunum bik-
ar þann, er um hafði verið
keppt, en K.H. vann hann síð-
astliðið ár. Hann minntist fé-
laga þeirra utan af landi, er
þátt tóku í mótinu, Akurnes-
inga og Hafnfirðinga, og kvaðst
vona að fleiri félög utan af
landi sæju sér fært að koma
næsta ár. Bað síðan áheyrendur
að hrópa húrra fyrir sigurveg-
urunum og öðrum þáttakendum
mótsins, og sagði því síðan slit-
ið.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
Jóhönnu Bjárnadóttur
fer fram fimmtudaginn 16. þ. m. frá heimili okkar, Holtsgötu 1,
kl. 1 e. h. Jarðað verður frá þjóðkirkjunni.
Helga Jónsdóttir. Ingimimdur Jónsson.
Fnlitrúaráðtð
Frh af 2 siöu
þeirra. Má til dæmis geta þess
að síðan þeir tóku við stjórn og
ráðum í Dagsbrún hafa þeir
haft 3 og 4 starfsmenn. Skal
í sambandi við þetta á það bent
að upp á síðkastið hafa atvinnu-
rekendur greitt árgjöld verka-
manna og Dagsbrún því getað
sótt þau til þeirra, en ekki þurft
að haía starfsmenn til þess að
innheimta félagsgjöldin hjá hin-
um einstöku verkamönnum.
Virðist því hin gífurlega starfs-
mannaaukning hjá félaginu vera
sprottinn af öðru en brýnni
nauðsyn.
Þorsteinn Pétursson er einn
af helztu áróðursmönnum kom-
únista. Nú vilja þeir láta hann
ia skrifstofu undir sig og láta
Fulltrúaráðið borga brúsann.
Tilraunin tókst ekki að þessu
sinni.
ÍTALÍA
Frh. af 3. ,síðu.
uppi þaðan á samgönguleiðir
Þjóðverja.
Frá flotastjórn Bandamanna
við Miðjarðarhaf var tiíkynnt í
gær, að einn ítalskur tundur-
spillir væri enn kominn til
Malta og hefðu því nú 27 ít-
alskir tundurspillar alls geng-
ið Bandampnnum á hönd. En
auk þeirra væru 19 ítalskir kaf-
bátar komnir til hafna Banda-
manna víðs vegar við Miðjavð-
arhaf.
í fregnum frá Sviss er enn
talað um bardaga milli ítala
og Þjóðverja víðs vegar um
Masonite 09 krossviðs-plðtur
eru ófáanlegar í bili, en
OGK-pilplötor
(gips-plötur) eru hentugar í þeirra stað.
Fyrirliggjandi hjá okkur.
Sæosk ísleczke Verzlunerfélagið h. f.
iRAUÐARÁ. (Skúlagötu 55.) Sími 3150.
>
S
$
N
S
s
S
s
$
S
s
s
s
s
s
s
S
s
s
N
s
s
s
s
landið, sérstaklega í iðnaðar-
borgunum Torino og Milano á
Norður-Ítalíu, en einnig um
götubardaga í Rómaborg.
í fregnum frá Berlín í gær-
kveldi var fullyrt, að allt væri
nú aftur með kyrum kjörum á
Norður-Ítalíu, reglulegar járn-
brautarferðir hafnar á ný, og
byrjað væri aftur að gefa út
blað Mussolinis, „Popolo d’It-
alia“, í Milano.
Slátron saoðfjár kfrjw hér
I bænow í næstn vikn.
Eaa ©aiBapá Mafa esagar ákvarð*
aaiir verið teknar um verðið.
AUÐFJÁRSLÁTRUN mun
liefjast hér í bænum í
næstu viku. Að vísu hefir þeg-
Leikkona við járnsmíðar.
Leikkonan Hope Emerson lítur nægiiega kraftalega. út til þess að vera járnsmiður, enda er
hún yfir 6 fet á hæð, en á myndinni er hún aðeins að skemmta starfsbræðurm sínum, leik-
úrunum Garry Moore og Jimmy Durante, með því ab látast vera að fást við járnsmíðar.
ar verið slátrað nokkrum kind-
um, en það hefir verið gert f
æfingaskyni fyrir kjötmats-
menn.
Enn hefur ekkert verið ákveð
ið um verð á slátrum í haust,
en ákvörðun um það mun verða
tekin næstu daga. Þá hefur
heldur ekkert verið ákveðið
hvað miklu verður slátrað, en
gert er ráð fyrir að það verði
heldur meira en í fyrra.
Fyrir nokkru var ákveðið á
fundi, sem haldinn var á Akur-
eyri hvað miklu skyldi slátrað
á félagssvæði Kaupfélags Ey-
firðinga. Alls var áætlað að
slátrað yrði 22,525 kindum og
er það rúmlega 10% meira en
í fyrra.
Slátrun á Akureyri hefst ekki
fyr en 24. september.
Ástæðan fyrir því að ákveðið
var að slátra þetta meiru á
félagssvæði Kaupfélags Eyfirð-
inga en var gert í fyrra, er
minni heyfengur bænda nyrðra
nú en þá.
Má gera ráð fyrir að sömu
ástæður séu fyrir hendi hér
sunnanlands.
UNDIRFÖT og
NÁTTKJÓLAR.
Nýkomið í miklu úrvali.
H.TOFT
SkölavðrðBstlo 5 Simi 1035