Alþýðublaðið - 18.09.1943, Side 3
iLaugardagur 18. september 1943
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Raymoad Clapper:
Erliðleikar Ditlers og
sigrar Bandamaooa.
&ÆÐZJR HITLERS eru ekki
jafn áhrifamiklar núna, eins
■og seint á árinu 1930, þegar
hann gat fengið heila þjóð á
sitt hand á nokkrum dögum.
Oft þurfti hann aðeins að
halda ógnandi ræðu, til þess
að minniháttar leiðtogar
gengju í flokk hans. Á þeim
tímum náði Hitler valdi yfir
hinum mikilsráðandi her með
orðunum einum.
MISMUNURINN á fyrri ræðum
hans og til-
raunum hans
síðustu dag-
ana, til þess
að sefa þýzku
þjóðina eftir
áfallið, sem
hún hlaut, er
Italir gáfust
w upp, ber þess
glöggt vitni, að Hitler á núna
mjög erfitt með að halda
■meiriháttar ræður. Nú á tím-
■um fást ekki sömu áhrif og
■áður fyrr með því að öskra,
sem hæst. Ef til vill er það
ástæðan til þess, að Hitler
hefur ekki látið til sín heyra
síðustu 6 mánuðina.
EN HVAÐA AFSAKANIR gat
Hitler borið fyrir sig eftir
síðustu viðburðina? Fyrir
einu ári síðan var auðvelt að
tala. Hitler var í sókn í aust-
urátt, í RússlancLi stefndi
hann að Volgu en í Afríku
•að Suezskurðinum. í Kairo
var allt undirbúið, ef yfir-
gefa þyrfti borgina með
augnabliks fyrirvara. Alex-,
ander hershöfðingi reyndi að
Stemma stigu fyrir framsókn
Hitlers að Suez, en Timo-
shenko reyndi að halda
i Kákasus.
J3ANDAMÖNNUM tókst að
koma í veg fyrir framkvæmd
hernaðaráætlana Möndulveld
anna, sem hefðu einangrað
Rússland frá Bandarhönnum
sínum með því, að samband
hef&i náðst milli Ítalíu og
■ Þýzkalands annarsvegar og
' Japan hinsvegar gegnum Mið
jarðarhafið, ef ekki hefði
tekist að stöðva sóknarheri
J Þjóðverja. Bandamenn hefðu
■ getað beðið ósigur fyrir ári
síðan og voru þá á barmi
glötunar.
NÚNA ER STÖÐUGT hert á
hafnbanni Þýzkalands. Eng-
in von er til þess að safmband
• náist við Japan. Rússar fær-
ast stöðugt nær og nær Þýzka
landi úr autrinu. Öllum von-
‘ um Þjóðverja um að rjúfa á
austurvígstöðvunum vegginn
sem myndaður hefur verið
um Þýzkaland, hefur verið
• kollvarpað með mistökum á
þriðju sumarsókn þeirra, sem
nú hefur snúist upp í sókn
á hendur þeim sjálfum.
EITT ROTHÖGGIÐ á Hitler
var, hve illa tókst með kaf-
bátahemaðinn, sem var aðal
tilraun hans tíl þess að létta
Frh. á 7. síðu.
Samband milli allra herja Banda~
manna á Italíu.
Roosevelt.
Boðskapur Roosevelts:
Styrjðidin getnr dregizt á langinn
En takmarkið er útrýming fasismans
og prússnesku hernaðarkiikunnar.
Innrásin á ítaliu ákveðin i Casablanca
LONDON í gærkveldi.
ROOSEVELT foi'seti ávarpaði þjóðþing Bandaríkjanna í dag.
Hann gat þess í ávarpi sínu, að þingið kæipi saman þegar
mikil átök í styrjöldinni væru að hefjast. Bandamenn hafa
ákveðið, sagði forsetinn, að hefja stórkostlegar árásir á Þjóðverja
og Japani. Hann upplýsti að innrásin á Ítalíu hafi verið ákveðin
á ráðstefnunni í Casablanca. Miklu liði verður að safna saman í
Bretlandi til að ráðast á ýrnsar stöðvar Þjóðverja. Hitler hefir
talað digurbgrkalega um hið ósigrandi „Evrópuvirki“, en nú
þegar hafa Bandamenn brotið sprxmgur í þennan virkisvegg. En
þrátt fyrir undangengna sigra Bandamanna mim stríðið verða
langt og erfitt. Það er ekki nóg að sigra nazismann í Þýzkalandi.
Það verður að brjóta á bak aftur hina prússnesku hernaðarklíku.
Mikla eftirtekt vekur sú upp-
lýsing Roosevelts, að innrásin á
Ítalíu hafi verið ákveðin á ráð-
stefnunni í Casablanca og
að herforingjar Bandamanna
hefðu fyrir löngu gert áætlanir
um hvernig1 henni skyldi hagað.
En hann sagði einnig að búast
mætti við að erfiðlega mundi
ganga að hrekja Þjóðverja frá
Ítalíu. Roosevelt sagði að
Bandamenn væru búnir að á-
kveða innrás á mörgum stöðum
og miklu liði yrði safnað sam-
an í Englanai í þessum tilgangi.
Þá lagði Roosevelt áherzlu á
það í ræðu sinni, að ekki væri
nægilegt að leggja þýzka naz-'
ismann að velli og handsama
foringja hans, það yrði einnig
að uppræta í eitt skipti fyrir
öll hina prússnesku hemaðar-
klíku.
LOFTSÓKN
Roosevelt sagði að Banda-
menn mundu halda áfram loft-
sókn sinni gegn Þýzkalándi, þó
að hún væri kostnaðarsöm.
Þeir mundu nota flugvelli a ít-
alíu til þess að gera loftárásir
á Suður-Þýzkaland. Hann upp-
lýsti að Bandaríkjamenn hafi
misst 53 flugvélar og 500 flug-
menn í loftárásinni á olíulind-
irnar í Ploesti í Rúmeniu. En
þrátt fyrir þetta mikla tjón hafi
loftárás þessi borgað sig.
Þá gat Roosevelt þess í i-æðu
sinni, að tjón Bandaríkjamanna
á Sikiley hafi verið margfalt
meira en Breta og Kanada-
manna.
ÞÁTTUR RÚSSA
Roosevelt fór miklu loísorði
um hernaðarafrek Rússa og
sagði að ekkert ríki hafi ve'.tt
andstæðingi sínum eins miklar
hernaðarlegar ófarir ejns og
Rússar Þjóðverjum síðan á
dögum Napoleons. En þrátt fyi-
ir þessa sigra og sigra Banda-
manna við Miðjarðarhaf og
loftárásirnar á Þýzkaland er
Frh. á 7. affio.
5. og S. lierinn samein*
uðust i gærmorgnn.
. ■»-- ■
5. herinn vinnur á og Þjóðverjar
láta undan síga norður á bóginn.
............ ♦
LONDON í gærkvöldi.
Q AMBAND er nú á milli allra hersveita Bandamanna
^ á Ítalíu, sem upphaflega voru landsettar á þremur
fjarlægum stöðum. Framvarðasveitir úr 8. hernum og 5.
hernum mættust snemma í morgun um 15 km fyrir sunnan
vígstöðvarnar við Salerno. Þá hafa hersvteitir úr 8. hernum
isefneinast brezku hersveitunum vi;ð jTaranto. Gagnsókn
5. hersins hefir borið mikinn árangur. Hann hefir náð öllu
því landi aftur, sem hann missti í gagnsókn Þjóðverja og er
nú kominn um 20 km inn í land. Sameiginleg sókn 8. og 5.
hcrsins til Napoli stendur nú fyrir dyrum en Þjóðverjar
vcita hvarvctna I:arða mótspyrnu.
Frarasókn 8/ kcrsins hcfir vcr
ið •mikhi hraðari cn r.okkurn
hefir grunað. Hann sótti fram
300 km á fjórum dögum. 5.
herinn hefir tekið Albanelli,
sem er við ána Seli 20 km inn
í landinu. Þjóðverjar hafa gert
þrjú hörð gagnáhlaup en þeim
hefir öllum verið hrundið. 5.
herinn hefir nú yfir að ráða
öÆIugum skriðdrdkahersveitum
og voru það þær, sem hófu
gagnsóknina að undangengnum
miklum loftárásum og fallbyssu
skothríð frá herskipum Banda-
manna á stöðvar Þjóðverja.
Fyrir dyrum stendur nú sókn
Bandamanna til Napoli. Sú bar-
átta stendur fyrst og fremst
um veginn, sem liggur til Na-
poli. Þjóðverjar gera harðar á-
rásir enn á norðurhluta Saler-
no vígstöðvanna til þess að
tefja framsókn 5. hersjins. En j
Ríssnesk kirkjo-
nefnð væntanleg
tD Englands.
LONDON í gærkvöldi.
BISKUPINN af Kantaraborg
Dr. Temple skýrði frá því
í dag, að biskupinn af York
hafi farið til Rússlands til þess
að efla samvinnu á milli ensku
og .rússnesku .kirkjunnar .og
mætti búast viðl að bráðlega
kæmi nefnd kennimanna frá
Rússlandi til Englands.
Kesselring hershöfðingi hefir
fyrirskipað her sínum að hörfa,
en skilur eftir mjög öflugar
Frh. á 7. síðu.
Djóðverjar boða stórfellda „stytt-
ingn víglínunnar" í Rnsslandi.
Rússar hafa tekiö Rryansk.
LONDON í gærkveldi.
ÞÝZKÁ útvarpið boðaði í gær að Þjóðverjar væru að gera
„stórfelda styttingu á víglínu sinni í Rússlandi“. Þykir
þessi frétt benda til þess að þeir treysti sér ekki til að heyja bar-
daga á jafn slóru svæði og áður þann vetur, sem nú fer í hönd.
Rússar taka nú hvern bæinn á fætur öðrum í Ukrainu. Þeir hafa
brotizt gegnum víglínu Þjóðverja við Poltava. Rússar hafa nú
náð Bryansk, hinni miklu vamarstöð Þjóðverja á vígstöðvunum
á sitt vald. Þetta var tilkynnt í dag með sérstakri dagskipan frá
Stalin.
Rússar höfðu áður en þeir
tóku Bryansk tekið járnbrautar
bæ borgarinnar, sem liggur á
eystri bakka Desnafljótsins en
Bryansk sjálf liggur á vestri-
bakkanum. Rússar stefna nú liði
sínu frá Bryansk til Gomel, sem
er mikil borg ali langt fyrir
vestan Bryansk. Þeir sækja einn
ig í norður frá Bryansk til
Rosslavl. sem liggur miðsvegar
milli Bryansk og Smolensk.
Rússar segjast hafa sigrað sex
F
herfylki m-eð tangarsókn við
Bryansk.
Rússar tilkynna að þeir hafi
tekið 260 bæi og þorp í Ukrainu
ígær. Hersveitir Rússa syðst
á vígstöðvunum hafa tekið tvo
bæi við Azovshaf og reka flótta
Þjóðverja frá Mariopol.
Mikil hreyfing er sögð vera í
öllum höfnum Þjóðverja á
Krimskaga og er álitið að þeir
séu að hefja þaðan brottflutn-
ing liðs síns.